Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201242 Ingibjörg Jóna Friðbertsdóttir, ingibjorgfr@gmail.com TE SEM ÁHUGAMÁL Te er hollur og góður drykkur sem á sér langa sögu. Það hefur jákvæð áhrif á heilsufar og andlega líðan. Hér er sagt stuttlega frá tei og tedrykkju. Ég hef lengi haft áhuga á tei og tedrykkju. Árið 2011 lét ég draum minn verða að veruleika og stofnaði ásamt fjölskyldu minni Tefélagið. Þegar ég er ekki að vinna þá nýti ég tímann í lestur fróðleiksmola um te og tesiði. Þessi áhugi minn á tei tengist óbeint áhuga mínum á viðbótarmeðferð í hjúkrun. Árið 2010 var stofnuð Fagdeild um viðbótarmeðferð í hjúkrun. Fagdeildin starfar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og er ég núverandi formaður hennar. Tefélagið er klúbbur fyrir þá sem hafa áhuga á að smakka og vita meira um te. Hugmyndin er einföld – fyrir fasta greiðslu í mánuði sendum við tepakka í pósti. Í pakkanum er te sem við höfum sérvalið handa félagsmönnum ásamt fróðleik um viðkomandi te. Samhliða sendum við fréttabréf í tölvupósti með almennum upplýsingum um teræktarhéruð, framleiðslu aðferðir, tesiði, uppskriftir og fleira. Ég vil deila með ykkur fróðleiks molum um te. Vonandi vekur það áhuga ykkar og kennir einhverjum að meta góðan bolla af tei. Teplantan Te er unnið úr laufum plöntu sem heitir Camellia sinensis eða afbrigðum hennar. Terunninn er upprunninn í Kína en þar eru til heimildir um tedrykkju fyrir meira en 2500 árum. Terunninn vex best í heittempraða beltinu þar sem loftslagið er heitt og rakt og þar sem jarðvegur er súr. Vaxtarstaður, loftslag og jarðvegur skiptir miklu máli, gæði tesins eru meiri af terunnum sem vaxa hátt yfir sjávarmáli. Teplantan getur náð töluverðri hæð, plantan myndar runna, hann er klipptur og mótaður til að auðvelda tínslu. Blöðin eru dökkgræn, hörð og með glansandi áferð. Útbreiðsla Te breiddist út til annarra landa í Asíu, svo sem Japans og Kóreu, með búddisma og varð snemma mikilvæg verslunarvara fyrir Kínverja. Rússar urðu fyrstir Evrópuþjóða til að taka upp tedrykkju en á sautjándu öld byrjuðu íbúar Vestur-Evrópu að drekka te. Bretar urðu fljótt duglegastir Evrópuþjóða við tedrykkju og með tímanum mótaði te menningu og siði í Bretlandi. Bretar urðu stórir kaupendur að tei frá Kína – svo stórir reyndar að þeir óttuðust að verða háðir viðskiptum við Kínverja. Þess vegna stofnuðu þeir til teræktunar og vinnslu í nýlendum sínum á Indlandi og Sri Lanka. Stór hluti af teframleiðslu heimsins fer nú fram í þessum þremur löndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.