Morgunblaðið - 18.09.2015, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
✝ Sigurbjörg Sig-björnsdóttir
fæddist 30. apríl
1924 í Rauðholti í
Hjaltastaðaþinghá.
Hún andaðist á
Sjúkrahúsinu á Eg-
ilsstöðum 22. ágúst
2015.
Foreldrar henn-
ar voru Jórunn
Anna Guttorms-
dóttir, f. 16.12.
1888, d. 23.2. 1969, og Sigbjörn
Sigurðsson, f. 14.5. 1892, d. 27.12.
1972. Systkini Sigurbjargar eru:
1. Helga, f. 22.5. 1919, d. 18.4.
2009 , 2. Páll, f. 25.6. 1920, d. 6.7.
1993, 3. Einar, f. 1.5. 1922, d.
12.12. 2014, 4. Auður, f. 31.5.
1926, d. 20.3. 2009, 5. Guttormur,
f. 23.6. 1928, 6. Ásgerður, f. 6.12.
1929, og 7. Sævar, f. 27.2. 1932.
Sigurbjörg giftist Snæþóri
Sigurbjörnssyni, f. 15.3. 1922, d.
3.10. 1980, þann 4. nóvember
1946. Foreldrar hans voru Sig-
urbjörn Snjólfsson, f. 22.9. 1893,
d. 13.7. 1980, og Gunnþóra Gutt-
ormsdóttir, f. 14.10. 1895, d. 4.7.
1988.
Börn Sigurbjargar og Snæ-
þórs eru: 1. Þórhalla, f. 24.11.
1946, eiginmaður Ragnar Frið-
fór átján ára gömul í húsmæðra-
skóla, fyrst á Hallormsstað en
síðan á Blönduósi þaðan sem hún
útskrifaðist 1944. Sigurbjörg
ætlaði ásamt systrum sínum,
þeim Helgu og Auði, að flytjast
til Reykjavíkur en vegna illrar
færðar á Fagradal skilaði Sigur-
björg sér ekki í skip á Reyð-
arfirði þar sem hún sat föst í
óveðri á dalnum. Bílstjórinn í
þeirri ferð var Snæþór, stuttu
síðar taka þau Sigurbjörg og
Snæþór saman og hefja búskap
haustið 1946 í Gilsárteigi. 1969
veikist Snæþór og 1975 bregða
þau búi og flytja til Egilsstaða.
Eftir andlát Snæþórs býr Sig-
urbjörg á Egilsstöðum eða þar
til hún kynnist Jóhanni Klausen,
fv. bæjarstjóra á Eskifirði, f. 5.2.
1917, d. 8.7. 1998. Foreldrar Jó-
hanns voru Herdís Jónatans-
dóttir Klausen, f. 25.5. 1892, d.
31.7. 1969, og Ingolf Ragnvald
Klausen, f. 18.6. 1888, d. 1.7.
1968. Sigurbjörg flyst til Jó-
hanns á Eskifjörð og giftust þau
27.10. 1990. 1998 andast Jóhann
eftir langa baráttu við park-
inson-sjúkdóminn og flytur
Sigurbjörg í kjölfarið aftur á Eg-
ilsstaði í íbúð sína við Útgarð.
2008 flytur Sigurbjörg inn á
Sambýli aldraðra á Egilsstöðum
og síðar á Sjúkrahúsið á Egils-
stöðum þar sem hún andaðist.
Útför Sigurbjargar verður
gerð frá Egilsstaðakirkju í dag,
18. september 2015, og hefst at-
höfnin kl. 14.
riksson. Börn Þór-
höllu með fv. eig-
inmanni Halldóri
Jóni Júlíussyni eru
Guðbjörg Fjóla og
Snæþór Sigurbjörn.
Þórhalla á fimm
barnabörn. 2. Anna
Birna, f. 9.10. 1948,
barn hennar með
Þorsteini Jökli Vil-
hjálmssyni er
Bergrún Arna,
börn hennar með fv. eiginmanni,
Vernharði Vilhjálmssyni, eru
Snæþór, Vilhjálmur og Jón
Björgvin. Anna Birna á átta
barnabörn. 3. Gunnþóra, f. 31.3.
