Morgunblaðið - 25.09.2015, Side 11
Dansk/íslenska fjölskyldan Embla og Klaus með börnunum sínum,
Aski níu ára, Ísabellu Ýri sex ára og Baldri níu mánaða.
eins og allir geta tekið á launum sem
eru sambærileg við atvinnuleys-
isbætur.“
Skilvirkni til fyrirmyndar
Hún þurfti þó hvorki að borga
fyrir sónarmyndatökur né reglulega
mæðraskoðun frekar en Dani væri.
„Þjónustan var til fyrirmyndar, bæði
fyrir og eftir fæðingu Baldurs í des-
ember 2014. Ósköp svipuð og á Ís-
landi, nema kannski meiri lúxus því
ungbarnaskoðanir eru gerðar í
heimahúsum. Og svo eru allar nýbak-
aðar mæður sendar heim með fullan
poka af bleium og ýmsum þarfaþing-
um fyrir barnið,“ segir hún.
Aftur á móti fannst henni ólíku
saman að jafna þegar kom að því að
fá heimilislækni. „Afar einfalt. Klaus
fór á bæjarskrifstofuna, skráði nafn
og aldur allra í fjölskyldunni og innan
tíðar vorum við komin með heimilis-
lækni, skóla fyrir Ask, leikskóla fyrir
Ísabellu Ýri og ungbarnavist fyrir
Baldur þegar hann verður eins árs.
Engin bið í leikskólann eins og á Ís-
landi þar sem börn sem fædd eru í
óheppilegum mánuði þurfa að bíða í
hálft ár eftir plássi,“ segir Embla og
rómar skilvirknina á flestum sviðum.
Bæjarfélagið, eða kommune eins og
það kallast á dönsku og saman-
stendur af Søborg og fjórum ná-
grannabæjum, tók fjölskyldunni með
kostum og kynjum. „Við fengum
pakka sem innihélt meðal annars
fimm bíómiða, fimm miða í bátsferð á
vatni í grenndinni og frímiða í sund-
laugina. Með þessu var bréf með
ýmsum gagnlegum upplýsingum fyr-
ir barnafjölskyldur, en bærinn kapp-
kostar einmitt að vera mjög barn-
vænn.“
Lifa góðu lífi af
launum eiginmannsins
Eins og í Reykjavík er dýrt að
leigja húsnæði í Kaupmannahöfn og
nágrenni. Með rafmagni og hita
borga þau hjónin sem samsvarar um
210 þúsund íslenskum krónum fyrir
parhúsið. Að öðru leyti virðist Emblu
flest ódýrara en á Íslandi. „Fjöl-
skyldan getur núna lifað góðu lífi af
launum eiginmannsins, en við rétt
skrimtum af launum okkar beggja á
Íslandi. Hér munar líka um að við
þurfum ekki að eiga og reka bíl því
samgöngur með lestum og strætis-
vögnum eru sérstaklega góðar.“
Hún er þó farin að leita að vinnu
og langar að vera komin út á vinnu-
markaðinn fljótlega eftir að Baldur
fær inni á ungbarnavistinni. Hún
saknar svolítið gamla starfsins síns í
HÍ og gæti vel hugsað sér að fá svip-
aða stöðu í háskóla. Mest saknar hún
þó fjölskyldunnar, en Klaus heitu
pottanna í sundlaugunum. Embla
útilokar ekki að einhvern tímann
flytjist fjölskyldan búferlum til Ís-
lands, en væntanlega þá ekki fyrr en
börnin eru komin vel á legg. Spurð
hvort grasið sé grænna í Danmörku
svarar hún játandi og lætur þess get-
ið að hitinn sé 17 gráður.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Íslendingar elska Skoda enda eru vandfundnari bílar sem henta íslenskum fjölskyldum betur. Þeir eru einstaklega rúmgóðir,
sparneytnir, endingargóðir og frábærir í endursölu. Komdu við hjá okkur í Heklu og prófaðu skemmtilega Skoda.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is
SKEMMTILEGUR
ÁALLAVEGU
Nýr SKODAOctavia frá 3.420.000 kr.
Það er alveg ótrúlegt hvað pör, sem
voru kannski búin að vera saman í
langan tíma, læra um hvort annað
þegar þau byrja að búa saman. Ég
hef núna búið með manni í tæplega
þrjú ár og reglulega kemur eitt-
hvað undarlegt í ljós. En það sem
ég lærði hratt og örugglega á
fyrstu vikum okkar sambúðar var
það að maðurinn var algjört viðrini
þegar kom að ákveðnum hlutum.
Í fyrsta lagi má aldrei neitt vera
ofan í vaskinum. Uppvaskið skal
klárast strax og þá meinum við
strax. Ég veit ekki hversu oft hinir
meðlimir fjölskyldunnar eru byrj-
aðir að borða kvöldmat á meðan
maðurinn stendur yfir vaskinum
fussandi og sveiandi. „Það verður
að gera þetta strax, annars festist
þetta í pönnunni,“ heyrist hann
muldra við sína bestu vini, upp-
þvottalöginn og burstann. Síðan er
þvottahúsið hans heilagi staður, þar
finnur hann hugarró. Hugarróin
breytist þó fljótt í vonbrigði þegar
að sambýliskonan reynir að
hjálpa til við að ganga frá
þvottinum. Hún nefnilega
kann ekki að brjóta rétt
saman, eins og hann segir.
Sambýlismaðurinn sér þó
líklega eftir þeirri
móðgun því að hér eftir
hef ég ekki brotið sam-
an eina flík af mann-
inum. Ég nefnilega
kann það sko ekki. Það
þarf líka alveg rosalega
mikið allt að vera á sín-
um stað í 40 fermetra
íbúðinni okkar. Það er
auðvitað alveg ótrúlega
erfitt fyrir konu á besta
aldri sem á alveg rosa-
lega mikið af dóti í litlu
plássi. Það hljóta nú allar
konur og menn sem nota
sokkabuxur að kannast við tilfinn-
inguna að fara úr þeim eftir langan
vinnudag. Fátt meira fullnægjandi.
En svo verða þær eftir í sófanum.
Eða inn á baðherbergi. Eða
kannski bara undir eldhúsborðinu.
Hvað heldur hann að ég sé, einhver
ofurkona sem muni bara alltaf hvar
hún fer úr sokkabuxum? Nei, ég er
bara venjuleg subba. Skulum ekk-
ert vera að fara út í muninn á fata-
skápunum okkar. Það liggur við að
bolirnir hans séu í stafrófsröð á
meðan minn helmingur lítur út eins
og fataskápur konu á flótta undan
morðingja. Mamma
signdi sig þegar hún sá
þetta um daginn. En
nú höfum við búið
saman í næstum því
þrjú ár og hann hefur
voða lítið náð að kenna
mér með almennt hrein-
læti. Ég hlýt að þjást af
mótþróastreituröskun. Ég
meina vel samt. Ég bara
man ekki að vera snyrti-
leg. Eitt hefur þó komist
inn í hausinn á mér og
það er uppvaskið. Í dag
þoli ég ekki fulla vaska af
leirtaui og fæ hroll við til-
hugsunina. Stærsti sigur
sambýlismannsins, það er
ljóst.
»Hvað heldur hann aðég sé, einhver of-
urkona sem muni bara allt-
af hvar hún fer úr sokkabux-
um?
HeimurAuðar
Auður Albertsdóttir
audura@mbl.is