Morgunblaðið - 18.09.2015, Síða 31

Morgunblaðið - 18.09.2015, Síða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. SEPTEMBER 2015 ✝ Gunnar Ingi-berg Guð- mundsson frá Gröf í Víðidal, Vestur- Húnavatnssýslu, fæddist 30. júlí 1937. Hann lést 10. september 2015. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorsteinsson, f. 1899, d. 1984, og Guðlaug Margrét Gunnarsdóttir, f. 1903, d. 1939. Systir Gunnars var Una Guð- mundsdóttir, f. 1930, d. 2007. Gunnar kvæntist 15. desem- ber 1963 Halldóru Hallfreðs- dóttur, f. 27. janúar 1941. Börn Gunnars og Góu eru þrjú: 1) Díana Dröfn, f. 11. febrúar 1960, maki Guð- mundur Karl Reynisson. Börn þeirra eru: Gunnar Ingiberg, f. 1983, Snædís Góa, f. 1986, unn- usti hennar er Oddsteinn Guð- jónsson, og Egill Reynir, f. 1993. 2) Heimir Logi, f. 13. september 1963. Sonur hans er Gunnar Logi, f. 2003, og móðir hans er Ragna Jóhannsdóttir. 3) Guðlaug Harpa Gunn- arsdóttir, f. 2. maí 1972, maki Guðmundur Tryggvi Ólafsson. Börn þeirra eru: Marinó Óli, f 1992, Freyja, f. 2004, Orri, f. 2007 og Dagný, f. 2011. Gunnar ólst upp hjá afa sínum Gunnari Jónssyni og seinni konu hans, Ingibjörgu Gunnarsdóttur, í Gröf í Víðidal í Vestur-Húnavatns- sýslu. Hann kom þangað 11 vikna gamall vegna veikinda móður sinnar. Hann sinnti bú- störfum ásamt afa sínum og tók ungur við búi. Gunnar og Góa fluttu í Kópavog 1964 og bjuggu þar síðan. Gunnar starfaði lengst af hjá ÍSAL eða í rúm 30 ár. Hestamennska átti hug hans allan og eignuðust þau hjónin snemma hesthús hjá Gusti og seinna hjá Spretti. Gunnar og Góa byggðu sér sælureit í Kjós þar sem þau eyddu flestum frístundum sín- um ásamt hestunum og fjöl- skyldu sinni. Útför Gunnars fer fram frá Digraneskirkju í dag, 18. sept- ember 2015, og hefst athöfnin kl. 13. Elsku pabbi minn. Þetta var nú ekki eins og við höfðum talað um. Þetta átti ekki að gerast svona hratt. Við áttum eftir að gera svo margt, stóðréttir framundan og ýmislegt sem þurfti að græja og gera. En kannski varstu búinn að berjast nóg, lík- aminn þreyttur og sálin þráði frið. Þú fannst frið í fallegu umhverfi, með fallegu útsýni og mamma hélt í höndina þína. Enginn átti von á að þú værir á leið í ferðalagið. Þú varst búinn að vera mikið í hug- anum í sveitinni síðastliðnar vikur. Alltaf nóg sem þurfti að gera, reka kindur, hænur og hross. Gera við hitt og þetta og halda bara áfram með hlutina. Ég er þakklátt fyrir að hafa átt þann tíma með þér. Það var gott að fá að vera hjá þér. Þú varst nú ósköp góður pabbi. Gerðir allt fyrir stelpuna þína. Smíðaðir fyrir mig kofa, málaðir hjólið mitt blátt af því að það var uppáhaldsliturinn minn. Kenndir mér að sitja hest, eða frekar settir mig á bak og svo bara fór ég af stað. Ég dinglaði með ykkur mömmu á hestbaki, talandi út í eitt eða syngjandi og það skipti engu máli hvort ég snéri fram eða aftur. Ég mátti þetta allt. Þú hafð- ir aldrei áhyggjur af mér, þú treystir mér alltaf. Þú spurðir mig nýlega hvaðan ég hefði þennan dugnað, nú auð- vitað frá þér, svaraði ég. Og í eitt- hvert skiptið var ég að ráðskast með þig og þú spurðir hvaðan ég fengi þessa þrjósku, nú líka frá þér, pabbi minn. Þú kenndir mér vinnusemi. Þú varst alltaf að. Þú gerðir við bíla, smíðaðir hesthús og smíðaðir sumarbústað í Kjós- inni og margt fleira. Þú gast líka lagað allt. Ég man ekki hvað þær voru margar Lödurnar sem þú keyptir og lagaðir og ég fékk að nota. Þær voru nokkrar. Við vor- um góð saman, pabbi, gátum alltaf spjallað. Ég er sorgmædd og sakna þín mikið. Þegar ég var lítil stelpa trúði ég