1952, eiginmaður hennar er Jón
Almar Kristjánsson. Börn þeirra
eru Svandís, Snæbrá Krista,
Þorgerður Birta og Sigurbjörg.
4. Sigurbjörn S., f. 11.5. 1955,
eiginkona hans er Helga Guð-
mundsdóttir. Börn hans með fv.
eiginkonu, Salóme Guðmunds-
dóttur, eru Sigurbjörg og Kol-
beinn. 5. Kristín Björg, f. 28.5.
1965, eiginmaður hennar er
Knútur Pálmason. Börn þeirra
eru Jóhann Kolur, Þóra Karen
og Adam Björn.
Sigurbjörg ólst upp í Rauð-
holti í Hjaltastaðaþinghá. Hún
Elsku mamma mín er nú farin
til nýrra tilverustöðva. Við áttum
samleið hér á jörð í 68 ár. Ég
naut tilsagnar hennar við að
þekkja blóm og jurtir og sinna
búskaparstörfum. Eins kenndi
hún mér að beita nál við hann-
yrðir og sauma. Mamma var
kröfuharður kennari sem ekki
leið annað en vönduð vinnubrögð
svo betra var að vanda sig því að
rekja upp var nú ekki efst á vin-
sældalistanum.
Móðir mín var fjórða af átta
systkina hópi. Fædd í torfbæ og
lifði því tíma tvenna eða þrenna.
Öll verk léku í höndunum á
henni og hún var mjög afkasta-
mikil. Enda kom það sér vel því
heimili foreldra minna var mann-
margt og mörgu að sinna. Þau
hófu búskap í tveimur herbergj-
um uppi á lofti í húsi afa og
ömmu. Þangað upp var engin
vatnslögn svo bera varð allt vatn
upp snarbratta stiga og skólp
niður. Þetta var á eftistríðsárun-
um og lítið um vörur og þægindi.
Oft sagði hún mér að vaggan mín
hefði verið kassi undan sykri
fenginn í kaupfélaginu á Egils-
stöðum. Á fyrstu jólunum röðuðu
foreldrar mínir kertum á kassa-
brúnirnar og horfðu á frumburð-
inn meðan jólamessan hljómaði í
útvarpinu. Þessi minning var
henni afar kær. Móðir mín var
mjög listhneigð svo öll sköpun
lék í höndunum á henni. Helst
fékk hún útrás við sauma- og
prjónavélina. Ef hún hefði verið
ung í dag er ekki gott að segja
hvaða starf hún hefði kosið sér.
Kannski hönnuður, kannski
hjúkrun eða umönnun, það er
ekki gott að segja. Þegar hún leit
til baka yfir farinn veg var gamla
fólkið hennar, sem hún kallaði
svo, alltaf ofarlega í huga henn-
ar. Það voru þrír einstæðingar
sem fengu skjól á heimili for-
eldra minna og veittu okkur ung-
viðinu skjól og tilsögn á upphafi
lífsgöngunnar. Mamma var rúm-
lega tvítug þegar hún hóf sinn
búskap og bjó í sveit í 30 ár. Þá
varð faðir minn veikur og hjúkr-
aði hún honum af mikilli natni í
hans erfiðu veikindum.
Nokkrum árum eftir fráfall
föður míns kynntist mamma
seinni manni sínum, Jóhanni
Klausen, bæjarstjóra á Eskifirði.
Þá hófst nýr kafli í lífi hennar,
aldeilis ólíkur þeim fyrri, en í því
hlutverki stóð hún sig engu verr.
Ég held að árin á Eskifirði hafi
verið besti kafli lífs hennar. Þar
eignaðist hún fallegt hús, falleg-
an garð og naut virðingarstöðu í
samfélaginu, en til þess hafði
hún fullan metnað. Sagan end-
urtók sig og aftur mátti mamma
hjúkra sjúkum eiginmanni. Eftir
fráfall Jóhanns flutti hún aftur á
Egilsstaði, fyrst í íbúðina sína en
seinna á sambýli aldraðra og
þaðan á sjúkrahúsið þar sem hún
andaðist hinn 22. ágúst sl.
Það er svo margs að minnast
og margt að þakka frá liðnum ár-
um. Helst vil ég þakka fyrir
elsku þína og alúð við börnin
mín. Það að eiga þig að í næsta
nágrenni. Að geta alltaf treyst
því að þau hefðu öruggt skjól hjá
þér var mér ómetanlegt. Ég veit
ekki hvernig ég hefði farið að án
þín.
