Morgunblaðið - 25.09.2015, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
F
A
S
T
U
S
_
H
_
3
2
.0
5
.1
5
Fastus ehf., - Velkomin í verslun okkar. Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900
Resorb Sport
Þegar þú stundar úthaldsíþróttir eins
og hjólreiðar, fjallgöngur, hlaup o.fl.
• Bætir upp vökvatap
• Minnkar líkur á vöðvakrömpum
• Flýtir endurheimt (recovery)
• Bragðgóður og handhægur
• Inniheldur m.a. magnesium
Fæst í fjölmörgum apótekum
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Það blasir dökk mynd við stjórn-
endum sveitarfélaga vegna nýrra og
þungra klyfja sem þeim eru bundn-
ar með kjarasamningum ársins.
Gera má ráð fyrir því að bregðast
þurfi við með fækkun starfsfólks
sveitarfélaga. Þetta kom fram í
setningarávarpi Halldórs Halldórs-
sonar, formanns Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga, á fjármálaráð-
stefnu sveitarfélaga í gær. „Við
stefnum fram af brúninni, vitum öll
að við þurfum að bremsa en enginn
er tilbúinn að stíga á bremsurnar,“
sagði hann.
Verkefni sveitarfélaga aukast
jafnt og þétt, stöðugildum fjölgar
um 2% á milli ára, launakostnaður
fer stöðugt vaxandi og rekstaraf-
koman hefur breyst til hins verra.
Nauðsynlegt er að styrkja og
breikka tekjustofna sveitarfélaga og
eru uppi ýmsar hugmyndir á vett-
vangi þeirra um aukna hlutdeild í
tekjum ríkisins. Ástandið kallar á
auknar tekjur að sögn Karls Björns-
sonar, framkvæmdastjóra Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga, sem
rakti nokkra möguleika skv. stefnu-
mörkun sveitarfélaga og sóknarfær-
in.
Endurgreiðslur vsk. og
niðurfelling undanþága
Rætt er um að reglum um endur-
greiðslu virðisaukaskatts verði
breytt og að starfsemi sveitarfélaga
myndi ekki skattstofn fyrir ríkið.
Felldar verði niður allar undanþág-
ur frá álagningu fasteignaskatts og
öll mannvirki verði metin til fast-
eignamats. Þá fái sveitarfélög aukna
hlutdeild í skattstofnum ríkisins.
Karl sagði að sveitarfélögin borg-
uðu 8-10 milljarða í virðisaukaskatt
til ríkisins á ári. Taka þurfi upp al-
vöru viðræður við ríkið um þetta lið
fyrir lið og endurvekja ígildi endur-
greiðslu á virðisaukaskatti vegna
fráveituframkvæmda og taka upp
viðræður um víðtæka endurgreiðslu
á virðisaukaskatti til sveitarfélaga.
Karl benti líka á að fjöldi mann-
virkja væri undanþeginn fasteigna-
skatti í dag, t.d. flugvellir, vegir og
götur, svæði í almannaþágu, rafveit-
ur, vatns- og skólpveitur, lönd fyrir
greftrunarstaði manna, fjarskipta-
virki fyrir utan hús, vitar o.fl.
Hann nefndi líka dæmi þar sem
fella mætti niður allar undanþágur
frá álagningu fasteignaskatts, s.s.
kirkjur, bænahús og samkomuhús
annarra trú- og lífsskoðunarfélaga,
safnahús o.fl. og skoða þurfi endur-
gjaldslausar lóðir undir framhalds-
skóla, sjúkrastofnanir, kirkjur og
bænahús í þessu samhengi.
Þá sjá sveitarfélögin mikil
sóknarfæri á hlutdeild í tekjum af
raforkuframleiðslu að sögn Karls,
t.d. með því að fella niður undanþág-
ur frá fasteignamati vegna raf-
veitna, en þ. á m. eru línur til flutn-
ings raforku ásamt burðarstólpum
og spennistöðvum. Bæta þarf inn
mati á stíflum, jarðgöngum, vatns-
réttindum og lagnavirkjum jarðhita-
mannvirkja og einnig mati á vind-
myllum.
Þá telja forsvarsmenn sveitarfé-
laga eðlilegt að þau fái hlutdeild í
tekjum af umferð. Nettóútgjöld
sveitarfélaga til gatna- og vegagerð-
ar eru um 7 milljarðar á ári en þau
bera ábyrgð á 15% vegakerfisins. Ef
þau fengju 15% af heildartekjum
vegna vegamála næmu tekjurnar
um 4,8 milljörðum á ári. Fjármun-
unum mætti svo skipta milli sveitar-
félaganna miðað við lengd gatna og
vega að mati Karls, sem einnig benti
á að ríkið fengi um 2 milljarða á ári í
bensínskatt af bílaleigubílum.
Þá vilja sveitarfélögin að skoðuð
verði hlutdeild þeirra í skattlagn-
ingu fyrirtækja. Karl sagði að ríkið
hefði fengið 59 milljarða í fyrra frá
lögaðilum. 10% hlutur sveitarfélaga
myndi t.d. skila þeim 5,9 milljörðum.
Ef farið yrði að hugmyndum sveit-
arfélaga um endurgreiðslur trygg-
ingagjalds fengju þau 2,3 milljarða
kr.
