Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 5. S E P T E M B E R 2 0 1 5 Stofnað 1913  225. tölublað  103. árgangur  BJARGAÐI LÍFI BARNS Á AFMÆLIS- DEGINUM SÍNUM HEIMILI OG HÖNNUN 40 SÍÐUR Á FERÐ UM ÍSLAND 18 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil uppbygging er í gistingu í Mý- vatnssveit. Reynt er að þjóna þeim mikla og stórvaxandi fjölda ferða- fólks sem þangað leggur leið sína. Stærsta verkefnið framundan er bygging Íslandshótela á 100 her- bergja hóteli á Grímsstöðum, við Kísilveginn. Sveitarfélagið hefur auglýst breytingar á skipulagi til að laga byggingarreitinn að þörfum fyrritækisins. Byggingin verður tveggja til þriggja hæða, allt að 5.000 fermetrar að stærð. Hótelið mun blasa við frá veginum en falla inn í hlíðina þegar þangað er litið lengra frá. Útsýni frá væntanlegu hóteli verður einstakt, yfir vatnið og sveit- ina. Icelandair Hotels hafa eignast Hótel Reykjahlíð, gamalt hótel sem stendur við vatnið og gengur í end- urnýjun lífdaganna sem hluti af Ice- landair Hotels. Uppi eru áform um að stækka hótelið og gera það að hót- eli í hæsta gæðaflokki. Hótel Gígur á Skútustöðum hefur sýnt áhuga á að stækka. Á síðasta ári var tekið í notkun nýtt 80 herbergja hótel í Mý- vatnssveit, Hótel Laxá og Sel-Hótel Mývatn á Skútustöðum var stækkað. Umræður eru meðal íbúa um áhrif hins mikla fjölda ferðamanna á dag- legt líf þeirra. Þá vinnur sveitar- stjórn að stefnumörkun um upp- byggingu ferðaþjónustunnar. Yngvi Ragnar Kristjánsson oddviti segir umræðuna snúast um hvað rétt sé að leyfa mikla uppbyggingu hótela og hvar. Telur hann að fólk vilji ekki sjá sveitina kafna í hótelum. »22 Vilja ekki sjá sveitina kafna í hótelum  Umræða um áhrif ferðaþjónustu á daglegt líf íbúa Mývatnssveitar Morgunblaðið/Baldur Arnarson Böð Stóraukin aðsókn að Jarðböðunum við Mývatn er til marks um þróunina. Sólin skein um sunnanvert landið í gær og á förnum vegi sagði fólk að þetta hefði verið einn besti dagur sumarsins, þótt langt væri liðið á sept- embermánuð. Allt var í blóma, svo sem við veitingahús við Hverfisgötuna í Reykjavík. Einhver bið virðist að minnsta kosti á að blómin sölni. En nú eru veðrabrigði í nánd. Má búast við skýjuðu veðri sunnanlands og á laugardag fer að rigna, ef að líkum lætur. Blómin eru í biðstöðu Morgunblaðið/Eggert Enn er sólríkt seint í septembermánuði  Skúli Magn- ússon, héraðs- dómari og dósent við lagadeild Há- skóla Íslands, sem jafnframt er formaður Dóm- arafélags Ís- lands, telur að endurupptöku- nefnd hafi fengið of mikil völd í hendur. Vafasamt sé að fyrirkomulag við meðferð á beiðnum um endurupptöku dóms- mála standist grundvallarreglur stjórnarskrárinnar um sjálfstæði dómsvaldsins og réttláta máls- meðferð. Skúli segir að þarna sé stjórn- valdsnefnd í raun komin með vald til að fella dóma úr gildi og leggja fyrir dómstóla að taka mál fyrir að nýju. »6 Endurupptökunefnd með of mikil völd Skúli Magnússon  Efnahags- og viðskiptanefnd mun fjalla um það hvort sá kröfulýsing- arfrestur sem Alþingi þrengdi með bráðabirgðaákvæði fyrr í sumar hafi verið of stuttur. Kröfulýsingarfrest- urinn varðar svokallaðar búskröfur sem hægt var að lýsa í slitabú