Morgunblaðið - 19.09.2015, Page 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Fleiri möguleikar
í hraðbönkunum okkar
Í hraðbönkum í útibúum okkar geta
viðskiptavinir lagt inn seðla og tekið
út allt að 300.000 kr.
Arion hraðþjónusta
– hafðu það eins og þú vilt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
1
5
-1
9
9
2
Flúor í grasi í Reyðarfirði minnkaði
í sumar þriðja árið í röð. Hann var
36 prósentum minni nú heldur en
sumarið 2014, en það sumar dró
einnig úr flúor miðað við sumarið
2013, eða um 19 prósent.
Þetta kemur fram í frétt frá Al-
coa Fjarðaáli.
Magnús Þór Ásmundsson, for-
stjóri Alcoa Fjarðaáls, segir mjög
ánægjulegt að sjá staðfestingu þess
hve vel hafi gengið. Fjarðaál sé
meðal þeirra álvera sem standa sig
best á heimsvísu hvað varðar magn
mengandi efna í útblæstri og af öll-
um álverum Alcoa sé magnið
minnst hjá Fjarðaáli.
Gildin fyrir flúor í grasi voru
mun lægri í sumar en viðmið fyrir
grasbíta segja til um. Síðar í haust
verður safnað sýnum úr heyi sem
aflað var í Reyðarfirði í sumar og
verður þá hægt að sjá hvert flúor-
innihaldið er í þeirri fæðu sem dýr-
in neyta á ársgrundvelli.
Flúor í
grasi
minnkar
Fjarðaál er í
fremstu röð
Íslandsmeistarakeppnin í ökuleikni
verður haldin dagana 19. og 20. sept-
ember á svæði Ökuskóla 3 á Kirkju-
sandi við Borgartún í Reykjavík.
Rútu- og trukkakeppnin fer fram
laugardaginn 19. september, rútu-
keppnin hefst kl. 11.00 og trukka-
keppnin kl. 14. Meirapróf þarf til að
taka þátt. Í rútu- og trukkakeppn-
inni verður sama plan fyrir stórar
rútur og flutningabíla annars vegar
og sama plan fyrir smárútur og
sendibíla hins vegar. Boðið er einnig
upp á liðakeppni.
Ökuleikni á fólksbílum verður
sunnudaginn 20. september kl. 12. á
sama stað. Hægt verður að keppa
sem einstaklingur eða sem lið og
verða veitt verðlaun í báðum flokk-
um og í karla- og kvennariðli. Skrán-
ing fer fram á heimasíðu Braut-
arinnar, www.brautin.is.
Form keppninnar verður með ör-
lítið öðru sniði en undanfarin ár.
Áhorfendur eru velkomnir.
Íslandsmeist-
arakeppni
í ökuleikni
Reykjavíkurborg tekur áskorun
Rauða krossins um að vera virkur
þátttakandi í átakinu „Vertu næs“.
Þetta var samþykkt í borgarráði á
fimmtudaginn.
Í áskoruninni er hvatt til samskipta
við fólk af erlendum uppruna og
áhersla lögð á að við komum fram
hvert við annað af virðingu. Uppruni,
litaraft og trúarbrögð eigi ekki að
skipta máli. Með samtakamætti er
hægt að hafa mikil áhrif, segir í frétt
frá borginni.
Þar kemur fram að með átakinu
ætli borgin sérstaklega að huga að
starfsmönnum sínum en yfir fjögur
hundruð erlendir starfsmenn vinna
hjá Reykjavíkurborg og þá eru ekki
taldir með einstaklingar sem fengið
hafa íslenskan ríkisborgararétt.
Starfsmennirnir koma frá á sjötta
tug landa, þar á meðal Kína, Litháen,
Perú, Rúanda, Sviss, Úganda og
Þýskalandi auk einstaklinga sem eiga
ekkert ríkisfang. Talið er að starfs-
menn borgarinnar tali á annað
hundrað tungumála. „Reykjavík-
urborg ætlar að hvetja starfsfólk til að
fagna fjölmenningu á sínum vinnu-
stöðum og vera næs,“ segir í tilkynn-
ingunni.
Jafnframt skorar borgin á borgar-
búa og önnur sveitarfélög að taka þátt
í átaki Rauða krossins. Reykjavík-
urborg hvetur borgarbúa til að taka
mynd af fólki sem myndar hjarta með
höndunum og setja inn á instagram
merkt #vertunæs og #reykjavikernæs
og dreifa með því boðskapnum.
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Fjölmenning S. Björn Blöndal borgarfulltrúi myndar hjarta, en í áskor-
uninni er hvatt til samskipta við fólk af erlendum uppruna.
Reykjavíkurborg tekur
áskorun Rauða krossins