Morgunblaðið - 18.09.2015, Qupperneq 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015
✝ Sólveig Geirs-dóttir fæddist
4. september 1924 í
Hallanda. Hún lést
á Landspítalanum
Fossvogi 10. sept-
ember 2015.
Foreldrar Sól-
veigar voru Geir
Vigfússon, bóndi í
Hallanda, f. 3.7.
1900, d. 29.7. 1975,
og Margrét Þor-
steinsdóttir frá Langholti, f.
20.8. 1896, d. 5.3. 1987. Systkini
Sólveigar eru sex, þau Helga,
Karitas, lést tveggja ára, Karit-
as, Óskar, Sigurbjörg og Mar-
grét. Hálfbróðir þeirra var
Reynir Geirsson og uppeld-
isbróðir Hörður Hansson.
Sólveig giftist 2. júní 1950
Ingimar Ingimarssyni flugum-
sjónarmanni, f. 28.5. 1925, d.
16.12. 1998. Hann var sonur
hjónanna Ingimars Brynjólfs-
sonar stórkaupmanns, f. 19.8.
1892, d. 25.12. 1976, og Her-
borgar Guðmundsdóttur, f. 6.2.
1900, d. 5.12. 1996. Börn þeirra
Sólveigar og Ingimars eru: 1)
Ingimar Örn, f. 13.8. 1950,
kvæntur Ellu Kristínu Karls-
dóttur, f. 1952. Börn þeirra eru
a) Birgir, f. 1972, maki Arna
Guðrún Tryggvadóttir, börn
Sólveig ólst upp í Hallanda í
Hraungerðishreppi í stórum
systkinahópi. Hún hlaut hefð-
bundna skólagöngu þeirra tíma.
Um tvítugt flutti hún til Reykja-
víkur og vann þar ýmis störf.
Þar kynntist hún tilvonandi eig-
inmanni sínum, Ingimar Ingi-
marssyni, og giftu þau sig 2.
júní 1950. Þau hófu búskap sinn
á Suðurnesjum þar sem Ingimar
starfaði alla tíð. 1959 fluttu þau
í Garðahrepp, þar sem þau
bjuggu upp frá því. Sólveig var
virk í kórstarfi í Garðabæ.
Fyrst með kirkjukór Garða-
kirkju, þar sem hún var einn af
stofnendum, og síðar með
Garðakórnum, kór eldri borg-
ara í Garðabæ. Söng hún með
Garðakórnum frá stofnun og á
meðan heilsa leyfði. Sólveig var
virkur félagi í Kvenfélagi
Garðabæjar frá 1963 og kom að
endurreisn Garðakirkju 1966.
Sólveig var í leshring Bókasafns
Garðabæjar frá stofnun. Sólveig
og Ingimar höfðu gaman af að
ferðast og gerðu mikið af því,
bæði innanlands og utan. Þau
áttu góðar stundir í sumar-
húsum sínum, bæði við Þing-
vallavatn og á arfleifð Sólveigar
í Flóanum. Á þeim stöðum naut
Sólveig sín í garðrækt, sem var
mikið áhugamál hjá henni alla
tíð.
Útför Sólveigar fer fram frá
Vídalínskirkju í dag, 18. sept-
ember 2015, kl. 13.
þeirra Arnaldur
Máni, f. 2005, og
Birgitta Líf, f.
2013. b) Ingimar
Þór, f. 1977, maki
Xiaohang Liu, son-
ur þeirra Ingimar
Hang, f. 2012. c)
Anna Sigrún, f.
1986, maki Birgir
Örn Björgvinsson.
d) Sólveig Björk, f.
1988, maki Erik
Tryggvi Stritz Bjarnason. 2)
Geir, f. 29.10. 1951, kvæntur
Unu Hannesdóttur, f. 1954.
Börn þeirra eru a) Hannes Ingi,
f. 1978, maki Karen Dröfn
Kjartansdóttir, börn þeirra
Askur Hrafn, f. 2003, Una Krist-
jana, f. 2009, og Kjartan Geir, f.