Síðustu árin þín, eftir að sjúk-
dómurinn lokaði þig meira og
meira inni, gastu helst tjáð þig í
söng. Oft var það að einhver af-
komandinn settist við rúmið þitt
og þá byrjaðir þú að syngja og
við tókum undir.
Elsku mamma mín, þakka þér
fyrir allt.
Þórhalla Snæþórsdóttir.
Mig langar að leiðarlokum að
kveðja tengdamóður mína með
fáeinum minningarorðum. Sigur-
björg Sigbjörnsdóttir, sem er
kvödd af ættingjum og vinum í
dag, var um margt einstök kona,
hlý, einstaklega úrræðagóð og
mikil handverkskona. Hún lifði,
eins og þeir aðrir sem fæddir
voru á fyrri hluta tuttugustu ald-
ar, tímana tvenna og tók breyt-
ingum af æðruleysi og oft óskipt-
um áhuga. Hún hafði einlægan
áhuga á fólkinu sínu og því sem
það tók sér fyrir hendur hvar
sem það var. Hún ólst upp við að
mannmargt væri á heimilinu og
henni var einkar lagið að láta
þeim sem hjá henni dvöldu finn-
ast þeir velkomnir. Árin sem hún
bjó í íbúðinni sinni á Egilsstöð-
um dvöldu allmargir mennta-
skólanemar úr fjölskyldunni hjá
henni um styttra eða lengra
skeið, og umburðarlyndi hennar
gagnvart kynslóðunum kom þá
oft vel í ljós.
Ég kom seint inn í fjölskyldu
Sigurbjargar, ég var kynnt fyrir
henni á 75 ára afmælinu hennar
en eins og við mátti búast af
henni tók hún mér opnum örm-
um. Ég leit allt of sjaldan inn hjá
henni í önn dagsins, en þegar ég
gerði það mættu mér opnir arm-
ar og hlýtt bros og gjarnan sagði
hún þá „ég vissi alltaf að þú
myndir líta inn“. Í stað þess að
æðrast yfir að ég liti sjaldan inn
hafði hún lag á að gera stund-
irnar sem við áttum saman já-
kvæðar og eftirminnilegar. Við
áttum sameiginlegt áhugamál í
ýmiss konar handverki og hún
hafði gaman af að sýna mér og
segja frá því sem hún var að fást
við hverju sinni. Eftir hana ligg-
ur fjöldi verka af ólíkum toga,
margt prýðir heimili afkomend-
anna en hvergi sjást allar þær
flíkur sem hún saumaði og prjón-
aði á prjónavélina á fjölskylduna
sína á árum áður en þær gegndu
þó vafalítið mikilvægasta hlut-
verkinu sem skjólföt barna og
fullorðinna.
Þegar ég horfi til baka nú eru
eftirminnilegastir árvissir fundir
okkar þegar hún kallaði mig til
til að gera skattskýrsluna með
sér. Hún hafði alltaf sérstakt lag
á að finna öllum hlutverk og mér
fann hún það hlutverk að vinna
með sér í skattskilum og tengd-
um málum. Árlegu stundirnar
þegar við fórum yfir gögnin
hennar og gengum frá skatt-
skýrslunni voru miklu skemmti-
legri en nokkurn grunaði sem
vissi hvert viðfangsefni okkar
var. Kaffi og nýbakaðar vöfflur
eða pönnukökur voru að mati
tengdamóður minnar nauðsyn-
legur hluti vinnunnar við skatt-
skýrslugerðina og margt og mik-
ið var skrafað sem ef til vill var
ekki nauðsynlegur þáttur í skatt-
skýrslugerðinni. Um leið og farið
var yfir gögn ársins gafst oft
tækifæri til að rifja upp og
spjalla um ýmislegt í þjóðlífi og
mannlífi frá árinu og oftar en
ekki gat Sigurbjörg tengt við
fyrri ár og notað tækifærið til að
segja mér frá mannlífinu, ýmist í
Rauðholti þegar hún var að alast
upp eða frá búskaparárunum í
Gilsárteigi. Fyrir þessar stundir
og einstakt viðmót sitt vil ég
þakka tengdamóður minni.
