Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015
Söfn • Setur • Sýningar
Sunnudagur 20. september: Tveir fyrir einn af aðgangseyri
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Hvað er svona merkilegt við það? Störf kvenna í 100 ár í Bogasal
Bláklædda konan - Ný rannsókn á fornu kumli í Horni
I Ein/Einn-Ljósmyndir Valdimars Thorlaciusar í Myndasal
Blaðamaður með myndavél á Veggnum
Weaving DNA á Torginu
Fjölbreyttir ratleikir fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð og kaffihús
Listasafn Reykjanesbæjar
Andlit bæjarins, 300 ljósmyndir
Hughrif náttúrunnar, finnskur textíll
7 kjólar eftir Örnu Atladóttur hönnuð
3. september – 8. nóvember
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Þyrping verður að þorpi
Kirkjan mín, kirkjan þín,
kirkjan okkar allra.
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið alla daga 12.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
LISTASAFN ÍSLANDS
NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP 18.9. 2015 - 3.1. 2016
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN KL. 14 í fylgd Halldórs Björns Runólfssonar safnstjóra
VALIN PORTRETT Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS
– FRÁ SVEITUNGUM TIL SJÁLFSKOTA 21.7. - 18.10. 2015
PABLO PICASSO Í SAFNEIGN LISTASAFNS ÍSLANDS;
JACQUELINE MEÐ GULAN BORÐA (1962) 21.7. 2015 - 11.9. 2016
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is
Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga.
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSPIL Sigurjón Ólafsson og Finn Juhl
Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar 25. apríl - 20. september 2015
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 15 - Birgitta Spur og Æsa Sigurjónsdóttir sýningarstjórar
SíÐASTA SÝNINGARHELGI!
Opið laugard. og sunnud. kl. 14-17. Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
Í BIRTU DAGANNA Málverk og teikningar Ásgríms Jónssonar, 1.2.-15.9. 2015
Opið þriðjudaga, fimmtudaga og sunnudaga kl. 14-17.
Heimurinn án okkar
Björg Þorsteinsdóttir,
Brynhildur Þorgeirsdóttir,
Finnur Jónsson, Gerður Helgadóttir,
Marta María Jónsdóttir
Ragnar Már Nikulásson, Steina,
Vilhjálmur Þorberg Bergsson
Fjölskylduleiðsögn og Listasmiðja.
Laugardag 19. september kl. 14
Fjölskylduleiðsögn um sýninguna.
Listasmiðja fyrir 5–10 ára börn.
Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri.
www.hafnarborg.is, sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Geirfuglinn, Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist,
plötuumslög, ljósmyndir, landakort og vaxmynd
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Veitingahúsi Kapers Hádegismatur, kaffi og meðlæti
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá kl. 10-17.
SAFNAHÚSIÐ
Hverfisgötu 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
GEYMILEGIR HLUTIR
Að safna í söguna
Opið kl. 12-17. Lokað mánud.
Verslunin Kraum í anddyri
Garðatorg 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
„Frumflutningurinn átti sér svo
stað að kvöldi snjóþungs dags í jan-
úar 1941 og áhorfendurnir, um
fimm þúsund manns af öllu litrófi
samfélagsins, hlustuðu af andakt og
skilningi,“ segir Emilía Rós Sigfús-
dóttir flautuleikari um Kvartett fyr-
ir endalok tímans, eitt af meistara-
verkum tónskáldsins Oliviers
Messiaen. Verk sem spilað verður á
tónleikum Elektra Ensemble, Con-
trasti, annað kvöld á Kjarvals-
stöðum klukkan 20.
„Verkið samdi hann árið 1940 á
meðan hann var í haldi Þjóðverja í
fangabúðum í Grölitz í heimsstyrj-
öldinni síðari. Verkið sjálft er gull-
fallegt og vel skrifað. Það reynir á
alla hljóðfæraleikarana bæði í tækni
og túlkun. Hljóðfæraskipanin píanó,
klarínett, fiðla og selló er óvenjuleg,
en hún stjórnaðist af því hvaða
hljóðfæraleikarar og hljóðfæri voru
tiltæk við þessar erfiðu aðstæður.
Verkið er hreint og beint, tilgerð-
arlaust en krefjandi.“
Emilía segir miklar tilfinningar í
verkinu en þó að það sé tilfinninga-
þrungið á köflum sé það einnig fullt
af ljósi og von.
„Maður hefur það á tilfinningunni
að Messiaen hafi náð að horfa upp
fyrir gaddavírsgirðingarnar og
framhjá mannvonskunni sem átti
sér stað í fangabúðunum þegar
hann samdi verkið. Vissulega er
reiði, tortíming og sorg til staðar í
verkinu en þó er það fullt af ljósi og
von. Messiaen sótti innblástur í
Opinberunarbókina og bjargföst
trúarsannfæring tónskáldsins gegn-
sýrir allt verkið. Víða bregður einn-
ig fyrir fuglasöng, einu helsta ein-
kenni Messiaen.“
Frumflytja nýtt íslenskt verk
Flytjendur á tónleikunum eru
ásamt Emilíu þau Ástríður Alda
Sigurðardóttir píanóleikari, Helga
Björg Arnardóttir klarínettuleikari,
Helga Þóra Björgvinsdóttir fiðlu-
leikari og Margrét Árnadóttir selló-
leikari. Hópurinn sem kallar sig
Elektra Ensemble hefur spilað
saman síðan 2008 að sögn Emilíu
og verið útnefndur tónlistarhópur
Reykjavíkurborgar. Þau hafa verið
í samstarfi við Listasafn Reykjavík-
ur og haldið tónleikaröð á Kjarvals-
stöðum.
