Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 59

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 59
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 2012 55 Ritrýnd fræðigrein SCIENTIFIC PAPER hjúkrunarfræðingur talað við mig og náð í lækni ef þeim hefur fundist þörf á því. UMRÆÐUR Geðhvarfasjúkdómurinn hafði greinileg og djúpstæð áhrif á líf þátttakenda og margvíslega drauma og væntingar um framtíðina. Konurnar þurftu jafnframt að leggja hart að sér við að halda einkennum í skefjum. Í þessa rannsókn voru valdir þátttakendur sem höfðu sjúkdóm sem nokkuð gott jafnvægi var á. Engu að síður höfðu konurnar búið við alvarleg veikindi. Þannig einkenndi mikil vanlíðan þunglyndið sem konurnar höfðu margoft reynt, sem og örlyndið sem byrjaði gjarna með vellíðan og umbreyttist í andhverfu sína þegar örlyndissveiflur náðu hámarki. Langur aðdragandi var að sjúkdómsgreiningu en greiningin skipti konurnar sköpum því þá hófu þær fyrir alvöru að takast á við sjúkdóminn og öðluðust smám saman þekkingu og innsæi sem á sér hliðstæðu í öðrum rannsóknum (Mansell o.fl., 2010; Russell og Browne, 2005). Þátttakendur lýstu svipuðum aðferðum til að draga úr eða halda sér einkennalausum og fram hefur komið annars staðar (Murray o.fl., 2011; Russell og Browne, 2005). Þegar byrjunareinkenni örlyndis eða þunglyndis gera vart við sig breyta konurnar lyfjaskömmtum og leita aðstoðar í heilbrigðiskerfinu (Russell og Browne, 2005). Í rannsókn Goossens o.fl. (2010) kom fram að sumir gátu greint vísbendingar um að oflæti væru í uppsiglingu með breytingu á atorku, svefni og félagslegri virkni annars vegar og hins vegar í breytingum á hugsun, geðslagi, atorku, félagslegri virkni og svefni þegar þunglyndi gerði vart við sig. Slíka árvekni mátti einnig greina meðal þátttakendanna í þessari rannsókn. Árvekni meðal fólks með geðhvörf hefur verið tengd gerð aðgerðaráætlunar þar sem fram kemur hvað skuli taka til bragðs ef viðkomandi einstaklingur eða fjölskylda greinir forboðaeinkenni (Perry o.fl., 1999). Í þessari rannsókn lögðu konurnar áherslu á nauðsyn þess að fjölskyldan tæki til sinna ráða þegar hún greindi fyrstu einkenni versnunar hjá þeim en fram hefur komið að makar taka það hlutverk gjarna að sér (van der Voort o.fl., 2009). Mikil vanlíðan tengdist aukaverkunum geðlyfjanna og skertri sjálfsmynd og lýstu konurnar því hvernig lakara útlit og líðan hafði áhrif á sjálfstraust þeirra. Þrátt fyrir þetta héldu konurnar áfram notkun geðlyfjanna. Fram hefur komið að fólk, sem ekki fylgir lyfjameðferð, hefur fengið slæmar aukaverkanir af þeim og telur að regluleg lyfjainntaka geti haft skaðleg áhrif í framtíðinni (Clatworthy o.fl., 2007). Slíkt kom ekki fram í þessari rannsókn og gæti skýrt, meðal annars, hversu miklum tökum konurnar höfðu náð á einkennum sjúkdómsins. Líkt og í öðrum rannsóknum beittu konurnar ýmsum öðrum leiðum en lyfjainntöku til að lifa farsællega með sjúkdómnum (Jönsson o.fl., 2008; Mansell o.fl., 2010; Murray o.fl., 2011; Russell og Browne, 2005). Má þar nefna að draga úr atvinnuþátttöku og félagslífi, stunda líkamsrækt og aðra sjálfsrækt, sofa reglulega og forðast áreiti sem hugsanlega gætu truflað nætursvefninn auk þess að