Blessuð sé minning mætrar
konu.
Helga Guðmundsdóttir.
Amma er farin frá okkur. Hún
lifði í 91 ár og ég þekkti hana síð-
ustu 35 árin hennar.
Við amma vorum nöfnur og
hún kallaði mig aldrei annað
annað en nöfnu lengi vel. Ég fór
á hverju sumri sem barn til
ömmu á Eskifirði. Ég hef ekki
hugmund um hvað ég var lengi
þar í hvert sinn, en ég á bara
dásamlegar minningar frá þeim
tíma. Hún keypti dísætt morg-
unkorn áður en ég kom og leyfði
mér að velja mér einhvern smá-
hlut ef ég fór með henni í búð.
Það var alltaf allt tandurhreint
hjá ömmu og matur og kaffi eftir
klukkunni. Hún setti lýsi út á
fiskinn sinn og borðaði kartöflu-
skræling eintóman, því hún sagði
að það væri svo hollt. Áður en ég
varð sjálf læs las amma fyrir mig
biblíusögur fyrir svefninn og
alltaf var farið með faðirvorið.
Mér fannst rúmfötin heima hjá
ömmu alltaf vera miklu hreinni
og sléttari en nokkur önnur rúm-
föt. Amma skammaði mig aldrei
og hafði alltaf nægan tíma fyrir
mig sem barn.
Þegar ég var orðin eldri og
hætt að fara til ömmu, þá hringdi
hún alltaf í mig reglulega. Sím-
tölin frá ömmu voru alltaf létt og
skemmtileg og mikið hlegið. Hún
hafði almennt mjög gaman af
öllu sprelli og fjöri og sérstak-
lega gaman af því ef maður var
að skjóta á hana í einhverju
gríni. Hún tók öllu þannig vel og
espaðist öll upp í vitleysunni.
Ég hef heyrt margar sögur af
ömmu tækla hinar ýmsu aðstæð-
ur þegar hún var bóndakona í
Gilsárteigi. Hún var úrræðagóð,
kjörkuð og einstaklega vinnusöm
og nýtin. Ég man að hún var allt-
af að brasa eitthvað. Og hún gat
gert allan fjandann. Hún leysti
af í fjósinu, ræktaði blóm og
kartöflur, bakaði og eldaði,
prjónaði flíkur á methraða í
prjónavél, heklaði, málaði mynd-
ir og smíðaði hluti. Hún saumaði
heilu þjóðbúningana og smíðaði
m.a.s. silfrið í einhverja þeirra
sjálf. Kannski fannst mér það
ekki mjög merkilegt þá, þannig
lagað, því svona var bara amma
eins og ég þekkti hana.
Takk fyrir allar góðu minning-
arnar, elsku amma, þær lifa
áfram hjá mér.
Sigurbjörg Sigur-
björnsdóttir (Sibba).
Elsku amma kvaddi okkur
laugardaginn 22. ágúst og flaug
á vit ævintýranna.
Gegnum árin höfum við amma
brallað margt saman, ferðirnar
okkar til Noregs urðu ansi marg-
ar og við vorum svo heppnar að
geta haldið þar í tvígang jól og
áramót með Kiddu og fjölskyldu.
Við vorum aldrei tvær í þessum
ferðum okkar. Í fyrstu ferðina
fór Gutti með okkur en eftir það
voru það langömmubörnin þín
sem fóru með og það var ekkert
smá gaman að vera með ömmu á
flugvellinum og ekki skemmdi
það fyrir eftir að þú fékkst hjóla-
stól á vellinum að fá að sitja í
stólnum með ömmu.
Ekki má gleyma öllum ferð-
unum upp í Möðrudal í misgóðu
veðri og færð. Að eiga þennan
tíma með þér var ómetanlegt.
Fyrstu minningar mínar eru
frá Gilsárteigi þegar við mamma
bjuggum hjá ykkur afa. Það var
ekki létt heimili sem þú hafðir
þar en allir áttu sín störf í kring-
um þig og allt gamla fólkið sem
þú bjóst heimili og varst svo nat-
in við.
