Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
KAMBÓDÍA OG VÍETNAM 16.–29. JANÚAR
Tveggja vikna ferð til þessara
stórbrotnu landa sem státa af
mikilli náttúrufegurð, iðandi
borgum og vingjarnlegu fólki.
Fararstjóri er Halla Himintungl
sem þekkir svæðið vel.
Úrval Útsýn | Hlíðasmára 19 | 201 Kópavogi | 585 4000 | uu.is
VERÐ FRÁ
589.900 KR.
Mikið innifalið.
Guðmundur Magnússon
gudmundur@mbl.is
Útförum í kyrrþey í Reykjavík hef-
ur fjölgað á undanförnum árum.
Fyrir fimm árum, árið 2011, voru
þær 37, en voru orðnar 99 í fyrra.
Árið 2013 voru þær 78 og 55 árið
þar á undan. Á þessu ári eru þær
þegar orðnar 98 þannig að fjölg-
unin heldur áfram.
„Það er stígandi í þessu,“ segir
Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri
Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts-
dæma.
Tölur um fjölda útfara í kyrrþey
eru ekki til fyrir landið í heild.
Að jafnaði eru útfarir fólks vel
auglýstar til að gefa sem flestum
færi á að votta hinum látna hinstu
virðingu. En þegar útför fer fram í
kyrrþey er andlátið ekki auglýst
fyrr en að lokinni útför og einungis
nánustu skyldmenni og vinir eru
viðstödd athöfnina.
Ekki bara lítil efni
Ýmsar ástæður geta verið fyrir
því að fólk kýs útför í kyrrþey. Sú
skýring að þetta sé gert til að kom-
ast hjá miklum útgjöldum er ekki
einhlít segir í fræðsluriti kirkju-
garðanna. Orsakir geta verið marg-
víslegar. Hinn látni kann að hafa
óskað eftir því í lifanda lífi að at-
höfnin yrði látlaus og persónuleg
kveðja og að einungis nánasta fjöl-
skylda og vinir yrðu viðstödd hana.
Andlát getur hafa borið að höndum
með voveiflegum og/eða sviplegum
hætti og það veldur því að aðstand-
endur kjósa að hafa útförina í kyrr-
þey, m.a. í því skyni að draga úr
tilfinningalegu álagi. Stundum vak-
ir það fyrir aðstandendum að hafa
stjórn á þeim mannfjölda sem sæk-
ir útförina og eiga þannig hægara
um vik við val á hentugri kirkju
eða kapellu og, ef svo ber undir,
húsnæði undir erfisdrykkju. Þá
kemur fyrir að lítil efni eru fyrir
hendi í dánarbúinu og aðstand-
endur velja að hafa útförina lát-
lausa og í kyrrþey til að forðast
kostnaðarsama liði sem tíðum
fylgja auglýstum útförum, t.d. í
tengslum við fjölmenna erf-
isdrykkju. Erfisdrykkja með þátt-
töku nánustu ástvina er þó oft
haldin þótt útför sé gerð í kyrrþey.
Loks veldur óeining meðal aðstand-
enda því í hreinum undantekning-
artilvikum að ekki næst samstaða
um hvernig standa skuli að aug-
lýstri útför og þess vegna er útför í
kyrrþey valin.
Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson
Leiðarlok Ýmsar aðrar ástæður en fjárhagslegar geta ráðið því að útför fer fram í kyrrþey, m.a. ósk hins látna.
Útförum í kyrrþey
fjölgar í Reykjavík
Voru 37 árið 2011 en eru þegar orðnar um 100 á þessu ári
Útfarir í kyrrþey í
Reykjavík
» Voru 37 árið 2011, en fjölg-
aði í 99 í fyrra
» Fjölgar enn í ár og eru orðn-
ar 98.
» Heildarfjöldi útfara í borg-
inni var 2130 árið 2014 og eru
orðnar 1.628 á þessu ári.
Útfarir í kyrrþey í Reykjavík 2011–2015
* Það sem af er árinu. Heimlid: Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
2011 2012 2013 2014 2015*
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2,6% 2,8% 3,6%
4,6% 6%
Heildarfjöldi útfara Útfarir sem fara fram í kyrrþey
Björn Jóhann Björnsson
bjbmbl.is
Stjórn Faxaflóahafna samþykkti á
fundi sínum í vikunni að frá næstu
áramótum skuli öll skip, sem liggja
við hafnarbakka og geta tekið við
rafmagni úr landi, tengjast landraf-
magni. Þeim skipum sem unnt er að
þjóna með þessum hætti verður þá
óheimilt að keyra ljósavélar sínar,
nema að viðvera þeirra í höfn sé inn-
an við sex tímar.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa-
flóahafna, segir þessa samþykkt ná
til allra togara og minni skipa, sem
geta notast við svonefnda lágspennu
í landi. Stærri fley eins og skemmti-
ferðaskip og flutningaskip fá áfram
að keyra sínar ljósavélar, enda er
það gríðarlega umfangsmikil fram-
kvæmd að koma upp spennistöðvum
og leggja háspennustrengi að höfn-
um landsins.
Bætt loftgæði og minni mengun
Í fundargerð Faxaflóahafnar er
vísað til reglugerðar um brenni-
steinsinnihald í fljótandi eldsneyti.
Þar sé m.a. kveðið á um að til að
stuðla að bættum loftgæðum, og til
að draga úr mengun, skuli skip sem
liggja við bryggju nota rafmagn úr
landi í stað skipaeldsneytis eins og
kostur er. Sé ekki möguleiki á að
nota rafmagn úr landi skuli skip sem
liggja við bryggju ekki nota skipa-
eldsneyti með meira brennisteins-
innihaldi en 0,1%(m/m).
