Morgunblaðið - 25.09.2015, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
VIÐTAL
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Vafasamt er að fyrirkomulag við
meðferð á beiðnum um endurupp-
töku dómsmála standist grundvall-
arreglur stjórnarskrárinnar um
sjálfstæði dómsvaldsins og réttláta
málsmeðferð.
Þetta er mat
Skúla Magnús-
sonar héraðs-
dómara, sem
jafnframt er for-
maður Dómara-
félags Íslands og
dósent við laga-
deild HÍ. Hann
telur að með lög-
um frá 2013 hafi
ný endurupp-
tökunefnd fengið of mikið vald í
hendur. Þarna sé stjórnvaldsnefnd í
raun komin með vald til að fella
dóma úr gildi og leggja fyrir dóm-
stóla að taka mál fyrir að nýju. Mæl-
ir Skúli með að taka frekar upp fyr-
irkomulag Dana, þar sem starfandi
er sérstakur endurupptökudómstóll.
Þrjár beiðnir samþykktar
Nýverið var sagt frá því í
Morgunblaðinu að endurupptöku-
nefnd hefði í þremur af síðustu fjór-
um úrskurðum sínum samþykkt
óskir um að taka upp mál sem
Hæstiréttur hafði dæmt í. Þar áður
hafði nefndin hafnað öllum slíkum
beiðnum sem borist höfðu á þessu
ári.
Endurupptökunefnd tók til starfa
á árinu 2013, samkvæmt lögum sem
þá töku gildi. Áður hafði Hæstirétt-
ur fjallað um endurupptökubeiðnir.
Tilkomu nefndarinnar má að nokkru
leyti rekja til Geirfinnsmálsins.
Áhyggjur höfðu verið uppi um að
dómarar Hæstaréttar, sem fjölluðu
um endurupptökubeiðnir, væru of
tengdir viðkomandi máli og hætta
var talin á að dómþolar fengju ekki
hlutlausa umfjöllun.
Skúli segir að ekki sé komin mikil
reynsla á störf nefndarinnar en
engu að síður hafi vaknað spurn-
ingar í sínum huga um starfs- og
lagagrundvöll nefndarinnnar. Hann
segist hafa skilning á því að reynt
hafi verið að bregðast við áhyggjum
af fyrra fyrirkomulagi og hlutleysi
Hæstaréttar. Það hafi þó verið hægt
að gera með öðrum hætti en þeim
að taka málin algjörlega úr höndum
dómstólanna.
Verulegt inngrip
„Það vekur athygli við fyrirkomu-
lagið með lögunum að stjórnsýslu-
nefnd, þ.e. nefnd sem ekki er dóm-
stóll eða starfar á vegum dóms-
valdsins, er ætlað það hlutverk í
reynd að fella úr gildi dóma og
leggja fyrir dómstóla að taka mál til
nýrrar meðferðar. Þetta er mikið
vald og felur í sér verulegt inngrip í
störf dómstóla. Sú spurning hlýtur
að vakna hvort þetta fyrirkomulag,
og þetta mikla vald, sé æskilegt og
hvort það sé yfirhöfuð samrýman-
legt grundvallarreglum um sjálf-
stæði dómsvaldsins,“ segir Skúli og
vísar þar einkum til 2. og 70 greinar
stjórnarskrárinnar um réttaláta
málsmeðferð fyrir dómi.
„Það sem vekur sérstaka athygli
er að synjun nefndar um beiðni um
endurupptöku er ætlað að vera
fullnaðarúrskurður sem ekki verður
borinn undir dómstóla. Ég leyfi mér
að segja að það ákvæði stenst
örugglega ekki stjórnarskrána, eins
og 60. greinina um úrskurðarvald
dómstóla gagnvart stjórnýslu,“ seg-
ir Skúli.
Hvað eiga dómstólar að gera?