Síðan að koma til þín í blokk-
ina var hreint ævintýri. Það var
allt svo fínt þar og hrein upplifun
að vera í kaupstað. Eftir að afi
kvaddi okkur svo alltof snemma
bjóstu í blokkinni í nokkur ár.
Eftir að þú fluttir niður á
Eskifjörð var heldur lengra að
heimsækja þig en ég bjó hjá ykk-
ur Jóhanni eitt haust þegar ég
vann í síldinni. Garðurinn þinn á
Eskifirði var stór og fullur af
blómum sem þú þekktir öll og
varst svo natin við. Þú kenndir
mér að vinna í moldinni, sá og
yrkja frá blautu barnsbeini og
það var svo gaman þegar við fór-
um keyrandi suður í Hveragerði,
þú að fylgja mér og heimsækja
systur þínar en ég að mæta í
undirbúning fyrir Garðyrkju-
skólann.
Þú þurftir að bíða ansi lengi
eftir langömmubörnunum þínum
en þegar þau komu loksins
fékkstu fimm á einu ári.
Æ, amma, hvar ertu? Æ, ansaðu mér.
Því ég er að gráta og kalla eftir þér.
Fórstu út úr bænum eða fórstu út á
haf?
Eða fórstu til Jesú í sælunnar stað?
(Höf. ók.)
Elsku amma mín, takk fyrir
árin okkar saman. Þín ömmu-
stelpa,
Bergrún Arna.
Elsku amma. Þú varst alltaf
til staðar, þú vissir alltaf hvenær
þörf var á þér, þú varst fasti í líf-
inu okkar og deildir með okkur
þinni einstöku hlýju. Við eigum
svo margar minningar, svo
margar hugsanir og tilfinningar
sem tengjast þér og öllum stund-
unum sem við áttum með þér. Þú
varst með okkur í Snjóholti og á
Hallormsstað. Við leituðum til
þín upp brekkuna á Egilsstöð-
um. Við áttum með þér ljúfar
stundir á Eskifirði og í ferðalög-
um um landið. Þú sagðir okkur
sögur, þú kenndir okkur á lífið
með því að deila með okkur
reynslu þinni. Án þín, elsku
amma, værum við ekki þau sem
við erum í dag.
Þú trúðir heitt á þinn Guð.
Kannski tókst þér ekki að
kveikja í okkur systkinunum
sama guðsóttann og bjó í þér en
við vonum, elsku amma, að þú
sért núna komin þangað sem þú
getur notið lífsins á ný. Setið við
sauma, sungið gömlu góðu þjóð-
lögin sem þú elskaðir svo mikið,
dansað og spilað á spil við Snæ-
þór afa, Jóhann og systkini þín,
já það er eflaust fjör á skútunni.
Nú ertu farin elsku amma.
Okkur langar að þakka þér fyrir
öll árin sem við fengum að njóta
með þér og segja þér að þú munt
ávallt búa innra með okkur, við
elskum þig og minningin um þig
mun ylja okkur um ókomna tíð.
Þín barnabörn,
Fjóla og Snæþór.
Ég ólst upp við þá vissu og ör-
yggi að tilheyra stórum hópi af
frænkum og frændum frá Rauð-
holti. Úr þessum hópi hefur Sig-
urbjörg frænka, ein af fjórum
föðursystrum mínum, lengst af
staðið mér næst. Nú hefur hún
kvatt okkur 91 árs gömul, eftir
að hafa átt fjölbreytt og krefj-
andi lífshlaup.
Það var frænka í Gilsárteigi
sem var hluti af bernskunni, hún
bjó myndarbúi og rak stórt
heimili í Gilsárteigi með manni
sínum Snæþóri. Hún var sú af
systkinum pabba sem næst bjó
og heimsóknir tilheyrðu stórvið-
burðum í fjölskyldunum og
stórhátíðum. Það var alltaf gott
að koma í Gilsárteig og líf og
fjör, mikil hlýja og höfðinglegar
móttökur sem mættu okkur þar.
Á þessum árum var vinnudag-
urinn eflaust oft langur þar, bú-
störf, heimavinnsla á mat og
heimaunnin föt. Samt var tími
fyrir saumaskap og handverk
fyrir ættingjana og úr jólapökk-
unum komu oft föt sem frænka
hafði prjónað í prjónavélinni,
peysur, gammósíur eða húfur.
