Morgunblaðið - 18.09.2015, Side 11

Morgunblaðið - 18.09.2015, Side 11
Margrét og nefnir Fridu Khalo og Cindy Sherman sem sína helstu áhrifavalda, en báðar eru þær m.a. þekktar fyrir sjálfsmyndaformið. Svipurinn í stórum dráttum Raunar hefur hún verið að teikna og mála myndir allar götur frá því hún, aðeins sex ára, hóf að sækja námskeið í Myndlistaskól- anum í Reykjavík þar sem nem- endur voru oft látnir takast á við sjálfsmyndaformið. „Áhrifin eru trúlega þaðan,“ segir Helena Mar- grét, en hún hefur æ síðan lagt áherslu á að ná svipmóti sínu með einföldum línum. Allt þar til síðastliðið haust sótti hún námskeið í Myndlistaskól- anum í Reykjavík samhliða skóla, en þá hóf hún þar formlegt nám. Hana langaði að leggja út á listabrautina en vildi fyrst afla sér praktískrar menntunar og fór í Verslunarskóla Íslands. „Ég fann fljótt að námið hentaði mér ekki og ákvað að söðla um, fara í Myndlistaskólann í Reykjavík og taka frekar stúdents- próf þaðan.“ Helena Margrét sér ekki eftir þeirri ákvörðun. Hún hef- ur fundið sína hillu. Og sinn stíl, að minnsta kosti að sinni. Sígarettur og sjálfhverfur koss Í verkum hennar fer ekkert á milli mála hver fyrirsætan er. Til dæmis á málverkinu á nemendasýn- ingu Myndlistaskólans í Reykjavík í vor þar sem fremur skömmustuleg Helena Margrét mundar sig til að gefa áfjáðri Helenu Margréti smók. Ekki er hægt að ljúka spjallinu við listakonuna án þess að spyrja ein- faldlega hvað þessi óvenjulega upp- stilling eigi að tákna og sömuleiðis sjálfskossmyndin á Botnsskála? „Með margföldu sjálfsmynd- unum er ég að kanna þau mismun- andi samskipti sem ég á við mig sjálfa og þau hlutverk sem ég gegni. Þetta er nokkurs konar útgangs- punktur í þessum verkum, sem ég kem til með að vinna meira með. Ég er nú þegar komin langt á leið með tvö verk í sama anda,“ upplýsir Hel- ena Margrét. Sjálfskoss Eftir nokkra leit fann Helena Margrét þennan fína vegg á gafli gamla Botnsskálans í Hvalfirði. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 Ég er kominn heim“ sönggöngukór í Amsterdam.Kónar í móki sneru höfðilíkt og konurnar í glugg- unum. Hjá fóru bláklæddir einfeldn- ingar í sigurvímu. „Ég trúi þessu ekki, ég trúi þessu ekki,“ sagði lands- kunnur grínisti. Forstjórinn í einu farsælasta fyrirtæki landsins var í sömu mund að taka háu nóturnar: „Að ferðalokum finn ég þig“ … Hann er með silkimjúka söngrödd hugsaði ég. Einhvers konar óheftur þjóðern- isblossi gerði vart við sig og ég, sem vanalega hef andúð á þjóðrembingi, var með af heilum hug, nú var tíminn til að vera hallærislegur. „Hey Ice- land!“ sagði einhver eftir að við höfð- um loksins þagnað á leið okkar á torgið við pöbbinn sem ekki hafði undan að bera veigar í þyrstar fót- boltabullur. Við Gunnar á Hlíðarenda og Egill Skallagrímsson settum okk- ur í stellingar og horfðum á manninn sem sat í hópi sköllóttra manna í svörtum úlpum. „Congratulations“ sagði hann og fékk eitt: þeink jú! ein- um rómi frá fjórtán Gylfum. Nokkurn veginn þannig upplifði ég fyrstu klukkutímana eftir að íslenska knattspyrnulandsliðið hafði lagt hið hollenska að velli í undankeppni EM. Eftirtektarvert var hve innfæddir voru glaðir fyrir hönd Íslendinga þrátt fyrir að heima- menn hafi ekki staðist væntingar og ef undan er skilinn einn leigubíl- stjóri sem virtist íhuga það að keyra okkur út í sjó voru Amsterdam- búar einkar já- kvæðir í garð þessara fullorðnu barna næstu daga á eftir. Allir virtust hafa horft á leikinn og fóru yfir þessi og hin atvikin sem ég satt best að segja mundi ekkert eftir. Leikurinn sjálfur er í einhvers konar móðu sökum þess hve stress- aður undirritaður er þegar hann horf- ir á fólk leika sér í fótbolta. Meðvitað hélt blaðamaðurinn sjálfur sig frá fréttamiðlum á Íslandi og naut helg- arinnar erlendis áður en hann kom á klakann sama kvöld og Ísland tryggði sig á EM í 489. skipti. Svo kom að því. Hann kíkti yfir netmiðlana. Auðvitað var gleðin allsráðandi. En í mest lesnu fréttunum mátti sjá orð borg- arfulltrúa um að loksins hefðu strák- arnir spilað eins og kellingar. Önnur fréttin var um meting; hvort þetta væri mesta íþróttaafrek sögunnar, og sú þriðja um orðanotkunina að segja að Ís- land hefði verið að komast á EM í fyrsta skipti. Á þeim tíma- punkti áttaði ég mig á því að fullorðnu börnin voru víðar en í Amsterdam. »Við Gunnar á Hlíðarenda og Egill Skallagrímsson settum okkur í stellingar og horfð- um á manninn sem sat í hópi sköllóttra manna í svörtum úlpum … Heimur Viðars SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Nýtt frá Scandi 7.995 Stærðir 36-41 6.995 Stærðir 36-41 8.995 5.995 Stærðir 36-41 6.995 Stærðir 36-417.995 Stærðir 36-41 7.995 Stærðir 36-41 Verð Verð Verð Verð Stærðir 36-41 Verð 7.99 Stærðir 36-41 Verð Verð rð 5 Ve Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.