sækja ráðgjöf og stuðning hjá fagfólki og stuðningshópum. Þessu til viðbótar lögðu konurnar áherslu á heilsusamlegt mataræði, enga eða takmarkaða áfengis- og kaffidrykkju, hreyfingu, samvistir með sínum nánustu ásamt því að halda vöku sinni gagnvart einkennum. Geðsjúkdómurinn hafði haft víðtæk áhrif á fjölskyldutengsl kvennanna bæði til góðs og til hins verra eins og einnig kom fram hjá Maskill o.fl. (2010). Á veikindatímabilum líktu konurnar samskiptum við fjölskyldur sínar við rústir einar. Þær lýstu sektarkennd vegna hömlulausrar hegðunar en vegna hennar urðu þær fyrir reiði og uppgjöf frá fjölskyldunni. Eftir á sýndu konurnar þessum viðbrögðum fjölskyldunnar skilning þar sem þeim fannst þau eðlileg miðað við það sem á undan hafði gengið. Fjölskyldan var nánasti stuðningsaðili kvennanna og tók virkan þátt í að hafa hemil á sjúkdómnum (Jönsson o.fl., 2011; Maskill o.fl., 2010; Tranvåg og Kristoffersen, 2008; van der Voort o.fl., 2009). Hjá fólki með geðhvörf er sterkt tengslanet, einkum við fjölskyldu, eitt meginatriði þess að lifa farsællega með sjúkdómnum (Mansell o.fl., 2010). Þessi staðreynd endurspeglast í vaxandi áherslu á samvinnu heilbrigðisstarfsmanna við fjölskyldur, ekki einungis til að efla velferð þeirra sem bera sjúkdóminn heldur einnig velferð fjölskyldnanna (Sanchez-Moreno o.fl., 2009). Vegna fordóma í samfélaginu veltu konurnar vöngum yfir því hvernig og hve ítarlega þær ættu að ræða veikindi sín á vinnustað og við vini og vandamenn. Þátttakendur í rannsókn Michalak o.fl. (2006) líktu veikindunum við hræðilegt leyndarmál vegna þeirra fordóma sem þeir töldu sig verða fyrir. Auk þess fundu konurnar fyrir eigin fordómum sem þær þurftu að takast á við líkt og Michalak og félagar (2011) skýra frá. Innlagnir á geðdeild voru óhjákvæmilegar. Við innlögn var líf kvennanna í molum líkt og splundrað púsluspil og tilgangur legunnar meðal annars að púsla lífinu saman á ný. Árangursrík aðstoð fólst í hlýju og umhyggju starfsfólks og frumkvæði þess að samskiptum. Þörf fyrir skilning starfsfólks, viðtöl og margvíslegar upplýsingar fyrir konurnar sjálfar og fjölskyldur þeirra voru nauðsynlegar líkt og víðar hefur komið fram (Tranvåg og Kristoffersen, 2008). Jafnframt skipti það konurnar miklu máli að skoðanir þeirra væru virtar og samráð haft við þær um meðferð (Maxwell, 2010). LOKAORÐ Þessi rannsókn lýsir reynslu kvenna sem höfðu öðlast gott innsæi í veikindi sín, bjuggu ekki við aðra langvinna sjúkdóma og höfðu fundið sér árangursríkar leiðir til að takast á við geðhvörfin. Mikilvægt er að rannsaka frekar ekki einungis reynslu kvenna heldur einnig karla með tilliti til hugsanlegs kynbundins munar á reynslunni. Geðhvörf geta verið flókinn og erfiður langvinnur sjúkdómur sem gerir kröfur til þess að einstaklingarnir og fjölskyldur þeirra haldi vöku sinni til að sporna gegn því að einkenni komi aftur fram ásamt því að takast á við þau sem láta á sér kræla. Sjúkdómurinn hafði kallað fram grundvallarbreytingar á daglegu lífi sem og fjölskyldutengslum, atvinnuþátttöku og samfélagslegri virkni. Engu að síður litu þátttakendur ekki á sig sem sjúklinga. Þeir efldu eigið heilsufar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.