Morgunblaðið - 25.09.2015, Síða 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Guttormur V. Þormar,
skógarbóndi í Geita-
gerði í Fljótsdal, lést á
Landspítalanum í gær-
morgun, 92 ára að
aldri. Hann var íþrótta-
maður á yngri árum og
tók virkan þátt í fé-
lagsmálum sveitar
sinnar og héraðs.
Guttormur var fædd-
ur í Geitagerði 19. febr-
úar 1923, ólst þar upp
og bjó alla sína ævi.
Foreldrar hans voru
Vigfús Guttormsson
Þormar, bóndi og
hreppstjóri þar, og kona hans, Helga
Þorvaldsdóttir Þormar hjúkrunar-
kona.
Guttormur var gagnfræðingur frá
Akureyri, sat þar í framhaldsdeild
og bætti við sig námi með ýmsum
námskeiðum, svo sem kennara- og
íþróttanámskeiðum. Hann var í
nokkur ár kennari í Fljótsdalsskóla-
hverfi. Bóndi og hreppstjóri í Geita-
gerði frá 1954, fyrst með fjárbúskap
en síðan lengi skógarbóndi.
Guttormur var mik-
ill frjálsíþróttamaður.
Keppti meðal annars á
fimm landsmótum
ungmennafélaganna
og var stigahæsti
íþróttamaðurinn á sínu
fyrsta landsmóti, á
Hvanneyri 1943. Hann
starfaði í ungmenna-
félagi, Ungmenna- og
íþróttasambandi
Austurlands, félagi
ungra sjálfstæðis-
manna og vann mikið
að fræðslumálum.
Hann var í stjórnum
búnaðarfélags og skógræktarfélags
og var fulltrúi á Búnaðarþingi um
árabil. Þá var hann afar lengi hrepp-
stjóri og jafnframt í sveitarstjórn
Fljótsdalshrepps.
Guttormur var fréttaritari Morg-
unblaðsins í áratugi.
Eiginkona hans, Þuríður Dagný
Skeggjadóttir, lést fyrir tuttugu ár-
um. Börn þeirra eru Ragnheiður,
Vigfús, Jóhanna, Skeggi og Stefán,
öll Þormar.
Andlát
Guttormur V. Þormar
Röng mynd
með viðtali
Röng mynd
fylgdi með viðtali
við Þórunni Rafn-
ar Þorsteins-
dóttur, verk-
efnastjóra
sýklalyfjanæmis
á Keldum, í
Morgunblaðinu í
fyrradag. Fylgir
hér með rétt
mynd.
Myndin sem fylgdi með viðtalinu
var af Þórunni Rafnar Bjarnadóttur,
frænku Þórunnar Rafnar. Beðist er
velvirðingar á mistökunum.
Jónína er Leósdóttir
Í blaðinu í gær var rangt farið með
nafn íslensks rithöfundar sem fram
kom í vinsælum sænskum útvarps-
þætti. Um er að ræða Jónínu Leós-
dóttur. Beðist er velvirðingar á mis-
tökunum.
LEIÐRÉTT
Þórunn Rafnar
Þorsteinsdóttir
Síðumúla 13 | 108 Reykjavík | Sími 571-3566
Opið:
Þri. - föst. 10-18
laugardaga 11-16
Aðeins það besta
fyrir barnið!
yndislegur, mjúkur, lífrænn,
fatnaður og fylgihlutir
frá by Heritage
facebook.com/biumbiumstore
Instagram: @biumbiumstore
SLIK -SLÉTTUJÁRN
SLIK -KEILUJÁRN
slik -hárblásari
SLIK -KRULLUJÁRN
lúxushártækjalína
fyrirþásemviljaaðeinsþaðbesta
Fæst í öllum helstu
raftækjaverslunum á ÍslandiBæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Flottir toppar
Verð 7.900 kr.
str. M-XXXL fleiri litir
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
sendi frá sér tilkynningu í gær þar
sem tilgreint er að hænsnahald í
Reykjavík sé háð leyfi. Vísað er í
samþykkt frá því í fyrra þar sem til-
greint er að við leyfisveitingu þurfi
að sækja um hana hjá Heilbrigðis-
eftirlitinu og að samþykki eigenda
aðliggjandi lóða þurfi að fylgja um-
sókninni. Þá segir að ef hænsna-
hald sé hafið án leyfis beri að snúa
sér tafarlaust til Heilbrigðiseftir-
litsins og sækja um leyfi. Ef um er
að ræða fjöleignarhús skal að auki
liggja fyrir samþykki sameigenda. Í
lögum segir að leyfilegt sé að halda
fjórar hænur með unga en engan
hana innan borgarmarkanna. Han-
ar eru bannaðir sökum þess að þeir
geta raskað ró íbúa í morgunsárið
með gali sínu. Hænsnahald er ýms-
um takmörkunum háð. Húsnæði
þarf t.a.m að vera í lagi og lóð af
ákveðinni stærð. vidar@mbl.is
Hænsnahald háð leyfi borgaryfirvalda
mbl.is
Ágreiningur er á milli innanríkis-
ráðuneytisins annars vegar og
Hæstaréttar, Lögmannafélags Ís-
lands og dómstólaráðs hins vegar
um hvort jafnréttislög eigi við um
dómnefnd sem metur hæfni um-
sækjenda um störf hæstaréttardóm-
ara. Eingöngu karlar eiga nú sæti í
dómnefndinni. Regla um skipun
dómara kom ný inn í lög á árinu 2010
sem felur það í sér að stjórnskipuð
nefnd skuli ráða þessu, þó þannig að
ráðherrann getur borið afstöðu sína
undir Alþingi ef hann vill ekki lúta
vilja nefndarinnar. Skipan dóm-
nefndarinnar hefur verið gagnrýnd í
kjölfar þess að hún mat Karl Ax-
elsson hæfari en þau Ingveldi Ein-
arsdóttur og Davíð Þór Björgvins-
son til að gegna starfi hæstaréttar-
dómara. Fimm karlmenn skipa
nefndina en engin kona. Í svari inn-
anríkisráðuneytisins við fyrirspurn
mbl.is um hvers vegna dómnefndin
var aðeins skipuð körlum þrátt fyrir
þetta ákvæði jafnréttislaga segir að
ráðuneytið telji að lög um jafna
stöðu og jafnan rétt karla og kvenna
nr. 10/2008 eigi við um skipun í þessa
nefnd eins og aðrar nefndir. Ráðu-
neytið bendi ávallt á þetta í bréfum
sínum til tilnefningaraðila þegar til-
nefninga sé óskað. Hins vegar hafi
ekki allir tilnefningaraðilar verið
sammála þessari túlkun ráðuneyt-
isins, þ.e. Hæstiréttur, Lögmanna-
félag Íslands og dómstólaráð. „Mér
finnst ekki gott að í svona nefnd velj-
ist einungis karlmenn. Dómstólar í
landinu þurfa líka að endurspegla
þjóðfélagið. Mér finnst þessi skipun
mála ekki styðja við þá skoðun mína.
Ég held að það sé nauðsynlegt að
skoða það hvernig þessar tilnefn-
ingar fara fram og ég hygg að þessi
sjónarmið þeirra séu ekki í anda
jafnréttislaga,“ segir Ólöf Nordal
innanríkisráðherra.
Telja jafnréttislög ekki gilda um dómnefnd
Ráðherra vill endurskoða lög um skipan hæstaréttardómara Eingöngu karlar í dómnefndinni
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Nefnd Fimm karlar eru í dómnefnd.