Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 34

Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 34
34 MINNINGAR Afmæli MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 Einn af athyglis- verðum samferða- mönnum okkar, Sigurður K. Árna- son, er 90 ára á morgun. Í tilefni þess heldur hann málverkasýningu í safnaðarheimili Sel- tjarnarneskirkju. Sigurður á óvenju fjölþættan lífsferil. Hér er maður sem unnið hefur erfiðis- vinnu mestallt sitt líf. Mér segja þeir sem þekkingu hafa á myndlist að lengra verði ekki náð sem áhugamaður. Margar myndlistarsýningar hefur hann haldið, ég nefni Kjarvalsstaði og sýningar er- lendis, stundum seldust allar myndirnar. Á sýningunni er að- eins örlítið brot af list Sigurð- ar. Sigurður hefur verið bygg- ingarmeistari, kirkjusmiður, náttúruskoðandi, jarðfræðing- ur, stjörnuskoðunarmaður, ljós- myndari og kvikmyndatöku- maður. Hann hefur unnið að eflingu Náttúrufræðasafns Sel- tjarnarness, einn af stofnend- um stjörnuskoðunarfélagsins, gaf félaginu stjörnukíkinn á Valhúsaskóla, ljósmyndaði og kvikmyndaði Vestmannaeyja- gosið og Heklugos. Hann er snarpur skákmaður, var keppnismaður í badminton og meistari í skylmingum. Þeg- ar ég kom út úr tjaldinu á morgnana í ferðum okkar um hálendið var Sigurður ævinlega búinn að mála mynd. Mér fannst ég hafa verið blindur þeg- ar listamaðurinn lýsti fyrir mér landslaginu; línur berglaganna, blik sólar á flötum hlíðanna, tilfinn- ingin, skynjunin, upplifun lista- mannsins á augna- blikinu. Sumar myndir hans lýsa slíkri upplifun, mér er sagt að þær sé ekki unnt að mála aftur þótt frummyndin væri fyrirmynd. Þetta minnir á tilraunir manna til að endurmála Mónu Lísu, þeir ná ekki brosinu. Sáttur getur hann litið yfir liðin ár. Mér koma í hug orð Þorsteins Erlingssonar: „Þú reyndir hvert hugur og harðfylgi ná þó hendurnar tvískiptar vinni. Að brjóta með annarri braut sinni þrá en berjast við lífið með hinni.“ Sigurður hefur verið lífs- kúnstner. Gæfumaður í lífi sínu hefur hann verið, hans ágæta eiginkona, Vilborg Vigfúsdóttir, hefur verið stoð hans og stytta og þau hjónin eru ákaflega samhent. Myndlistin hefur ver- ið hans ellilyf og lífseleksír. Innilegar hamingjuóskir færi ég þessum vini mínum og fjöl- skyldu hans í dag. Ánægjulegt hefur verið að fá tækifæri til að ganga með honum dálítinn spöl af leiðinni. Guðm. G. Þórarinsson. Sigurður K. Árnason ✝ Sigríður Sig-urbjörg Þor- steinsdóttir fædd- ist 24. janúar 1923. Hún lést á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Brákarhlíð í Borgarnesi 8. september 2015. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Einarsson, f. 1892, frá Skáney í Reykholts- dal, d. 1984, og Jónína Agata Árnadóttir, f. 1891, frá Flóða- tanga í Stafholtstungum, d. 1934. Sigríður var næstelst systk- ina sinna sem öll eru nú látin. Þau hétu Gísli, f. 1918, og bjó hann í Keflavík, Árni, f. 1927, en hann bjó í Fljótstungu, Jón, f. 1929, sem bjó í Giljahlíð, og an eiga þau Kristjönu Salnýju, f. 2013, og Helga Fannberg, f. 2015. b) Sigurbjörg Ösp Rún- arsdóttir Berg, f. 1996, búsett í Svíþjóð, barn hennar er Freyja Ahsoka Robinsdóttir, f. 2013. 