Morgunblaðið - 25.09.2015, Blaðsíða 14
Mörg hótel í pípunum
» Á næstu misserum verða
opnuð ný hótel við Laugaveg
34a og 36, á Vegamótastíg,
sunnan við hús Máls og menn-
ingar, í Hafnarstræti, við
Laugaveg 120, í Lækjargötu og
í Brautarholti, svo aðeins
nokkur dæmi séu nefnd.
» Allar helstu hótelkeðjurnar í
miðborg Reykjavíkur eru að
fjölga hjá sér gistirýmum.
» Gististaðir veltu 22,3 millj-
örðum á fyrri hluta ársins.
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Hjálmar Sveinsson, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs Reykjavík-
ur, reiknar með að tillaga, sem felur í
sér að leitað verði leiða til að tak-
marka gistirými í miðborginni, verði
samþykkt í næstu viku.
Svæðið sem horft er til er fyrst og
fremst svæði M1a á kortinu hér til
hliðar en jafnframt eru hugmyndir
um takmarkanir
á svæðinu M1c.
Eins og sjá má
eru svæðin stór.
Tilefnið er mik-
il fjölgun gisti-
rýma í íbúðar-
húsnæði og
samsvarandi
fækkun íbúa í
miðborginni. Til-
lagan var borin
upp í síðustu viku
og er svohljóðandi: „Umhverfis- og
skipulagssviði er falið að leita leiða
til að takmarka breytingar á land-
notkunarheimildum í miðborg
Reykjavíkur til að koma í veg fyrir
að íbúðir víki fyrir gistirýmum. Er
það rökrétt framhald af kvótasetn-
ingu á hlutfall gistirýma af heildar-
fermetrafjölda bygginga í deiliskipu-
lagi Kvosarinnar. Umhverfis- og
skipulagssvið skili tillögum þar að
lútandi til umhverfis- og skipulags-
ráðs.“
Getur að hámarki verið 23%
Hjálmar rifjar upp að í ársbyrjun
hafi umhverfis- og skipulagsráð sam-
þykkt tillögu um að setja hámark á
starfsemi hótela í gömlu Kvosinni.
Eftir þá samþykkt getur hótel-
rekstur að hámarki verið á 23%
byggðra fermetra á svæðinu.
Hann segir hlutfall hótela í Kvos-
inni nú um 15% og að hámarkinu
verði náð þegar fyrirhuguð hótel
hafa risið í Hafnarstræti 17-19, á
horni Vonarstrætis og Lækjargötu
og í Landsímahúsinu svonefnda.
Hjálmar vísar til kortsins úr Aðal-
skipulagi Reykjavíkur, 2010 til 2030,
sem hér er endurgert.
„Í stuttu máli er svæðið M1a skil-
greint sem miðborgarkjarni. Þar eru
heimildir fyrir fjölþætta og blandaða
atvinnustarfsemi ríkjandi. Aftur á
móti er kveðið á um íbúðir og fasta
búsetu í M1c og að lágmarki 40%
[fermetrafjöldans] þar skuli vera
undir íbúðarhúsnæði. Þetta svæði
nær meðal annars til efsta hluta
Skólavörðustígs. Á þessu svæði nýt-
ur íbúðarbyggð ákveðinnar verndar.
Við höfum verið að endurskoða M1a-
svæðið og sáum meðal annars
ástæðu til að skerpa á ákveðnum
hlutum í Kvosinni,“ segir Hjálmar og
vísar til hótelkvótans.
„Það má segja að tillagan sem nú á
eftir að samþykkja feli í sér athugun
á því hvort það sé skynsamlegt að
vera með samsvarandi takmarkanir
á M1a, svæðinu sem teygir sig upp
frá Laugavegi og að Snorrabraut.
Áhyggjur af rúmum heimildum
Tillagan kom fram vegna þess að
menn hafa áhyggjur af því að þessar
rúmu heimildir á atvinnustarfsemi á
svæðinu geti orðið til þess að allt
íbúðarhúsnæði fari undir gistirými.
Það samræmist ekki mikilvægu
markmiði í aðalskipulagi um að hafa
byggð eins blandaða og hægt er.“
Hann segir þetta bæði eiga við um
svæðin M1a og M1c.
Spurður hvort til greina komi að
tiltekið hlutfall húsnæðis á svæðinu
M1a verði að vera íbúðir í lang-
tímaleigu, eða fastri notkun, segir
Hjálmar ekki búið að útfæra það.
Hann bendir svo á að svæðið M1a sé
nýtt á mismunandi hátt. T.d. séu fáar
íbúðir í Kvosinni. „Ég reikna með að
þessi tillaga verði samþykkt í næstu
viku. Þá er embættismönnum sviðs-
ins falið að koma fram með tillögur
um hvort það sé gerlegt og hvernig
best væri að koma á slíkum takmörk-
unum. Þá erum við að tala um tak-
markanir á hótelvæðingu og um leið
verndun á annars konar starfsemi og
nýtingu á svæðinu.“
Hjálmar reiknar aðspurður ekki
með að til samskonar aðgerða verði
gripið á svæðinu M1b, sem meðal
annars Borgartúnið heyrir undir.