Gísli segir að Faxaflóahafnir hafi
til þessa verið að selja rafmagn til
skipa í töluverðum mæli. Til að gera
fleiri skipum þetta kleift verði ráðist
í kaup og uppsetningu á fleiri tengl-
um á hafnarsvæðunum í Reykjavík
og á Akranesi.
Gísli segir að í náinni framtíð geti í
einhverjum tilvikum verið komin að-
staða til að þjónusta stærri skip með
þessum hætti, eins og skemmti-
ferðaskipin. Sumstaðar erlendis séu
hafnir að feta sig áfram með há-
spennutengingar í landi. Það sé hins
vegar kostnaðarsamt og hafi t.d.
ekki verið gert í Kanada og Noregi
nema með verulegum stuðningi hins
opinbera.
„Lágspennan er viðráðanlegt
verkefni og hafnirnar munu áreið-
anlega stíga frekari skref í þá átt að
skipin þurfi ekki að keyra ljósavélar
sínar. Þetta ætti til dæmis að nýtast
öllum togaraflotanum, það dregur úr
mengun á hafnarsvæðunum og er já-
kvætt mál,“ segir Gísli.
Hann segir sölu á rafmagni ekki
skila Faxaflóahöfnum miklum
tekjum, stofnkostnaður sé það mik-
ill, en þrátt fyrir verðlækkun á olíu
séu kaup á rafmagni bæði hagkvæm-
ari og umhverfisvænni kostur fyrir
útgerðir skipa og báta.
Skip taki rafmagn
úr landi í höfnum
Faxaflóahafnir ákveða breytt
fyrirkomulag frá næstu áramótum
Morgunblaðið/Kristinn
Skip Frá 1. janúar þarf að taka raf-
magn úr landi í Faxaflóahöfnum.
Að sögn Gísla Gíslasonar hafnarstjóra bíða næg verk-
efni Faxaflóahafna á næsta ári, en á sama fundi og
fjallað var um sölu rafmagns til skipa þá afgreiddi
stjórn fyrirtækisins fjárhagsáætlun ársins 2016. Gert
er ráð fyrir að tekjur Faxaflóahafna verði um 3,3 millj-
arðar króna og rekstrargjöld 2,8 milljarðar. Nái þessi
áform fram að ganga verður rekstrarhagnaður upp á
hálfan milljarð. Til framkvæmda er áætlað að verja um
2,1 milljarði króna, sem er nokkru hærri fjárhæð en
mörg undanfarin ár. Stærstu framkvæmdir næsta árs
verða vegna byggingar nýs hafnarbakka utan Klepps og gatnagerðar á
Grundartanga í tengslum við sólarkísilverksmiðju Silicor Materials. Að
auki verða framkvæmdir við lengingu og endurnýjun Norðurgarðs.
Tveir milljarðar í framkvæmdir
FJÁRHAGSÁÆTLUN FAXAFLÓAHAFNA AFGREIDD Á SAMA FUNDI
Gísli
Gíslason
Jóna Gróa Sigurðar-
dóttir, fyrrverandi
borgarfulltrúi, lést
fimmtudaginn 17. sept-
ember á Landspítal-
anum eftir skamma
sjúkrahúslegu. Jóna
Gróa var fædd 18. mars
1935, dóttir hjónanna
Ingunnar Sigríðar El-
ísabetar Ólafar Jóns-
dóttur og Sigurðar
Guðmundssonar. Jóna
Gróa var gift Guð-
mundi Jónssyni, vél-
fræðingi sem lifir eiginkonu sína.
Jóna Gróa starfaði vel og lengi að
ýmsum félagsmálum og tók virkan
þátt í stjórnmálum. Hún var í
borgarstjórnarflokki Sjálfstæðis-
flokksins frá árinu 1982 til 2002.
Jóna Gróa var for-
maður og fram-
kvæmdastjóri fanga-
hjálparinnar Verndar
1982-1989 og stóð m.a.
að breyttum úrræðum í
fangelsismálum með
kaupum á húsi í Reykja-
vík, þar sem fangar hafa
átt kost á að ljúka af-
plánun.
Börn Jónu Gróu og
Guðmundar eru Ingunn
Guðlaug flugrekstr-
arfræðingur, Sigurður,
lögmaður og bóndi, Helga, viðskipta-
fræðingur og flugfreyja, og Auður,
viðskiptafræðingur og fram-
kvæmdastjóri markaðsdeildar VÍS.
Guðmundur á einnig soninn Ívar,
jarðfræðing og bókaútgefanda.
Andlát
Jóna Gróa Sigurðardóttir,
fyrrverandi borgarfulltrúi
Framkvæmdir við lagningu nýrrar
Suðurnesjalínu hefjast á næstu
mánuðum. Landsnet auglýsir um
helgina eftir tilboðum í gerð veg-
slóðar, jarðvinnu og undirstöður
vegna línunnar.
Línan liggur frá Hafnarfirði að
Rauðamel norðan Svartsengis, 32
kílómetra leið. Alls verða reist 100
háspennumöstur.
Suðurnesjalína 2 verður hluti af
almennu raforkuflutningskerfi
Landsnets. Sveitarfélögin hafa
veitt framkvæmdaleyfi. Áætlaður
kostnaður við lagningu línunnar er
tæpir 3 milljarðar króna. Fram-
kvæmdin mun taka um tvö ár, sam-
kvæmt upplýsingum Landsnets.
Ný Suðurnesjalína mun að miklu
leyti fylgja núverandi Suðurnesja-
línu, nálægt Reykjanesbrautinni,
nema austast á svæðinu þar sem
gert er ráð fyrir að hún liggi í nýju
línubelti, töluvert fjær núverandi
byggð í Hafnarfirði.
Undirstöður Suður-
nesjalínu boðnar út