Morgunblaðið - 25.09.2015, Page 20

Morgunblaðið - 25.09.2015, Page 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015                                     !   !"! ## #! !  $%" $ ""! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 %  #" #"  ! ## # !% $% % % "!# !  # #   % #% #% !#" $% $ "! #" Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● ALM Verðbréf hefur í samstarfi við nokkra lífeyrissjóði stofnað Fjárfest- ingafélag atvinnulífsins. Félagið er fjár- magnað af lífeyrissjóðunum en ALM Verðbréf hefur umsjón með fjárfest- ingum þess og rekstri. Tilgangur með stofnun félagsins er að fjölga fjármögn- unarleiðum fyrirtækja sem teljast lítil og meðalstór, segir í tilkynningu. Fjárfestingafélagið mun kaupa skuldabréf sem tryggð eru með veði í fasteign eða lausafé. Þá verða keypt skuldabréf sem gefin eru út í tengslum við byggingu íbúðar- eða atvinnu- húsnæðis og ótryggð skuldabréf fyrir- tækja með gott lánshæfismat. ALM Verðbréf stofnar fjárfestingafélag ● Greining Íslandsbanka spáir óbreytt- um stýrivöxtum Seðlabankans á næsta vaxtaákvörðunarfundi sem áformaður er 30. september. Hins vegar spáir bankinn því að á næsta ári hækki peningastefnu- nefndin stýrivexti um 0,5 prósentustig og sé þá að bregðast við aukinni verð- bólgu, vaxandi spennu í efnahagslífinu og minnkandi peningalegu aðhaldi. Ís- landsbanki telur að nefndin muni rök- styðja ákvörðunina um óbreytta stýri- vexti meðal annars með því að benda á að verðbólguhorfur hafi batnað talsvert. Spá óbreyttum stýri- vöxtum í lok september STUTTAR FRÉTTIR ... „Tilgangurinn með þessu ákvæði var eingöngu sá að hægt væri að ljúka nauðasamningum og beindist því ekki gegn einhverjum sérstök- um kröfuhöfum í búunum. Fram hafa komið athugasemdir sem verða teknar til athugunar í nefnd- inni. Meira hef ég ekki um málið að segja að svo stöddu,“ segir Brynjar. Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, segir sömuleiðis að þetta atriði verði án nokkurs vafa skoðað eins og önnur þegar frum- varpið verður tekið fyrir. Hann gat ekki fullyrt hvenær málið yrði á dagskrá nefndarinnar. Vilhjálmur Bjarnason, sem einn- ig á sæti í nefndinni, tekur í sama streng. Hann segir nauðsynlegt að fara yfir málið og kanna hvort ástæða sé til þess að lengja frest- inn, hafi hann verið gefinn of skammur. Tíminn að renna út Heimildir Morgunblaðsins herma að lögmenn skoði nú mögulega réttarstöðu umbjóðenda sem ekki höfðu tök á því að lýsa búskröfum í slitabúin fyrir þann frest sem lög- gjafinn gaf með fyrrnefndri laga- breytingu. Ljóst er að tíminn sem Alþingi hefur til að fara yfir málið er að renna út því nú styttist í að nauða- samningar verði lagðir fyrir kröfu- hafafundi. Undirbúningsfundur vegna framlagningar slíks samn- ings hefur nú þegar verið haldinn í Glitni og samskonar fundir verða haldnir í næstu viku hjá Kaupþingi og LBI, gamla Landsbankanum. Þá hefur slitastjórn síðastnefnda bús- ins gefið það út að hún stefni að at- kvæðagreiðslu um nauðasamning þann 5. nóvember næstkomandi. Ýmislegt kann að tefja afgreiðslu þingsins á frumvarpinu sem efna- hags- og viðskiptanefnd mun taka til umfjöllunar, meðal annars sú staðreynd að engir fundir verða haldnir í nefndum þingsins í næstu viku þar sem þá stendur yfir svo- kölluð kjördæmavika. Alþingi gæti þurft að lengja kröfulýsingarfrest að nýju Morgunblaðið/Golli Lagasetning Alþingi mun á næstunni fjalla um hinn stytta kröfulýsingarfrest sem það festi í lög fyrr á þessu ári.  