Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 20

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 20
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 201216 Herdís Gunnarsdóttir, herdisgu@landspitali.is ÍMYND OG ÁHRIF HJÚKRUNARFRÆÐINGA Haustið 2011 hófst umfangsmikið verkefni hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga (FÍH) að frumkvæði formanns FÍH, Elsu B. Friðfinnsdóttur. Verkefnið lýtur að skipulagi, ímynd, áhrifum og kjaramálum okkar. Meginmarkmið þess er að halda í heiðri tilgangi félagsins og skila okkur félagsmönnum enn öflugra og þróttmeira félagi sem annast hagsmuni hjúkrunarfræðinga enn betur en áður. Í lögum FÍH er kveðið á um að tilgangur félagsins sé að vera málsvari hjúkrunar og hjúkrunarfræðinga, standa vörð um ímynd og sjálfstæði fagsins ásamt því að efla stéttarvitund og gæta hagsmuna félagsmanna. Þá skal félagið stuðla að þróun hjúkrunar sem fræðigreinar og taka þátt í alþjóðlegu starfi sem er stéttinni til hagsbóta. Einnig skal FÍH semja um kaup og kjör ásamt því að taka þátt í stefnumótun um heilbrigðismál. Grundvallarstarfsemi FÍH er því að vera í senn fag- og kjarafélag hjúkrunarfræðinga sem hefur það að markmiði að ná sem mestum árangri innan þess ramma sem lögin segja til um. Góður árangur næst með góðu skipulagi, samvinnu og samstöðu félagsmanna í lifandi félagi. Stéttarfélög þurfa því að vera vakandi fyrir hagsmunum félagsmanna hverju sinni og bregðast við breytingum í umhverfinu. Félag, þar sem forysta þess og félagsmenn halda vöku sinni í síbreytilegu umhverfi, er ekki staðnað félag heldur lifandi og þróttmikið félag sem blæs til sóknar. Með þetta að leiðarljósi skipaði formaður FÍH stýrinefnd úr hópi stjórnarmanna FÍH og fékk nefndin það hlutverk að undirbúa, skipuleggja og hrinda verkefni í framkvæmd um skipulag félagsins og ímynd, áhrif og kjör hjúkrunarfræðinga. Stýrihópinn skipa Herdís Gunnarsdóttir, sem jafnframt veitir hópnum forystu, Elsa B. Friðfinnsdóttir, Gunnar Helgason, Ragnheiður Gunnarsdóttir og Þórunn Sævarsdóttir. Ráðgjafi hópsins er Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor hjá Háskólanum í Reykjavík. Skipulag verkefnisins byggist á því að innihald þess snertir beint þarfir og hugsjónir hjúkrunarfræðinga sem verkefnið er unnið fyrir. Til að móta grundvöll verkefnisins vandlega voru hátt í þrjátíu félagsmenn valdir til að taka þátt í lokaðri forkönnun í október 2011. Spurt var um átta flokka sem varða hagsmuni stéttarinnar, svo sem kjaramál, menntun, áhrif, starfsánægju, stéttar- vitund, samskipti við lækna, framtíðar- sýn, tækifæri og ógnir. Alls bárust um 200 svör frá þátttakendum og voru þau flokkuð og síðan send aftur út til forgangsröðunar með svokallaðri Delfí- aðferð. Að lokinni forgangsröðun atriða í sérhverjum framangreindum flokki stóð eftir sameiginleg niðurstaða, 15 grund- vallarspurningar sem hópurinn áleit mikilvægastar fyrir hagsmuni stéttarinnar í dag. Til að ganga úr skugga um hvort samhljómur væri á milli hinnar sameigin- l egu niðurstöðu frá for könnun inni og vilja félagsmanna sjálfra var gerð viðhorfs- könnun í febrúar 2012. Könnunin var þannig úr garði gerð að grund vallar- spurningarnar 15 voru settar fram sem fullyrðingar. Þátttakendur voru beðnir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.