því að ef ég opnaði hurð sem var á efri hæðinni í litla gula húsinu hennar Unu frænku mundi himna- ríki blasa við. Ég sá fyrir mér blá- an himininn og fullt af englum svíf- andi um. Ég veit ekki hvaðan ég fékk þessa hugmynd en þetta var góður staður í mínum huga. Þú ert kominn á góðan stað og ég verð að sætta mig við að hafa þig ekki lengur hjá okkur. Trúlega ertu bú- inn að finna gamla félaga og eitt- hvað af hrossunum þínum. Ég sé þig fyrir mér úti í haga. Þar leið þér vel. Elsku pabbi, ég held það skipti engu máli hversu fullorðin ég verð, ég verð alltaf bara litla stelpan þín. Þín Guðlaug Harpa. Það er nú svo að með tárunum koma minningar. Minningar um manninn sem ég kallaði pabba. Pabbi minn. Minningar. Stoltur þegar hann gaf mér skrifborðið sem hann hafði smíðað, mátti vera það því það var flott. Þegar hann doblaði mig út í skúr til að pússa undir sprautun á þessum enda- lausu bílum sem hann gerði upp í þessum litla bílskúr. Ilmur af Prins Albert-píputóbaki, bölv og ragn er helvítis pípurnar stífluð- ust, þær voru svo lengi hluti af pabba. Allar þessar pípur. Út í Vað- stakksey í góðum félagsskap á lundaveiðum. Minningarnar segja að það hafi alltaf verið logn og sól svo lundinn flaug ekki. Pabbi lagði sig á milli þúfna. Sofandi með gul- an vinnuvettling á vanganum til að sólbrenna ekki. Hamingjusamur á þessari ævintýraeyju. Hestar. Sitjandi í símanum og ræða við menn úti á landi í hestakaupum og spennan að taka á móti hestum sem hafði verið prangað með óséð. Það var gaman og alltaf var hann heppinn þar. Margar, margar hestaferðir. Eins og er við riðum í september suður Kjöl. Þennan dag vorum við þrír með um áttatíu hross sem runnu sem hugur okkar enda búin að vera á ferðalagi lengi. Pabbi, Benni Jóns og ég. Þegar Hveravellir nálguðust voru hestarnir í lest sem hvarf annað slagið í þokuslæður sem voru á sveimi. Sól kvaddi og rökkrið gerði sig klárt til að koma inn. Svartar sandöldur, hestar runnu fyrirhafnarlaust. Ég var síðastur, pabbi nálægt miðju og Benni framarlega. Þá er ég sé hvar hver hestur hægir smá og sveigir frá vegkanti og setur haus niður og virðist snusa að einhverju sem þeir sjá í kantinum. Þetta var spennandi þannig að ég var vel vakandi er við Loki komum á staðinn og Loki sveigir, hægir og snusar í kantinn en þar var ekki neitt. Sléttur svartur sandur. Ekki steinn né þúfa. Þokan gleypir okkur stuttu seinna þannig að taum er sleppt og hestum treyst að leiða okkur á leiðarenda sem og þeir gera. Bún- ir að borða. Dasaðir eftir langan dag var lagst í koju og þeir tveir totta pípur er Benni segir: „Var þetta ekki draugur í kantinum?“ Pabbi „Jú svei mér þá bara.“ Píp- ur tottaðar meir og allir hugsi. Aldrei var meir um þetta talað. Þannig var pabbi minn. Ekki margmáll en því mátti treysta sem frá honum kom. Treysta á og stór var hann sá klettur sem hann var. Í mínu lífi. Hann var góður maður hann pabbi minn og ég er lánsamur að hafa haft hann. Ég veit ekki alveg hvenær það kemst í gegn að hann sé farinn og ég eigi ekki eftir að tala um hesta eða Gunnar Loga við hann. Kannski kemur það, en takk pabbi minn fyrir þetta ferða- lag. Þú varst hraustur, þjáning alla þoldir þú og barst þig vel, vildir aldrei, aldrei falla: Uppréttan þig nísti hel. Þú varst sterkur, hreinn í hjarta, hirtir ei um skrum og prjál; aldrei náði illskan svarta ata þína sterku sál. (Matthías Jochumsson) Heimir Logi Gunnarsson. Okkur er ekki vel við að skrifa þessi orð því núna verður þetta svo raunverulegt. Besti afinn okk- ar yfirgaf þennan heim þann 10. september. Við