Í síðustu viku var endurupptaka
samþykkt þar sem meðferð líkams-
árásarmáls fyrir Hæstarétti þótti
verulega ábótavant. Komst endur-
upptökunefnd m.a. að því að dómur
héraðsdóms hefði aldrei verið birtur
sakborningnum, sem ekki var við-
staddur uppkvaðningu héraðsdóms.
Fór málið til Hæstaréttar og frétti
sakborningur af dómnum þar frá
þriðja manni, auk þess sem í úr-
skurði endurupptökunefndar er
bent á að lögmaður sakbornings
hafði ekki réttindi sem hæstaréttar-
lögmaður og því ekki með heimild til
að áfrýja málinu til Hæstaréttar.
Um þessa niðurstöðu nefndarinn-
ar segir Skúli að hún sé endilega
ekki röng, en hins vegar ekki heldur
hafna yfir gagnrýni.
„Þeirri spurningu hefur hins veg-
ar ekki verið svarað hvaða tökum
dómstólar eiga að taka svona niður-
stöðu, hvort það sé þannig að ný
meðferð málsins fari sjálfkrafa fram
eða hvort dómstólar muni endur-
skoða niðurstöðu nefndarinnar, ef
til vill þannig að ekki er talin
ástæða til endurupptöku málsins.“
Engin fordæmi erlendis
Skúli segir Dómarafélagið ekki
hafa fjallað sjálfstætt um breytt
fyrirkomulag við endurupptöku
dómsmála en líklegt sé að það verði
gert.
„Þetta er vissulega atriði sem lýt-
ur að sjálfstæði dómsvaldsins, sem
félagið lætur sig mjög varða,“ segir
Skúli og bendir á að þetta fyrir-
komulag eigi sér engin fordæmi er-
lendis, helst megi líkja þessu við
Noreg þar sem starfandi er endur-
upptökunefnd sakamála en án fulln-
aðar-úrskurðarvalds.
Hann telur að frekar eigi að hafa
endurupptökunefnd sem hluta af
dómstólaskipan, sem líkt og kom
fram hér að framan er við lýði í
Danmörku.
Efast um endurupptökunefnd
Formaður Dómarafélagsins telur fyrirkomulag kringum endurupptökunefnd ekki standast ákvæði
stjórnarskrár Nefndin með of mikil völd Mælir frekar með sérstökum endurupptökudómstól
Skúli
Magnússon
Morgunblaðið/Ernir
Hæstiréttur Áður en sérstök endurupptökunefnd tók til starfa 2013 fjölluðu dómarar Hæstaréttar um beiðnir um endurupptöku dómsmála.
Innanríkisráðherra skipar í end-
urupptökunefnd, samkvæmt
gildandi lögum um nefndina (nr.
15/2013) og lögum um dóm-
stóla (nr. 15/1998). Hlutverk
nefndarinnar er að taka ákvörð-
un um hvort heimila skuli end-
urupptöku dómsmáls sem
dæmt hefur verið í héraði eða
Hæstarétti. Þrír aðalmenn sitja
í nefndinni. Alþingi kýs einn að-
almann og varamann hans og
dómstólaráð og Hæstiréttur Ís-
lands tilnefna hvort um sig einn
aðalmann og varamann.
Í nefndinni sitja nú Björn L.
Bergsson hrl., formaður, til-
nefndur af Hæstarétti, Elín
Blöndal lögfræðingur, kosin af
Alþingi, og Þórdís Ingadóttir
dósent, tilefnd af dómstólaráði.
Skipuð af
ráðherra
ENDURUPPTÖKUNEFND
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Ef sveitarfélögin vilja til dæmis
kaupa af okkur fasteignir og ráð-
stafa til flóttafólks erum við tilbúin
til viðræðna. Það
er lögum sam-
kvæmt ekki hlut-
verk okkar að
starfa á leigu-
markaði til lengri
tíma. En þessi
hugmynd verður
skoðuð. Að finna
eignum hlutverk
með þessu móti
hljómar nokkuð
skynsamlega,“
segir Hermann Jónasson, forstjóri
Íbúðalánasjóðs.
