Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 21
Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015 Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Að minnsta kosti 717 manns fórust og hundruð til viðbótar slösuðust í troðn- ingi sem varð þegar hundruð þúsunda manna tóku þátt í síðustu trúarat- höfninni í pílagrímsferð múslíma til Mekka. Þetta er mannskæðasta slys sem orðið hefur á pílagrímahátíð múslíma í Sádi-Arabíu, hajj, í aldar- fjórðung, eða frá árinu 1990 þegar 1.426 manns fórust í troðningi. Yfirvöld í Sádi-Arabíu sögðu að 863 hefðu slasast í troðningnum í gær og tala látinna kynni að hækka. Klerka- stjórnin í Íran sagði að minnst 90 Ír- anar hefðu látið lífið í slysinu. Hún sakaði yfirvöld í Sádi-Arabíu um að bera ábyrgð á troðningnum vegna „óstjórnar“ en heilbrigðisráðherra Sádi-Arabíu kenndi pílagrímunum um slysið, sagði þá ekki hafa fylgt reglum sem yfirvöld hefðu sett í ör- yggisskyni. Stjórnvöld í Íran og Sádi- Arabíu hafa lengi eldað grátt silfur. Rannsókn fyrirskipuð „Margir pílagrímanna fóru um svæðið án þess að virða tímaáætlanir sem settar voru vegna hajj,“ sagði sá- diarabíski heilbrigðisráðherrann, Khaled al-Falih, í sjónvarpsviðtali. „Hefðu pílagrímarnir fylgt fyrirmæl- unum hefði verið hægt að afstýra þessu slysi.“ Yfirmaður stofnunar, sem skipu- leggur pílagrímsferðir Írana til Sádi- Arabíu, sagði að skipuleggjendur há- tíðarinnar hefðu lokað tveimur stíg- um nálægt slysstaðnum. „Það olli þessum hörmulega atburði,“ sagði embættismaðurinn, Said Ohadi, í við- tali við ríkissjónvarpið í Íran. „Þessi atburður ber vott um óstjórn og skeytingarleysi um öryggi pílagríma. Það er engin önnur skýring á slysinu. Draga þarf embættismenn í Sádi-Ar- abíu til ábyrgðar.“ Krónprins Sádi-Arabíu, Moham- med bin Nayef, fyrirskipaði rannsókn á orsökum slyssins. Skýrsla um niður- stöður rannsóknarinnar verður lögð fyrir Salman konung „sem gerir síðan viðeigandi ráðstafanir“, að sögn fréttastofu stjórnvalda í Sádi-Arabíu. Þetta er annað mannskæða slysið í tengslum við pílagrímahátíðina í ár. 109 manns létu lífið 11. september þegar stór byggingarkrani féll á Moskuna miklu í Mekka. Mannskæð slys voru mjög algeng í tengslum við pílagrímahátíðina þar til fyrir tæpum tíu árum þegar yfirvöld í Sádi-Arabíu gerðu ráðstafanir til að auka öryggi pílagríma. Í síðasta mannskæða slys- inu þar til í gær, í janúar 2006, fórust 364 pílagrímar í Mína við trúarathöfn sem felst í því að steinvölum er kastað á þrjár steinsúlur sem eiga að tákna djöfulinn. Mannskæðasta slysið varð árið 1990 þegar 1.426 manns fórust í troðningi í göngum í Mína eftir að loftræstingarbúnaður bilaði. Troðningurinn í gær hófst klukkan níu fyrir hádegi að staðartíma nálægt fimm hæða mannvirki, Jamarat- brúnni, sem reist var til að auka ör- yggi pílagríma þegar þeir kasta stein- völum á steinsúlurnar, en það er síð- asta athöfn hátíðarinnar. Mannvirkið er tæpur kílómetri að lengd og gerði það mögulegt að á hverri klukku- stund hafa um 300.000 manns tekið þátt í grýtingarathöfninni. „Djöfullinn“ grýttur Athöfnin á rætur að rekja til sög- unnar af Abraham sem dreymdi að Guð segði honum að fórna því dýr- mætasta sem hann ætti, syni sínum Ísmael, en þegar feðgarnir ætluðu að hlýða þessu mættu þeir djöflinum í mannsmynd sem reyndi að fá þá til að óhlýðnast orðum Guðs. Abraham og Ísmael köstuðu steinum í djöfulinn og það varð til þess að hann hvarf. Þegar Abraham ætlaði að fórna syni sínum sló Guð hnífinn úr höndum hans og sagði honum að fórna hrúti í staðinn. Múslímar minnast þessa atburðar ár hvert með fórnarhátíðinni Eid al- Adha sem var í gær og steinsúlurnar, sem eru grýttar í Mína á trúarhátíð- inni, eru sagðar vera á staðnum þar sem Abraham og Ísmael grýttu djöf- ulinn. AFP Hundruð slösuðust Pílagrímur sem slasaðist í troðningnum fluttur á sjúkrahús eftir mannskæðasta slys í tengslum við pílagrímahátíð múslíma í Hundruð manna fórust í troðningi  Eitt mannskæðasta slys í sögu pílagrímahátíðar múslíma Tvær milljónir pílagríma » Tæpar tvær milljónir manna höfðu í gær tekið þátt í píla- grímahátíðinni hajj í Sádi- Arabíu, þeirra á meðal 1,4 milljónir múslíma frá öðrum löndum. » Um 100.000 manns annast öryggisgæslu í tengslum við pílagrímahátíðina. Um 25.000 manns sjá um heilsugæslu, auk starfsmanna sjúkrahúsa. Einnig voru sett upp 100.000 tjöld með loftkælingu. Leið pílagríma Mannskæður troðningur í grennd við Mekka Moskan mikla í Mekka Arafat-fjall MuzdalifahGöng Fyrsti viðkomustaður Mína 5 3 4 1 2 6 Helgasti staður íslams. Pílagrímar fara sjö sinnum í kringum helgu steinbygginguna Kaaba Pílagrímar biðja frá hádegi til sólseturs á staðnum þar semMúhameð spámaður flutti síðustu ræðu sína Snúa aftur til Mekka og fara aftur sjö sinnum í kringum Kaaba Pílagrímar safna steinvölum sem þeir nota daginn eftir í Mína Steinvölum er kastað á þrjár steinsúlur sem eiga að tákna djöfulinn, en það er síðasta helgiathöfn pílagrímahátíðarinnar Um tvær milljónir pílagríma voru í Mekka 1,5 milljarðar múslíma héldu fórnarhátíðina Eid al-Adha í gær Mekka SÁDI - ARAB ÍA RIYADH 500 km Hundruð manna fórust og margir slösuðust í troðningi í Mína Medína Arafat MekkaJeddah Pílagríma- svæði 50 km SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 16.09.15 - 22.09.15 1 2 5 6 7 8 109 43 Í nótt skaltu deyja Viveca Sten Framúrskarandi vinkona Elena Ferrante Kamp Knox Arnaldur Indriðason Þúsund og einn hnífur Hassan Blasim DNA Yrsa Sigurðardóttir Stúlkan í trénu Jussi Adler Olsen Hendingskast Sigurjón Bergþór Daðason Konan í lestinni Paula Hawkins Ljósmóðir af Guðs náð Katja Kettu Fjársjóður herra Isakowitz Danny Wattin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.