Morgunblaðið - 19.09.2015, Síða 31
við kaffiborð hlaðið kræsingum, í
herberginu inn af eldhúsinu, það-
an sem við áttum svo góðar minn-
ingar. Þetta var notaleg stund,
enda eins og áður gott að koma í
Svaðastaði.
Megi guð blessa Önnu Höllu og
launa henni einstaka ljúfmennsku
og þolinmæði.
Gunnhildur Björnsdóttir.
Nú kveð ég allt, sem kærast er
við klökkvan strengjaslátt
í hinsta sinn þú mætir mér
sem morgun lífs míns átt.
Þú undurfagra sæla sveit
með sólskin frið og ró
þar vængi fékk mín vonin heit
sú von er lifði og dó.
Og hugur minn leitar til þín
húmkvöldið svart
er haustsins varð að lúta skapadóm.
að vetrinum liðnum kemur vorkvöldið
bjart
og vaxa lætur önnur fegri blóm.
Svo undurlítið lauf og ber
að lífga jarðarskaut
því kveð ég allt sem kærast er
og hverf af þinni braut.
(Guðrún Gísladóttir)
Elskuleg föðursystir okkar hef-
ur kvatt okkur, það eru þáttaskil
hjá okkur, allt okkar föðurfólk er
nú horfið á braut. Anna Halla
kenndi okkur og öllum samferða-
mönnum mikið á sinni erfiðu lífs-
leið, en hún var engu að síður mik-
ill húmoristi, hafði gaman af lífinu
og kunni að njóta. Hún var fædd
hinn 13. apríl og ef hún var spurð
um fæðingardag svaraði hún ætíð
„ég er fædd 13. apríl eins og Geir-
mundur og Rúni Júl.“ en báðir
þessir tónlistarmenn voru í miklu
uppáhaldi. Hún kunni að njóta
augnabliksins og ævinlega kvaddi
hún okkur með þeim orðum, þeg-
ar við höfðum eytt með henni
stund: „Það er góður dagur í dag.“
Við kveðjum frænku okkar með
söknuði og biðjum Guð að blessa
hana. Að lokum viljum við færa
starfsfólkinu á sambýlinu við
Fellstún þakkir fyrir öll árin með
Önnu Höllu, það er ómetanlegt
hversu vel að öllu var staðið og
henni sýnd mikil elska og um-
hyggja.
Ásta, Ásmundur og Friðrik.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Kær vinkona mín, hún Anna
Halla Friðriksdóttir, fína frúin í
Fellstúninu eins og hún sagði
stundum, er farin í sumarlandið til
endurfunda við foreldra sína og
bræður sem hún saknaði svo mik-
ið.
Blendnar tilfinningar fljúga um
hugann, sorg og söknuður að
kveðja kæra vinkonu, gleði yfir að
þrautum sem elli kerling færði þér
er lokið og þakklæti fyrir að fá að
kynnast þér og njóta vinskapar
við þig.
Hún nafna mín var svo hæfi-
leikarík, enda haft svo góðan
kennara sem Ásta móðir hennar
var, hún kenndi henni að prjóna,
hekla og sauma sem hún gerði
meðan heilsan leyfði. Anna Halla
var líka listamaður, hún gerði
margar klippimyndir og hún
teiknaði myndir á blöð og efni sem
urðu t.d. að flottum púðum, hún
var líka leikari og hermdi eftir
gömlu körlunum í Blönduhlíðinni
þegar vel stóð á og stundum var
tekin grettukeppni fyrir framan
spegilinn. Anna Halla var full af
fróðleik, hún kunni svo marga
texta, hver söng og eftir hvern
lagið var, hún mundi marga af-
mælisdaga, og hver veit ekki að
hún, Rúnar Júl. og Geirmundur
eiga sama afmælisdag!
