Morgunblaðið - 25.09.2015, Side 23

Morgunblaðið - 25.09.2015, Side 23
23 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015 Súrsætt Bitarnir geta verið súrir eða sætir í lífinu líkt og svipbrigði eplanna bera með sér, annað er glaðhlakkalegt en hitt heldur súrt á svip. Sumir þurfa að bíta í það súra epli og sætta sig við mótlæti. RAX Hér á landi ríkir tvíhyggja um lán og endurgreiðslu þeirra. Flestum finnst rétt að ef lánið er endurgreitt í sömu krónutölu, jafnvel áratugum síðar, séu það full skil ef króna kemur fyrir krónu. Því er haldið fram að ef raunvirði kemur sem gagngjald, þá sé um okur að ræða. Flestum er um megn að sjá og skilja að krónan hefur rýrnað stöðugt frá dögum Krists. Hví er farið svo langt aftur? Vegna þess að í fornum heimildum þegar góðmálmar voru gjaldmiðill var tekist á um gæði málmsins. Gull var drýgt með kopar og silfur með tini. Arkímedes vó málm í andrúmslofti og aftur í vatni og notaði mismunandi vægi til að reikna út eðlisþyngd málmsins. Útþynning góðmálma er álíka og að minnka verðgildi krónu með verðbólguaðgerðum. Sem kunnugt er hefur gull skírleika sinn frá sólinni en silfur hefur aðeins ljós frá tunglinu. Það þykir ekki mjög siðlegt að greiða skuld með sviknum málmi. Hópar fólks á Íslandi telja það samt fullkomlega eðlilegt að greiða skuld með svikinni krónu. Leiðrétting og hamingja Vöxtum af fjárskuldbindingum er að hluta til ætlað að leiðrétta fyrir verðrýrnun gjald- miðils. Þeim er einnig ætlað að bæta fyrir frestun neyslu og hamingju. Hver sá sem vill flýta hamingju sinni er jafnframt að fresta hamingju einhvers annars þegar lán er tekið. Er nokkuð óeðlilegt þó að greitt sé gjald fyrir það? Vextir eru einnig teknir vegna óvissu um hvort lántaki endurgreiðir sitt lán. Þeir eru eins konar tryggingariðgjald, sem kann að vera mismunandi hátt vegna þeirrar áhættu sem í einstöku útláni felst. Kann það að byggj- ast á sögulegri reynslu af lánaviðskiptum. Þessir þættir allir ráða því sem birtist á greiðsluseðlum og heitir þar vextir. Einhver kann að segja að vaxtataka sé okur, með því sé verið að notfæra sér neyð og bág- indi. Það kann að vera í einhverjum tilfellum. Þeir sem hæst tala í þeim efnum telja að pen- ingalán eigi að vera frjáls gæði, rétt eins og andrúmsloft. Þeir gleyma því að lántaka eins er tímabundin fórn annars. Efnahagsstjórn Þá er einnig vert að líta til efnahagsstjórnar í hverju landi. Mikill fjárlagahalli veldur því að öðru jöfnu að vextir verða háir. Stafar það af tvennu; að raunvextir verða háir vegna eft- irspurnar eftir lánsfé, og því að fylgifiskur fylgja skuldsetningu íslenskra banka. Helstu gjaldmiðlar í þeim lánaviðskiptum eru Banda- ríkjadalur, evra og svissneskur franki. Þau fyrirtæki telja að með einfaldri lánastýringu nái þau að lækka fjármagnskostnað sinn um 2-3 prósentustig og losna þar með við þann óvissuþátt sem fylgir krónunni. Það er víst óheimilt að nefna þá snöru í hengds manns húsi að einstaklingar taki erlend lán vegna þeirra hremminga sem einhverjir telja sig hafa orðið fyrir í kjölfar falls íslensku bank- anna og gengisfalls íslenskrar krónu í kjölfar- ið. Þó er alls ekki séð fyrir endann á þeim við- skiptum því að verulegur hluti lánstímans er eftir. Við mat á hagkvæmni erlendra lána verður að bera þau saman við aðra kosti sem í boði voru. Draumur Skáldið orti eitt sinn um að í draumi manns- ins væri fall hans falið. Ljóðformið er á engan hátt nýstárlegt en hugsunin í ljóðinu er það. Í draumi sérhvers manns er fall hans falið. Þú ferðast gegnum dimman kynjaskóg af blekkingum, sem brjóst þitt hefur alið á bak við veruleikans köldu ró. Þinn draumur býr þeim mikla mætti yfir að mynda sjálfstætt líf, sem ógnar þér. Hann vex á milli þín og þess, sem lifir, og þó er engum ljóst, hvað milli ber. Gegn þinni líkamsorku og andans mætti og öndvert þinni skoðun, reynslu og trú, í dimmri þögn, með dularfullum hætti rís draumsins bákn og jafnframt minnkar þú. Og sjá, þú fellur fyrir draumi þínum í fullkominni uppgjöf sigraðs manns. Hann lykur um þig löngum armi sínum, og loksins ert þú sjálfur draumur hans. (Steinn Steinarr) Vextir eru oftar en ekki hluti af draumi manns. Í þeim draumaheimi eru einnig fast- eignir, bílar og eftirsókn eftir vindi. Fyrst skapaður draumur og svo er gengið honum á vald. Hinn dimmi kynjaskógur blekkinga stækkar og verður að bákni hið innra og nær valdi á