Morgunblaðið - 18.09.2015, Page 25
UMRÆÐAN 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
SANYL ÞAKRENNUR
• RYÐGA EKKI
• PASSA Í GÖMLU RENNUJÁRNIN
• STANDAST ÍSLENSKT VEÐURFAR
• AUÐVELDAR Í UPPSETNINGU
• ÓDÝR OG GÓÐUR KOSTUR
Á fundi borgarráðs
3. september síðastlið-
inn lýsti meirihluti
borgarstjórnar því yfir
með tilvísun í áhættu-
mat ISAVIA að mik-
ilvægt væri að loka
neyðarbraut Reykja-
víkurflugvallar, enda
væri nothæfisstuðull
flugvallarins án
neyðarbrautarinnar
97%, sem er yfir 95% lágmarki al-
þjóða flugmálastofnunarinnar, og
„nothæfistími“ yrði yfir 98% án
neyðarbrautarinnar.
Of mikil líkindaframsetning á
áhættu verður stundum til þess að
menn gleyma sér og átta sig ekki á
um hvað málin raunverulega snúast.
Í umræðunni um Reykjavíkurflug-
völl hafa margir horft til þess að
draga eigi línuna við 95% lágmarks-
viðmið Alþjóðaflugmálastofnunar.
Fyrir sjúkraflutninga mundi þetta
þýða að fella þyrfti niður eða fresta
um 30 af 600 sjúkraflugum á ári.
Þar sem um helmingur þessara
flugferða eru svokölluð bráðatilfelli
er í raun fyrirséð að lífi og heilsu
fjölda sjúklinga yrði stefnt í voða.
Það er því umhugsunarefni að lág-
marksviðmið fyrir áætlanaflug séu
talin ásættanlegt viðmið fyrir
sjúkraflutninga. Einnig er undar-
legt að sjúkraflutningar hafi verið
undanskildir í áhættumati sem meta
átti áhrif af lokun neyðarbrautar
Reykjavíkurflugvallar.
Í ljósi alvarleika þessa máls, þá
verður tilvísun borgarstjórnarmeiri-
hluta um 97% nothæfisstuðul að
einnig teljast mjög villandi, því í
sömu skýrslu kemur fram að not-
hæfisstuðullinn sé 95,2% að teknu
tilliti til skyggnis og skýjahæðar.
Við þetta bætist síðan að
útreikningarnir fylgdu ekki leið-
beiningum Alþjóðaflugmála-
stofnunarinnar nema að hluta þar
sem þeir miðuðust við of stóra gerð
flugvéla og tóku ekki tillit til heml-
unarskilyrða, vindhviða eða lang-
tímaveðursveifla. Allt eru þetta
þættir sem geta lækk-
að nothæfisstuðulinn
verulega.
Ónothæfur
nothæfistími
Hvað varðar tilvísun
borgarstjórnar í 98%
nothæfistíma þá fylgdu
þeir útreikningar ekki
stöðluðum aðferðum
og fyrir vikið er sú
skýrsla jafnvel með
enn stærri ágalla en
nothæfisstuðuls-
skýrslan. Í umfjöllun sinni, þá neit-
aði t.d. Samgöngustofa bæði að
rýna skýrsluna eða taka afstöðu til
hennar, enda var hugtakið „nothæf-
istími“ sem skýrsluhöfundar notuðu
hvorki skilgreint í íslenskum reglu-
gerðum né hjá Alþjóðaflug-
málastofnuninni.
Erfitt er að átta sig á tilgangi
nothæfistímagreiningarinnar. Eftir
að hafa sleppt að taka tillit til
flugvélastærða og brautarskilyrða,
samkvæmt aðferðum alþjóða-
flugmálastofnunarinnar, þá er eins
menn sjái að sér og ætli allt í einu
að fara að finna upp hjólið með því
að þróa nýtt líkan sem byggir alfar-
ið á eigin kenningum. Ef markmið
þessarar könnunar hefði verið að fá
óháð mat á því hversu oft flug-
öryggi muni skerðast ef neyðar-
brautin yrði fjarlægð, þá er slík
greining algjör óþarfi því núgild-
andi lendingatakmarkanir gera það
að verkum að fyrir flug eins og
sjúkraflug er brautin varla notuð
nema flugmenn telji slíkt æskilegra
af öryggisástæðum. Skráningar yfir
lendingar sjúkraflugs á brautinni
gefa þannig mun réttari mynd af
nýtingu hennar en nokkuð líkan
getur gert.