2011. b) Hilmar, f. 1981, maki
María Vilborg Jónsdóttir, börn
þeirra Pétur Geir, f. 2009, og
Orri, f. 2012. c) Sólveig Guðrún,
f. 1990. 3) Auður, f. 10.9. 1959,
gift Ómari Hafsteinssyni, f.
1958. Börn þeirra eru a) Herdís,
f. 1989, maki Margeir Ásgeirs-
son, börn þeirra Valdís Eva, f.
2012, og Ásgeir, f. 2014. b) Pét-
ur Geir, f. 1990, maki Jamie
Elizabeth Schelvis, dóttir hans
Emilía Auður, f. 2011. Móðir
hennar er Jónína Íris Valgeirs-
dóttir. c) Ingimar Daði, f. 1997.
Elsku mamma.
Ég kveð þig mamma, en sé um svið
að sólskin bjart þar er,
sem opnar hlið
að fögrum frið,
og farsæld handa þér.
Því lífs er stríði lokið nú,
en leiðina þú gekkst í trú
á allt sem gott og göfugt er
og glæðir sálarhag.
Það ljós sem ávallt lýsti þér,
það lýsir mér í dag.
Ég kveð þig, mamma, en mildur blær
um minninganna lönd,
um túnin nær og tinda fjær,
mig tengir mjúkri hönd,
sem litla stúlku leiddi um veg,
sú litla stúlka – það var ég,
og höndin – það var höndin þín,
svo hlý og ljúf og blíð.
Ég kveð þig, elsku mamma mín,
en man þig alla tíð.
(Rúnar Kristjánsson)
Þín dóttir,
Auður.
Í dag kveðjum við kæra
tengdamóður mína, Sólveigu
Geirsdóttur. Minningarnar hell-
ast yfir því svo margs er að minn-
ast eftir meira en fjörutíu ára
samferð sem aldrei bar skugga á.
Sólveig og Ingimar voru ham-
ingjusöm og einstaklega sam-
hent hjón. Við Geir sonur þeirra
vorum svo heppin að fá að hefja
búskap okkar á neðri hæðinni í
Tjaldanesinu þar sem þau höfðu
byggt sér glæsilegt hús. Við
fluttum reyndar inn á undan
þeim og fengum ótrúlega frjálsar
hendur með að koma okkur fyrir.
Sambúðin var einstaklega ljúf og
samgangur milli hæða einkar
frjálslegur. Strákarnir okkar
komust upp á lag með að kynna
sér matseðil hvorrar hæðar og
veigruðu sér ekki við að tilkynna
ömmu og afa að lítið fengju þeir
niðri og ömmumatur miklu betri.
Lífið lék við Sólveigu og Ingi-
mar og þau áttu miklu barnaláni
að fagna. En þau voru ekki nema
liðlega sjötug þegar tengdapabbi
veiktist og þau börðust saman af
æðruleysi þar sem tengda-
mamma hjúkraði Ingimar sínum
heima þar til yfir lauk.
Eftir lát tengdapabba breytt-
ist margt. Þá kom glöggt í ljós
staðfesta og styrkur tengda-
mömmu. Hún flutti í yndislega
íbúð sem þau hjónin höfðu fest
kaup á. Þá tók hún upp þráðinn
þar sem hún hafði sungið með
kirkjukórnum og naut þess að
syngja með eldri meðlimum
hans. Hún hafði yndi af góðum
bókum og var einn af stofnend-
um lesklúbbsins í bókasafninu
þar sem hún var virk meðan
heilsan leyfði. Þá var hún í Kven-
félagi Garðabæjar. Tengda-
mamma var mikil félagsvera og
skemmtileg. Hún ferðaðist með
okkur fjölskyldunni út um allt,
innanlands og utan, hvort sem
svefnstaðurinn var í tjaldi á
Sprengisandi, heimagisting í
Evrópu eða lúxushótel í Banda-
ríkjunum og Kanada. Alltaf gam-
an.
Það var ekki fyrr en fyrir örfá-
um mánuðum sem heilsu hennar
hrakaði hratt. Nú er sú stund
runnin upp að elsku Sólveig hef-
ur öðlast frið ásamt elskuðum
eiginmanni sínum honum Ingi-
mar. Við hin finnum sára sorg og
söknuð en líka gleði og þakklæti
fyrir allar góðu minningarnar.