lífi. Og loks snýst allt við. Það sem skapað var óx úr greipum og verður ofjarl. fjárlagahalla er að öðru jöfnu verðbólga. Traust stjórn efnahags- mála leiðir til lágra vaxta. Svo kemur þversögnin; fjárlagahalli í Bandaríkjunum hefur haft í för með sér erlendan greiðsluhalla, sem mætt hefur verið með sölu bandarískra ríkisskuldabréfa til þeirra landa sem hafa haft afgang á sínum utanríkisviðskiptum. Stærstur hluti eigenda banda- rískra ríkisskuldabréfa er í Kína, Taívan og í Japan. Þessu er svipað farið í Evrópu, en þar í löndum er fjárlagahalli misjafn. Leiðir það til þess að vextir í evrulöndum eru misjafnir þótt einn sé gjaldmiðillinn. Þar við bætist að bæði Seðlabanki Bandaríkjanna og Evrópski seðla- bankinn hafa talið rétt að hafa stýrivexti lága til að örva efnahagslíf, en sumir hafa talið það ígildi þess að pissa í skó sinn, sér til hita. Óvissa og óstöðugleiki Óvissa og óstöðugleiki í efnahagsmálum hér á landi hafa leitt til hárra vaxta og mikillar eftirspurnar eftir lánsfé. Það gleymist nefni- lega, að til að hægt sé að lána verður einhver að spara. Sparnaður getur ekki orðið þvinguð aðgerð. Annað er það að Ísland hefur ekki ver- ið sæluland sparifjáreigenda, „save haven“, eins og Bandaríkin eru fyrir Kyrrahafslöndin, sem að framan eru talin. Það er í raun mjög eftirsóknarvert að skulda á Íslandi vegna vaxtabóta. Á sama hátt er það lítt eftirsókn- arvert að spara vegna skattlagningar á sparifé. Vaxtatekjur eru skattlagðar hjá ein- staklingum og skuldir fjármálastofnana eru skattlagðar. Greiðendur þeirra skatta eru ekki fjármálastofnanir heldur viðskiptavinir þeirra. Skattastefna stjórnvalda ein og sér veldur háum vöxtum. Síðast en ekki síst er spurning um hagkvæmni íslenskra fjármálafyrirtækja. Hagkvæmni þeirra ræðst af vaxtamun og þóknunum. Sennilega er vaxtamunur mikill á Íslandi í samanburði við önnur lönd. Þann vaxtamun greiða viðskiptavinir bankanna. Það hefur verið þráspurt hví vextir séu „há- ir“ á Íslandi. Er þá væntanlega átt við sam- anburð við þau lönd sem að framan eru talin. Fyrir því eru margar ástæður og flestar hverj- ar taldar upp hér að framan, og því til við- bótar má nefna óvissuna sem fylgir litlum gjaldmiðli. Fyrirtæki og vextir Mörg stór fyrirtæki hafa ákveðið að nota ekki innlend lán, en hafa þess í stað fjár- magnað fjárfestingar sínar með erlendum lán- um. Sum þeirra eiga bein og milliliðalaus við- skipti við erlenda banka og losna þannig við háa vexti í krónum og skattgreiðslum, sem Eftir Vilhjálm Bjarnason » Því er haldið fram að ef raunvirði kemur sem gagn- gjald, þá sé um okur að ræða. Vilhjálmur Bjarnason Höfundur er alþingismaður. Hví eru vextir „háir“ Sá mæti hæstaréttarlögmaður Ragnar Aðalsteinsson skrifar grein í Morgunblaðið í gær og nefnir hana „Mun Hæstiréttur aldrei ná strætó?“ Fjallar hann þar um þann annmarka sem hann telur vera á skipan réttarins, að þar sitji að stærstum hluta karlar; einungis ein kona sé meðal hinna níu fast- skipuðu dómara. Verður ekki betur séð en Ragnar telji þeim sem skip- ar í dómaraembætti skylt að taka konu úr hópi hæfra umsækjenda fram yfir karlmann á þeirri for- sendu einni að hún sé kona. Ragnar vitnar til ákvæðis í 65. gr. stjórnarskrárinnar, þar sem kveðið er á um almenna jafnrétt- isreglu. Síðari hluti greinarinnar hljóðar svo: „Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hví- vetna.“ Verður hugleiðing Ragnars ekki skilin öðru vísi en svo, að hann telji þetta ákvæði fela í sér heimild til að taka konu fram yfir karlmann við skipun í embætti, ef fleiri karlmenn sitja þar á fleti fyr- ir. Þetta sjónarmið fær að mínum dómi ekki staðist. Mannréttindi, eins og þau sem þarna er kveðið á um, eru bundin við einstaklinga. Slík réttindi verða ekki af þeim tekin í þágu hópa manna sem falla undir einhverja almenna skilgrein- ingu, eins og til dæmis að vera konur (eða karlar). Það brýtur því í bága við þetta jafnréttisákvæði að taka umsækjanda af kvenkyni fram yfir annan af karlkyni af þeirri ástæðu einni að um konu ræðir. Sé það gert er ekki verið að láta konur og karla „njóta jafns réttar í hvívetna“, eins og skylt er samkvæmt þessu stjórnarskrár- ákvæði. Þá er einmitt verið að mis- muna þeim vegna kynferðis. Kannski Hæstiréttur verði bara áfram að missa af strætó? Jón Steinar Gunnlaugsson Mannrétt- indaregla Höfundur er lögmaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.