Morgunblaðið - 25.09.2015, Page 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Rauðagerði 25 · 108 Reykjavík · Sími 440 1800 · www.kaelitaekni.is
Okkar þekking nýtist þér
Frystikistur á
tilboðsverði
20% afsláttur
Tilboð gildir meðan birgðir
endast.
FR205 190L B74xD70xH95
1 karfa, læsing á loki
hjól undir kistu
FR305 278L B98xD70xH95
2 körfur, læsing á loki
hjól undir kistu
FR405 385L B128xD70xH95
2 körfur, læsing á loki
hjól undir kistu
FR505 463L B150xD70xH95
3 körfur, læsing á loki
hjól undir kistu
FR605 567L B180xD70xH95
3 körfur, læsing á loki
hjól undir kistu
Verð áður kr. 94.359
Verð nú kr. 75.488 m. vsk.
Verð áður kr. 108.534
Verð nú kr. 86.827 m. vsk.
Verð áður kr. 117.173
Verð nú kr. 93.738 m. vsk.
Verð áður kr. 131.820
Verð nú kr. 105.456 m. vsk.
Verð áður kr. 161.518
Verð nú kr. 129.214 m. vsk.
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Þegar fram líða stundir og al-vara lífsins tekur viðstanda pör af ólíku þjóðernioft frammi fyrir þeim
vanda að ákveða í hvoru landinu
stofna skuli framtíðarheimili. Henn-
ar landi eða hans? Fyrst hennar svo
hans? Eða öfugt? Flakka á milli
landa? Embla Þórsdóttir og Klaus
Wallberg Andreasson voru ekkert –
frekar en trúlega margt ungt fólk í
svipuðum sporum – að pæla á þess-
um nótum þegar þau kynntust á
Havaí árið 1999. Hún var í sálfræði
með sagnfræði sem aukafag í Hawaii
Pacific-háskólanum í Honolulu og
Daninn var bara „ligeglad“ á bak-
pokaferðalagi.
Ástfangin upp yfir haus,
áhyggjulaus og barnlaus fannst þeim
liggja beinast við að Embla flyttist til
Kaupmannahafnar þar sem Klaus
bjó og starfaði sem lögreglumaður í
vegabréfaeftirlitinu á Kastrup-
flugvelli. „Við tókum á leigu litla íbúð
í Sydhavnen, skammt frá Kaup-
mannahöfn. Fljótlega fór ég að upp-
lifa mig svolítið utanveltu, mér fannst
Danir lokaðir og var einfaldlega ekk-
ert ofboðslega hrifin af að búa þarna.
Þegar ég varð ófrísk 2006 ákváðum
við því að prófa að búa á Íslandi, enda
sá ég ekki fyrir mér að búa til fram-
búðar í Danmörku,“ segir Embla og
viðurkennir að óyndi sitt kunni að
hafa stafað af því að framan af talaði
hún ekki nógu góða dönsku. Svo
saknaði hún fjölskyldunnar.
Á ferð og flugi
Vaktafyrirkomulagið í starfi
Klaus; vinna í sex eða sjö daga og frí í
jafnmarga, hentaði vel og gerði hon-
um kleift að fljúga á milli og búa með
sinni heittelskuðu á Íslandi í
vaktafríum. „Við fengum hluta ferða-
kostnaðarins endurgreiddan frá
danska skattinum, sem var mikill
plús,“ upplýsir Embla.
Ungu hjónin voru alsæl í kjall-
araíbúð sem þau leigðu af ömmu
Emblu. Og ekki minnkaði sælan þeg-
ar Askur, fyrsta barn þeirra af þrem-
ur, leit dagsins ljós. Tæpu ári síðar
landaði Embla starfi sem verkefna-
stjóri í lagadeild Háskóla Íslands.
Þeim fannst gott að búa á Íslandi.
„Öfugt við marga stóðum við ágæt-
lega að vígi fjárhagslega eftir hrun,
enda bæði í fastri vinnu og skuldlaus.
Þótt við værum ríkisstarfsmenn og
sem slíkir ekkert ofalin á laununum
munaði mikið um að Klaus var með
tekjur í erlendri mynt.“
Þau hjónin höfðu raunar aldrei
verið jafn vel stæð. Þegar von var á
öðru barni fóru þau fremur létt með
að kaupa sér parhús í Vesturbæ
Reykjavíkur. Þar hreiðraði fjöl-
skyldan um sig þegar Ísabella Ýr var
aðeins tveggja vikna. „Klaus ætlaði
ekki að trúa mér þegar ég sagði hon-
um hvernig lánafyrirkomulagið væri
á Íslandi. Í Danmörku er hægt að fá
óverðtryggð lán til 30 ára með 3%
vöxtum, þannig að maður greiðir þau
raunverulega niður og eignast þar af
leiðandi hraðar miklu meiri hlut í
húsnæðinu en ef maður tæki jafn
hátt lán á Íslandi.“
Ströggl að ná endum saman
Verðbólgan var lítil sem engin
og þau voru búin að reikna út
greiðslubyrðina af láni sem þau tóku
fyrir húsinu. Enda voru það ekki ein-
göngu afborganirnar sem fóru smám
saman að íþyngja þeim, heldur dýr-
tíðin alræmda. Árið 2013 fóru þau að
hugsa sér aftur til hreyfings. „Með
þokkalegar tekjur var orðið ströggl
að ná endum saman. Við gátum ekki
almennilega fest fingur á hvers
vegna saxaðist æ meira á launin og
að við vorum yfirleitt í mínus um
mánaðamót. Okkur fannst allt hækka
í verði og mjög dýrt að eiga barn,
hvað þá tvö. Flest sem viðkemur
börnum er dýrt á Íslandi, til dæmis
leikskóli og frístundaheimili. Líka
bíll og bensín, en með börn á fram-
færi er ómögulegt annað en að eiga
bíl á Íslandi.“
Dýrtíðin og hversu erfitt reynd-
ist að ná endum saman var aðal-
ástæða þess að Embla og Klaus tóku
ákvörðun um að freista gæfunnar í
Kaupmannahöfn á nýjan leik. Einnig
spilaði inn í að þau langaði að leyfa
börnunum að upplifa að búa í Dan-
mörku. Síðast en ekki síst langaði
þau að eignast þriðja barnið og
Embla sá ekki fram á að geta verið í
fullri vinnu og jafnframt að hugsa ein
um þrjú börn aðra hvora viku í fjar-
veru Klaus. Það þriðja var á leiðinni í
júní 2014 þegar fjölskyldan flaug ut-
an.
