Morgunblaðið - 25.09.2015, Síða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
SMÁRALIND • 2 HÆÐ
SÍMI 571 3210
Barnaskór í úrvali
3.995
Stærðir 20-25
Verð 5.995
Stærðir 20-25
Verð 6.995
Stærðir 27-32
m/hálkukló
Verð 4.995
Stærðir 20-25
Verð 4.995
Stærðir 25-30
6.995
Stærðir 31-36
m/rennilás
Verð 4.995
Stærðir 20-25
m/rennilás
Verð 6.995
Stærðir 27-32
m/hálkukló
Verð
m/rennilás
Verð
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Góður skriður er kominn á hreinsun
á Siglufjarðarvegi í Mánárskriðum
eftir að gríðarleg aurflóð féllu þar
fyrir tæpum mánuði. Vegagerðin
fékk verktaka frá Siglufirði og
Skagafirði til að hreinsa veginn og
hefur það tekið sinn tíma. Elstu
menn muna ekki eftir jafn miklum
aurskriðum á þessum slóðum, segir
Sigurður Jónsson, yfirverkstjóri
Vegagerðarinnar á Akureyri.
Í miklu úrhelli í lok ágústmánaðar
féllu skriðurnar á löngum köflum á
Siglufjarðarvegi, sitt hvorum megin
Strákaganga. Veginum var lokað og
tók það verktakana 5-6 daga að kom-
ast í gegnum mestu skriðurnar áður
en hægt var að hleypa á umferð um
veginn að nýju.
„Þetta hefur gengið aðeins hægar
en við reiknuðum með. Fengum lát-
lausa rigningu, án þess þó að fleiri
skriður féllu, en það var vonlaust að
hreinsa við þær aðstæður,“ segir
Sigurður, sem býst við að hreinsun
ljúki endanlega í næstu viku.
Hann segir vegfarendur hafa sýnt
þessum framkvæmdum skilning en
draga hefur þurft úr umferðarhrað-
anum. Ekki er búið að reikna ná-
kvæmlega út hvað vinnuvélar hafa
þurft að ryðja til miklu efni en Sig-
urður telur ljóst að það skipti hundr-
uðum þúsunda rúmmetra.
„Þessu fer vonandi að ljúka, svo
að við getum farið að snúa okkur að
öðrum verkefnum,“ segir hann en nú
styttist í að það fari að snjóa á þess-
um slóðum.
Skriður á mokstri í Mánárskriðum
Rigningarveður hefur tafið hreinsun á Siglufjarðarvegi Stefnt að verklokum í næstu viku
Morgunblaðið/Örn Þórarinsson
Mánárskriður Verktakar og Vegagerðin hafa mokað burtu af Siglufjarðarvegi gríðarlegu magni af drullu og grjóti síðustu vikur. Er verkinu loks að ljúka.