Morgunblaðið - 18.09.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
„Verkfall þýðir lokun vínbúða og
dreifingarmiðstöðvar,“ segir Sig-
rún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðar-
forstjóri ÁTVR, um hugsanlegt
verkfall SFR.
Trúnaðarmannaráð SFR kom
saman í fyrradag til að taka
ákvörðun um allsherjaratkvæða-
greiðslu um verkfall.
Lagt er til að fram fari allsherj-
aratkvæðagreiðsla um boðun verk-
falls og að henni skuli vera lokið 27.
september 2015. Lítið hefur þokast
í viðræðum SFR við samninganefnd
ríkisins og engir fundir boðaðir í
deilunni. Flestir starfsmanna Vín-
búðanna eru félagsmenn í SFR og
því myndi verkfall þýða lokun.
Neftóbaksframleiðsla leggst af
Alls eru 49 vínbúðir um allt land
en tekjur af sölu áfengis voru um 20
milljarðar króna í fyrra. Alls voru
seldar 19,2 milljónir lítra af áfeng-
um drykkjum á síðasta ári.
ÁTVR framleiðir einnig íslenska
neftóbakið en 32 tonn voru seld á
síðasta ári fyrir um 700 milljónir.
Neysla á neftóbaki hefur farið vax-
andi undanfarin ár. Þeir sem fram-
leiða neftóbakið eru í SFR og færu
því í verkfall. benedikt@mbl.is
Vínbúðum lokað og neftób-
aksframleiðsla leggst af
Víðtæk áhrif hjá vínbúðunum komi til verkfalls SFR
Morgunblaðið/RAX
Vinsælt Framleiðsla á neftóbaki leggst af komi til verkfalls SFR.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Gistieiningum hjá íbúðahótelinu
Reykjavík Residence Hotel fjölgar
næsta sumar þegar nýtt húsnæði
verður tekið í notkun á Lindargötu
11. Félagið RR
hótel ehf. á rekst-
ur íbúðahótelsins.
Kaupin á Lind-
argötu 11 eru
nýfrágengin og
er kaupverðið
trúnaðarmál.
Samkvæmt fast-
eignaskrá er hús-
ið 312 fermetrar
og hljóðar fast-
eignamat upp á tæpar 88 milljónir.
Heimildir blaðsins herma að kaup-
verðið sé talsvert hærra.
Þórður Birgir Bogason, fram-
kvæmdastjóri RR hótel, segir
áformað að taka Lindargötuhúsið í
notkun í byrjun júní næsta sumar.
Þar verða 11 gistieiningar.
Reykjavík Residence Hotel hóf
starfsemi 1. mars 2011 á Hverfis-
götu 45 með 10 gistieiningum.
Reksturinn hefur síðan gengið vel
og eru nú 30 gistieiningar leigðar út
í fjórum húsum. Eitt þeirra er
Hverfisgata 21, gamla prentara-
húsið við hlið Þjóðleikhússins. Með
nýja Lindargötuhúsinu verða gisti-
einingarnar orðnar 41 í fimm húsum.
Nýtingin yfir árið er um 98%
Þórður Birgir segir að nýtingin á
hótelíbúðunum sé nú 98% yfir allt
árið. Hann segir það ekki markmið
að reksturinn verði sem umsvifa-
mestur, en upplýsir þó að félagið sé
að leita að fleiri húsum í næsta ná-
grenni undir gistieiningar. Mikið sé
lagt í endurgerð húsanna.
„Svona hótel má ekki vera of
stórt. Þjónustan byggist á smæðinni
og persónulegum tengslum fyrir þá
viðskiptavini sem það kjósa. Það er
sótt í svona hótel af þeim sem vilja
rólegheit og vilja láta dekra við sig.
Við bjóðum mjög hátt þjónustustig
og erum með tvær móttökur og
þjónustu allan sólarhringinn … Við
förum inn í íbúðirnar daglega, vösk-
um upp og búum um, alveg eins og á
hóteli. Síðan förum við með morgun-
verðarbakka inn í íbúðirnar á kvöld-
in. Klukkan sjö um morguninn kem-
ur heitt brauð úr bakarínu á
hurðarhúninn hjá viðkomandi.“
Þórður Birgir segir að Lindar-
götuhúsinu verði lyft og að komið
verði fyrir gistieiningum á öllum
hæðum. „Við ætlum að reyna að ná
fram gömlu götumyndinni. Þegar
húsið var byggt var gatan lægri.
Götur í Reykjavík voru hækkaðar á
sínum tíma. Við munum lyfta húsinu
um u.þ.b. metra. Það verður sett
lyfta í húsið til að tryggja aðgengi
fyrir alla. Við þurfum að standast
mun strangari brunakröfur en
venjuleg heimili. Það þarf að bruna-
verja hverja gistieiningu og hljóð-
einangra. Burðarvirki hússins held-
ur sér. Þetta er timburhús á
hlöðnum sökkli. Við styrkjum sökk-
ulinn og grindina en höldum upp-
runalegum gluggum, lagfærum þá.
