Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 19.09.2015, Qupperneq 49
TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnareggert@arnareggert.is Jaðarbundið R og B? Já það er til. Frank Ocean, Miguel og The Weeknd eru fín samtímadæmi um þennan tiltölulega nýja geira eða eigum við kannski frekar að segja nýjar áherslur? Tónlist þessara manna hljómar eins og Michael Jackson hafi kíkt við í hljóðveri Joy Division manna; hljómurinn er dökkur, innhverfur og skuggum bundinn, oft fremur berstrípaður. Yfir flýtur svo söngur/tal lista- mannanna og í stað glaðværra rímna um kellingar og peninga engjast menn um í eigin tilfinn- ingaróti, skjóta út harmrænum og á stundum afstrakt setningum ekki ólíkum þeim sem Ian Curtis við- hafði í árdaga. Þríleikur Kanye West setti um margt tóninn hvað þessa þróun varðar með magnaðri – og já, uppskrúf- aðri verður að viðurkennast – plötu sinni 808s & Heartbreak sem út kom fyrir sjö árum síðan. Arfleifð Skuggalegur The Weeknd semur drungalega tónlist fyrir drungalega veröld. og aðferðafræði hennar birtist m.a. í tónlist Kendrick Lamar, Earl Sweatshirt og jafnvel Majical Clo- udz (dáldið langsótt, ég veit. En...). Sweatshirt, yfirlýstur Joy Division aðdáandi, gaf í ár út plötuna I Don’t Like Shit, I Don’t Go Outside en tit- illinn lýsir þessari bylgju allri mjög skemmtilega. The Weeknd er listamannsnafn tuttugu og fimm ára gamals To- ronto-búa, Abel Tesfaye, en hann vakti fyrst athygli fyrir þrjár „blandspólur“ sem hann gaf út árið 2011, House of Balloons, Thursday og Echoes of Silence. Þeim var safnað saman á plötuna Trilogy sem kom út haustið 2012 á vegum Universal Republic (sama merki og gefur Of Monsters And Men út) og fór platan í fjórða sæti Billboard- listans. Þrátt fyrir myrkt og óað- gengilegt yfirborðið nýtur þessi tónlist glettilegra vinsælda og hittir unga, hugsandi stórborgarfólkið beint í hjartastað. Af hverju? Kiss Land var svo fyrsta eig- inlega hljóðversplata The Weeknd en hún kom út í hitteðfyrra. Sú plata fór beint í annað sæti Billbo- ardlistans og Drake, granni hans frá Toronto gestasöng. Beauty Behind the Madness fór hins vegar ... ó já ... beint í fyrsta sætið og lögin „Earned It“, „The Hills“ og sér- staklega „Can’t Feel My Face“ hafa notið mikilla vinsælda. Öll lögin voru í þremur efstu sætum R og B Billboardlistans á tímabili en það er í fyrsta skipti sem slíkt hefur hent. Af hverju þessar vinsældir, kann einhver að spyrja? Við erum vön því að grípandi, glaðvær popp- lög eða stuðvænir rokkarar nái eyr- um fjöldans en nú er það drungaleg þunglyndistónlist. Ekki að slíkt sé nýmæli í sögunni, um miðjan ní- unda áratuginn nutu alvarlegir popparar eins og Peter Gabriel, U2 og Sting mikilla vinsælda sem og baritónbundnar söngkonur á borð við Suzanne Vega og Tracy Chap- man (og í dag, Lana Del Ray). Engin svör The Weeknd hefur reyndar verið að dansa við poppdjöfulinn í fölu mánaskini að undanförnu. Hann átti lag í 50 Shades of Grey, Max Martin semur með honum „Can’t Feel My Face“ og svo var hann gestur hjá Ariana Grande á dögunum. Þannig að hann er ekki alveg að koma inn á vinsælda- listana eins og skrattinn úr sauð- arleggnum. Og hjálparkokkarnir eru allir „réttir“. Guðfaðirinn Ka- nye er á plötunni, sálarsystirinn Lana Del Rey og sjálfur Ed Sheer- an er þarna líka, sem er nokk ótrú- legt. En þó að þessar meg- instraumsfígúrur séu að sverma í kringum okkar mann er tónlistin jafn laus í skorðum og fyrr. Ég sé núna að mér er ekki að takast að svara spurningunni um þessar ægivinsældir. Ég læt hana því lafa. Firrt tónlist fyrir firrtan heim. Einhver? » Af hverju þessarvinsældir, kann ein- hver að spyrja? Við er- um vön því að grípandi, glaðvær popplög eða stuðvænir rokkarar nái eyrum fjöldans en nú er það drungaleg þung- lyndistónlist. Fegurðin ein  Tónlistarmaðurinn The Weeknd gefur út Beauty Behind The Madness  Spúlað allhressilega úr sálarkytrunni MENNING 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 2015 Haraldur Ingi Haraldsson mynd- listarmaður opnar í dag, laug- ardag, klukkan 14 vinnustofusýn- ingu í Sýningarsal Myndlista- félagsins í Listagilinu á Akureyri undir nafninu Codhead Xl. Á sýningunni má sjá málverk frá síðustu árum unnin með blandaðri tækni á pappír. Cod- head er heimur þar sem jakka- fataklætt fólk með bindi og þorsk- haus sinnir margvíslegum viðfangsefnum í umhverfi