Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 15

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 15
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 2. tbl. 88. árg. 2012 11 á mæði milli mismunandi sjúklingahópa, en hann hefur verið töluvert notaður í rannsóknum og þykir áreiðanlegur. Ég tel að SOBQ-listinn gæti til dæmis verið hentugt matstæki í heimahjúkrun eða á heilsugæslu. Listinn er notaður sem árangursmælitæki á Reykjalundi og talið að breyting, sem nemur fimm stigum, hafi klíníska þýðingu (Ries, 2005). Rannsókn á mæði hjá sjúklingum í endurhæfingu á Reykjalundi Gerð hefur verið rannsókn á Reykjalundi (Elfa Dröfn Ingólfsdóttir, 2010) á 140 sjúklingum með langvinna lungnateppu þar sem SOBQ-listinn var notaður til að skoða hvernig sjúklingar skynjuðu mæði fyrir og eftir endurhæfingu og ári eftir lok hennar. Niðurstöður sýndu að endurhæfing á Reykjalundi dregur marktækt úr mæði og sá árangur var enn til staðar einu ári síðar. Einnig kom í ljós að þeir sem voru með merki um andlega vanlíðan (kvíða eða þunglyndi) fundu fyrir meiri mæði en þeir sem ekki fundu fyrir þessum einkennum. Sjúklingar, sem stunduðu líkamsrækt í eitt ár eftir endurhæfinguna, uppskáru vel því þeir fundu þá fyrir minni mæði en þeir sem ekki stunduðu líkamsrækt. Mæði er flókið mál en lausnin er einföld Reykingar eru helsta orsök langvinnrar lungna teppu. Því þarf að leggja höfuð- áherslu á að styðja sjúklinginn til að verða reyk laus. Að ná því markmiði er í raun og veru forsenda þess að draga úr mæði og bæta lífsánægju. Ég ráðlegg öllum sem sinna lungnasjúklingum að hvetja þá til að ástunda reglubundna líkamsrækt. Einnig að þeir leiti sér aðstoðar ef þeir finna fyrir kvíða eða þunglyndi. Leiðbeina þarf sjúklingunum um rétta notkun innöndunarlyfja, m.a. að þeir noti þau reglulega og beiti réttri innöndunartækni. Einnig ætti sérhæfð og þverfagleg lungnaendurhæfing að standa öllum til boða sem komnir eru með langvinna lungnateppu. Slík endurhæfing stendur öllum Íslendingum til boða á Reykjalundi. Búseta skiptir þar ekki máli. Læknir þarf að senda inn beiðni sem hægt er að finna á vef Reykjalundar, www.reykjalundur. is. Þegar beiðni berst er fljótlega gerð forskoðun svo hægt sé að forgangsraða þeim sem sækja um endurhæfingu. Hjúkrun lungnasjúklinga er mikilvægt og krefjandi starf. Með það í huga hve stórt hlutfall Íslendinga er með langvinna lungnateppu tel ég líklegt að flestir hjúkrunarfræðingar komi einhvern tíma á starfsferli sínum að umönnun þeirra. Við erum því öll í aðstöðu til að veita viðeigandi meðferð við mæði. Það er þýðingarmikið fyrir hinn veika og fjölskyldu hans að við skilum þessari vinnu okkar vel. Umönnun, sem byggist á gagnreyndri þekkingu, er afar mikilvæg. Þessi þekking eða umönnun þarf ekki endilega að vera flókin eða tæknivædd heldur á hún að byggjast á faglegum vinnubrögðum og áhuga á að skila góðu dagsverki. Eins og ég hef fjallað um hér á undan er mæði helsta einkenni sjúklinga með langvinna lungnateppu og hefur gríðarleg áhrif á líðan þeirra og lífsánægju. Með því að meðhöndla mæði á réttan hátt stuðlum við að bættri líðan og ánægjulegra lífi þeirra sem hafa sjúkdóminn. Heimildir American Thoracic Society [ATS] (1999). Dyspnea. Mechanisms, assessment, and management: A consensus statement. American Journal of Respiratory and Critical Care Medicine, 159, 321-340. Bestall, J.C., Paul, E.A., Garrod, R., Garnham, R., Jones, P.W., og Wedzicha, J.A. (1999). Usefulness of the medical research council (MRC) dyspnoea scale as a measure of disability in patient with chronic obstructive pulmonary disease. Thorax, 54, 581-586. Bryndís Benediktsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Kristín Bára Jörundsdóttir, William Vollmer og Þórarinn Gíslason (2007). Hversu algeng er langvinn lungnateppa? Íslensk faraldsfræðirannsókn. Læknablaðið, 93, 471-477. Calverley, P., og Georgopoulos, D. (2006). Chronic obstructive pulmonary disease: Symptoms and signs. Í N.M. Siafakas (ritstj.), European