Aðilar sem misstu af kröfulýsingarfresti kanna réttarstöðu sína gagnvart ríkinu BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Í athugasemdum sem komið hefur verið á framfæri við alþingismenn vegna þeirrar styttingar sem Al- þingi gerði á kröfulýsingarfresti búskrafna í slitabú föllnu bank- anna, er þeirri spurningu velt upp hvort styttingin og hinn skammi frestur sem gefinn var til lýsingar, hafi brotið gegn meðalhófsreglu stjórnsýslulaga. Þar hefur einnig verið bent á að stytting lýsingar- frestsins hafi falið í sér verulegt inngrip í eignarréttindi þeirra sem telja sig eiga kröfur á hendur búun- um, þar sem hin nýja regla hafi gert kröfur, sem enn í dag teldust fullgildar að lögunum óbreyttum, ógildar frá og með 15. ágúst síðast- liðnum. Þingið mun fjalla um málið Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis mun á næstu dögum taka til umfjöllunar frumvarp frá fjármála- og efnahagsráðherra er varðar breytingar á lögum um nauðasamn- inga fjármálafyrirtækja. Í lögunum er ekki að finna breytingar á bráða- birgðaákvæði sem komið var fyrir í gjaldþrotalögum á liðnu sumri og fól í sér að kröfulýsingarfrestur búskrafna í slitabú föllnu viðskipta- bankanna var styttur og ákveðinn 15. ágúst síðastliðinn. Brynjar Níelsson, fyrsti varafor- maður efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis, segir í samtali við Morgunblaðið að í tengslum við framlagningu frumvarpsins hafi borist athugasemdir vegna fyrr- nefnds ákvæðis og að nefndin muni taka þær til athugunar. Á fjarskiptamarkaðnum er búist við að gagnasprengja sé framundan þegar notendur auka til mikilla muna það magn gagna sem fer í gegnum net og síma. Þetta kom fram á fundi sem Landsbankinn stóð fyrir í gær þar sem forstjórar fjarskiptafyrirtækjanna Nova, Vodafone, Símans og 365 sátu fyrir svörum. Gagnamagn á mann í farsímaneti á Íslandi er minna en í Finnlandi, Danmörku og Svíþjóð. Gagna- magnsnotkun er meiri í Bandaríkj- unum en Evrópu og er búist við að notkunin margfaldist á næstu árum. Í Bretlandi hafa tekjur vegna sms- sendinga í farsíma dregist saman á sama tíma og tekjur vegna gagna- flutninga hafa aukist. Sama virðist vera að gerast hér á landi. Af fyr- irtækjunum fjórum er gagnanotkun hjá Nova áberandi mest. Sveinn Þórarinsson, sérfræðingur hjá Landsbankanum, stýrði fund- inum og segir hann vöxt vera í píp- unum og þá helst vegna myndefnis sem notendur ná í. Mismunandi sýn sé þó um það hvort vöxturinn verði í þráðlausu gagnamagni eða meiri ljósleiðaravæðingu. „Það gerir þennan markað bara meira spenn- andi. Gagnabyltingin er rétt að hefjast en hvort gagnamagnið fimmfaldast eða tífaldast er háð mörgum þáttum.“ margret@mbl.is Morgunblaðið/Eggert Fjarskipti Forstjórar Nova, Símans, Vodafone og 365 sitja fyrir svörum. Gagnasprengja á fjarskiptamarkaði  Vöxturinn verður vegna myndefnis SÉRBLAÐ Bílablað Í þessu blaði verða kynntar nýjar gerðir bíla, umhverfis- vænir bílar - rafmagn, vetni og metan, atvinnubílar af öllum stærðum, vinnuvélar og vörubílar, varahlutir, og margt fleira spennandi. PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 12 mánudaginn 28. september. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is –– Meira fyrir lesendur Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um fjölskyldu- atvinnu- og umhverfisvæna bíla, jeppa og fleira þriðjudaginn 29. september

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.