Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 20

Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 Mest seldu ofnar á Norðurlöndum Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á Nú sé ljóst að málið verður fellt niður auk þess sem báðir þessir að- ilar líta á þetta sem fullar efndir af hálfu tryggingasjóðsins í Icesave- málinu. Aðspurð hvort erfitt hafi verið að ná þessari niðurstöðu segir Guðrún það hafi tekið tíma en ekki verið erfitt. En hver er þá staðan, er eitthvað eftir? „Þrotabú gamla Landsbankans, LBI, hefur ekki verið gert upp. Forgangskröfuhafar hafa fengið 85% af kröfum úr búinu en búið hefur ekki verið gert upp að fullu. Það er það eina sem eftir stendur. Það verða ekki frekari kröfur gerðar á tryggingarsjóðinn og ekki frekari kröfur á ríkið. Þetta er því endapunktur fyrir utan að einhverjir aðilar í Hollandi og Bret- landi eiga ennþá kröfu á búið.“ Guðrún segir ánægjulegt að þess- ir fjármunir sem felast í samningn- um hafi verið til í tryggingar- sjóðnum. „Ríkið þarf ekki að bæta þar neinu við.“ Hún er einnig ánægð með að TIF skyldi lánast að ná samningum um lokafrágang Ice- save-skuldbindinganna með greiðslu sem er vel viðráðanleg fyr- ir TIF og sanngjörn gagnvart öllum aðilum ágreiningsins. Þannig geri samningurinn TIF kleift að einbeita sér að meginhlutverki sínu sem er að veita neytendum og öðrum inn- stæðueigendum á Íslandi tryggingu á innstæðum sínum. Í samninganefnd TIF voru auk Guðrúnar, Brynjar Kristjánsson, framkvæmdastjóra TIF og Gunnar Viðar frá LEX lögmannsstofu. Undanþágur frá höftunum Seðlabanki Íslands veitti undan- þágu frá gjaldeyrishöftum til þess að greiða fyrir samkomulaginu og gera fullnustu þess mögulega. Um er að ræða þrjár undanþágur. Ein undanþágan var til TIF og laut að greiðslu á 20 milljörðunum til DNB og FSCS. Hinar tvær snéru að krónuinnstæðum sem tengjast greiðslum til DNB og FSCS úr þrotabúi Landsbankans, LBI, sam- tals að fjárhæð 9,5 milljarðar króna. Samtals lækkaði því gjaldeyris- forði Seðlabankans um 29,5 millj- arðar króna vegna þessara undan- þága. Þannig átti Seðlabankinn þátt í gjaldeyrisviðskiptum sem fólu í sér að 22,1 milljarður í íslenskum krónum var skipt í erlendan gjald- eyri, auk þess sem 7,4 milljarða króna gjaldeyrisinnstæða TIF hjá Seðlabankanum var greidd til DNB og FSCS. Icesave-deilunni lokið Morgunblaðið/Ómar Endalok Icesave-málinu er nú lokið með greiðslu til Hollendinga og Breta.  20 milljarða króna greiðsla til hollenska seðlabankans og breska innstæðutrygg- ingarsjóðsins er endapunkturinn á áralangri deilu  Enn eru eftir kröfur í LBI BAKSVIÐ Margrét Kr. Sigurðardóttir margret@mbl.is „Ég lít á þetta sem farsæla lausn á áralangri deilu,“ segir Guðrún Þor- leifsdóttir, formaður stjórnar Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta, TIF, nú þegar náðst hafa samningar um lokauppgjör krafna vegna innstæða sem gamli Lands- bankinn safnaði í útibúum sínum í Bretlandi og Hol- landi undir vöru- merkinu Icesave. Í samningnum felst að TIF greið- ir samtals 20 milljarða króna til hollenska seðlabankans DNB og breska innstæðutryggingarsjóðsins FSCS. Fjárhæðin var greidd með hluta þeirra fjármuna sem eru nú þegar til staðar í B-deild TIF en í B-deild eru vistaðir fjármunir sem að mestu leyti var safnað fyrir banka- hrunið 2008. Guðrún segir að á sínum tíma þegar stefnan var birt hafi kröf- urnar verið