Morgunblaðið - 18.09.2015, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
STUTTAR FRÉTTIR
● Móttaka flóttamanna í stórum stíl til
landsins væri stórt og ærið verkefni
sem er kostnaðarsamt og krefst sam-
vinnu margra en til lengri tíma væru
áhrifin jákvæð fyrir efnahagslífið.
Þetta kemur fram í Markaðspunktum
Arion banka. Þar segir að ef gert væri
ráð fyrir að hingað kæmu flóttamenn
sem nú þegar eru í Evrópu megi reikna
með að sá hópur væri að jafnaði meira
menntaður og efnaðri en meirihluti
Sýrlendinga þar sem ferðalagið til Evr-
ópu sé mjög dýrt og því ekki á allra færi
að komast þangað. Bent er á að eins og
nú horfir í íslensku efnahagslífi sé lík-
legt að erlent vinnuafl þurfi á næstunni.
Efnahagsleg áhrif
flóttamanna jákvæð
Bankasýsla ríkisins hefur upplýst
fjármála- og efnahagsráðherra að
þegar sé hafin nauðsynleg undirbún-
ingsvinna vegna sölu á allt að 30%
eignarhlut í Landsbankanum líkt og
áform eru um og kemur fram í fjár-
lagafrumvarpi fyrir næsta ár.
Bankasýslan áætlar að skila form-
legri tillögu til ráðherra fyrir 31. jan-
úar á næsta ári.
Í bréfi til ráðherra segir að fram
að þeim tíma muni Bankasýslan
ræða mögulega útfærslu á sölu við
Landsbankann, við stærstu stofn-
anafjárfesta innanlands, eins og líf-
eyrissjóði og fjárfestingarsjóði, og
alþjóðlega fjárfestingarbanka.
Stefnt er að birtingu opinberrar
skýrslu síðar á þessu ári um bráða-
birgðaniðurstöður en styðjast á við
svipað fyrirkomulag og var við und-
irbúning sölu á eignarhlut í hol-
lenska bankanum ABN AMRO.
Þá er gert ráð fyrir að þegar form-
leg ákvörðun ráðherra liggi fyrir
verði umsjónaraðilar með sölunni
ráðnir, framkvæmdar verði áreiðan-
leikakannanir og útbúnar fjárfesta-
kynningar.
Fyrstu sölu á eignarhlut ríkisins í
bankanum á að vera lokið á síðari
hluta næsta árs að því gefnu að stöð-
ugleiki muni ríkja á fjármálamörk-
uðum og rekstrarafkoma Lands-
bankans verði í takt við áætlanir, líkt
og kemur fram í bréfinu til ráðherra.
Bankasýslan ætlar að leggja ríka
áherslu á að upplýsa fjármála- og
efnahagsráðuneytið með reglu-
bundnum hætti um framvindu máls-
ins.
Undir bréfið rita Lárus L. Blön-
dal, stjórnarformaður, og Jón G.
Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar.
Morgunblaðið/Kristinn
Sala Bankasýsla ríkisins hefur þegar hafið undirbúning að sölu á allt að
30% hlut í Landsbankanum. Formlegri tillögu á að skila fyrir janúarlok.
Undirbúningur
þegar hafinn
Bankasýslan skilar tillögu um 30%
sölu í Landsbankanum fyrir janúarlok
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
„Verði þetta niðurstaða Hæstaréttar
einnig þá mun Landssamband sum-
arhúsaeigenda kanna hvað það getur
gert til að leiðrétta stöðu sinna fé-
lagsmanna. Það er ljóst að miklir
hagsmunir eru þarna undir og marg-
ir sem staðið hafa í þeirri trú að veiði-
réttur fylgdi þeirri eign sem þeir
festu kaup á,“ segir Sveinn Guð-
mundsson, lögmaður og fram-
kvæmdastjóri Landssambands sum-
arhúsaeigenda, þegar hann er inntur
eftir viðbrögðum við niðurstöðu dóms
Héraðsdóms Suðurlands þar sem
deilt var um yfirráð yfir veiðiréttind-
um í Eystri-Rangá og fjallað var um í
ViðskiptaMogga í gær.
Sveinn segir landssambandið hafa
frétt af niðurstöðu dómsins í Morg-
unblaðinu og því hafi ekki gefist ráð-
rúm til að fara nákvæmlega ofan í
forsendur hans eða meta hvaða áhrif
hann muni hafa ef Hæstiréttur stað-
festi niðurstöðu hans.
„Í fljótu bragði sýnist mér sem for-
sendur dómsins séu þær að ekki hafi
verið hægt að undanskilja veiðirétt
frá lögbýli á árunum 1923-2006 og að
sú regla sé fortakslaus. Þetta gæti
haft það í för með sér að fólk sem hef-
ur lóðir, sem teknar voru út úr lög-
býlum á fyrrnefndu árabili, á leigu
eða hefur keypt þær þurfi nú að
semja við veiðiréttarhafa um heimild
til veiða. Það er einkennileg staða
fyrir fólk sem fram til þessa tíma hef-
ur talið sig eiga réttinn eða hafa af-
notarétt á grundvelli leigusamnings.“
Landssamband sumarhúsaeig-
enda hefur ekki yfirsýn yfir það
hversu margir félagsmenn þess gætu
orðið fyrir áhrifum af niðurstöðu
dómsins. Í samtökunum eru um 5.000
félagsmenn.
„Það á eftir að koma í ljós hversu
víða þetta hefur áhrif en við gerum
ráð fyrir því að félagsmenn okkar
muni kanna stöðu sína ef niðurstaðan
verður hin sama í Hæstarétti og hún
reyndist í héraði. Í landinu eru um
14.000 sumarhús og ef tillit er tekið til
orlofsfélaga á borð við þau sem stétt-
arfélögin halda úti má gera ráð fyrir
því að helmingur orlofshúsaeigenda
sé innan okkar vébanda,“ segir
Sveinn.
Guðjón Ármannsson, lögmaður
eiganda lögbýlisins sem fyrrnefndur
dómur tekur til, segir að dómurinn
staðfesti það sem lengi hafi verið vit-
að, það er að lög hafi einfaldlega girt
fyrir þann möguleika að hægt væri að
skilja veiðirétt frá lögbýlum.
„Í umræddum dómi Héraðsdóms
Suðurlands felast engin ný tíðindi.
Þvert á móti er niðurstaðan í sam-
ræmi við eldri dóma og þá viðteknu
lögskýringu að allt frá gildistöku
vatnalaga 1923 hafi verið óheimilt að
skilja veiðirétt frá bújörðum og
leggja undir frístundalóðir,“ segir
Guðjón og bendir á að Fiskistofa hafi
einnig fellt úrskurð í málinu sem taki
af allan vafa um eignarréttindi um-
bjóðenda hans.
„Fyrir liggur sú ákvörðun Fiski-
stofu frá 28. janúar að Veiðifélagi
Eystri-Rangár hafi verið óheimilt að
hlunnfara umbjóðendur mína um
veiðiarð á grundvelli þess að spildan
við Langanesmela ætti veiðirétt. Nið-
urstaðan var því að eigendur
jarðanna Lambhaga og Hjarðar-
brekku ættu að fá arðinn óskiptan í
samræmi við gildandi arðskrá.“
Sumarhúsaeigendur missa
rétt sem þeir töldu sig hafa
Lögmaður veiðiréttarhafa segir héraðsdóm staðfesta það sem legið hafi fyrir lengi
Dómsmál Mikil hlunnindi fylgja veiðirétti í ám og vötnum víða um landið.
Morgunblaðið/Ómar
!"#
$
!"
"!
$$
%
!
""%#
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
!!
!"
!
$$!
$%!
%"!
#!
"$#
!
%
!
!
!%#
$#
$%
%" !
"
"$!#
""!
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
Vilt þú vita hvers virði
eignin þín er í dag?
Pantaðu frítt söluverðmat án skuldbindinga!
HRINGDU NÚNA 820 8080
Sylvía
Löggiltur fasteignasali
sylvia@fr.is
Brynjólfur
brynjolfur@fr.is