Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 44
44 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Að læra er ekki að læra utan að,
heldur að taka þátt í lífinu. Láttu einföld
vandamál ekki verða að fjallháum hindrunum
heldur leystu þau bara með bros á vör.
20. apríl - 20. maí
Naut Þær hindranir sem hafa staðið í vegi
fyrir ferðaáætlunum þínum að undanförnu
eru loks úr vegi. Af þeim sökum ættir þú að
reyna að taka þátt í skapandi athæfi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Spurðu sjálfan þig af hverju þú
þarft alltaf að vera að afreka eitthvað. Svo er
bara að spila rétt úr og gera sitt besta. Not-
aðu nú tækifærið og talaðu hreint út um
hlutina.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Það er ýmislegt að gerast hjá þér
núna og þú átt fullt í fangi með að komast
yfir það allra nauðsynlegasta. Erfitt samtal
sem þú kvíðir mun reynast þér auðvelt.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Þú getur flogið án mótors – sem er
reyndar að svífa. Farðu yfir stöðu mála og
athugaðu hvað þú getur gert til þess að létta
á spennunni.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Það losnar mikil orka þegar þú losar
um dagskrána hjá þér. Ekki hafa áhyggjur af
því að vera ekki eins og hinir – í staðinn
skaltu nýta þína einstöku hæfileika.
23. sept. - 22. okt.
Vog Mundu að þú hefur sjálfur mikið um
það að segja hvernig mynd aðrir fá af þér.
Gættu þess að skuldbinda þig ekki á nokk-
urn hátt.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þú stendur á tímamótum og
þarft að gera upp hug þinn til nýrra verk-
efna. Vonir þínar aukast og þú bætir sjálfan
þig smám saman.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Gefðu gaum að orðum þínum,
því þau hafa mikla þýðingu og geta skorið úr
um það hvort þú nærð árangri eða ekki.
Markmiðin verða að vera raunhæf.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Sýndu samstarfsfólki þínu meiri
sanngirni og umburðarlyndi. Leggðu allt
kapp á að finna farsæla lausn og létta undir
með félaga þínum.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Draumar eru kraftmiklir en þeir
sem skilja ekki takmarkanir raunveruleikans
munu vinna tvöfalt verk. Einföld áætlun með
fáu fólki. Taktu þig á.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Það er farsælla að segja hug sinn en
byrgja allt inni. Fáðu góðan vin til að slást í
för með þér.
Síðasta gáta var sem endranæreftir Guðmund Arnfinnsson:
Prýða þykir prestinn sá.
Pils og bolur konum á.
Stertimenni hæfir hann.
Hafs á öldum bruna kann.
Helgi Seljan segist hafa verið
hikandi en gátuvísan hafi ekki vaf-
ist fyrir konu hans og dóttur:
Hollt er að fara í heilabað
þar hitt og annað leynist.
En gott er að eiga góða að
á gati ef ég reynist.
Í kjólgopa kátlegur prestur,
kjóllinn er frúnum albeztur.
Í kjólfötum karlar sig stæra
en kjóllinn mun öldurnar bæra.
Árni Blöndal svarar:
Prestar fengu kall og kjól.
Konur fóru í danskan kjól.
Fara menn í kjól og hvítt.
Kjóll var skip, á höfum títt.
Guðrún Bjarnadóttir á þessa
lausn:
Presturinn sinnir kalli í kjól.
Í kjól fer gaur með hlátur.
Kjólfötin örva allskyns hól.
Orðabók: Kjóll er bátur.
Sigurður Jónsson svarar:
Prestur heldur kjóli og kalli.
Kjóllinn vífin prýða má.
Í kjólfötum má klifra af stalli.
Kjóllinn rann um víðan sjá.
Sjálfur skýrir Guðmundur gát-
una þannig:
Allvel kjóll á klerki fer.
Kjóll er flík á svönnum.
Kjóll á herra sómir sér.
Siglir kjóll á hrönnum.
Og limra fylgir:
Klæddur Jón í kjólinn er og vestið,
kjagar út og hestasteininn sest við,
orðinn mesta hró,
að heiman ætlar þó,
hann er nú að fara að berja nestið.