Það er síðan athyglisvert að þótt
að líkanið byggist á mörgum gróf-
um nálgunum um mælitæknilega,
veðurfarslega og flugtæknilega
þætti, þá er óvissuútreikningum
sleppt. Engan veginn er tekið nægt
tillit til allra þeirra flóknu áhrifa-
þátta sem ráða ákvarðanatöku flug-
manns við lendingu og gleymst hef-
ur að taka tillit til lang-
tímaveðursveifla, þrátt fyrir að
tímabilið sem valið var að nota til
grundvallar hafi verið bæði eitt still-
asta og hlýjasta tímabil sem hægt
var að velja.
Þegar niðurstaða líkansins er síð-
an borin saman við skráðar lending-
artölur þá stenst það heldur engan
veginn. Meðan líkanið spáir því að
0,44% lendinga sjúkraflugs þurfi að
fara fram á neyðarbrautinni, þá
voru skráðar lendingar sjúkraflugs
á neyðarbrautinni 1,4% á árunum
2012-2014, og fyrstu fimm mánuði
þessa árs fór meira en 6,5% af öll-
um lendingum sjúkraflugs fram á
neyðarbrautinni, sem er meira en
15 falt hærri tíðni en líkanið spáði.
Líkanið er því einfaldlega rangt, og
nothæfistíminn því ónothæfur.
Forsendur áhættumats
brostnar
Efnistök sérfræðinga ISAVIA og
Eflu, sem komu að þessu áhættu-
mati, bera þess öll merki þess að
það eru ekki sérfræðingarnir sjálfir
sem koma til með að halda um stýri
sjúkraflugvélarinnar sem oft þarf
að dansa á hættumörkum til að
hægt sé að koma fársjúku fólki í
öruggar hendur. Þar sem báðar
skýrslurnar sem ISAVIA byggði
niðurstöðu áhættumatsins á eru
stórgallaðar, þá eru forsendur
áhættumatsins brostnar. Vinna þarf
nýtt áhættumat sem tekur tillit til
sjúkraflugs og byggist á réttu mati
á nothæfisstuðli samkvæmt þeim
aðferðum sem alþjóðaflug-
málastofnunin leggur til.
Rakalaust áhættumat
Reykjavíkurflugvallar
Eftir Jóhannes
Loftsson » Þar sem báðar
skýrslurnar sem
ISAVIA byggði niður-
stöðu áhættumatsins á
eru stórgallaðar, þá eru
forsendur áhættumats-
ins brostnar.
Jóhannes Loftsson
Höfundur er verkfræðingur
og frumkvöðull.
Okkur Rótarkonum
þykir ástæða til að
þakka fyrir tvær at-
hyglisverðar greinar
sem Styrmir Gunn-
arsson skrifar í Morg-
unblaðið laugardagana
5. og 12. september.
Fyrri greinin nefnist „Ábending
sem kallar á byltingu velferðarkerf-
isins“ og hin síðari „Leggjum til at-
lögu við „skrímslin“ í lífi okkar“.
Við tökum undir með Styrmi að
byltingar sé þörf í velferðarkerfi og
heilbrigðisþjónustu í ljósi sam-
félagsáhrifa sálrænna áfalla sem
fólk verður fyrir í æsku. Styrmir
vísar til rannsókna Sigrúnar Sigurð-
ardóttur lektors við Háskólann á
Akureyri en einnig má benda á
rannsóknina sem fyrst varð til að
opinbera fylgni erfiðra upplifana í
æsku og verra heilsufars og auk-
innar áhættu á fíknivanda síðar á
ævinni eða svokallaða ACE-
rannsókn (www.acestudy.org) sem
er ein stærsta lýðheilsurannsókn
sem gerð hefur verið. Einnig má
benda á viðtal við Berglindi Guð-
mundsdóttur í Morgunblaðinu 27.
ágúst sl. undir yfirskriftinni „Aldrei
of seint að vinna með áföll“ en hún
er dósent í sálfræði við læknadeild
HÍ, yfirsálfræðingur Landspítala –
Háskólasjúkrahúss og hefur starfað
sem klínískur sálfræðingur hér á
landi í tæp tíu ár. Yfirskrift viðtals-
ins og heiti seinni greinar Styrmis
eru mjög lýsandi.
Berglind og Sigrún héldu báðar
erindi á ráðstefnunni Konur, fíkn,
áföll og meðferð sem haldin var 1.
og 2. september sl. á vegum Rótar-
innar, RIKK – Rannsóknarstofn-
unar í jafnréttisfræðum – og fleiri
aðila.