eigum svo margar góðar minningar úr heimsóknum ömmu Góu og afa Gunna til okkar í Stykkishólm og veru okkar með þeim í Ömmukofa og hér eftir að við fluttum í Kópavoginn en þar bjó afi alla okkar tíð. Hann afi gat gert allt og látið um það bil allt endast. Hesthúsbílarnir sem hann átti gengu á vonum og draumum og teipi. Hann gat jafnframt gert upp bíla frá grunni ef það var það sem þurfti. Afi gat bölvað eins og ekta sveitakarl sem hann var, en verið svo ljúfur og góður við hest- ana og okkur púkana, skítalabba öðru nafni. Afi var algjör jaki sem lét nú fátt stoppa sig. Hann kenndi okk- ur að nota hamar og keyrði timbur til okkar á pikkaranum alla leið í Stykkishólm til að við hefðum efni til að byggja kofa. Hann afi kenndi okkur margt og maður mátti alltaf vera með hvort sem maður stóð varla upp úr stígvélunum eða var orðinn aðeins hærri í loftinu. Hann kenndi okkur að sitja hest, hvernig er best að fara á bak og halda sér á baki og ekki detta af og allt það sem við þurftum að vita til að umgangast hestana. Við vorum orðin nokkuð góð þegar við feng- um að fara með í sleppitúrana. Hann kenndi okkur að passa okk- ur á rafmagnsgirðingunni og man- aði okkur svo til að snerta hana til að gá hvort það væri slökkt og hlæja svo þegar raunin var önnur. Hann afi var hrekkjóttur en aldrei nokkurn tíma í illu. Maður gat fylgt honum eins og skuggi hvert sem hann fór, upp í Ömmukofa og í allskonar verkefni eins og sönn- um aðstoðarvinnumanni sæmir. Við vorum sko alvöru þegar við fengum líka sixpensara á hausinn. Verkefnin voru allskonar, kemba hestunum, hjálpa til við að drösla hjólbörunum um allar trissur, vaða yfir ána og athuga með hrossin, þá var maður sko orðinn stór, að hlaða í varðeld við ána eða læra að keyra bíl. Hann reddaði manni oft, hvort sem afastelpan þurfti sérhönnuð ístöð svo fótur- inn sæti rétt eða það var svo kalt að þyrfti að sækja okkur í skólann. Klippa gat á vélarhlíf bíls eða að finna hlutum rétt verð. Afi var ákveðinn í samningum en sann- gjarn enda var maður alltaf til í að gera afa greiða því maður vissi að maður fengi eitthvað í staðinn. Það á enn eftir að síast inn í hug- ann að það er ekki hægt að fara og spjalla og bölva yfir öllum vitleys- ingunum enda síðasti vitleysing- urinn ekki fæddur eða sitja og hlusta á frásagnir um furðufugla sem höfðu orðið á vegi hans í gegnum tíðina, afi gat nefnilega sagt magnaðar sögur með svo miklum tilþrifum. Svo var hann líka alltaf nýbúinn að baka þegar maður kom í kaffi, hvort sem amma hafði skellt í eitthvað gott eða afi sjálfur keypt það í búðinni. Við vitum að hann er einhvers staðar í reiðtúr á Krumma, með Trítil til reiðar hummandi lag- stúfinn sinn góða. Við afapúkarnir þökkum samveruna og pössum ömmu fyrir hann. Gunnar Ingiberg, Snædís Góa og Egill Reynir. Elsku afi Gunnar. Takk fyrir að vera góður afi. Takk fyrir að spila við okkur og takk fyrir allar súkkulaðirúsínurnar. Takk fyrir allt skutlið. Við skulum hugsa vel um ömmu Góu. Við söknum þín. Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu. Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér. Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið. (Ásmundur Eiríksson) Þín Freyja, Orri og Dagný. Gunnar Ingiberg Guðmundsson Opinn og kær- leiksríkur eru lýs- ingarorð sem ég get notað til að lýsa elskulega afa mínum, sem er nú lagður til hinstu hvílu. Minningarnar eru margar. Pólitík og fótbolti voru þín aðal áhugamál, elsku afi, en ég deildi því ekki með þér, en það skipti nú engu, ég skyldi nú samt heyra það sem þú hafðir um það að segja og þú vildir að ég kæmi með opin og sterk rök á móti eða með því sem þú varst að segja. Ekki til þess að vera með leiðindi heldur til að taka þátt í samfélaginu og gera hlutina skemmtilegri. Þessar samverustundir voru góðar, þar sem ég lærði vel að það er í lagi að við séum ekki öll með sömu skoðunina á hlutunum en það sem skiptir máli er að bera virðingu fyrir öðrum og öðru í kringum okkur. Virðuleiki og hlátur koma upp í hugann, „furðulegir“ hlutir eins og afi að lita á sér augabrúnirnar, eða afi að setja jólalögin í botn á ísr- úntinum á Laugaveginum í júlí, hlátur. Það var ósjaldan sem þú Haraldur Haraldsson ✝ Haraldur Har-aldsson fæddist 8. desember 1933. Hann lést 11. sept- ember 2015. Haraldur var jarðsunginn 17. september 2015. hrósaðir mér fyrir klæðaburð, hattar og kjólar – þér fannst ég eins og klippt út úr kvik- mynd, þú lést mér líða vel með sjálfa mig, takk fyrir afi. Þú varst snyrtilega til fara og ávallt með rakvélina í annarri og ilmvatn- ið í hinni. Stærsta áhugamálið þitt var þó án efa fjölskyldan þín. Þú hafðir gam- an af því að segja frá allri fjöl- skyldunni enda einstaklega stoltur af þínu fólki. Í hverri einustu heimsókn var maður fylltur af fróðleik um ættingja, vini og lífið. Ómetanlegt. Hvíldu í friði og hittumst síðar. Sjöfn Magnúsdóttir. Elskulegur afi minn lést á Landspítalanum hinn 11. sept- ember síðastliðinn. Hann var sá allra besti, og mesta hetja sem ég hef nokkurn tímann kynnst. Er rosalega þakklát fyrir að hafa haft slíkan höfðingja í fjöl- skyldunni, og má segja að amma og afi hafi verið foreldrar mínir númer tvö þar sem ég fór til þeirra á hverju einasta sumri frá því ég var sex ára og fram eftir aldri. Hann fékk að fara í friði um- vafinn fjölskyldu sinni. Ég hef lært svo ótrúlega margt af honum og vona að hon- um líði vel á nýja staðnum sín- um. Elsku afi minn, ég sakna þín óendanlega mikið, elsku engill- inn minn, og hvíldu í friði. Ég mun passa ömmu rosalega vel, hún er í góðum höndum hjá yndislegu og stóru fjölskyldunni þinni. Það er svo ótrúlega margt sem ég gæti talað um, en ætla að láta minningarnar vera ljósið í myrkrinu, það eru þær sem hlýja manni um hjartaræt- ur á þessari sorgarstund, en að lokum læt ég fylgja með ljóðið sem ég gaf þér í jólagjöf: Elsku besti afi minn þú ert nú mesta hetja. Takk fyrir að taka mig inn og áfram mig að hvetja. þú réttir mér alltaf hjálparhönd vona að ég geti hjálpað þér. Er þakklát fyrir þau ættarbönd og hlýjuna sem þú veitir mér. Ég man þá góðu daga er við gengum langar göngur seinna verður það saga eða jafnvel söngur. Mig langar bara að segja þér elsku besti afi minn ef afakeppni væri hér um bestsa afann þá ég vinn. Þín elskulega, Lára (Lolly litla). Elsku langafi minn. Ég þakka fyrir þessi yndislegu níu ár með þér í mínu lífi. Ég trúi ekki að þú sért farinn. Ég sakna þín, elsku langafi, en nú ertu kominn á góðan stað. Ég á eftir að sakna þess að geta ekki komið í heimsókn til þín en mun halda áfram að heimsækja langömmu og hafa þig í hjarta mínu alltaf. Guð blessi þig, elsku langafi minn, Þorsteinn Ólafur, níu ára. Mínir vinir fara fjöld, feigðin þessa heimtar köld. Ég kem á eftir, kanske í kvöld, með klofinn hjálm og rofinn skjöld, brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld. (Bólu-Hjálmar) Halli frændi var aðeins 16 ára þegar ég kynntist honum. Hann var grannur unglingur sem gleðin og góðmennskan geislaði af. Nokkrum árum síð- ar varð hann mágur minn við það að ég giftist bróður hans. Börnin mín kölluðu hann allt- af