Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Kúba
Beint flugmeð Icelandair 23.–30. nóv.
Verð frá
*á mann í tvíbýli með öllu inniföldu
á Melia Varadero hótelinu.
Verð án Vildarpunkta 279.900 kr.
269.900 kr.*
Örfá sæti laus!
og 12.500 Vildarpunktar
Flogið með Icelandair
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Útlit er fyrir að boðið verði upp á
allt að 400 viðburði í Hreyfiviku
UMFÍ sem hefst á mánudag. Sífellt
fleiri sveitarfélög taka þátt í vik-
unni og þau sem fyrir voru gera
það með myndarlegri hætti en áð-
ur. Í ár er í fyrsta skipti efnt til
sundkeppni á milli sveitarfélag-
anna, í anda hliðstæðrar keppni
sem fram fór samhliða Norrænu
sundkeppninni á sínum tíma.
Hugmyndin að sundkeppni
hreyfivikunnar kom frá Fjalla-
byggð og Norðurþingi sem ákváðu
að efna til sundkeppni sín í milli.
Ákveðið var að bjóða öllum sveitar-
félögum landsins þátttöku og í gær
höfðu 25 skráð sig. Keppnin fer
þannig fram að sundgestum er gef-
inn kostur á að skrá það í af-
greiðslu sundlauganna hvað þeir
synda langt þann daginn. Upplýs-
ingar um stöðuna verða birtar
reglulega. Það sveitarfélag vinnur
sem er með flesta synta metra, á
hvern íbúa.
Hreyfivika UMFÍ er hluti af
stóru lýðheilsuverkefni sem fer
fram um alla Evrópu dagana 21. til
27. september. Markmiðið er að fá
hundrað milljónir Evrópubúa í við-
bót til að hreyfa sig reglulega fyrir
árið 2020. Ekki er vanþörf á, eins
og Sabína Steinunn Halldórsdóttir,
landsfulltrúi UMFÍ, bendir á. Rann-
sóknir sýna að fjórir af hverjum
fimm Evrópubúum hreyfa sig ekki
nóg.
Sabína er ánægð með undir-
tektir sveitarfélaga og íbúa. Í fyrra
náðist 50% aukning. „Við vonumst
eftir aukningu núna en lítum á
þetta sem langhlaup,“ segir hún.
Viðburðirnir eru mjög fjölbreyttir.
Sabína nefnir gönguferðir til og frá
kirkju, jóga og hlaup en segist geta
talið endalaust upp. Íbúarnir séu
duglegir að finna upp á nýjum og
skemmtilegum viðburðum til að fá
fólk af stað. Hægt er að nálgast
upplýsingar um viðburði á vef
UMFÍ, umfi.is.
Hún segir mikilvægt að hver
og einn íbúi finni sína leið til að
huga að heilsunni. Mælt er með því
að hjartadælan fái að slá kröftug-
lega í að minnsta kosti 30 mínútur á
dag til að lengja líf sitt. Þeim tíma
má skipta niður í lotur, til dæmis
þrisvar sinnum tíu mínútur í senn.
Allir geta tekið þátt í
sundkeppni sveitarfélaga
Hátt í 400 viðburðir skráðir í Hreyfiviku UMFÍ sem hefst á mánudag
Morgunblaðið/Golli
Upphitun 66 nemendur úr 5. bekk Langholtsskóla mættu í gær að þjónustumiðstöð UMFÍ til að hita upp fyrir hreyfivikuna.
Greiðslumark í mjólk mun lækka
um 3 milljónir lítra á næsta ári, ef
farið verður að tillögum fulltrúa
bænda og afurðastöðva. Áfram er
gert ráð fyrir aukningu í sölu en
greiðslumarkið lækkar vegna þess
að útlit er fyrir að í ár takist að
safna nægum birgðum.
Stuðningur ríkisins við mjólkur-
framleiðsluna, beingreiðslur, skipt-
ist á milli bænda eftir greiðslumarki
lögbýla. Það var aukið mikið í ár,
eða úr 125 milljónum í 140 milljónir
lítra. Var það gert vegna söluaukn-
ingar en einnig til að auka við birgð-
ir sem voru orðnar of litlar, út frá
hagsmunum afurðastöðva. Ætlunin
var að auka birgðirnar um fjórar
milljónir. Nú er útlit fyrir að salan
verði 134 milljónir lítra í ár þannig
að birgðirnar
aukast um 6
milljónir lítra. Í
tillögu bænda og
afurðastöðva er
gert ráð fyrir að
birgðir haldist
óbreyttar og sal-
an verði 137
milljón lítrar á
næsta ári, miðað
við fituinnihald. Þýðir það að
greiðslumarkið verður 137 milljón
lítrar og leggja þeir það til við land-
búnaðarráðherra. Það þýðir að
greiðslumarkið verður 3 milljónum
lítra minna en í ár.
