Morgunblaðið - 19.09.2015, Side 52
Blóðug er sú staða að þeir styrkir
sem afreksíþróttafólkið getur þó
fengið fara meira eða minna í ferða-
kostnað og gistingu. Þess vegna er
spurning hvort fullreynt sé með að
gera út þennan þátt starfsemi ÍSÍ
héðan frá eyjunni og færa þessa
starfsemi á meginland Evrópu, segir
Kristján Jónsson í viðhorfsgrein um
afreksmál og styrki. »2
Er rétt að flytja afreks-
starfið til Evrópu?
LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 262. DAGUR ÁRSINS 2015
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 838 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. „Aldrei aftur íslenskar vörur“
2. Íslenskar vörur teknar úr hillum
3. Vínbúðum lokað
4. Baltasar og börnin í eftirpartíi
Meðal fjölda viðburða á Alþjóðlegri
kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF,
sem hefst í næstu viku, er dagskrá
með kvikmyndatónskáldinu Atla Örv-
arssyni sem hefur starfað í Holly-
wood í 15 ár. Sýnd verða brot úr verk-
um Atla og hann situr fyrir svörum.
Dagskrá með Atla
Örvarssyni á RIFF
Magnús Eiríks-
son, tónlistar-
maður og laga-
höfundur, varð
sjötugur á dög-
unum. Í tilefni af-
mælisins er efnt
til tvennra tón-
leika í Eldborg-
arsal Hörpu í dag,
þar sem öll þekktustu lög Magnúsar
munu hljóma, flutt af honum og öðr-
um valinkunnum tónlistarmönnum,
þar á meðal Pálma Gunnarssyni, Ell-
en Kristjánsdóttur og KK.
Afmæli Magnúsar
fagnað á tónleikum
UNICEF á Íslandi og KEXLand
standa í dag fyrir viðamiklum tón-
leikum til styrktar neyðarsöfnun
UNICEF fyrir börn frá Sýrlandi. Tón-
leikarnir hefjast kl. 15.30 í portinu
við KEX hostel og standa til 22.
Listamennirnir gefa allir vinnu sína.
Fram koma DJ Flugvél
og geimskip, Sin
Fang, Júníus Mey-
vant, Vagina Boys,
Mammút, Agent
Fresco og FM Bel-
fast.
Leika til styrktar
börnum frá Sýrlandi
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðaustanátt, 13-18 m/s, og rigning með köflum. Hægari og þurrt
að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 9 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.
Á sunnudag Suðaustan 8-15 m/s og rigning, en þurrt og bjart veður norðaustanlands.
Hiti 9 til 17 stig, hlýjast á Norðausturlandi. Á mánudag Minnkandi suðaustanátt og súld
eða rigning á sunnanverðu landinu, en úrkomulítið síðdegis. Víða léttskýjað norðantil.
Hiti 8 til 13 stig að deginum.
„Varðandi langtímamark-
mið þá langar mig til að
bæta heimsmetið enda hef-
ur það staðið allt of lengi,“
segir kringlukastarinn ungi
Guðni Valur Guðnason sem
hefur tekið stórstígum
framförum. „Ég verð að við-
urkenna að hann er með
gríðarlegan styrk og hraða í
mjöðminni úr golfinu og það
virkar beint inn í köstin,“
segir þjálfarinn hans. »1,4
Langar til að
bæta heimsmetið
FH-ingar geta orðið Íslandsmeistarar
karla í knattspyrnu í sjöunda sinn á
morgun þegar þeir heimsækja
Breiðablik í 20. umferð Pepsi-
deildarinnar. Róbert Örn Óskarsson
markvörður segir að FH-ingar séu
ekki farnir að panta veislusalinn
ennþá og Höskuldur Gunnlaugsson
úr Breiðabliki segir að
það komi ekki til
greina að FH fagni
meistaratitlinum í
Kópavogi. » 2-3
Verður FH meistari í
sjöunda sigri á morgun?
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Stikla úr mynd um starfsemi vél-
sleðaklúbbsins Team 23 – Akureyri
hefur verið birt á netinu (vimeo.com-
/139028976) og hefur vakið töluverða
athygli, að sögn Friðriks Karls-
sonar, talsmanns hópsins. „Við vilj-
um vekja athygli á starfinu og þetta
er brot af því sem koma skal,“ segir
hann.
Nokkrir ungir vélsleðaeigendur á
Akureyri byrjuðu að bera saman
bækur sínar á Facebook fyrir rúm-
um tveimur árum, hittust og fóru
saman í sleðaferðir. „Þetta vatt upp
á sig og fljótlega stofnuðum við
klúbbinn formlega í þeim tilgangi að
sýna fólki hvað við værum að brasa,“
segir Friðrik.
Hverrar krónu virði
20 strákar eru í klúbbnum og er
Friðrik, 18 ára nemi í Verkmennta-
skólanum á Akureyri, næstyngstur.
Þeir yngstu eru 17 ára og þeir elstu
29 ára. „Þetta er dýrt sport en
hverrar krónu virði, við lifum fyrir
þetta og setjum annað aftar á for-
gangslistann,“ segir Friðrik.
Flestir félagsmenn eru í skóla en
þeir nota helgarnar á veturna til
þess að spreyta sig saman. „Við get-
um flestir keyrt beint úr skúrnum og
upp á fjall,“ segir Friðrik. Bætir við
að þeir reyni samt að fara sem víðast
í nágrenninu og nefnir þriggja daga
veislu í Ólafsfirði í apríl síðastliðnum
í því sambandi. „Svo fórum við á
Snæfellsjökul í júní,“ segir hann.
Sleðasport er ekki hættulaust
með öllu en Friðrik segir að menn
reyni að fara varlega og ekki hafi
orðið alvarleg slys í hópnum. Þeir
séu vel útbúnir, ávallt í viðeigandi
hlífðarfatnaði og með snjóflóðavarn-
ir. Einnig séu hafðir með sjúkrapok-
ar og sjálfur sé hann í björgunar-
sveit. „Þótt við förum stundum geyst
látum við skynsemina ráða,“ segir
hann.
Félagarnir fengu styrki til smíða á
sérstökum þriggja metra háum
rampi í þeim tilgangi að auka fjöl-
breytnina í stökkunum. „Hug-
myndin er að smíða annan ramp, en
við eigum eftir að leita styrkja til
smíða á honum,“ segir Friðrik.
Friðrik kemur einnig inn á að
gaman væri að endurvekja keppni í
snjókrossi, sem lagðist af samfara
bankahruninu. Snjókross er keppni
á vélsleðum, þar sem eknir eru
hringir í braut líkt og í mótorkrossi.
Friðrik segir að mikil gróska hafi
verið í íþróttinni víða um land og
keppt á stöðum fyrir norðan og aust-
an eins og á Akureyri, Mývatni og
Egilsstöðum. „Svona keppni er mjög
vinsæl víða erlendis,“ segir hann.
Ungir ofurhugar á Akureyri
Vilja endur-
vekja keppni hér-
lendis í snjókrossi
Ljósmyndir/Axel Darri Þórhallsson Pedromyndir
Á ferðinni Friðrik Karlsson kann ýmislegt fyrir sér á vélsleðanum og nýtur lífsins í snjónum á fjöllum.
Á sjó Elvar Örn Rafnsson á vélsleða í grennd við Dalvík.