Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201234 Gamlar perlur Sumarhúsið Nú þegar orlofssjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga byggir nýjan sumarbústað, hinn fimmta í röðinni, er gaman að rifja upp sögur um fyrsta orlofshús félagsins. Það hét Kvennabrekka og var vígt 1937. Húsið var selt 2005 en stendur enn þá í Mosfellsbæ nálægt Reykjalundi. Hér er fjallað um viðgerðir sem fóru fram á húsinu 1957 en greinin birtist í 2. tbl. Hjúkrunarkvennablaðsins 1958. Það var fámennur hópur sem lagði af stað upp í „kofa“, eins og við vinir sumarhússins köllum það stundum, síðla kvölds síðastliðið sumar. Ástæðan fyrir þessu ferðalagi var sú að nú átti „kofinn“ 12.000 kr. á borðinu, já, þvílíkt ríkidæmi, og nú í nokkur ár hafði viðgerð á húsinu verið stórt áhyggjuefni. Við höfðum með okkkur bygginga- sérfræðing til þess að kenna okkur hvernig við ættum að koma fyrir í endur bótum öllum þessum þúsundum. Byggingasérfræðingurinn skoðaði húsið utan og innan af mikilli nákvæmni. Hann hristi rúðurnar í gluggunum. Hér þarf að taka úr og kítta allar rúður. Og við litum hvert á annað þegar hann rak fingur í gegnum einn gluggapóstinn ... Næst var að klifra upp á þakið. En hvað var nú þetta? Upp þaut máríuerla með miklum látum og í kring flaug húsbóndinn öskureiður yfir þessum mannskepnum, sem voru að spilla heimilisfriðnum. Á þakinu vantaði eina plötu og það var svo freistandi að búa sér ból í skjólinu og hlýindunum niðri í þakinu. Þakið þurfti viðgerðar með, það var augljóst mál, en nákvæm skoðun gat ekki farið fram að þessu sinni, það leyfðu þau ekki, litlu hjónin. Við lofuðum þeim því líka, að ekkert skyldi gert á þakinu fyrr en börnin voru komin á legg. Ekki tók betra við þegar inn kom. Byggingasérfræðingurinn kippti í lausan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.