Kynni okkar nöfnu minnar,
eins og hún kallaði mig svo oft,
hófust er ég fór að vinna á heimili
hennar árið 2004 og er ég svo
þakklát fyrir það, því kynni mín af
henni hafa gefið mér svo mikið og
gert mig að betri manni. Texta-
brot úr lagi Rúnars Júl. „Það þarf
fólk eins og þig fyrir fólk eins og
mig“ passa svo vel við hana. Það
voru forréttindi að mæta í vinnu
og fá móttökurnar hennar: Hvern-
ig hefur þú það, gaman að sjá þig
og ég hef saknað þín svo mikið.
Minningar um hið daglega líf í
Fellstúninu, um allar ferðirnar í
sumarbústaði og kaffihúsaferðir
sem voru í uppáhaldi hjá henni,
Spánarferðina og öll hin ferðalög-
in er gott að hugsa um núna.
Kæra vinkona, góða ferð í sum-
arlandið og takk fyrir allar stund-
ir.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Önnu Höllu er sárt saknað af
öllum er hana þekktu. Ég votta
Hjalta, fjölskyldu hennar og heim-
ilisfólkinu í Fellstúni 19 innilega
samúð.
Blessuð sé minning hennar. Þín
vinkona og nafna,
Halla G. Þorsteinsdóttir.
aftur núna síðustu ár, algjörlega
ómetanlegt að geta skroppið í kaffi
og spjall og við gerðum mikið af
því sl. sumar. Samband okkar var
einstakt, eins og systrasamband í
sinni bestu mynd.
Þú varst svo stolt af börnunum
þínum en María Hödd fæddist
þegar þú varst aðeins 15 ára og ég
14 og þegar ég kom á fæðingar-
deildina að fá að skoða hana man
ég hvað mér fannst við rosalega
fullorðnar, Kormákur Atli fæddist
svo 13 árum síðar og veittist mér
sá heiður að vera viðstödd fæð-
inguna. „Ormabobbarnir“ þínir
tveir, eins og þú kallaðir þá, Hjör-
leifur og Oliver, gullmolarnir þínir,
sem þú gast knúsað endalaust og
þeim þótti alltaf svo gott að koma í
ömmufaðm. Þeirra missir er mik-
ill.
Þú varst alltaf svo góð við mín
börn og sagðir oft að þú elskaðir
þau eins og þau væru þín eigin,
enda fengu þau alltaf knús í hvert
skipi sem þið hittust.
Það var svo gott að koma til þín,
heimilislegt og hlýlegt, fjölskyldu-
myndir á veggjum og í hillum og
þú áttir mikið af fallegum hlutum,
margt af því hafðir þú keypt í út-
löndum því þú hafðir ferðast víða,
aldrei komumst við þó saman til
útlanda en við gerum það bara síð-
ar, þá verður stuð.
Vini áttir þú um allt, laðaðir að
þér fólk enda með eindæmum
hress og skemmtileg og hrókur
alls fagnaðar hvar sem þú komst
en líðanin var ekki alltaf alveg eins
og þú lést uppi, áttir auðvelt að
setja upp grímuna. Árin hafa verið
upp og niður hjá þér, þú varst
ósátt að geta ekki unnið, enda
vinnuþjarkur mikill. Það var hægt
að tala við þig um allt, þú dæmdir
aldrei neinn og komst til dyranna
eins þú varst klædd í orðsins
fyllstu.
Þú varst ófeimin að tala um
veikindi þín og það er fyrir mann-
eskjur eins og þig sem ræða hlut-
ina opinskátt að hægt verður að
eyða fordómum um geðsjúkdóma.
Þegar raunir þjaka mig
þróttur andans dvínar
þegar ég á aðeins þig
einn með sorgir mínar.
Gef mér kærleik, gef mér trú,
gef mér skilning hér og nú.
Ljúfi drottinn lýstu mér,
svo lífsins veg ég finni
láttu ætíð ljós frá þér
ljóma í sálu minni.
(Gísli á Uppsölum.)
Elsku Kormákur, María, Rún-
ar, Hjörleifur Máni, Jón Oliver,
Gunna, Jón og systkinin öll og fjöl-
skyldur, Guð gefi ykkur styrk á
þessum erfiðu tímum.
