Morgunblaðið - 25.09.2015, Page 16

Morgunblaðið - 25.09.2015, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015 • Konica Minolta fjölnotatækin (MFP) eru margverðlaunuð fyrir hönnun, myndgæði, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. • Bjóðum þjónustusamninga, rekstrarleigusamninga og alhliða prentumsjón. • Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. • Kjaran er viðurkenndur söluaðili á prentlausnum af Ríkiskaupum. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is BLI A3 MFP Line of the Year: 2011, 2012, 2013, 2014 bizhub margverðlaunuð fjölnotatæki BLI Pro Award: 2013, 2014 mbl.is/askriftarleikur Áætlað er að búnaður til gjaldtöku á bílastæðum við þjóðgarðinn á Þing- völlum verði kominn í notkun um næstu áramót. Félagið Bergrisi ehf. og Þingvallanefnd hafa gert með sér samning um búnað og uppsetningu á stöðumælastaurum. Búnaðurinn á að falla vel inn í landslagið þar sem hönnunin mun líkjast stuðlabergi og þola þau veðurskilyrði sem eru við Þingvelli allan ársins hring. Fyrirtækið Bergrisi hefur síðustu þrjú ár þróað og hannað vélbúnað og hugbúnað fyrir gjaldtöku ferða- manna. Á Þingvöllum verður mögu- legt að greiða með kredit- og debet- kortum, sem og við QR-kóða lestur á forseldum bílastæðamiðum og bílastæðakortum. Hægt að sérsníða þjónustuna Guðlaugur Magnússon, fram- kvæmdastjóri Bergrisa, segir að á síðustu árum hafi slíkur búnaður verið þróaður og víða verið komið upp. Tenging geti verið á milli fyrir- tækja í ferðajónustu og hugbúnað- urinn haldi utan um hver seldi þjón- ustuna og hvar hún síðan er nýtt. Hann nefnir sem dæmi tengingu milli fyrirtækja sem selja hvala- skoðunarferðir við t.d. Hvalasafnið á Grandagarði. Fyrirtækið sé með fjölbreytta þjónustu í þessum efn- um. Í fréttatilkynningum um nýju mælana á Þingvöllum er haft eftir Guðlaugi, að með nýjum aðferðum í gjaldtöku verði hægt að sérsníða þjónustu að þörfum hvers við- skiptavinar sem skili sér í betri þjónustu og auknum tekjum fyrir alla. Þjónustugjald á Þingvöllum Frá því var greint á heimasíðu þjóðgarðsins í júlí í sumar að Þingvallanefnd hefði ákveðið að hefja innheimtu bílastæðagjalds á afmörkuðum bílastæðum á Þingvöll- um. Í fyrsta lagi á Hakinu við efri enda Almannagjár en þar er gesta- stofa þjóðgarðsins; í öðru lagi á svo- kölluðu Þingplani þaðan sem gengið er upp í Almannagjá af Efrivöllum og í þriðja lagi skv. nánari ákvörðun á Valhallarplani þar sem hótelið stóð áður. Um þjónustugjald er að ræða sem ætlað er að standa undir kostn- aði þjóðgarðsins við rekstur bíla- stæðanna, segir á heimasíðunni. aij@mbl.is Bergrisi setur upp stöðumæla á Þingvöllum Morgunblaðið/Sigurður Bogi Á Hakinu Ferðafólk skoðar útsýnið. Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem dómurinn sýknaði Útlendinga- stofnun og íslenska ríkið af kröf- um Tony Omos þess efnis að fella úr gildi ákvörðun Útlendingastofn- unar og úrskurð innanríkisráðu- neytisins um að taka hælisumsókn hans ekki til efnismeðferðar. Ákvörðun Útlendingastofnunar og úrskurður ráðuneytisins standa því óhögguð eftir dóminn. Fram kom í dómi héraðsdóms, sem Hæstiréttur staðfesti að Omos sé ekki talinn hafa sýnt fram á að stjórnvaldsákvarðanir Útlend- ingastofnunar og innanríkisráðu- neytisins hafi verið haldnar þeim annmörkum að leitt geti til ógild- ingar þeirra. Voru stefndu því sýknaðir af kröfu Omos í málinu. Omos óskaði eftir hæli sem flóttamaður á Íslandi í október 2011. Við athugun á málefnum hans í kjölfarið bárust Útlend- ingastofnun þær upplýsingar frá Interpol að hann hefði óskað eftir hæli í Sviss árið 2008. Var beiðni um viðtöku stefnanda og umsókn- ar hans um hæli beint til yfirvalda í Sviss hinn 22. nóvember 2011, með vísan til Dyflinnarreglugerð- arinnar, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Ríkið sýknað af kröfu Tony Omos  Hæstiréttur staðfesti dóm úr héraði Morgunblaðið/Golli Innanríkisráðuneytið Hæstiréttur staðfesti sýknudóm héraðsdóms. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Staðreyndirnar liggja ljósar fyrir og við krefjumst úrbóta,“ segir Freyr Hermannsson. Hann opnaði í vikunni umræðuþráð á Facebook sem ber yfirskriftina Nýjan völl án tafar – Öll dekkjakurl til grafar. Þar skorar fólk á Reykjavíkurborg að skipta út án tafar þeim gervigras- völlum þar sem notað hefur verið kurl úr úrgangsdekkjum, sem inni- halda ýmis hættuleg efni sem geta valdið krabbameini og ófrjósemi. Vellir eru leiksvæði „Hættulegum efnum má ekki hleypa út í umhverfið. Því á ekki að nota dekkjakurl á gervigrasvelli sem eru leiksvæði ungmenna sem eru næm fyrir hættulegum efnum. Börn- in eiga að njóta vafans þegar kemur að sönnunarbyrði skaðsemi. Þessu til viðbótar gætu skaðleg áhrif efn- anna einnig haft áhrif í nánasta um- hverfi vallanna,“ segir Freyr. Fjallað var um þetta mál í Morg- unblaðinu um síðustu helgi. Þar kom fram að fyrir fimm árum ályktaði að- alfundur Læknafélags Íslands þar sem hvatt var til að bannað yrði að nota dekkjakurl á íþrótta- og leik- svæði. Dekkjakurlið gæti verið krabbameinsvaldandi og því yrði að bregðast við. „Viðbrögðin eru sterk,“ segir Freyr í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að þegar þetta mál hafi fyrst verið rætt 2010 hafi borgin tek- ið þá stefnu að aðgerðir biðu uns kæmi að endurnýjun valla. Nú sé sá tími liðin og útilokað sé að bíða leng- ur, með tilliti til umhverfisáhrifa. Verði þessum sjónarmiðum fylgt eft- ir, meðal annars með fræðslufundi í KR-heimilinu við Frostaskjól í Reykjavík næsta sunnudag. Kurl skaðlegt og börnin njóti vafans  Efni úr gúmmídekkjum víða á knattspyrnuvöllum  Hætta á ferðum  Úrbóta er krafist á Facebook Morgunblaðið/Ómar Gervigras Strákarnir í boltanum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.