um 1.000 milljarðar króna samanlagt en þær hafi síðan lækkað á þeim tíma sem liðinn er. sem þinglýst hefur verið hjá emb- ættunum. „Sýslumannsembættin hafa ekki það hlutverk að fara yfir allt það sem fram kemur í þeim samningum sem þinglýst er hjá þeim. Vissulega fara emb- ættin yfir ákveðin formskilyrði sem ýmsir samningar þurfa að uppfylla til að geta talist full- gildir. Hins vegar eiga embættin ekki að réttarprófa allt það sem lagt er fram hjá þeim til þinglýs- ingar, það er einfaldlega ekki þeirra hlutverk. Samningsaðilar bera ábyrgð á efni þeirra samn- inga sem þeir gera,“ segir Anna Birna. Hún bendir á að ef ágreiningur komi upp um eignarrétt að veiði- réttindum í tengslum við samn- ingsákvæði sem dæmd hafa verið ólögmæt hafi þeir sem um réttinn deila þann kost að kalla eftir úr- skurði dómstóla, það sé ýtrasta úrræðið sem mögulegt sé að grípa til. Sé sú leið farin þurfi ekki að koma til sérstakra breyt- inga á áður þinglýstum skjölum. Verði dómur Héraðsdóms Suður- lands, þar sem Lambhagabúinu ehf. var dæmdur veiðiréttur í Eystri-Rangá, staðfestur í Hæsta- rétti mun Sýslumaðurinn á Suð- urlandi ekki hafa frumkvæði að því að breytingar verði gerðar á kaupsamningi þar sem viðkom- andi veiðiréttindi voru framseld í hendur annarra landeigenda en Lambhagabúsins. Samningurinn var upphaflega gerður árið 1928. Anna Birna Þráinsdóttir, sýslu- maður á Suðurlandi, segir það ekki hlutverk sýslumanna að afmá úr samningum ákvæði sem dómstólar dæma ólögmæt, jafnvel þótt þau sé að finna í samningum Breyta ekki þinglýstum samningum  Sýslumenn munu ekki hafa frum- kvæði að því að afmá ólögmæt ákvæði Morgunblaðið/Einar Falur Veiðiréttindi Sýslumenn réttarprófa ekki samninga fyrir þinglýsingu. ● Ákvörðun bandaríska seðlabankans í fyrradag um að halda vaxtastigi óbreyttu hafði áhrif á hlutabréfamark- aði í gær þegar verð á hlutabréfum í Evrópu lækkaði, á meðan verð hluta- bréfa á nýmörkuðum fór upp á við. Menn vörpuðu öndinni léttar á nýmörk- uðum vegna minni hættu á að fjár- festar myndu draga sig út úr þeim mörkuðum til að sækja hærri ávöxtun í Bandaríkjunum. Vaxtaákvörðun í Banda- ríkjunum hefur áhrif ● Eigendur eignarhaldsfélagsins Haga- mels, þeir Árni Hauksson, Hallbjörn Karlsson og Sigurbjörn Þorkelsson, hafa skipt upp 5,37% hlut sínum í VÍS. Þeir hafa flutt hlutinn í tvö aðskilin fé- lög, Vogabakka ehf., sem er í eigu þeirra Árna og Hallbjörns, og Fossa ehf., sem er í eigu Sigurbjörns, sam- kvæmt flöggun til Kauphallar. Hagamel- ur var, fram að uppskiptunum, fimmti stærsti hluthafi VÍS á eftir Lífeyrissjóði verslunarmanna, Stefni, Gildi og LSR. Eigendur Hagamels skipta hlut sínum í VÍS                                     !  !! "! "#! !$ %"  % ## &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 "" # !"  ""# "!# !"# %"  $%! #!# "$ $$ ! $! ""$ "! ! %"  $" #!$ # ! ● Velta í virðis- aukaskattsskyldri starfsemi í maí og júní síðstliðnum var 683 milljarðar króna sem er 11% aukning miðað við sama tímabil í fyrra, samkvæmt mælingum Hag- stofunnar. Á síð- ustu tólf mánuðum er aukningin 9% samanborið við tólf mánuði þar áður. Mikil veltuaukning er í framleiðslu annarri en fiskvinnslu, byggingarstarfsemi og rekstri gisti- og veitingastaða. Aukning í virðisauka- skattsskyldri veltu Veltuaukning í rekstri gististaða. STUTTAR FRÉTTIR ... Guðrún Þorleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.