Jafnframt munum við óska eftir leyfi
fyrir smávægilegri stækkun hússins
til norðurs,“ segir Þórður Birgir.
112 ára gamalt hús gert
upp fyrir hótelrekstur
Hraður vöxtur Reykjavík Residence Hotel heldur áfram
Morgunblaðið/Júlíus
Lindargata 11 Samkvæmt fasteignaskrá var húsið byggt árið 1903.
Drög Hér má sjá hugmyndir arkitekta að breyttu útliti hússins. Því verður
lyft um einn metra og m.a. komið fyrir svölum á suðurhlið og lyftu.
Teikning/ARK Studio/Birt með leyfi
Þórður Birgir
Bogason
Svanhvít Jakobsdóttir, forstjóri
Heilsugæslu höfuðborgarsvæð-
isins, segir að komi til verkfalls
muni það hafa víðtækar afleiðingar.
„Verkfall myndi hafa veruleg áhrif á
þjónustu okkar. Þetta nær til svo
margra hjá okkur. Á undan-
þágulistanum er aðeins einn starfs-
maður í móttöku á hverri heilsu-
gæslustöð þannig að þetta mun
hafa mikil áhrif í kringum klíníska
starfsemi.“ Hún segir einnig að
verkfall sjúkraliða myndi hafa gríð-
arleg áhrif á heimahjúkrun. „Það
verður þungt að missa þá starfs-
menn út,“ segir Svanhvít.
Veruleg áhrif á heilsugæslu
VERKFALL MYNDI HAFA VÍÐTÆKAR AFLEIÐINGAR
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Vatnsborð Hálslóns hefur hækkað
jafnt og þétt undanfarið en er þó
talsvert langt frá því að ná hæð yfir-
fallsins. Í gær stóð vatnsborðið í
617,927 metrum yfir sjávarmáli
(m.y.s.), samkvæmt upplýsingum á
heimasíðu Landsvirkjunar um
vatnshæð lónsins. Enn vantaði því
rúma sjö metra upp á að vatnsborðið
næði upp í yfirfallið. Venjulega hefur
farið að flæða út úr yfirfallinu fyrstu
dagana í september.
Á síðasta vatnsári stóð yfirborðið
hinn 17. sepbember í 625,71 m.y.s.
og áætlað meðaltal fyrir vatnshæð
þessa dags er 625,434 m.y.s. Blá-
skyggði flöturinn sýnir meðal- og út-
gildi áranna 2008 til 2014.
Talsvert vantaði einnig á að
Blöndulón fylltist. Í gær var yfirborð
þess 475,847 m.y.s. en yfirfallið þar
er 478 m.y.s. Í fyrra var vatnsborðið
478,07 m.y.s. hinn 17. september.
Vatnsborðið í gær var undir því
lægsta sem það hafði verið á þessum
degi frá 1997.
Yfirborð Þórisvatns var komið í
576,52 m.y.s. í fyrradag. Það var
heldur hærra en vatnsborð vatnsins
var sama dag í fyrra þegar það var
einungis 576,209 m.y.s. Vatnsborðið
var að meðaltali 577,76 m.y.s. þenn-
an dag á árabilinu 2002 til 2014. Yfir-
fall Þórisvatns er í 579,45 m.y.s.
Landsvirkjun tilkynnti stórnot-
endum raforku nú í byrjun sept-
ember að mögulega þyrfti að draga
úr afhendingu á raforku ef ástandið í
vatnsbúskapnum batnaði ekki.
Kuldanum á hálendinu er einkum
kennt um að hægt hefur safnast í
lónin. Mikill snjór safnaðist fyrir á
hálendinu sunnan heiða síðasta vet-
ur en miklu minna fyrir norðan og
austan.
Staðan 17. september 2015
Vatnsborð Hálslóns 2008–2014
640
620
600
580
560
Va
tn
sh
æ
ð
(m
y.
s.
)
1.nóv 1.jan 1.mar 1.maí 1.júl 1.sep
Lægsta og hæsta gildi Áætlaðmeðaltal YfirfallSíðasta vatnsár Þetta vatnsár
Enn hækkar í
virkjanalónum
Hálslón hefur tekið nokkurn kipp
Morgunblaðið/RAX
Hálslón Mikið vatn vantar enn til að
fylla 57 km2 stórt lónið.
NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR:
Katrín Theódórsdóttir
Sími: 569 1105 kata@mbl.is
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
til kl. 16 mánudaginn 21. september
25. september gefurMorgunblaðið
út sérblaðið
HEIMILI &
HÖNNUN