Blessuð sé minning Sólveigar
Geirsdóttur.
Una.
Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer
með fjaðrabliki háa vegaleysu
í sumardal að kveða kvæðin þín!
Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber
engil með húfu og rauðan skúf, í
peysu.
Þröstur minn góður, það er stúlkan
mín.
(Jónas Hallgrímsson)
Mig langar að hefja minning-
arorðin um ömmu með lokaer-
indinu úr ljóði Jónasar Hall-
grímssonar. Amma sagði mér
þegar ég var lítil að þetta væri
hennar uppáhalds. Skemmst er
frá því að segja að amma var
söngfugl af guðsnáð. Hún vissi
fátt skemmtilegra en að syngja.
Ég hef verið svo heppin að erfa
söngelskuna frá ömmu og við
sungum alla tíð mikið saman. Við
áttum það meira að segja til að
syngja saman þegar við töluðum
í símann. Rödd ömmu hafði und-
ursamlega fallegan sópranhljóm
sem hélt sér vel alla hennar ævi.
Færri vita það að rödd hennar
var það góð að hún hefði hæglega
getað orðið stórt nafn.
Ein af mínum uppáhaldsminn-
ingum um ömmu var þegar við
fórum í árlega ferð okkar í Fló-
ann. Þá reyndum við alltaf að
gera okkur glaðan dag ömmg-
urnar. Eitt árið verður okkur
rætt um yndislegu jólalögin. Við
ræddum hversu mikil synd hin
óskrifaða regla væri að þau
heyrðust bara einu sinni á ári.
Ákvörðun var því tekin að brjóta
þessa reglu. Næsta sem gerðist
var að amma renndi upp bílrúð-
unum til að tryggja að ekki nokk-
ur maður gæti heyrt í okkur. Ég
man eftir því hvernig við líkt og
glæpamenn keyrðum áleiðis í
Flóann með bændurna við hey-
skap í kringum okkur, syngjandi
Bjart er yfir Betlehem og fleiri
gullmola.
Annað minnisstætt atvik úr
árlegri ferð okkar ömmu átti sér
stað þegar við vorum í heimsókn
í hinum bústöðunum, hjá systr-
um hennar. Amma hafði oft
áhyggjur af að mér leiddust
þessar heimsóknir. Sá misskiln-
ingur var nú skjótt leiðréttur. Ég
varð þess nefnilega áskynja að
við konur erum allar eins. Um-
ræðurnar snerust yfirleitt um
gömul skot.
Amma var líka einu sinni ung
og gerði vafalaust margt sem
fékk hjörtun í foreldrum hennar
til að slá hraðar. Hún lýsti því
fyrir mér þegar hún var ungling-
ur, hvernig móðir hennar hefði
eitt sinn komið askvaðandi að
þegar hún og systir hennar voru
að kíkja á unga herramenn. Þá
höfðu þær verið í slagtogi með
aðkomupiltum.
Ég á endalaust af dásamlegum
minningum um ömmu. Það er
sárt að kveðjast núna. Sérstak-
lega þar sem amma náði ekki að
hitta strákinn minn. Amma talaði
oft um hvað hún hlakkaði til að
sjá hann og vildi að ég kæmi með
hann til hennar í Garðabæinn.
Þegar ég hitti hana síðast talaði
hún um hvað hún hlakkaði til að
koma í skírn til mín. Hún ætlaði
að vera svo fín.
Minning ömmu mun lifa í
söngnum, í fallegu íslensku lög-
unum sem hún kunni svo vel.
Ömmu vil ég því hér með gefa
það loforð að alla mína ævi muni
ég ekki hætta að syngja. Ég er
handviss að hún sé nú komin í
englakórinn hinum megin og
syngi þar fyrsta sópraninn með
gullröddinni sinni. Það er skrítið
að ég muni aldrei aftur geta tekið
í höndina á henni. Ég er þakklát
fyrir tímann með ömmu og mun
minnast hans alla ævi.
Anna Sigrún Ingimarsdóttir.
Elsku amma mín.
Mikið er erfitt að kveðja þig.
