Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Síða 20

Hagskýrslur um húsnæðismál - 01.01.1957, Síða 20
18 Húsnæðisskýrslur 1950 mannfjöldi, sem kemur á hverja íbúð, ekki heppilegur mælikvarði á þéttsetu íbúða, því að íbúðirnar eru svo misjafnar að stærð. Betri mælikvarði er mannfjöldi, sem kemur á hvert herbergi, og er hann þó líka ófullkominn, því að herbergin eru líka misstór. Ef vel ætti að vera, þyrfti rúmmál herbergj- anna að vera kunnugt og það borið saman við íbúatöluna. En við manntal, sem framkvæmt er á einum degi um allt land, er auðvitað enginn kostur á slíku, og verður því að nægja að miða við herbergjatölu. Samkvæmt manntalinu 1950 var tala íbúðarherbergja, að meðtöldum eld- húsum, á öllu landinu 135316, og kom því rúmlega 1 maður, eða nánar til- tekið 1,03, á hvert herbergi að meðaltali. Árið 1940 var tilsvarandi meðaltal á herbergi 1,24. Sýnir það, að allmikið hefur rýmkað um fólkið á síðastliðn- um áratug. 7. yfirlit sýnir meðalmannfjölda á herbergi eftir stærð íbúðanna. Þar sést, að þrengst er um fólkið í minnstu íbúðunum, en rýmkar eftir því sem her- bergin verða fleiri. Þó komu ekki fleiri menn á herbergi í eins herbergis íbúðum án eldhúss heldur en í eins herbergis íbúðum með eldhúsi (sem reikn- ast 2 herbergi), enda hefur meiri hluti íbúða án eldhúss ekki verið fjöl- skylduíbúðir. 7. yfirlit. Meðaltul íbúa á herbergi eftir stærSarflokkum íbúða. Average number of occupants per room in each size class of dwelling units. Ibúðir með eldhúsi dwellings with kitchen: Reykjavík2) KaupstaSir Kauptún Sveitir Allt landið Allt landlð 1950 1940 2 herbergi rooms*) 1,31 1,25 1,40 1,58 1,37 1,72 3 1,21 1,20 1,21 1,36 1,23 1,45 4 1,07 1,09 1,12 1,22 1,11 1,31 5 0,97 0,99 1,01 1,08 1,01 1,20 6 0,90 0,89 0,91 0,99 0,93 1,08 7 0,84 0,82 0,83 0,90 0,86 1 8 „ 0,78 0,78 0,69 0,80 0,78 9 „ 0,78 0,71 0,69 0,73 0,74 10 „ o. fl. and more 0,74 0,68 0,53 0,65 0,67 J Allar íbúðir með eldhúsi all dwel- lings with kitchen 1,03 1,01 1,04 1,06 1,03 1,24 Ibúðir án eldhúss dwellings with- out kitchen: 1 herbergi 1,31 1,33 1,17 1,56 1,33 2,41 2 „ o. fl 1,04 0,82 1,00 0,70 0,87 1,40 Allar íbúðir án eldhúss all dwellings without kitchen 1,10 0,95 1,05 0,74 0,95 1,66 Allar íbúðir all dwelling units .... 1,05 1,01 1,04 1,06 1,03 1,24 1) Eldhús meðtalið including kitchen. 2) Translation of headings on p. 9. Rýmra hefur verið í eiguíbúðum en í öðrum íbúðum. í eiguíbúðum komu 1,02 menn á hvert herbergi að meðaltali, en 1,07 í öðrum íbúðum. í risíbúðum hefur mannfjöldi á herbergi verið 1,02 eða mjög svipaður og í öllum íbúðum yfirleitt, en í kjallaraíbúðum hefur verið þrengra um fólk og langþrengst í bröggum og öðru bráðabirgðahúsnæði. í kjallaraíbúðum komu 1,17 menn á hvert herbergi að meðaltali, en 1,33 í bröggum o. þ. h. í töflu IV eru upplýsingar fyrir hvern kaupstað, hvert kauptún og hverja

x

Hagskýrslur um húsnæðismál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um húsnæðismál
https://timarit.is/publication/1176

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.