Hvíl í friði, elsku engillinn minn.
Takk fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig, ég elska þig. Þín
Iða Brá.
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
✝ Guðrún Árna-dóttir fæddist í
Arnarnesi, Keldu-
hverfi, 24. júlí 1922.
Hún lést 27. ágúst
2015.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Árni Jó-
hannsson, f. 3.8.
1893, d. 28.4. 1979,
og Þórey Jónsdótt-
ir, f. 8.5. 1897, d.
8.9. 1974. Guðrún
bjó í Kelduhverfi til 1927 en
flutti þá með foreldrum sínum í
Þórunnarsel. Árið 1928 flytja
þau svo í Meiðavelli í Keldu-
hverfi þar sem Guðrún bjó svo
alla sína ævi.
Guðrún gekk í gagnfræða-
skóla Akureyrar 1939-1942 og
útskrifaðist með
gagnfræðapróf
þaðan 1942. Guð-
rún tók við búi for-
eldra sinna sem
bóndi árið 1939.
Árið 1944 giftist
hún Óskari Ingv-
arssyni, f. 5.2. 1918,
d. 5.8. 1992. Þau
eignuðust saman
soninn Árna Ósk-
arsson, f. 16.5.
1946, d. 2.6. 2009. Árið 2013
fluttist hún á hjúkrunardeild
Heilbrigðisstofnunar Þing-
eyinga á Húsavík og dvaldi þar
síðustu ár sín.
Jarðarförin fer fram frá
Garðskirkju í Kelduhverfi í dag,
19. september 2015, kl. 14.
Það er komið haust og við
systurnar nýbúnar að vera fyrir
norðan í heimsókn hjá frænku
okkar Guðrúnu frá Meiðavöllum.
Við sáum að frá síðustu heimsókn
í vor þá hafði henni hrakað þó
nokkuð, samt sat hún í stólnum
sínum á sjúkrahúsinu á Húsavík
og ræddi við okkur um daginn og
veginn. Þegar við kvöddum hana
þá var hún ekki viss um að hún
sæti á sama stað þegar við kæm-
um næst í heimsókn. Hún var bú-
in að ná háum aldri, varð 93 ára
nú í sumar. Skjótt skipast veður í
lofti og innan þriggja vikna var
hún dáin og við getum ekki leng-
ur komið norður í heimsókn,
spurt og fengið svör frá gömlum
tíma. Hugurinn hjá frænku var
ávallt skýr og frá mörgu að segja,
mörgu sem við höfðum kannski
aldrei heyrt minnst á.
Fyrstu minningar okkar úr
barnæsku tengdust oft á tíðum
Meiðavöllum í Kelduhverfi. Á
þessum árum var ekkert vatn að
fá í landi Meiðavalla, tvisvar til
þrisvar í viku þurfti því Guðrún
að koma með hest og kerru og
staðnæmdist við bæjarlækinn
hjá okkur í Ásbyrgi. Á kerrunni
voru tvær vatnstunnur stórar og
miklar og jós hún þær fullar af
vatni, batt hestinn við staur og
kom inn í kaffi, kannski ekki í
hvert sinn, en í sama hornið sett-
ist hún, í sætið hennar ömmu
Sigurveigar og spjallaði við
heimilisfólkið.
Svo líða árin, við systur að
tölta yfir í Meiðavelli. Göngur og
réttir, gangnamenn komnir í hús,
tertur á borðum og búið að skúra
allan bæinn út úr dyrum. Þetta
fannst okkur skemmtilegt. Alltaf
talað við okkur sem við værum
fullorðnar. Gosdrykkir á borðum,
gott ef það var ekki Vallas í
flösku. Síðar þegar við erum
komnar á unglingsár er Farmal-
linn kominn í Ásbyrgi. Þá keyrð-
um við traktorinn í staðinn fyrir
að ganga þennan spöl. Þetta var
drossían okkar, enginn bíll á
heimilinu og litlar kröfur gerðar.