föllnu viðskiptabankanna. Heimildir Morg- unblaðsins herma að í ákveðnum til- vikum hafi aðilar, sem eiga í réttar- ágreiningi við slitastjórnirnar, ekki náð að lýsa kröfum í búin innan frestsins þar sem hann hafi verið of skammur. Í athugasemdum sem komið hefur verið á framfæri vegna málsins er þeirri spurningu velt upp hvort stytting frestsins hafi brotið á eign- arréttindum og farið í bága við með- alhófsreglu stjórnsýslulaga. »20 Þingið endurskoðar kröfulýsingarfrest Alþingi Málið verður fyrst rætt í nefnd. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Afkoma sveitarfélaga hefur versnað, verkefnin aukast, launakostnaður- inn vex stórlega og starfsmönnum þeirra fjölgar en tekjurnar hafa ekki aukist að sama skapi. Fram kom á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í gær að brýnt er að auka tekjurnar og fá meiri hlutdeild í skattstofnum ríkisins. Sveitarfélögin vilja taka upp al- vöru viðræður við ríkið um víðtækar endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga, kynnti á ráðstefnunni ýmsar fleiri hug- myndir um tekjuöflun, m.a. að öll mannvirki verði háð fasteignamati og núverandi undanþágur afnumd- ar. Afnumdar verði allar undanþág- ur frá álagningu fasteignaskatts og sveitarfélög fái hlutdeild í tekjum af raforkuframleiðslu, fyrst og fremst fasteignaskatt af tilheyrandi mann- virkjum. Þá telja forsvarsmenn sveitarfé- laga eðlilegt að þau fái hlutdeild í tekjum af umferð. Nettóútgjöld sveitarfélaga til gatna- og vegagerð- ar eru um 7 milljarðar á ári en þau bera ábyrgð á 15% vegakerfisins. Ef þau fengju 15% af heildartekjum vegna vegamála næmu tekjurnar um 4,8 milljörðum á ári. Sveitar- stjórnarmenn hafa einnig áhuga á að fá stærri hlutdeild í tekjum rík- isins af ferðaþjónustu til að standa undir uppbyggingu á ferðamanna- stöðum en fram kom að heildar- tekjur hins opinbera af ferðaþjón- ustunni í fyrra væru metnar á 40 til 54 milljarða. Nefndi Karl einnig hugmyndir um að sveitarfélög fengju þriðjungshlutdeild í arð- greiðslum til hluthafa í fyrirtækjum, sem svarar til tveggja milljarða kr. á seinasta ári, og að þau fengju hlut- deild í veiðigjöldum. 20% hefðu skil- að þeim 5,5 milljörðum undanfarin þrjú fiskveiðiár. MÁstandið kallar á »12 Kalla eftir meiri tekjum af sköttum  Sveitarfélög vilja fá meira til baka af virðisaukaskatti, tekjur af umferð og afnám undanþága fasteignaskatts Fangelsismálastofnun hefur neyðst til þess að loka Barnakoti á Litla- Hrauni um helgar vegna fjárskorts. Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir að niðurstaðan sé afleiðing niðurskurðar á fjárheimildum. Enn verður þó opið fimm daga vik- unnar. Umboðsmaður barna, Mar- grét María Sigurðardóttir, sendi Fangelsismálastofnun bréf þar sem skýringa var leitað. „Þessar hindr- anir samrýmast illa réttindum barna og eru líklegar til þess að draga úr möguleikum þeirra til þess að heimsækja foreldri á Litla- Hrauni,“ segir umboðsmaður m.a. í bréfinu og bætir við að ávallt beri að leita annarra leiða til hagræð- ingar en að skerða þjónustu við börn. »4 Barnakoti á Litla-Hrauni lokað um helgar vegna niðurskurðar á fjárveitingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.