respiratory monograph. Management of chronic obstructive pulmonary disease (38. útg.). Wakefield, Bretlandi: European Respiratory Society Journals Ltd, 7-23. Duiverman, M.L., Wempe, J.B., Bladder, G., Vonk, J.M., Zijlstra, J.G., Kerstjens, H.A.M., og Wijkstra, P.J. (2011). Two-year home-based nocturnal noninvasive ventilation added to rehabilitation in chronic obstructive pulmonary disease patients: A randomized controlled trial. Respiratory Research, 12, 112. Sótt á http:// respiratory-research.com/content/12/1/112. Eakin, E.G., Resnikoff, P.M., Prewitt, L.M., Ries, A.L., og Kaplan, R.M. (1998). Validation of a new dyspnea measure: The UCSD shortness of breath questionnaire. Chest, 113, 619-624. Elfa Dröfn Ingólfsdóttir (2010). Áhrif endurhæfingar á mæði hjá sjúklingum með langvinna lungnateppu. Læknadeild Háskóla Íslands, óbirt meistararitgerð. Sótt á http://hdl.handle. net/1946/4625. Elfa Dröfn Ingólfsdóttir og Guðbjörg Pétursdóttir. Þýðing og forprófun á mælitæki sem metur andnauð (2001). Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, óbirt BS-verkefni. Global initiative for chronic obstructive lung disease [GOLD] (2011). Global strategy for diagnosis, management, and prevention of COPD. Sótt á http://www.goldcopd.com/. Kendrick, K.R., Baxi, S.C., og Smith, R.M. (2000). Usefulness of the modified 0-10 Borg scale in assessing the degree of dyspnea in patients with COPD and asthma. Journal of Emergency Nursing. Landlæknisembættið (2007). Klínískar leiðbeiningar; langvinn lungnateppa – saman- tekt. Sótt á http://www.landlaeknir.is/ Pages/141. Loftfélagið (2001). Handbók. Sótt á http://www. gsk.is/loftfelagid/handbok.pdf. Marciniuk, D.D., Brooks, D., Butcher S., Debigare, R., Dechman, G., Ford, G., Pepin, V., Muthuri, S.K.; The Canadian thoracic society COPD committee expert working group (2010). Optimizing pulmonary rehabilitation in chronic obstructive pulmonary disease – practical issues: A Canadian thoracic society clinical practice guideline. Canadian Respiratory Journal, 17 (4), 159-168. National institute for health and clinical excellence [NICE] guideline (2010). Clinical guideline 101 chronic obstructive pulmonary disease (update). Chronic obstructive pulmonary disease. Sótt á http://www.nice.org.uk/ guidance/CG101/NICEGuidance. Pulmonary rehabilitation for chronic obstructive pulmonary disease (COPD) (2011). Sótt á http://www.uofmhealth.org/health-library/ hw257776. Rabe, K.F., Hurd, S., Anzueto, A., Barnes, P.J., Buiste, S.A., Calverley, P., Zielinski, J. (2007). Global strategy for the diagnosis, management, and prevention of chronic obstructive pulmonary disease: GOLD executive summary. American Journal of Respiratory and Critical Care Medicine, 176, 532-555. Ries, A.L. (2005). Minimally clinically important difference for the UCSD Shortness Of Breath Questionnaire, Borg Scale, and Visual Analog Scale. COPD, 2, 105-110. Ries, A.L., Make, B.J., Lee, S.M., Krasna, J., Bartels, M., Crouch, R., og Fishman, A.P. (2005). The effects of pulmonary rehabilitation in the national emphysema treatment trial. Chest, 128, 3799-3809. Troosters, T., Donner, C.F., Schols, A.M.W.J., og Decramer, M. (2006). Rehabilitation in chronic obstructive pulmonary disease. Í N.M. Siafakas (ritstj.), European respiratory monograph. Management of chronic obstructive pulmonary disease (38. útg.),. Wakefield, Bretlandi: European Respiratory Society Journals Ltd, 337-358. Vermeeren, M.A., Creutzberg, E.C., Schols, A.M., Postma, D.S., Pieters, W.R., Roldaan, A.C., og Wouters, E.F.M. (2006). Prevalence of nutritional depletion in a large out-patient population of patients with COPD. Respiratory Medicine, 100, 1349-1355. Von Leupoldt, A., Hahn, E., Taube, K., Schubert- Heukeshoven, S., Magnussen, H., og Dahme, B. (2008). Effects of 3-week outpatient pulmonary rehabilitation on exercise capacity, dyspnea, and quality of life in COPD. Lung, 186, 387-391.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.