Sigurður Loftsson, formaður
Landssambands kúabænda, segir að
breytingar á greiðslumarki hafi ekki
teljandi áhrif á hag kúabænda. Yfir-
lýsing afurðastöðva um að greiða
fullt verð fyrir alla framleidda mjólk
út næsta ár standi. Það skipti mestu
máli fyrir hag þeirra.
Auðveldara að ná kvótanum
Heildarstuðningur ríkisins breyt-
ist ekki við hækkun eða lækkun
greiðslumarks. Sigurður segir að
þeir bændur sem átt hafi erfitt með
að framleiða að fullu uppi í kvótann
vegna mikillar aukningar undanfar-
in ár, muni komast nær greiðslu-
marki sínu eða ná því alveg. Það
muni draga úr skerðingu bein-
greiðslna þeirra. Á sama hátt muni
stuðningsgreiðslur til þeirra sem
framleitt hafa umfram kvóta
minnka. helgi@mbl.is
Sigurður Loftsson
Tillaga til landbúnaðarráðherra Breytir litlu fyrir bændur
Greiðslumark í mjólk
minnkar um 3 millj. lítra
„Okkar hugur er
hjá starfsfólkinu
sem er að missa
vinnuna en nær-
þjónustan fer
einnig úr byggð-
arlaginu,“ segir
Elías Jóna-
tansson, bæjar-
stjóri í Bolungar-
vík, þegar við-
bragða hans er
leitað við ákvörðun Landsbankans
að loka útibúum og afgreiðslum á
þremur stöðum á norðanverðum
Vestfjörðum og sameina í eitt á Ísa-
firði.
Landsbankinn innlimaði nýlega
starfsemi Sparisjóðs Norðurlands.
Ákvörðun um sameiningu útibúanna
er tekin í kjölfar þess, í hagræðing-
arskyni. Þannig verður útibúunum í
Bolungarvík og á Suðureyri og af-
greiðslu bankans á Þingeyri lokað í
næstu viku. Útibúið í Bolungarvík er
langstærsta starfsstöðin sem lokað
er. Það er byggt á grunni Sparisjóðs
Bolungarvíkur. Hluti starfsfólksins
þar færist í útibúið á Ísafirði sem á
að efla. Alls hætta 11 starfsmenn
vegna breytinganna, flestir í Bol-
ungarvík.
Vilja önnur störf í staðinn
Ákvörðun Landsbankans er harð-
lega mótmælt í bókun bæjarráðs
Bolungarvíkur frá því í gærkvöldi.
Vakin er athygli á því að með til-
færslu starfa við sameiningu sýslu-
mannsembætta og nú lokun útibús
Landsbankans sé á annan tug starfa
fluttur úr bæjarfélaginu á nokkrum
mánuðum. Þessi störf séu öll á veg-
um ríkisins eða fyrirtækis í eigu rík-
isins og gerir bæjarráðið kröfu um
að önnur starfsemi á vegum ríkisins
verði fundinn staður í Bolungarvík.
„Okkur þykir þetta miður. Það er
verið að minnka þjónustu við íbúana.
Störfin eru einnig mikilvæg því
svona störf liggja ekki á lausu,“ seg-
ir Arna Lára Jónsdóttir, formaður
bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Hún
segir að vissulega hafi banka-
viðskipti á netinu aukist. Hins vegar
sé meðalaldur fólks á þessu svæði
frekar hár.
„Við höfum mestar áhyggjur af
eldra fólkinu sem notar útibúin
meira.“ Hún tekur fram að það mildi
aðeins áfallið að bankinn ætli að
veita þjónustu á Þingeyri einu sinni í
viku. helgi@mbl.is
Áhyggjur
af starfs-
fólkinu
Bolungarvík
Störfum fækkar.
Landsbankinn lok-
ar útibúum vestra
Landsvirkjun hefur ákveðið að
fresta mögulegri takmörkun á af-
hendingu rafmagns til viðskiptavina
um einn mánuð í ljósi bættrar miðl-
unarstöðu eftir aukið innrennsli í
miðlunarlón á síðustu vikum. Þrátt
fyrir aukið innrennsli á síðustu dög-
um telst vatnsárið enn mjög þurrt og
ríkir áfram óvissa um fyllingu miðl-
unarlóna fyrir veturinn, segir í frétt
frá Landsvirkjun.
Staða í miðlunum í lok ágúst var
slæm, sérstaklega í Hálslóni. Í ljósi
stöðunnar tilkynnti Landsvirkjun í
byrjun september að líklega þyrfti
að nýta ákvæði í samningum og
draga úr raforkuframboði í vetur.
Í kjölfar hlýinda síðan í byrjun
september tók innrennsli mikið við
sér, einkum á Austurlandi, en þar
fór hæsta dagsmeðaltal innrennslis
til Hálslóns í 580 m3/s hinn 13. sept-
ember, en það er mesta innrennsli í
september frá því miðlunin var tekin
í notkun. Í september hefur heild-
arfylling miðlana fyrirtækisins batn-
að verulega og stendur fyllingin nú í
85,5% en var 69,0% í lok ágúst.
Fresta takmörkun
á orkuafhendingu