Hann viðurkennir að það geti ver-
ið vandkvæðum bundið að takmarka
útleigu á íbúðum til ferðamanna í
skammtímaleigu. Eignarrétturinn
og réttur til að ráðstafa eign sé ríkur.
Til skoðunar að setja skorður
„Það er hins vegar verið að skoða
hvort hægt sé að gera eins og í sum-
um borgum og setja skorður á leigu
íbúða í gegnum vefi eins og Airbnb.
Það er eitt ef fjölskylda leigir út
íbúðina sína í einn sumarmánuð en
annað þegar einstaklingar eiga orðið
70-80 íbúðir í miðborginni og leigja
þær á þennan hátt. Það er svolítið
mikilvægur munur á því.“
Hjálmar segir framlagningu til-
lögunnar hafa frestast vegna mikils
fjölda mála á dagskrá.
„Við teljum óhætt að setja spurn-
ingarmerki þegar heilum íbúðar-
húsum er breytt í hótel. Með því er
verið að breyta því í atvinnuhúsnæði.
Það er mikilvægur þáttur í aðal-
skipulaginu að þétta byggðina og
fjölga íbúðum miðlægt í borginni.
Þetta tvennt rímar því ekki alveg
saman. Auðvitað þarf að íhuga vand-
lega hvernig best sé að standa að
slíkum takmörkunum. Embættis-
mönnum sviðsins er falið að gera
það. Það má benda á að það er nokk-
uð löng og farsæl hefð fyrir kvóta-
setningu til að vernda verslun við
Laugaveg og Skólavörðustíg,“ segir
Hjálmar Sveinsson.
Vilja takmarka „hótelvæðingu“
Formaður skipulagsráðs býst við að tillaga um breytta landnotkun í miðborginni verði samþykkt
Landnotkunarsvæði í miðborginni
Heimild: Aðalskipulag Reykjavíkur 2010 - 2030
Miðborgarkjarni
(M1a)
Blönduð miðborgarbyggð –
þjónusta og skrifstofur (M1b)
Blönduð miðborgarbyggð –
íbúðabyggð (M1c)
(M1a)
(M1a)
(M1a)
(M1b)
(M1b)
(M1b)
(M1c)
(M1c)
(M1c)
Grunnkort/Loftmyndir ehf.
Hjálmar
Sveinsson
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Í dag, föstudaginn 25. september,
verður útitaflið fyrir framan Fisc-
her-setur, Gamla-bankann á Sel-
fossi, vígt. Tefldar verða tvær skák-
ir á útitaflinu og hefst
taflmennskan kl. 15.30. Liðsstjórar
verða Guðni Ágústsson, fyrrver-
andi ráðherra, og Kjartan Björns-
son, formaður bæjarráðs Árborgar.
Gunnar Finnlaugsson verður að-
stoðarmaður Guðna.
„Samkvæmt upplýsingum Gunn-
ars munu þeir Guðni starfa í anda
samvinnu og vaða áfram á miðj-
unni, en Kjartan og hans menn
sennilega á hægri kantinum,“ segir
í frétt á skak.is.
Á meðan á vígslunni stendur
verður Fischer-setur opið almenn-
ingi og frítt verður inn. Allir eru
velkomnir á viðburðinn.
Útitafl Fjör verður við Fischer-setrið á
Selfossi í dag og búist er við fjölmenni.
Útitaflið verður vígt
á Selfossi í dag
Hjartadags-
hlaupið og
Hjartagangan,
sem haldin eru í
tilefni alþjóðlega
hjartadagsins 29.
september, verða
sunnudaginn 27.
september. Boðið
er upp á 5 og 10
km vegalengdir í hlaupinu og er
þátttaka ókeypis eins og áður.
Hlaupið hefst klukkan 10 og er
ræst frá bílaplaninu við Smáraskóla
í Kópavogi. Hjartagangan hefst
klukkan 10 og eiga þátttakendur að
mæta á hlaupabrautina á Kópa-
vogsvelli, gengið inn í gegnum
stúkuna. Gert er ráð fyrir að göng-
ur taki eina klukkustund og er þátt-
taka ókeypis.
Hjartadagshlaup og
ganga í Kópavogi
Íslenska bjórhátíðin verður haldin í
fyrsta sinn í Gamla bíói laugardag-
inn 26. september. Dagskráin hefst
kl. 15 og stendur til kl. 02 en húsið
verður opnað kl. 14.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur
lög, íslensk og erlend, í anda
bjórhátíðarinnar sem haldin er í
München á hverju ári. Einnig koma
fram harmoníkuleikarinn Gréta
rokk og jóðlarinn Hrefna Björg.
DJ Atli endar svo kvöldið.
Íslenska bjórhátíðin
haldin í Gamla bíói
STUTT