Ég er svo lánsöm með hvað við
vorum mikið saman. Alla tíð hef-
ur þú verið stór hluti af mínu lífi
og minningarnar hrannast upp
þegar ég lít til baka. Það hefur
bæði vakið bros og tár að renna í
gegnum gömul myndaalbúm og
rifja upp allar þær stundir sem
við áttum saman. Þú varst ekki
bara amma mín, heldur líka vin-
kona mín. Okkur fannst t.d. svo
gaman að fara saman í bíltúr og
spjalla um daginn og veginn.
Ég er svo þakklát fyrir það að
hafa heimsótt þig á spítalann
daginn áður en þú kvaddir okkur,
þó ekki hafi ég talið það vera
kveðjustundina. Það er mér afar
dýrmætt að hafa eytt tíma með
þér, bara við tvær.
Mig langar að enda á fallegu
bæninni sem þú kenndir mér
þegar ég var barn og við fórum
svo oft með saman. Ég mun
kenna börnunum mínum hana og
segja þeim hvaðan ég lærði hana.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson)
Ég elska þig, amma, og mun
halda fast í allar minningarnar
okkar.
Með söknuði,
Herdís.
Mig langar að minnast ömmu
minnar með nokkrum orðum.
Amma sauð bestu linsoðnu egg-
in. Amma hrærði skyr úr pappa-
umbúðum. Amma var söngfugl.
Amma kunni að meta góðan fé-
lagsskap. Amma var dýravinur.
Amma prjónaði allar stærðir og
gerðir af ullarsokkum. Amma
elskaði sveitina. Amma var vinur.
Amma var fyrirmyndin mín.
Amma var Sólveig.
Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.
Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.
Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim,
því ég er kominn heim.
Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim,
já, ég er kominn heim.
(Jón Sigurðsson)
Sólveig Björk
Ingimarsdóttir.
Sólveigu Geirsdóttur frá Hall-
anda fylgdi reisn og skörungs-
skapur og alltaf voru umræður
líflegar, væri hún með í hópnum.
Frásagnargáfa hennar var ein-
stök og hafði hún frá mörgu að
segja og kryddaði oft umræðu-
efnið með hnyttnum lýsingum og
orðatiltækjum.
Í kringum hana var hlátur og
lífsgleði og aldrei skorti umræðu-
efni. Sólveig fæddist á Hallanda í
Hraungerðishreppi en það sama
ár hófu foreldrar hennar búskap
þar og þótti jörðin þá kostarýr en
með dugnaði og mikilli elju
breyttu þau Hallandanum í góða
bújörð en bæði voru þau Margrét
og Geir miklir dugnaðarforkar.
Af bæjarhólnum í Hallanda er
mikið útsýni og fjallafegurð, þar
er bæði morgun- og kvöldfagurt.
Hvítá skilur að Flóann og Gríms-
nesið og það er dýrðlegt að sitja í
Fossholtinu upp við Hvítá og
horfa á jökulvatnið steypa sér í
fossum í gljúfrin og hlusta á
þungan niðinn frá Hallskeri sem
spáir fyrir veðráttu, hækkar
róminn þegar norðanátt og þerr-
ir er í vændum.
Eða að sjá laxinn stökkva í
strauminn á leið sinni til hrygn-
ingarstöðvanna. Þessum stað var
Sólveig bundin ævarandi bönd-
um, allt frá æskudögum. Það var
líka oft mikil glaðværð í Lang-
holtshverfinu, mikið af ungu fólki
að alast upp á hverjum bæ og fé-
lagslífið í Ungmennafélaginu líf-
legt á þessum tíma, íþróttir
stundaðar, mikið dansað og
sungið þótt vinnudagurinn væri
langur. Sem barn og unglingur
vann hún öll sveitastörf og sagði
oft sögur af vinnugleðinni í
kringum heyskapinn, ekki síst á
engjunum, þegar útheyið var
bundið í bagga og reitt á hestum
heim. Hallandasystkinin þóttu
handtakagóð og þær systur voru
fimm að tölu allar glæsilegar og
var þeim gefið hýrt auga af ungu
mönnunum í héraðinu. Drauma-
prinsinn hennar Sólveigar, Ingi-
mar Ingimarsson, kom á „hvítri
drossíu“ inn í líf hennar. Þeim
hjónum gekk allt í haginn í lífinu,
þau bjuggu í Garðabæ og kunnu
vel að verja sínum tíma bæði
heima og að heiman. Þau áttu sér
lítið kot á Hallandaengjunum og
þar dvöldu þau oft með börnum
sínum og barnabörnum, og með-
al systkina og frændfólks. Þau
Ingimar voru dugleg að ferðast
bæði innanlands og til útlanda og
voru í raun heimsborgarar sem
víða höfðu ratað.
