Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 ÚTSÖLULOK! ENN MEIRI AFSLÁTTUR! ALLTAÐ 50% AFSLÁTTUR SÍÐASTI SÉNS! HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · REYKJAVÍK · SÍMI 5 200 200 VERSLAÐU Á WWW.GÁP.IS A Ólíkindatólið knattspyrnumað- urinn Zlatan Ibrahimovic er engum líkur. Vinsældir hans í Svíþjóð eru með eindæmum mikl- ar og þá sér- staklega í heimabæ hans Malmö. Hefur hann nú gefið það út að hann hafi leigt aðaltorgið í borginni svo allir geti séð goðið þegar hann snýr aftur í heimabæ sinn með liði sínu PSG þegar liðin mætast í meistara- deildinni í Svíþjóð. Zlatan Ibrahimovic, eða Zlatan eins og hann er oftast kallaður, ólst upp í Malmö við bág kjör en hann lék 40 leiki með knatt- spyrnuliði borgarinnar áður en hann fór til Ajax í Hollandi. Til- kynnti hann einnig að þeir sem mættu til að horfa á leikinn á risa- skjá mættu eiga von á fleiri óvæntum uppákomum. Tíminn verður þó að leiða í ljós hvað hann á við með orðum sínum. Íslenski landsliðsmaðurinn Kári Árnason leikur með Malmö. SVÍÞJÓÐ Zlatan leigir aðal- torgið í Malmö Mohamed Ahm- ed, 14 ára strák- ur sem var hand- tekinn eftir að hafa komið með klukku í Mac- Arthur- framhaldsskól- ann í Texas vegna gruns um að hann væri með sprengju, mun ekki snúa í skólann að nýju. Ahmed hefur fengið mikinn stuðning á samfélagsmiðlum eftir atvikið og hafa menn á borð við Mark Zuckenberger, stofnanda Facebook, og Barack Obama Bandaríkjaforseta opinberlega tjáð sig um málið og lýst stuðningi við Ahmed. Hefur hann m.a. fengið boð frá Obama um að heimsækja Hvíta húsið. BANDARÍKIN Klukkustrákurinn fer í nýjan skóla Rannsókn og leit að bresku stúlk- unni Madeleine McCann, sem var á fjórða aldursári þegar hún hvarf sporlaust á sumarleyfisstað í portú- galska bænum Praia Da Luz árið 2007, hefur kostað breska ríkið um 16 milljónir dollara eða sem nemur rúmum 2,3 milljörðum íslenskra króna. Þrátt fyrir það er leitinni ekki lokið og hefur innanríkisráðu- neyti Bretlands eyrnamerkt sem nemur rúmum 363 milljónum króna í leitina á næsta ári. Madeleine McCann var tæplega fjögurra ára gömul þegar hún hvarf, hinn 3. maí árið 2007, og væri því orðin 12 ára í dag. Á síðasta ári gróf breska lög- reglan upp ruslahaug nærri þeim stað sem Madeleine hvarf en fann engar vísbendingar sem hjálpað gætu við rannsókn málsins. For- eldrar Madeleine, Kate og Gerry McCann, hafa staðið fyrir herferð um fund hennar og standa fast á því að hún sé enn á lífi. vidar@mbl.is AFP Enn leitað Madeleine McCann var á fjórða aldursári þegar hún hvarf. Breska ríkið veitir fé í leit að Madeleine McCann Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Yfirvöld í Króatíu hafa lokað sjö af átta vegum yfir landamæri landsins að Serbíu í viðleitni sinni til þess að hafa yfirsýn yfir þann fjölda flótta- manna sem fer um landið á leið sinni norðar í Evrópu. Er það breyting frá því á þriðjudag þeg- ar yfirvöld sögðu að fólki væri frjálst að fara um landamærin. Í gær höfðu um 14 þúsund flóttamenn farið um landamærin. Zoran Milanovic, forsætisráðherra Króatíu, ítrekaði við fjölmiðla í gær að landið gæti ekki verið endastöð flóttamanna. Sagði hann að þeir sem hygðust gera það yrðu fluttir til Serbíu að landamærum Ungverjalands, en þar- lend stjórnvöld hafa gripið til þess umdeilda úr- ræðis að girða landið af. Forsætisráðherrann sagði að ráðamenn í Zag- reb myndu nú grípa til „ráðagerðar B“ og að ferl- ið við skráningu flóttafólksins yrði sveigjanlegra. Þá gagnrýndi hann ráðaleysi Evrópusambands- ins. „Þetta vandamál er afleiðing getuleysis Evr- ópu til að leysa það sem hefði átt að vera búið að leysa fyrir löngu, á landamærum Tyrklands og Grikklands,“ sagði hann. Slóvenar hyggjast vernda landamærin Fleiri ríki eru í viðbragðsstöðu. Þannig hafa lögregla og her í Tékklandi tekið þátt í æfingum við landamærin til að undirbúa það ef stór hópur flóttamanna kæmi að landamærunum. Hluti flóttamannanna var þegar kominn inn í Slóveníu í gær í gegnum Króatíu. Ólíkt því sem er víða annars staðar í álfunni var þar hvergi hermenn eða lögreglu að sjá þegar flóttamenn fóru yfir landamærin. Vilja vernda landamæri Evrópu Það gæti þó breyst. Miro Cerar, forsætisráð- herra landsins, sagði í tvíti á fimmtudag að það væri andstætt alþjóðalögum að hleypa ólöglegum innflytjendum um landamærin. Landið myndi gera allt sem það gæti til að vernda ytri landa- mæri Evrópu. Það sem af er ári hafa 473 þúsund flóttamenn komið inn í suðurhluta Evrópu. Þar af eru rúm- lega 180 þúsund Sýrlendingar. Króatar gagnrýna ráða- leysi Evrópusambandsins  Um 14 þúsund flóttamenn fóru um landamærin til Króatíu á einum degi AFP Spenna Þúsundir flóttamanna eru nú komnar til Króatíu. Zoran Milanovic, forsætisráðherra landsins, segir að flóttamenn geti ekki dvalið í landinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.