Morgunblaðið - 18.09.2015, Page 8

Morgunblaðið - 18.09.2015, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 Björn Bjarnason vitnar í frétt„RÚV“ um að tillaga Bjark- ar Vilhelmsdóttur um við- skiptabann á Ísrael hafi verið „kveðjutillaga“ sem hefð sé fyrir að borgarfulltrúar á förum leggi fram:    Að tilefni þessað meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkur sam- þykkti viðskiptabann á Ísrael hafi verið brottför Bjarkar Vilhelms- dóttur (Samfylkingu) til starfa í Palestínu er jafnvel meirihlut- anum til meiri skammar en hin í raun marklausa ályktun. Þessi sérkennilegi háttur innan borg- arstjórnar og viðbrögð borg- arfulltrúa almennt við tillögu Bjarkar um þetta efni bera með sér klúbb-andrúmsloftið innan borgarstjórnar. Þetta andrúms- loft gerir þessa stjórn borg- arinnar æ marklausari.    Í bókun sjálfstæðismanna vegnatillögu Bjarkar sagði að þess væri saknað að tillaga Bjarkar tengdist ekki velferðarmálum, þar sem mikilla umbóta væri þörf, eins og hún hefði tjáð sig um nýlega. Þetta er tæknileg en ekki pólitísk afstaða og end- urspeglar enn klúbb-viðhorfið í ráðhúsinu. Hér er um pólitískt mál að ræða sem mótast af óvild í garð Ísraels og gyðinga.    Málið á að ræða á þeim for-sendum en ekki á þann hátt sem það er kynnt af borgarstjóra sem segir það mannréttindamál eða oddvita sjálfstæðismanna sem segir að tæknileg rök skorti fyrir hver verði áhrif samþykktar borgarstjórnar á innkaup í nafni Reykvíkinga. Þegar fulltrúar stjórnmálaflokkanna afmá póli- tíkina úr málflutningi sínum er ekki að undra að fólki sé sama hverja það kýs.“ Björn Bjarnason Sameinaður grautur STAKSTEINAR Icelandair ætlar að bjóða upp á beint flug til Konya í Tyrklandi þar sem íslenska landsliðið í knattspyrnu leikur sinn síðasta leik í undankeppni Evrópumóts- ins. Ísland er þegar komið áfram en áhuginn á landsliðinu hefur verið lygilegur og fóru 2.800 manns frá Íslandi til að sjá landsliðið leika við Hol- land. „Salan í Tyrklandsferðina er rétt að hefjast en áhuginn er greinilegur. Þetta er óvenjuleg ferð, og borgin sem leikið er í, Konya, er spennandi,“ segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi félagsins. „Borgin er langt fyrir utan alfaraleið íslenskra ferðalanga, er framandi, margt þar að sjá og skoða,“ segir hann. Ferðin býður upp á að dvalið sé í borginni tvo heila daga, daginn fyrir leik og leikdag, og svo hald- ið heim morguninn eftir leik. Kostar ódýrasti miðinn um 150 þúsund. Gist er á fjögurra stjörnu hóteli. „Þó svo Ísland sé komið áfram þá er þetta spenn- andi ferð og að fara á völlinn í þessari borg er engu líkt, segja þeir sem til þekkja. Tyrkirnir spila lands- leiki þarna vegna þess hve stemningin er mikil á glæsilegum leikvangi borgarinnar,“ segir Guðjón en leikurinn fer fram á hinum glæsilega Konya Büyük- þehir-velli sem tekur 42 þúsund manns í sæti. Leik- urinn fer fram 13. október. benedikt@mbl.is Greinilegur áhugi á leiknum við Tyrki  Flogið á lokaleik lands- liðsins í forkeppni EM Morgunblaðið/Ómar Unnum Ísland vann Tyrkland í fyrri leiknum en stuðningsmönnum býðst að fara á þann síðari. Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir karl- manni fyrir brot gegn valdstjórn- inni. Hann hafði kýlt lögreglumann við skyldustörf með krepptum hnefa í hökuna á síðasta ári. Maðurinn var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi en fullnustu er frestað haldi hann almennt skilorð í tvö ár. Þá var hann dæmdur til að greiða allan áfrýjunarkostnað, 386 þúsund krónur. Árásin var gerð þegar lögregla og sjúkraflutningamenn komu að heim- ili mannsins vegna veikinda konu hans. Að sögn lögreglumanna við- hafði maðurinn óviðeigandi orð- bragð við lögreglukonu og ýtti við henni og barði í sjúkrabifreið og lög- reglubifreið. Sló konuna síðan í and- litið. Maðurinn sagðist ekki hafa vilj- að lögreglumennina inn í íbúð sína. Kýldi lög- reglukonu Morgunblaðið/Þórður Blikk Maður barði utan lögreglu- og sjúkrabíla og sló lögreglumann. VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Á dagskrá fundarins verður kosning þingfulltrúa á komandi sambandsþing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna í október næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í fundarsal VR í Húsi verslunarinnar á 0. hæð hússins. Fimmtudaginn 24. september kl. 18:00 í Húsi verslunarinnar. Veður víða um heim 17.9., kl. 18.00 Reykjavík 12 skýjað Bolungarvík 7 alskýjað Akureyri 9 skýjað Nuuk 3 skýjað Þórshöfn 12 upplýsingar bárust ekki Ósló 13 skúrir Kaupmannahöfn 17 skýjað Stokkhólmur 18 heiðskírt Helsinki 16 skýjað Lúxemborg 12 skúrir Brussel 15 léttskýjað Dublin 17 skýjað Glasgow 16 léttskýjað London 17 léttskýjað París 16 alskýjað Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 17 léttskýjað Berlín 20 heiðskírt Vín 30 léttskýjað Moskva 17 heiðskírt Algarve 21 léttskýjað Madríd 21 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Mallorca 27 léttskýjað Róm 32 heiðskírt Aþena 26 heiðskírt Winnipeg 15 léttskýjað Montreal 23 léttskýjað New York 28 heiðskírt Chicago 25 léttskýjað Orlando 23 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 18. september Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 6:59 19:46 ÍSAFJÖRÐUR 7:02 19:53 SIGLUFJÖRÐUR 6:45 19:36 DJÚPIVOGUR 6:28 19:16

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.