Morgunblaðið - 19.09.2015, Síða 42

Morgunblaðið - 19.09.2015, Síða 42
42 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 Jenný Þorsteinsdóttir verður 24 ára í dag en hún ætlar að haldaupp á daginn með stæl. „Ég verð í fríi frá vinnunni og ætla aðbyrja daginn á að fara í árbít. Svo mun kærastinn minn, Jóhann Skúli, elda eitthvað gott fyrir mig og bjóða vinum heim í gott partí. Það stefnir í góðan dag,“ segir Jenný en Jóhann hefur haldið því leyndu hvað hann ætlar að elda. „Hann er búinn að ákveða hvað verð- ur á boðstólum en neitar að gefa það upp. Ég er spennt að sjá.“ Jenný segist vera mikið afmælisbarn og hreinlega elska að eiga af- mæli. „Einu sinni átti ég afmælisviku og er alltaf að bíða eftir því að fá þannig aftur. Þá kom pabbi heim með gjöf á hverjum degi í heila viku. Það var ekki slæmt.“ Jenný er að vinna á bílaleigunni Blue car rental sem er í Keflavík en hún býr í Reykjavík. Hún segir að sumarið hafi verið eftirminnilegt enda var mikið að gera og varð hún vör við aukinn ferðamanna- straum. „Ég er að vinna með svo fáránlega skemmtilegu fólki því bróðir minn á fyrirtækið og hinn bróðir minn er framkvæmdastjóri. Þetta er því fjölskyldufyrirtæki. Það gerir starfið svo skemmtilegt. Það var mikið að gera í sumar hjá okkur og er fyrirtækið að stækka við sig með því að opna gistiheimili.“ Eftir afmælismat Jóhanns og gleðina í kjölfarið býst Jenný fastlega við að fara niður í miðbæ Reykjavíkur að mála bæinn rauðan. Ljósmynd/Úr einkasafni Ung á uppleið Jóhann Skúli Björnsson og Jenný á góðri stundu. Bíður eftir annarri afmælisviku Jenný Þorsteinsdóttir er 24 ára í dag J ón fæddist á Akranesi 19.9. 1945 og ólst þar upp: „Ég hef hvergi átt heima nema á Skaganum og í Kaup- mannahöfn, hef tvisvar flutt til Kaupmannahafnar en þetta er nú í fyrsta sinn sem ég flyt til Reykjavíkur.“ Jón var í Barnaskóla Akraness og Gagnfræðaskóla Akraness, mennt- aði sig í íþróttaþjálfun á fjölda þjálf- aranámskeiða á vegum KSÍ og HSÍ og stundaði tækninám og nám í hí- býlafræði við Teknisk Selskabs Skole og Interieur Arki- tektskolen. „Ég fæddist nánast inn í íþrótta- hreyfinguna, æfði og keppti í knatt- spyrnu í yngri flokkum á Skaganum, æfði handbolta upp í meistaraflokk og stundaði nánast allar íþrótta- greinar sem í boði voru á Akranesi.“ Að loknu gagnfræðaprófi starfaði Jón hjá Pósti og síma við uppsetn- ingu á sjálfvirkum símstöðvum víðs vegar um landið á árunum 1962-66 og vann síðan við birgðabókhald og innkaup hjá Sementsverksmiðju rík- isins 1966-70. Jafnframt þjálfaði hann á sama tíma yngri flokka í knattspyrnu og yngri flokka í hand- bolta upp í meistaraflokk. Jón Rafns Runólfsson, fyrrv. umsjónarmaður Jónshúss – 70 ára Í kóngsins Kaupinhöfn Jón og Inga á kunnugum slóðum, skömmu fyrir heimförina, eftir 16 ára vist í Jónshúsi. Jón í Jónshúsi hættur Kveðjuhóf Jón, Inga og Karl Magnús Kristjánsson stjórnarform. Jónshúss. Erna Gísladóttir, eigandi Snyrtistof- unnar á Garðatorgi, er 50 ára í dag. Maki hennar er Rúnar Hreinsson, f. 6.9. 1965. Börn þeirra: Unnur Ósk og Hreinn. Tengdabörn Ólafur Fannar og Eydís Ýr. Foreldrar Ernu eru Sigrún M. Ragnarsdóttir og Gísli Árnason. Tíma- mótunum verður fagnað í kvöld með fjölskyldu og vinum. Árnað heilla 50 ára Reykjavík Guð- bjartur Jóhann Herj- ólfsson fæddist 4. september 2014. Hann vó 2.862 g og var 48 cm langur. For- eldrar hans eru Jó- hanna Margrét Ei- ríksdóttir og Herjólfur Guðbjarts- son. Nýir borgarar Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. www.gilbert.is KLASSÍSK ÍSLENSK ÚR LÍKA FYRIR DÖMURNAR

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.