Við Margrét eigum margar
einstakar minningar frá sam-
verustundunum með fjölskyld-
unni en Margrét dvaldi hjá þeim
hjónum meðan hún gekk í skóla í
Reykjavík. Heimili þeirra var
eitt af þessum rausnarheimilum
þar sem formfesta og myndar-
skapur var í fyrirrúmi.
Oft var líka gaman og ógleym-
anlegt á sumrin þegar Ingimar
stundaði veiðina í Hvítá fyrir
Hauk og Sigurbjörgu, foreldra
Margrétar, hann vigtaði laxana á
bæjarhólnum þegar vel veiddist í
von um að nágrannarnir fylgdust
með og brá þá sama laxinum oft á
reisluna.
Það er vissulega skarð fyrir
skildi þegar Sólveig kveður jarð-
lífið, en hún hverfur á braut sátt
við guð og menn og var farin að
þrá hvíldina og hlakka til endur-
fundanna á strönd eilífðarinnar.
Við sjáum fyrir okkur fagnaðar-
fundi ástvinanna, þar sem Ingi-
mar grípur hönd hennar og í
faðmlagi ganga þau svo saman
hlæjandi inn í hið eilífa sumar-
land.
„Þannig týnist tíminn.“ Við
söknum þín, Sólveig mín, en
blessuð sé minningin um þig og
hann Ingimar þinn.
Margrét og
Guðni Ágústsson.
Sólveig Geirsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og
hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs
eiginmanns míns, föður, tengdaföður og
afa,
GUÐNA FRÍMANNS GUÐJÓNSSONAR
byggingatæknifræðings.
Sérstakar þakkir til Friðriks S. Kristinssonar
kórstjóra og eldri félaga úr Karlakór Reykjavíkur
fyrir að gera fallega athöfn einstaka.
.
Alda Guðrún Friðriksdóttir,
Friðrik Guðjón Guðnason,
Anna Soffía Gunnlaugsdóttir,
Guðni Viðar og Gunnlaugur Dan.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför okkar
ástkæru
SIGURBJARGAR SIGFINNSDÓTTUR,
Hrafnistu,
Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk
Hrafnistu í Hafnarfirði fyrir frábæra umönnun.
.
Grétar Geirsson, Lára Kristjánsdóttir,
Vilborg Elma Geirsdóttir, Gylfi Adolfsson,
Sigrún Geirsdóttir, Guðmundur Haraldsson,
Kristín Geirsdóttir, Ómar Kristinsson
og fjölskyldur.
Ástkær maður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
JÓHANN KARL BJARNASON,
Svarthömrum 68,
Reykjavík,
varð bráðkvaddur á heimili sínu 14.
september. Útför hans fer fram frá
Grafarvogskirkju miðvikudaginn 23. september kl. 15.
.
Þórunn K. Jónsdóttir,
Álfhildur S. Jóhannsdóttir, Þórarinn Gunnarsson,
Gunnar Þór Jóhannsson, Þóra Egilsdóttir,
Guðmundur I. Jóhannsson,
Kristín Jóhannsdóttir, Sumarliði Kristmundsson,
Bjarni J. Jóhannsson,
Jóna Gr. Ragnarsdóttir, Ísak Jóhann Ólafsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
KRISTÍN ÁRNADÓTTIR
frá Hólkoti á Reykjaströnd,
síðast búsett í Gävle í Svíþjóð,
lést mánudaginn 14. september. Útförin
fer fram í Svíþjóð 16. október 2015.
.
Sigurbjörg Kristínardóttir,
Guðlaug Kristinsdóttir, Sigurður Ólafsson,
Finndís A. Kristinsdóttir, Mikael Appelgren,
barnabörn og barnabarnabarn.