3) Jóhannes Berg, f. 5. nóvember 1964, eiginkona hans er Sólveig Jónasdóttir, f. 21. mars 1962, og eru þau búsett í Mosfellsbæ. Sigríður eða Sigga eins og hún var oft kölluð fæddist í Kletti í Reykholtsdal og ólst þar upp fyrstu árin og síðan í Hægindi í Reykholtsdal. Eftir lát móður sinnar fluttist hún ásamt systkinum sínum og föð- ur fyrst að Beigalda í Borg- arhreppi og seinna að Fróð- húsum í sömu sveit. Síðar fluttust þau að Sigmund- arstöðum í Hálsasveit og svo að Giljahlíð í Flókadal árið 1947. Ung að aldri, eftir dag móður sinnar, tók Sigga við húsmóð- urhlutverkinu á heimilinu ásamt uppeldi yngri systkina sinna, sem hún meðal annars kenndi að lesa. Hún var við nám í Húsmæðraskólanum á Blönduósi 1945-1946. Árið 1957 giftust Sigríður og Meinhard og hófu búskap í Giljahlíð þar sem þau bjuggu í tvö ár en fluttust þá til Færeyja í eitt ár og bjuggu þar lengst af í Havna- dali í nágrenni Þórshafnar. Frá Færeyjum lá leiðin svo aftur í Borgarfjörðinn þar sem Sigga gerðist bústýra hjá Jóni bróður sínum og fluttist þá aftur að Giljahlíð í Flókadal ásamt fjöl- skyldu sinni. Árið 1996 fluttu þau hjónin svo í Borgarnes. Sigga vann mikið að félags- störfum í sinni sveit og héraði, bæði í Kvenfélagi Reykdæla og nefndarstörf fyrir hreppinn og síðan fyrir eldri borgara á seinni árum eftir að í Borg- arnes var komið. Á efri árum undi Sigga sér mikið við prjónaskap og lestur ljóða og góðra bóka. Var hún um margt fjölfróð, ljóðelsk og vel hagmælt. Síðustu þrjú árin dvaldi Sigga á hjúkrunar- og dval- arheimilinu Brákarhlíð. Útför Sigríðar fer fram frá Reykholtskirkju í dag, 19. sept- ember 2015, kl. 14 Dýrunn, f. 1931, en hún bjó í Keflavík. Eftirlifandi eig- inmaður Sigríðar er Jens Meinhard Berg, f. 1. október 1925, frá Funningsbotni á Austurey í Fær- eyjum. Móðir hans var Marin Kristi- anna Berg, f. Gaard 1898, d. 1986. Faðir hans var Johannis Berg, f. 1899, d. 1990. Börn Sig- ríðar og Meinhards eru: 1) Þor- steinn Jens Berg, f. 16. febrúar 1960, d. 15. mars 1963. 2) Jón- ína Kristín Berg, f. 3. sept- ember 1962, búsett í Borg- arnesi, börn hennar eru: a) Jón Bjarnason, f. 1982, eiginkona hans er Pálína Fanney Guð- mundsdóttir, f. 1986, og eru þau búsett í Neskaupstað. Sam- Í dag er hún Sigríður tengdamóðir mín lögð til hinn- ar hinstu hvílu. Fáar mann- eskjur hef ég fyrirhitt glað- lyndari enda var yndislegt að vera í návist hennar, alltaf brosandi. Ég sakna þess að hafa ekki kynnst henni fyrr á lífsleiðinni. Í lognmollu líðandi stundar ég leyfi nú huganum frí, og hann mætti fara til fundar við fallega gullroðið ský. Um ljósvegu hugurinn líður, svo léttfær, en hikandi þó. Því hvað er sem bakvið bíður hinn blátæra himinsjó. Og aðrar sálir þar sveima í sömu erindagjörð, að leita og láta sig dreyma um lífið á himni og jörð. Úr skýjahæðum ég horf́ á heiminn og margt ég sé, en skyggn er ég ekki ennþá á allífsins gátur og vé. Mér finnst það fljótunninn gróði að finna mér gullbryddað ský, og vinna úr þess seiðmynda sjóði, ég seint yrði leið á því. Nú hendi ég draumanna hjúpi, og hopið þið, sýnir, á dyr. Svo langt niðrí dags-anna djúpi ég dotta og þegi sem fyr. (Sigríður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir) Sólveig Jónasdóttir. Líða hvítu skýin skjótt með skærum hlátri undurhljótt sofðu í rjóðri rótt, í roðanum um helga nótt. Hlátur þinn líður ljúfur tær í ljósi töfra fjær og nær. Svífur í blíðum blæ í blessun Guðs svo mild og skær. Nú er hún Sigríður vinkona mín dáin í hárri elli. Gott er að eiga góða vini. Góður vinur er gulli betri. Gott er að eiga vini í vanda. Glaður hlátur hennar minnti á fallegan fuglasöng og börn hennar hafa erft þessa töfra. Í fjölda ára af og til var ég oft að taka upp sögur mínar á kassettur í vélarvana bíl úti á klöppinni og horfði