sem skilgreinir heiminn. Í tilkynningu frá listamanninum segir að Cod- head sé samstofna orðinu God- head og á einhvern hátt nánast sama orðið. Þorskdómur og guð- dómur. „Ég hef fengist við Codhead síðan 2000 og þetta er pólitísk list og fjallar að hluta til um heim- speki rándýrsins,“ segir Haraldur. Pólitík Hluti eins verkanna á sýningunni. Codhead Haraldar Inga á Akureyri Efnt verður til málþings, um geð- kvilla og aðra andlega sjúkdóma, í Þjóðleikhúsinu að lokinni sýningu á leikritinu 4.48 Psychosis eftir breska leikskáldið Söruh Kane á morgun, sunnudag. Leikritið er nú sýnt í Kúl- unni í Þjóðleikhúsinu þar sem leik- konan Edda Björg Eyjólfsdóttir fer ein með textann. „Markmiðið með málþinginu er að opna umræðuna um andlega sjúkdóma og skoða það í samhengi þessa merkilega leik- húsverks en höfundurinn, Sarah Kane, svipti sig lífi árið 1999 eftir að hafa klárað að skrifa leikritið sem margir kalla hennar hinstu kveðju til leikhússins,“ segir m.a. í tilkynn- ingu. Þátttakendur, auk Eddu Bjargar, eru Héðinn Unnsteinsson, höfundur bókarinnar Vertu úlfur, Margrét Manda Jónsdóttir, hjúkr- unarfræðingur, Anna Sigríður Páls- dóttir prestur og María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Land- spítalans. Símon Birgisson, drama- túrg í Þjóðleikhúsinu, mun stjórna umræðum með listrænum stjórn- endum sýningarinnar og áhorf- endum. Málþingið hefst kl. 19.45, að lokinni sýningu á 4.48 Psychosis sem sýnd er kl.18, og verður haldið í Þjóðleikhúskjallaranum. Málþingið er öllum opið. Edda Björg hefur fengið mikið hrós fyrir leik sinn í verkinu. „Það er langt síðan ég hef orðið vitni að jafn ótvíræðum leiksigri og þessum,“ skrifaði rýnir Morgunblaðsins. Geðveikin í leikhúsinu Átök Edda Björg Eyjólfsdóttir í uppfærslunni á 4.48 Psychosis. Um helgina lýkur í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsi, sýningunni Áfangar með verkum hins heimskunna bandaríska myndlistarmanns Richard Serra. Á sýning- unni eru teikningar og grafísk verk sem Serra gerði í tengslum við umhverfislistaverkið Áfanga sem hann gerði í Viðey árið 1990. Að auki eru sýnd myndbands- verk af uppsetningu verksins og viðtal við listamanninn. Áfangar er umhverfislistaverk úr stuðlabergi sem leggur undir sig alla Vestureyju Viðeyjar og setur sterk- an svip á ásýnd hennar og umhverfi. Á sýningunni í Hafnarhúsi eru 19 teikningar sem Serra gerði af Áföng- um árið 1990 með olíukrít á pappír og gaf Listasafni Íslands. Auk þeirra eru 30 grafísk verk, ætingar og þrykk, frá 1991 sem eru í eigu Landsbank- ans. Myndlistarrýnir Morgunblaðsins segir Áfanga í Viðey „bjóða upp á reynslu þar sem tvinnast saman list og náttúra. Kraftmiklar ætingar Serra í Hafnarhúsinu túlka sterkar kenndir í þá veru.“ Sýningunni með verkum Serra að ljúka Richard Serra Tónlistarkennarinn og tónskáldið Charles Ross verður heiðraður á tónleikum á Skriðuklaustri í dag, laugar- dag, en hann varð fimmtugur fyrr á árinu. Kammerhóp- urinn Stelkur kemur fram á tónleikunum og flytur vel valin verk eftir Charles. Tónleikarnir hefjast kl. 16, segir í tilkynningu, í kjöl- far Melaréttar, og er aðgangur ókeypis. Gestir eru sagð- ir geta notið í leiðinni innsetningar í gallerí Klaustri sem kallast dogger og byggist á doktorsverkefni Charles í tónsmíðum. Tónleikarnir eru liður í dagskrá sem Tónlistarmiðstöð Austurlands, Gunnarsstofnun og fleiri aðilar standa að í tilefni 50 ára af- mælis Charles Ross sem hefur auðgað austfirskt tónlistarlíf í tæp 30 ár. Dagskráin nýtur styrks frá Uppbyggingarsjóði Austurlands. Henni lýkur um miðjan október með tónleikum í Eskifjarðarkirkju með annarri efnis- skrá. Charles Ross heiðraður á Skriðuklaustri Charles Ross EVEREST 3D 2,5,8,10:30 MAZE RUNNER 6,9 NO ESCAPE 8, 10:15 ABSOLUTELY ANYTHING 4, 6 FRUMMAÐURINN 2 SKÓSVEINARNIR 4 INSIDE OUT 1:45 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar Miðasala og nánari upplýsingar TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 2 TILBOÐ KL 1:45 FRÁBÆRA, ÓVIÐJAFNANLEGA söngkonan og skemmtikrafturinn L E O N C I E vill skemmta um allt land, í alls kyns mannfögnuðum og skemmtunum með alla sína helstu bestu smelli. (Aðeins á opinberum stöðum, eins og félags- heimilum, hótelum, klúbbum o.sv.). Sími 854 6797 leonciemusic@gmail.com www.youtube.com/icyspicyleoncie Facebook/leoncie.india

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.