Fram kom í umræðum á ráðstefn-
unni að sveitarfélög fengju of litlar
tekjur af ferðamönnum en bæru
mikinn kostnað á móti vegna fjölg-
unar þeirra. Karl rakti hugmyndir
um aukna hlutdeild sveitarfélaga í
tekjum af ferðaþjónustunni og benti
á að heildartekjur hins opinbera af
ferðaþjónustunni í fyrra væru metn-
ar á 40 til 54 milljarða og ríkið fengi
langstærsta hluta þess. Sveitar-
félögin þurfi að fá beina fjárstyrki
til uppbyggingar á ferðamannastöð-
um án krafna um mótframlag.
Karl birti einnig tölur frá ríkis-
skattstjóra um arðgreiðslur til eig-
enda fyrirtækja. Þær námu 29,5
milljörðum í fyrra og hækkuðu um
53,6% frá fyrra ári. Ríkið fær 20%
fjármagnstekjuskatt af þessum arði
en Karl sagði að ef sveitarfélögin
fengju t.d. þriðjung af því hefðu
tekjurnar numið 2 milljörðum í
fyrra. Miða mætti dreifingu þessara
tekna við lögheimili viðtakanda
arðsins.
Auk þessa nefndi Karl möguleika
á að sveitarfélög fengju hlutdeild í
tekjum af fiskeldi, t.d. miðað við
eldisrúmmál í sjó eða gjald á fram-
leitt kíló. Loks nefndi hann veiði-
gjöld og sagði að ef sveitarfélögin
hefðu átt 20% hlutdeild í veiðigjöld-
um hefðu tekjur þeirra á seinustu 3
fiskveiðiárum numið 5,5 milljörðum.
Launapakkinn hækkaði
um 17 milljarða á milli ára
Fram kom í máli Gunnlaugs Júl-
íussonar, sviðsstjóra hag- og upplýs-
ingasviðs sambandsins, að nýjustu
kjarasamningar væru sveitarfélög-
um dýrir og ekki væru öll kurl kom-
in til grafar í þeim efnum. Benti
hann á að laun hækkuðu líka aft-
urvirkt um 4% frá 1. maí 2014 vegna
endurskoðunar starfsmats og launa-
kostnaðurinn á árinu 2014 væri því í
raun umfram það sem fram kemur í
ársreikningum þess árs.
Þegar síðastliðið ár er borið sam-
an við árið á undan kemur í ljós að
tekjur sveitarfélaga jukust um lið-
lega 5% frá ári til árs en útgjöldin
um nær 12%. „Launapakkinn hækk-
aði úr tæplega 113 milljörðum í 130,
eða um 15,1%,“ sagði hann.
Gunnlaugur fór yfir íbúaþróun í
sveitarfélögum og þær breytingar
sem eru að eiga sér stað á aldurs-
samsetningu íbúanna en víða væri
sú breyting veruleg þar sem þjóðin
væri að eldast. Spáð væri að að íbú-
um yfir 67 ára aldri muni fjölga um
helming á næstu 15 árum eða svo.
Það hefur fækkað í yfir helmingi
sveitarfélaga að sögn hans. Af 74
sveitarfélögum hefur íbúum fækkað
í 42 sveitarfélögum frá 1998. Í
nokkrum er fækkunin yfir 20% og
yfir 30% í einu. ,,Ég þekki það frá
umræðunni um búsetuþróun í öðr-
um norrænum ríkjum, að svo mikil
íbúafækkun er talin vera veruleg
íbúafækkun.“
Ástandið kallar á meiri tekjur
Margar hugmyndir kynntar um aukna hlutdeild sveitarfélaga í skatttekjum á fjármálaráðstefnu
„Stefnum fram af brúninni“ Af 74 sveitarfélögum hefur íbúum fækkað í 42 sveitarfélögum frá 1998
Hlutfallsleg breyting á íbúafjölda á árunum 1998-2015 eftir sveitarf.
Heimild: Samband íslenskra sveitafélaga
Fjölgun >20%
Fjölgun 0-20%
Fækkun 0-20%
Fækkun >20%
Mikið var fjallað um húsvandann á
fjármálaráðstefnu sveitarfélaga í
gær, m.a. um nauðsyn breytinga á
byggingarreglugerð til að draga úr
byggingarkostnaði. Eygló Harðar-
dóttir velferðarráðherra sagði í svari
við fyrirspurn að kynnt yrði á næstu
dögum hvað til stæði. ,,Ég, iðnaðar-
ráðherra og umhverfis- og auðlinda-
ráðherra ætlum að taka höndum
saman, ásamt okkar undirstofnunum
og fara af stað með verkefnið, þar
sem markmiðið er að lækka bygg-
ingarkostnað. Við erum búin að tala
um það við nokkur sveitarfélög og
við sambandið að við erum að bjóða
ykkur til samstarfs í þetta verkefni,“
sagði hún.
Núna þurfi allir að setjast að sama
borði og lýsa því hvað hver og einn
getur gert til þess að ná fram þess-
um markmiðum. Ég er ekki bara að
tala um þetta eingöngu á grundvelli
félagslegs húsnæðis eða þess sem
snýr beint að mínum málaflokkum,
heldur að við þurfum að ná niður
kostnaði við húsnæði almennt,“
sagði hún. Sagðist hún vilja bjóða
sem flestum til þessa samtals og
safna saman hugmyndum.
Ætlum að taka
höndum saman
Ráðherra boðar víðtækt samstarf
Morgunblaðið/Eggert
Sveitarstjórnarmál Tveggja daga fjármálaráðstefnu lýkur á hádegi í dag.