Grynnkað hefur á safninu
Á fjármálaráðstefnu Sambands
íslenskra sveitarfélaga í gær sagði
Halldór Halldórsson, formaður
sambandsins, að sum þeirra fjöl-
mörgu sveitarfélaga sem hefðu boð-
ið fram aðstoð sína væru í þeirri
stöðu að eiga ekki lausar íbúðir fyr-
ir flóttafólkið. Víða væru hins vegar
eignir sem Íbúðalánasjóður hefði
leyst til sín og að nýta þær í nefnd-
um tilgangi væri möguleiki í stöð-
unni. Halldór nefndi Ölfus og Ár-
borg í þessu samhengi og sagði
þetta einnig eiga við um sveitar-
félög á Vestfjörðum og víðar.
Hermann Jónasson sagði að hug-
myndir um þessa nýtingu á eignum
Íbúðalánasjóðsins hefðu ekki áður
komið inn á sitt borð. Hins vegar
væri sjálfsagt að ræða málið. „Við
eigum fjölda eigna sem eru annað-
hvort í útleigu eða á söluskrá. Við
erum að selja hús á hverjum degi
og það hefur grynnkað talsvert á
safninu að undanförnu,“ segir for-
stjórinn.
Sjóðurinn ráðstafar
Eygló Harðardóttir félagsmála-
ráðherra sagði á mbl.is í gær að í
flóttamannamálinu hefðu ýmsir val-
kostir í húsnæðismálum verið
ræddir. Hins vegar væri það Íbúða-
lánasjóður sem ráðstafaði sínum
eignum, en ekki velferðarráðu-
neytið.
Sagt vera skynsamlegt að
flóttamenn fái auðar íbúðir
Fasteignir Íbúðalánasjóðs verði nýttar Valkostir ræddir
Fasteignir Íbúðalánasjóður á fjölda eigna sem eru í leigu eða á söluskrá.
Hermann
Jónasson
Konungsbók Eddukvæða og Eldrit
séra Jóns Steingrímssonar voru
meðal þeirra handrita sem þýski
kvikmyndaleikstjórinn Werner
Herzog og samstarfsmenn hans
skoðuðu þegar þeir heimsóttu
Árnastofnun og Landsbókasafn í
gær. Herzog, sem er einn af þekkt-
ustu kvikmyndaframleiðendum
samtímans, er að að vinna að mynd
sem nefnist Into the Inferno og
fjallar um áhrif eldgosa á líf og ör-
lög fólks um heim allan í sögulegu
ljósi.
Í föruneyti Herzogs voru Clive
Oppenheimer, eldfjallafræðingur
frá Cambridge, og Andy Orchard,
prófessor í Cambridge, en hann er
sérfróður um fornnorræna menn-
ingu. Í Árnastofnun ræddu þeir við
Gísla Sigurðsson rannsóknarpró-
fessor og fengu að mynda handrit
Konungsbókar þar sem Völuspá er
varðveitt. Þetta forna kvæði virðist
fræðimönnum innblásið af reynslu
af eldgosum, sbr. „Fyllist fjörvi…“
og „Sól tér sortna“.
Í Landsbókasafni hitti Herzog
Ingibjörgu Steinunni Sverrisdóttur
landsbókavörð sem sýndi honum
handrit Jóns Steingrímssonar þar
sem greint er frá Skaftáreldunum
1783 og eftirmálum þeirra. Eldarnir
höfðu gífurleg áhrif hér á landi og
raunar víða um heim.
Herzog, sem er rúmlega sjötug-
ur, hefur unnið til margvíslegra
verðlauna á kvikmyndaferli sínum.
Hafa margar mynda hans verið
sýndar hér á landi. Oppenheimer
hefur ritað víðlesna bók um eldgos
og áhrif þeirra á mannkynssöguna.
Myndaði Völuspá
í Árnastofnun
Herzog gerir mynd um áhrif eldgosa
Ljósmynd/Jóhanna Ólafsdóttir.
Kvikmynd Werner Herzog ræðir
við Gísla Sigurðsson prófessor.