Halla frænda og það festist við hann í mínum huga. Hann hélt því ekki lengi að vera grannur en alla tíð hélt hann gleðinni og góðmennskunni. Hann var alltaf til reiðu hvenær sem hann gat orðið öðrum að liði. Öll ættartengsl voru honum mikils virði og þau ræktaði hann ætíð vel. Hann varð því miðpunkturinn í stórfjölskyld- unni og hélt henni saman. Halli frændi hafði skoðanir á flestum málum og lá ekki á þeim. Hann gerði ekki manna- mun og ræddi við alla sem jafn- ingja, jafnt börn sem fullorðna. Í dag vil ég þakka honum þá miklu umhyggju og ræktarsemi sem hann alltaf bar fyrir mér og börnum mínum sérstaklega eftir lát mannsins míns, bróður hans, sem lést á besta aldri. Ræktarsemi og umhyggja Halla brást aldrei. Ég og börnin mín senda Ellu, börnum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Harald- ar Haraldssonar. Kristín S. Guðjónsdóttir. Með sárum trega skrifa ég nokkur kveðjuorð um hann Harald móðurbróður minn, sem nú er allur. Þó vitað væri að hverju dró er söknuðurinn sár. Halli er síðastur þeirra fjögurra barna Ólafíu Samúelsdóttur og Haraldar Guðjónssonar sem kveður jarðlífið. Síðustu miss- erin færðu honum stöðugt versnandi heilsu og var það bæði honum og hans nánasta fólki erfitt, en hann var umvaf- inn kærleik og lést í faðmi fjöl- skyldunnar. Allt mitt líf hafa Halli og hans góða kona, El- ísabet föðursystir, verið stór hluti af mínu lífi og vil ég á þessari stundu þakka þeim alla elskusemina við mig og mitt fólk. Ég var ung er ég hleypti heimdraganum og lá leiðin til Reykjavíkur og hjá þeim átti ég skjól og athvarf á þann veg að æ síðan hafa þau reynst mér sem bestu foreldrar. Hann Halli minn hafði bæði skap og skoðanir – og hlýtt hjarta. Slíkt kom best í ljós þegar áföll dundu yfir í fjölskyldunni. Þess fékk ég notið í erfiðum veik- indum föður míns þar og þá, segja má að hann bæri mág sinn á höndum sér þann tíma er sjúkdómurinn herjaði á föður minn, slíkt verður seint full- þakkað. Oft hljóp hann undir bagga annars staðar þar sem eitthvað bjátaði á. Halli var fróður um sitt fólk, sagði mér af okkar móðurfólki og var í mun að við sem flest vissum okkar uppruna. Það var ætíð fróðlegt að hlýða á hann rifja upp liðna tíð. Ungur þurfti hann að taka til hendi. Móðir hans varð ekkja ung með fjögur börn eftir að Haraldur afi fórst með togar- anum Jóni Ólafssyni. Hún var dugnaðarforkur en ekki dugði það til, svo hún tók það ráð að senda börn sín í sveit. Halli fór þá leið, barn var hann sendur að heiman, en kom stæltur unglingur tilbaka. Hann sinnti ýmsum störfum um ævina, var t.d. kaupamaður, heyrt hef ég sögur um hann á teignum að slætti með orf, hann ku ætíð hafa tekið stærsta skárann. Minnisstætt er einnig hve hart honum sóttust oft verkin, t.d. ef mikið lá fyrir lét hann bera sér mat og drykk svo ekki yrði hlé á vinnu. Þetta var jú fyrir tæknina sem þekkist í dag hvar menn unnu allt á sjálfum sér. Er það ekki alltaf nútímakyn- slóðinni skiljanlegt. Um tíma var hann til sjós. Lengst vann Halli í málningarverksmiðju Slippfélagsins, framan af undir stjórn Lárusar móðurbróður síns, seinna tók hann við því starfi. Hygg ég að margir muni eftir honum í þeirri vinnu. Ég vil að þessum leiðarlokum þakka ættarhöfðingjanum, frænda mínum, elskulegum samfylgdina á lífsins leið og vona að hann eigi góða heim- komu í landið handan fljótsins eilífa. Hjartans Ella mín, Halli, Haddý, Brynja og þið öll hin elskur, megi almættið styrkja ykkur og gæta ykkar í framtíð- inni. Óla Friðmey Kjartansdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.