Eftir að Snæþór dó varð hún
frænka í Útgarði og hjá mér
varð hún órjúfanlegur hluti af
menntaskólaárunum því ég var
svo heppin að fá að búa hjá henni
þá tvo vetur sem ég var í ME.
Það varð virkilega skemmtilegt
heimilislíf hjá okkur fjórum, Sig-
urbjörgu um sextugt, mennta-
skólanemunum mér og Kiddu,
dóttur hennar, og dótturdóttur-
inni Beggu, sem var í grunn-
skóla. Hún miðlaði ýmsu til okk-
ar, s.s. skipulagi og hagsýni við
heimilishaldið, mikilvægi hreyf-
ingar og útivistar, reyndi að fá
okkur til að spila brids, hvatti
okkur í saumaskap og öðru
handverki, hló með okkur og
reyndi að koma okkur til manns
með ýmsum ráðum. Hún hafði
fullan skilning á töluverðri
skemmtanaþörf og vinirnir voru
alltaf velkomnir.
Um það leyti sem sambúð
okkar í Útgarði lauk hafði Sig-
urbjörg eignast vin sem varð
seinni maður hennar, það var Jó-
hann Klausen á Eskifirði. Sig-
urbjörg átti góð ár með Jóhanni
þar sem þau voru virk í sam-
félaginu á Eskifirði, ferðuðust og
ræktuðu garðinn á Hólsveginum.
Þau lögðu líka mikið til skóg-
arreits stórfjölskyldunnar, Jór-
unnarlundar í landi Rauðholts.
Þessi ár varð hún frænka á Eski-
firði sem kenndi mér að meta
firðina.
Eftir að Jóhann lést 1998
flutti Sigurbjörg aftur í Egils-
staði, fyrst í íbúðina í Útgarði en
síðar á dvalar- og hjúkrunar-
heimilið á Egilsstöðum. Sigur-
björg hélt lengi góðri heilsu, þótt
síðustu árin hafi orðið erfið og
hún hafi að nokkru verið horfin
frá okkur.
Sigurbjörg var mjög skapandi
og sinnti ýmiss konar handverki
meðan hún hafði heilsu til. Hún
naut þess að læra nýjar aðferðir
og á ný hráefni á námskeiðum
sem hún sótti á efri árum, t.d.
heillaðist hún af silfursmíði og
gerði skemmtilegar klippimynd-
ir. Meðan hún hafði heilsu til
lagði hún metnað í handgerðar
jólagjafir til allra barna-
barnanna. Hún hafði gaman af
ljósmyndum og safnaði m.a.
myndum tengdum Jórunnar-
lundi í albúm sem þar eru
geymd. Hún var náttúruunnandi
sem hafði gaman af allri ræktun
hvort sem það voru nytjajurtir,
stofublómin, tré eða að rækta
upp rofabörð.
Ég þakka samfylgdina,
frænka, og allt það sem þú
kenndir mér að meta. Blessuð sé
minning þín.
Líneik Anna Sævarsdóttir.
Sigurbjörg
Sigbjörnsdóttir
Elsku Rósa okk-
ar
Við byrjum á að
kveðja þig með
kvöldbæninni sem
mamma kenndi okkur sem börn-
um.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Við sitjum saman systur til að
minnast og kveðja elsku Rósu
okkar. Hún var gleðigjafi og fag-
Sigurrós
Kristjánsdóttir
✝ Sigurrós Krist-jánsdóttir
fæddist 2. júlí 1942.
Hún lést 2. ágúst
2015. Útför Sig-
urrósar fór fram
13. ágúst 2015.
urkeri í lífi okkar
systkina sem við
gleymum aldrei.
Rósa og Stebbi
eiga saman fimm
börn, 14 barnabörn
og fjögur lang-
ömmubörn sem öll
eiga um sárt að
binda. Við biðjum
Guð að vera með
þeim og styrkja í
sorginni.
Við kveðjum þig með söknuði
og þakklæti fyrir samfylgdina í
lífinu, elsku systir.
Vertu, Guð faðir, faðir minn,
í frelsarans Jesú nafni,
hönd þín leiði mig út og inn,
svo allri synd ég hafni.
(Hallgrímur Pétursson)
Þínar systur,
Ragna, Jóhanna og Fjóla.