Tíminn líður og við systur er-
um farnar suður, við eignumst
maka og börn og alltaf var komið
í Meiðavelli, já í hverri ferð með
allan hópinn. Gestrisni fylgdi
alltaf heimilinu, Þórey móðir
Guðrúnar var mjög gestrisin og
svo tók dóttirin við og Óskar
hennar maður. Þessar minningar
ásamt svo mörgum öðrum eru
geymdar í okkar banka.
Lífið var þó ekki alltaf dans á
rósum hjá frænku, fullorðin
glímdi hún við slit í mjöðmum og
varð að styðjast við göngugrind í
mörg ár. Einkasoninn Árna
missti hún fyrir nokkrum árum
og var þá orðin ein eftir á búinu.
Guðrún átti góða að sem sinntu
henni afbragðs vel. Viljum við
sérstaklega nefna Ágústu
Ágústsdóttur, sem reyndist vin-
ur í raun, og Ingólf Herbertsson
og hans fjölskyldu en Ingólfur
var viðloðandi Meiðavelli frá því
að hann var ungur drengur. Þeim
og öðrum aðstandendum vottum
við innilega samúð.
Hulda og Kristín
Erlingsdætur.
Guðrún Árnadóttir
Harpa Heimisdóttir
Útfararstjóri
Hrafnhildur Scheving
Útfararþjónusta
Kirkjulundur 19 210 Garðabær
sími 842 0204 www.harpautfor.is
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
MEÐ VIRÐINGU
OG KÆRLEIK Í 66 ÁR
Útfarar- og lögfræðiþjónusta
www.útför.is
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
MARÍA SIGURÐARDÓTTIR,
áður til heimilis að
Hlíðarvegi 50, Njarðvík,
verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju
þriðjudaginn 22. september kl. 13.
.
Haukur Gígja,
Jón Rósmann Ólafsson, Magnea María Ívarsdóttir,
Bjarney Ásgeirsdóttir, Friðjón Axfjörð,
Helga Hauksdóttir, Skúli Magnússon,
Hulda Hauksdóttir,
Hildur Hauksdóttir, Einar Jón Pálsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
ÞÓRELFUR JÓNSDÓTTIR
leikskólakennari,
lést miðvikudaginn 16. september á
hjúkrunardeild Hrafnistu í Hafnarfirði.
Útför hennar fer fram frá
Hafnarfjarðarkirkju 25. september kl. 11.
.
Reynir Jóhannsson, Lára Björk Magnúsdóttir,
Bragi Jóhannsson, Árný S. Steindórsdóttir,
Brynjar Jóhannsson,
Hjörtur Jóhannsson, Ragnhildur Gunnarsdóttir
og barnabörn.
✝
Látin eru í Bandaríkjunum hjónin
GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR PACIOREK
og
JOSEPH MIKAEL PACIOREK.
Guðrún fæddist 15. janúar 1919 í Björnskoti undir Eyjafjöllum
en hafði búið í Bandaríkjunum í 70 ár þegar hún lést 4. júlí
2014. Joseph fæddist í Bandaríkjunum 29. september árið
1918 og dó 24. apríl 2015.
Blessuð sé minning þeirra hjóna.
Fjölskylda mín vottar börnum þeirra, ættingjum og vinum
samúð.
Fjóla Pálsdóttir og synir.
Elskuleg frænka okkar,
ÞÓRA ARADÓTTIR SICKELS,
andaðist þriðjudaginn 1. september á
heimili sínu í New Jersey í Bandaríkjunum.
Útförin hefur þegar farið fram.
Minningarathöfn verður í Fossvogskapellu
fimmtudaginn 24. september kl. 15.
.
Systkinabörnin.
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
BIRGIR EYDAL
prentari,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð
14. september 2015.
Útförin fer fram frá Fossvogskapellu
fimmtudaginn 24. september kl. 13.
.
Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsam-
lega beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og
viðeigandi liður, „Senda inn
minningargrein,“ valinn úr felli-
glugganum. Einnig er hægt að
slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar