Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 14

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201210 0 Alls engin mæði 0,5 Mjög, mjög lítil mæði (varla merkjanleg) 1 Mjög lítil mæði 2 Lítil mæði 3 Miðlungsmæði 4 Nokkuð mikil mæði 5 Mikil mæði 6 7 Mjög mikil mæði 8 9 Mjög, mjög mikil mæði (næstum því hámark) 10 Hámarksmæði Mynd 4. Borg-spurningalistinn um mæði. MRC (Medical Research Council scale) er listi sem hefur lengi verið notaður í endurhæfingu. Listanum er ætlað að meta skerðingu í daglegri virkni vegna mæði (Bestall o.fl., 1999). Meðferðaraðilinn spyr sjúklinginn við hvaða aðstæður (activity) hann finni fyrir mæði. Mæðinni er skipt í 5 stig þar sem 1 er minnsta mögulega mæði og 5 er mesta mögulega mæði (mynd 5). Skilin á milli stiganna fimm geta reynst óljós og ekki er hægt að nota listann til að meta breytingu á mæði (ATS, 1999). 1. Ég fæ eingöngu andþyngsli þegar ég reyni á mig. 2. Ég fæ andþyngsli þegar ég geng hratt örlítið upp í móti. 3. Ég geng hægar en jafnaldrar mínir vegna andþyngsla eða neyðist til að nema staðar til að ná andanum við venjulega göngu á flatlendi. 4. Ég þarf að nema staðar til að ná andanum eftir u.þ.b. 100 metra göngu. 5. Andþyngslin aftra mér frá því að fara að heiman eða ég fæ andþyngsli við að klæða mig úr og í. Mynd 5. MRC-spurningalistinn um mæði. CAT-próf (COPD assessment test) er nýr spurningalisti sem er ætlað að meta heilsufar sjúklinga með langvinna lungnateppu á einfaldan og áreiðanlegan hátt. Listinn byggist á 8 spurningum sem sjúklingurinn svarar sjálfur og gefa samanlagt 0 og upp í 40 stig. Ein spurning í listanum fjallar um andþrengsli. Áhrifum sjúkdómsins á sjúklinginn er hægt að skipta niður í fjóra flokka: Mjög mikil áhrif (>30 stig), mikil áhrif (>20 stig), miðlungsmikil áhrif (10-20 stig) og lítil áhrif (<10 stig). Listinn er nú notaður sem árangursmælitæki á Reykjalundi og jafnvel talið að breyting sem nemur tveimur stigum hafi klíníska þýðingu. Hægt er að finna íslenska útgáfu listans og frekari upplýsingar á www.catestonline.org og www.catestonline.co.uk. SOBQ-listinn. Shortness of breath (SOBQ), sem kallaður er á íslensku „Mat á andnauð“, var þýddur og forprófaður á Reykjalundi 2001 (Elfa Dröfn Ingólfsdóttir og Guðbjörg Pétursdóttir, 2001). Listanum er ætlað að meta upplifun á mæði við athafnir daglegs lífs hjá einstaklingum með langvinnan lungnasjúkdóm (Eakin o.fl., 1998). Hann byggist á 24 spurningum sem sjúklingurinn svarar sjálfur og gefa samanlagt 0 (engin mæði) til 120 (mesta mæði) stig. Í íslensku þýðingunni er ein aukaspurning um áhrif mæði á félagslega þátttöku. Sjúklingar eiga sjálfir að svara öllum spurningum og giska ef þeir hafa ekki framkvæmt verkið. Listinn er einfaldur og fljótlegt að svara honum. SOBQ-listann má nota til að meta breytingu á mæði og skoða mun Öndunaræfingar eru mikilvægar til að ná tökum á tíðni og dýpt öndunar. Æfingar með munnhörpu eru skemmtileg leið til þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.