Þau vildu þó ekki brenna allar
brýr að baki sér, leigðu húsið og
Embla fékk tveggja ára launalaust
leyfi. Þá var meiningin að endurmeta
stöðuna, hvernig börnin þrifust í
skólanum og þvíumlíkt. Stefnan var
tekin á Søborg, þar sem þeim hafði
boðist húsnæði til leigu. Embla er
nýbúin að láta fyrrverandi vinnuveit-
endur sína vita að hún komi ekki aft-
ur til starfa, þau eru að leita að hent-
ugu húsnæði til kaups og henni finnst
ekki lengur leiðinlegt að búa í Dan-
mörku. „Allt önnur upplifun en áð-
ur,“ segir hún.
Tvítyngd á íslensku
og dönsku
„Börnin eru himinlifandi og hafa
aðlagast vel í skólanum. Þau voru
fljót að ná dönskunni, enda hefur
Klaus alltaf talað við þau á dönsku.
Þótt ég tali við þau á íslensku eru þau
strax farin að tala dönsku sín á milli.
Okkur finnst mikilvægt að þau séu
tvítyngd. Annars hef ég engar
áhyggjur af að þau glati íslenskunni
því þau eru í nánum tengslum við
ömmu sína og afa, sem til dæmis hafa
boðið þeim að vera hjá sér í tvær vik-
ur í sumarbústað næsta sumar.“
Sjálf bjó Embla í fjögur ár á
Bretlandi sem barn þegar foreldrar
hennar voru þar í námi og átti ekki í
neinum vandræðum með að fara úr
ensku yfir í íslensku og öfugt.
Þar sem hún var hálfnuð með
meðgönguna þegar fjölskyldan sett-
ist að í Søborg fékk hún hvorki ís-
lenskan fæðingarstyrk né þann
danska. Hún lenti „á milli kerfa“,
eins og hún segir, því til að fá slíkan
styrk í Danmörku þarf verðandi for-
eldri að hafa unnið í landinu í sex
mánuði. „Klaus fékk því 14 vikna
fæðingarorlof á fullum launum, en
annars hefði okkur verið í sjálfsvald
sett hvernig við skiptum þessum vik-
um á milli okkar. Og þá hefði ég líka
getað tekið launað leyfi í tvær vikur
fyrir settan fæðingardag og við skipt
með okkur 26 vikna fæðingarorlofi
Er grasið grænna
í Danmörku?
Hátt í eitt þúsund manns fluttust búferlum frá Íslandi til Danmerkur árið 2014,
þar af 829 íslenskir ríkisborgarar. Hjónin Embla Þórsdóttir og Klaus Wallberg
Andreasson og börn voru í þeim hópi. Fjölskyldunni líður vel í Søborg og er ekkert
á leiðinni „heim“ – ekki í bráð að minnsta kosti.
Fjölskylduvænt umhverfi Embla og Baldur við leikskóla Ísabellu Ýrar.
Buslað Klaus, Askur og Baldur. Í lestinni Askur og Ísabella Ýr.
„Fjölskyldan getur lif-
að góðu lífi af launum
eiginmannsins, en við
rétt skrimtum af laun-
um okkar beggja á Ís-
landi.“
Vistbyggðarráð, sem 32 fyrirtæki, að-
allega arkitekta- og verkfræðistofur
og stofnanir í byggingariðnaði, tóku
sig saman um að stofna 2010, hefur
þann tilgang að vera leiðandi vett-
vangur á sviði sjálfbærrar þróunar
við skipulag, hönnun, byggingu og
rekstur og viðhald mannvirkja á Ís-
landi.
Markmiðið er að hvetja til stöðugra
umbóta í anda sjálfbærrar þróunar í
mannvirkjagerð og skipulagi og
stuðla þannig að því að þjóðin geti til
framtíðar búið við heilbrigð og góð
lífsskilyrði í vistvænni byggð.
„Ef litið er á þróun í byggingariðn-
aði á Íslandi á síðustu hundrað árum
eða svo má glögglega sjá að gæði
mannvirkja hafa aukist svo um mun-
ar. Á sama tíma hefur þróun í átt að
vistvænni aðferðum við hönnun,
byggingu og skipulag byggðar ekki
verið fyrirferðarmikil,“ segir m.a. á
vefsíðu Vistbyggðarráðs, en þar er
ýmis fróðleikur fyrir lærða og leika.
Vefsíðan www.vbr.is
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Mannvirki Mikilvægt að viðhafa vistvænar vinnuaðferðir í byggingariðnaði.
Þróun manngerðs umhverfis
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.