ég þar á himneskt útsýnið frá Kjart- ansgötunni. Á eftir fékk ég indælar veit- ingar, spjall og hlátur í blóma- ilmi. Sigríði var margt til lista lagt. Ef kona nokkur fyrir löngu hefði ekki latt hana hefði hún gefið út margar fal- legar ljóðabækur. Í síma las ég fyrir hana ljóð mín sem ég orti hvern morgun um langa hríð og gat ég þá hlustað á undrahlátur hennar og var þá deginum borgið. Eftir að Sigríður veiktist talaði ég oft við Meinhard, mann hennar; töluðum við um veðrið og ýmsa atburði er gerst höfðu í lífi þeirra og sögur frá Færeyjum. Allt þetta er mér ómetan- legt og símtöl okkar Mein- hards fara enn fram. Nýlega ræddum við hvern- ig hlutirnir gerast smátt og smátt eitt korn í einu og benti hann mér á að auðvitað er það eitt „gullkorn“ í einu. Ég bið góðan Guð að blessa Sigríði, mann hennar og börn. Ketill Larsen. Sigríður Sigurbjörg Þorsteinsdóttir ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 Innilegar þakkir fyrir einstakan kærleikshug og samúð vegna andláts og útfarar okkar ástkæra ÞORGRÍMS EINARSSONAR, Togga. . Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir, Kolfinna Líf Pálsdóttir, Breki Þór Þorgrímsson, Viljar Máni Þorgrímsson, Einar Þorgrímsson, Bryndís Eysteinsdóttir, Einar Þorgrímsson, Sigurlína Sveinsdóttir, Eysteinn Ó. Einarsson, Kristrún Úlfarsdóttir, Vífill Valdimarsson. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og kærleika við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, PÁLS MAGNÚSSONAR vélfræðings. . Jóhanna Rögnvaldsdóttir, Magni Þór Pálsson, Elísabet Arna Helgadóttir, Ingvi Már Pálsson, Sigríður Kristín Birnudóttir, Tómas, Helga, Gauti og Gunnur Magnabörn. Emilía, Karítas og Lovísa Ingvadætur. Okkar ástkæri bróðir, mágur og frændi, KARL PÉTUR HAUKSSON, Kirkjusandi 1, lést laugardaginn 12. september á líknardeild LSP í Kópavogi. Við viljum þakka starfsfólki Heimahlynningar, Karitas og líknardeildar fyrir einstaka umönnun og elskulegheit. Útför hefur farið fram í kyrrþey. . Elísabet Hauksdóttir, Arnór Valgeirsson, Hera Sveinsdóttir, Birgir Vigfússon, Valur Arnórsson, Unnur Jónsdóttir, Arinbjörn Hauksson, Lára Sigríður Lýðsdóttir, Edda Þöll Hauksdóttir, Haraldur Þ. Sveinbjörnss., Viktoría Valsdóttir, Haukur Logi Arinbjarnarson. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vinsemd við andlát föður okkar, tengdaföður og afa, HÓLMS KR. DÝRFJÖRÐ frá Siglufirði. Starfsfólki dvalarheimilisins Grundar viljum við færa sérstakar þakkir fyrir þá umhyggju og vinsemd sem hann naut síðustu æviárin. . Birna Dýrfjörð, Anna Dýrfjörð, Skúli Sigurðsson, Erla Dýrfjörð, Guðmunda Dýrfjörð, Birgir Vilhelmsson, Kristján Dýrfjörð, Ragnheiður Sigurðardóttir, Finnur Jóhannsson, Sigmundur Dýrfjörð, Berglind Guðbrandsdóttir og afabörn. Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, VALS WAAGE, Lindarseli 5. Guð blessi ykkur öll. . Helena Ásdís Brynjólfsdóttir og aðstandendur. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, fósturföður, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS JAKOBSSONAR sjómanns, Snægili 6, Akureyri, sem lést 2. september á lyfjadeild Sjúkrahússins á Akureyri. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Sérstakar þakkir fær starfsfólk lyfjadeildarinnar fyrir góða umönnun. . Sigurveig Tryggvadóttir, Emil Rafn Jónsson, Jakob Jónsson, Eva Vestmann, Rúnar Óli Aðalsteinsson, Þóra Lilja Reynisdóttir, afa- og langafabörn. Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.