Við í Rótinni hvetjum til þess að
þau sem ráða ríkjum í velferðar- og
heilbrigðiskerfinu hefjist handa við
að innleiða áfallameðvituð vinnu-
brögð (e. trauma-informed) í sínum
kerfum og þjónustu. Við hvetjum
einnig til þess að Stephanie Coving-
ton verði fengin til að taka út með-
ferðarkerfið og koma með tillögur
að nauðsynlegum breytingum í anda
nýjustu rannsókna um áhrif áfalla á
einstaklinginn og samfélag og
kynjamiðaðrar þjónustu.
Áður en kerfinu verður bylt þarf
hugarfarsbreytingu, það er sann-
færing okkar að hún sé þegar hafin,
eins og við urðum varar við á ráð-
stefnunni okkar, þar sem 240 manna
hópur fagfólks og leikmanna kom
saman, og greinar Styrmis bera
einnig vitni um. Ósk okkar er að öll
opinber þjónusta verði áfallameð-
vituð og kynjamiðuð og höfum þeg-
ar haft spurnir af því að þrjár
sjúkra- og meðferðarstofnanir séu
að breyta vinnulagi til samræmis við
það sem kom fram á ráðstefnunni.
Hugarfarsbreyting
og bylting
Eftir Guðrúnu
Ebbu Ólafsdóttur,
Guðrúnu Kristjáns-
dóttur, Katrínu
Guðnýju Alfreðs-
dóttur, Kristínu I.
Pálsdóttur og Þór-
laugu Sveinsdóttur
Katrín Guðný Alfreðsdóttir, Kristín I. Pálsdóttir,
Guðrún Ebba Ólafsdóttir og Þórlaug Sveinsdóttir.
Á myndina vantar Guðrúnu Kristjánsdóttur.
»Rótin tekur undir
það að byltingar sé
þörf í velferðar- og heil-
brigðisþjónustu í ljósi
samfélagsáhrifa sál-
rænna áfalla sem fólk
verður fyrir í æsku.
Höfundar eru í ráði Rótarinnar –
félags um málefni kvenna með
áfengis- og fíknivanda.
Stjórnmálamenn líta
á ellilífeyrisþega og
öryrkja sem þriðja
flokks fólk.
Það er lágmark að
fólk á Íslandi geti lif-
að af sinni fram-
færslu, en það er
ekki hægt í dag. Það
er líka til skammar
fyrir stjórn-
málamenn hvernig
þeir lítilsvirða þetta
fólk, fólkið sem tók
þátt í að byggja upp
landið. Það er ekki
skrýtið að fólk hafi
misst trú og traust á
stjórnmálamönnum,
það sýnir sig í öllum skoðanakönn-
unum.
Það ætti að vera forgangsverkefni
að sýna ellilífeyrisþegum og öryrkj-
um þann sóma að þeir geti lifað af
sinni framfærslu. Það ætti að vera
metnaður sitjandi stjórnar, sem
núna er Framsóknarflokkurinn og
Sjálfstæðisflokkurinn, að hlúa meira
að þessum málum en nú er gert.
Það virðist vera, miðað við það
sem ég les og heyri í fréttum, að
fjármálaráðherra hafi engan áhuga
á þessu fólki og virðist stíga á allar
hugmyndir um að lagfæra kjör
þeirra sem minnst mega sín.
Framsóknarflokkurinn hefur haft
meiri áhuga á að bæta kjör þessa
hóps. Ráðherra flokksins, sem hefur
komið með tillögur um að bæta kjör-
in, hefur verið niðurlægður af fjár-
málaráðherra og hans fólki.
Það er óskiljanlegt hvað forsætis-
ráðherra segir lítið um þessi mál.
Margir spyrja við hvað hann sé
hræddur, kannski við Sjálfstæð-
isflokkinn.
Það líður ört að kosningum og elli-
lífeyrisþegum og öryrkjum er nóg
boðið. Kosningabærir ellífeyris-
þegar eru um 40 þúsund, kosninga-
bærir öryrkjar eru um 20 þúsund.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar eru
flóttafólk í eigin landi.
Undirritaður er ekki á móti flótta-
fólki.
Guðmundur Vignir Sigurbjarnarson,
ellilífeyrisþegi.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Erum við þriðja flokks fólk?
Blankur „Það er lágmark að fólk á Íslandi geti
lifað af sinni framfærslu.“