Síðan sendir Guðmundur nýja
gátu:
Við bakstur mælieining er.
Oss hann fyrir gjósti ver.
Nefnist klerkur norðanlands.
Notalegt er tárið hans.
Örn Arnarson orti:
Prédikaði presturinn
píslir vítiglóða.
„Amen,“ sagði andskotinn.
Aðra setti hljóða.
Vinsemd brást og bróðurást,
breyttist ást hjá konum.
Matarást var skömminni skást.
Skjaldnast brást hún vonum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Ekki er sama kjóll og kjóll
Í klípu
„ÉG GET EKKI HJÁLPAÐ ÞÉR EF ÞÚ VILT EKKI
TALA, SENDA SMS, TVÍTA, BLOGGA EÐA SETJA
INN PÓST Á FACEBOOK UM VANDAMÁLIÐ.“
eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„EF ÞÚ HELDUR ÁFRAM AÐ NAGGA Í
MÉR UM ÞAÐ AÐ GIFTA OKKUR, MUN ÉG
SLÍTA TRÚLOFUNINNI.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... þegar hann setur
ástarbréf í „INN“-
kassann þinn.
KETTIR STUNDA VÍÐ-
TÆKAR RANNSÓKNIR LEMJ!
ÞETTA VAR
VONT!
ÁHUGAVERT...
HVERNIG LÍTUR
MORGUNNINN ÚT?
ÉG VEIT ÞAÐ
EKKI ENN...
VILTU HJÁLPA
MÉR AÐ KAUPA
Á MIG NÝJAN
KJÓL?
ÉG ER NOKKUÐ VISS
UM AÐ HANN LÍTUR
EKKI ÞANNIG ÚT
Sundlaugar landsins eru algjörarperlur. Víkverji heldur að Ís-
lendingar geri sér oft ekki almenni-
lega grein fyrir því hvað við Íslend-
ingar búum vel að eiga allar þessar
flottu laugar í öllum byggðum lands-
ins.
x x x
Í sumar rakst Víkverji á erlendaferðamenn. Þetta voru hjón frá
Þýskalandi. Maðurinn hafði komið
hingað í kringum árið 1970, þá ungur
og einhleypur. Þá ferðaðist hann um
á puttanum, fór hringinn og skoðaði
allt landið. Nú rúmum 40 árum síðar
kom hann hingað ásamt konu sinni.
Þau ferðuðust víða.
x x x
Þjóðverjinn sagði að það sem þauhefðu í raun gert var að þræða
allar sundlaugar sem þau mögulega
gátu komist ofan í. Þau áttu ekki til
orð yfir því hversu margar þær voru,
í öllum byggðarlögum landsins. Og
hversu flottar þær væru, svo ekki
væri talað um verðið ofan í herleg-
heitin. Það var ótrúlega lágt, að
þeirra mati.
x x x
Víkverji getur tekið undir allt semþessi hjón sögðu, fyrir utan verð-
lagið. Honum finnst það temmilegt
og það ætti ekki að hækka. Að greiða
yfir þúsund krónur fyrir góða stund
með fjölskyldunni sem saman stend-
ur af svamli og hreyfingu er vel gert.
x x x
Víkverji er vanafastur á sundlaug-ar en reynir að prófa nýjar laug-
ar við hvert tækifæri. Hann brá sér
um daginn í sundlaugina á Selfossi en
það skal tekið fram að hann hefur
farið í hana ótal sinnum. Endurbætur
á lauginni sem hafa tekist ákaflega
vel, ný innisundlaug ásamt flottum
nýjum búningasklefum. Þetta er allt
ákaflega snyrtilegt.
Kaldir pottar er nýjasta æðið hér á
landi og má finna þá í nánast öllum
laugum landsins, eftir því sem Vík-
verji kemst næst. Víkverji hefur þó
eitt út á þá að setja og það er hversu
erfitt það er að komast ofan í þá og
upp úr. Þeir eru ekki nógu vel hann-
aðir að mati Víkverja. Hann lætur
það þó ekki stoppa sig að kæla sig
niður. víkverji@mbl.is
Víkverji
Sá sem ástundar réttlæti og kærleika,
öðlast líf, réttlæti og heiður.
(Orðskv. 21:21)