Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201248 reynir að taka ekki nema nokkur viðtöl á laugardögum og hámark sjö á hverjum virkum degi. „Eftir það er ég orðin óhæfur meðferðaraðili. Ég get tekið þrjú viðtöl í einu en ekki meira. Þá þarf ég aðeins að pústa. Þegar meðferðaraðili er kominn með fleiri en sjö viðtöl á dag þá held ég að hann sé bara að þurrausa sjálfan sig. Þá þarf hann aðeins að kúpla sig út. Fólk á að fá eins mikið út úr meðferðinni og hægt er. Ég verð að geta hlustað á fólk, það er svo margt sem ég þarf að fylgjast með og taka eftir og ég þarf því að hafa athyglina algjörlega í lagi.“ Það liðu þó nokkur ár áður en Dóra Dröfn þurfti að huga að því að yfirbóka ekki. „Ég byrjaði á að dreifa nafnspjöldum og hringja í hjúkrunarfræðinga og geðlækna sem ég þekkti, svona til að láta vita að ég væri að hefja stofurekstur. Þegar ég vann í heilsugæslunni vísuðu læknar þar á mig en þá var ég í svo litlu starfshlutfalli hér á stofunni. Svo þegar ég ákvað að auka við mig ákvað ég einnig að auglýsa.“ Hún lagði höfuðið í bleytu og komst að þeirri niðurstöðu að best væri að auglýsa í Fréttablaðinu því það sé frítt og fer á hvert heimili. „Bæði geðlæknar og hjúkrunarfélagið höfðu þá sagt mér að ég mætti auglýsa mig sem hjúkrunarfræðingur. Það mega læknar ekki nema í upphafi rekstrar,“ segir Dóra Dröfn. Viðtökurnar við auglýsingunum hafa verið góðar. Það er ýmislegt sem þarf að huga að til þess að hefja stofurekstur. „Þetta er ekkert smámál. Þegar ég opnaði stofuna vildi ég hafa þetta eins fullkomið og hægt er. Þetta á að vera mitt lifibrauð, við þetta vil ég starfa. Þannig að ég vil hafa alla hluti á hreinu. Ég talaði við landlæknisembættið og ráðfærði mig við geðlækni, lögfræðing og hjúkrunarfélagið. Svo hafði ég samband við nokkra geðhjúkrunarfræðinga, sem reka stofu, til að fá ráð. Síðan þurfti ég að kaupa húsgögn, tölvu, prentara, nafnspjöld, reikninga og allt slíkt. Ég kaupi líka þjónustu bókhaldara hér í húsinu. Þannig að þetta hefur verið mikill stofnkostnaður og tekur tíma að hrinda í framkvæmd.“ Einnig þurfti Dóra Dröfn að ákveða hvernig hún ætti að verðleggja þjónustuna. Ekki er til verðskrá eins og fyrir göngudeild eða heilsu gæslu og sjúkra tryggingar niðurgreiða ekki gjaldið. „Ég ákvað að fara eins langt niður og ég gat til þess að getað rekið stofuna. Sumir meðferðar- aðilar taka fimmtán þúsund krónur fyrir tímann en það eru fáir sem hafa efni á því. En sum stéttarfélög niðurgreiða hins vegar. Allir fá kvittun og geta farið í sitt stéttarfélag. Fólk er líka mjög ánægt að það skuli ekki vera dýrara því fólk munar um hverja krónu.“ Sjálfstæð vinna Það hentar ekki öllum að standa í atvinnurekstri en það veitir mikið frjálsræði. Dóra Dröfn hvetur hjúkrunarfræðinga með sérmenntun að íhuga að vinna sjálfstætt ef þeir hafi áhuga á því. Henni finnst hún hafa nægan grunn til þess. „Það er allt hægt og bara að láta draumana rætast. Ég er til dæmis með diplómanám í hugrænni atferlismeðferð, hef langa reynslu í geðhjúkrun og hef tekið fjölmörg námskeið um geðhjúkrun. Þannig að það er bara að láta til skarar skríða.“ Á vef tímaritsins er nú að finna nýja útgáfu af leiðbeiningum til höfunda ritrýndra greina. Gerðar hafa verið ýmsar smá breytingar til þess að laga leiðbeiningarnar að nýjustu útgáfu APA Manual (birtingar hand bók Bandaríska sálfræðinga félagsins). Leið beiningar tíma ritsins um heimilda skráningu byggjast á APA­kerfinu. Meginbreytingin er hins vegar að hámarkslengd greinar hefur verið stytt. Áður var mælst til þess að greinar væru ekki lengri en 3.500 orð. Nú er það hámarksorðafjöldinn fyrir flestar greinar. Greinar án tafla og mynda mega vera 5.000 orð eins og áður. Margir vilja skrifa í Tímarit hjúkrunarfræðinga og er þessi breyting gerð til þess að fá pláss fyrir fleiri greinar í hverju tölublaði. Lesendur eru samt sem áður hvattir til þess að senda inn handrit að fræðigreinum. Það er kappsmál fyrir Tímarit hjúkrunarfræðinga að birta vel unnar fræðigreinar sem hafa vísindalegt gildi fyrir hjúkrun. Allar fræðigreinar, sem birtast í blaðinu, eru ritrýndar. Til hafa verið ýmis hjálpargögn fyrir ritrýna en þau hafa nú verið sett saman og skrifaðar nýjar leiðbeiningar um ritrýni. Markmiðið er að samræma og bæta rýnina og létta undir með þeim sem taka að sér að ritrýna. Leiðbeiningum til höfunda fræðslugreina hefur ekki verið breytt að sinni. Þó hefur vefsíðan um fræðslugreinar breyst talsvert. Bætt hefur við leiðbeiningum um frágang texta og einnig hafa verið settar inn nokkrir pistlar um greinaskrif. Allir sem vilja skrifa greinar í tímaritið eru hvattir til þess að kynna sér þessar leiðbeiningar. Leiðbeiningar til höfunda uppfærðar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.