Auk þess að flytja tvö verk eftir
Olivier Messiaen verður frumflutt
verk eftir Huga Guðmundsson.
„Það eru komin rúm tvö ár síðan
við lögðum inn pöntun á verki frá
Huga en hann er þrátt fyrir ungan
aldur margverðlaunaður sem tón-
skáld og hlaut Íslensku bjartsýnis-
verðlaunin 2014. Á síðasta ári hlaut
hann þriggja ára starfslaun frá
danska ríkinu, en aðeins örfá tón-
skáld hljóta þann heiður árlega.
Verkið hans heitir Contrasti og var
samið fyrir Elektra Ensemble með
styrk frá Musica Nova.“
Hugi segist sjálfur hafa verið
undir miklum áhrifum frá Messiaen
þegar hann byrjaði að semja og að
það gæti jafnvel áhrifa í þessu verki
hans að sögn Emilíu. „Verkið hans
Huga og Kvartett fyrir endalok
tímans hafa talsverðan samhljóm
að okkar mati. Það eru miklar
mannlegar tilfinningar í þeim.
Reiði, angist, óþreyja en líka birta
og von um betri tíma. Jafnvel má
greina fuglasöng í verki Huga en
Messiaen var frægur fyrir að skrifa
niður fuglasöng á hverju vori úti í
náttúrunni og notaðist við það í
fjölmörgum verka sinna. Eins og til
dæmis í Le Merle Noir (Svart-
þrestinum) sem er fyrsta verkið á
tónleikunum.“
Tilfinningarík-
ir tónar Huga
og Messiaen
Elektra Flutt verður frumsamið verk eftir Huga Guðmundsson tónskáld og tvö verk eftir franska tónskáldið Olivier
Messiaen en verk sitt Kvartett fyrir endalok tímans samdi hann í fangabúðum nasista í Grölitz 1940.
Tónleikar Elektra Ensemble, Con-
trasti, á Kjarvalsstöðum annað kvöld
Engin sætmolla er yfirskrift sýn-
ingar á sjaldséðum verkum eftir Jón
Gunnar Árnason (1931-1989) sem
verður opnuð í Gallery GAMMA að
Garðastræti 37 í dag, laugardag, kl.
16. Á sýningunni gefur meðal annars
að líta verk í einkaeigu sem sjaldan
sjást opinberlega.
Jón Gunnar lauk námi í málm-
smíði áður en hann sneri sér að
myndlistinni og nýtti sér í frjálsri
sköpun þá færni sem hann tók með
sér úr smiðjunni. List hans vakti
þegar athygli og áður en hann hélt
sína fyrstu einkasýningu, á Mokka
1963, höfðu verk eftir hann verið
sýnd á nokkrum erlendum söfnum.
Verkin á sýningunni endurspegla
helstu svið sem Jón Gunnar fékkst
við. Í garðinum má sjá járnskúlptúra
og sólspeglaverk, og inni meðal ann-
ars ýmis módel og skissur.
Morgunblaðið/Sverrir
Listamaðurinn Jón Gunnar Árnason við eitt skipaverka sinna.
Sýna sjaldséð verk
eftir Jón Gunnar
Norrænar stemningar og Brahms
er yfirskrift fyrstu tónleika starfs-
ársins í tónleikasyrpunni 15:15 sem
hefst í Norræna húsinu á morgun,
sunnudag. Þar koma fram Ármann
Helgason klarinettuleikari og Jó-
hannes Andreasen píanóleikari frá
Færeyjum.
„Á tónleikunum, sem hefjast kl.
15:15 á sunnudag, hljóma útsetn-
ingar á íslenskum þjóðlögum eftir
Þorkel Sigurbjörnsson og Svein-
björn Sveinbjörnsson, einleiks-
klarinettuverkið Kjøkr eftir fær-
eyska tónskáldið Kára Bæk og
píanóverkið Tómarúm eftir Fær-
eyinginn Trónd Bogason, Tre
Stycken eftir Svíann Lars-Erik
Larsson og Sonetto eftir Finnann
Einojuhani Rautavaara. Viðamesta
verkið á tónleikunum er svo hin
innilega Sónata Jóhannesar
Brahms í Es-dúr sem er jafnframt
síðasta kammerverkið sem Brahms
samdi,“ segir m.a. í tilkynningu.
Þar kemur fram að tónleikarnir
verða endurteknir í Norðurlanda-
húsinu í Færeyjum og eru styrktir
af Vestnorræna höfuðborga-
sjóðnum. Miðasala er við inngang-
inn.
Norrænar stemningar og Brahms
Dúó Jóhannes Andreasen og Ármann
Helgason leika í Norræna húsinu.