Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015 Nú er komið að fjórða bílnum sem við gefum á þessu ári í áskriftarleik Morgunblaðsins. Þann 22. október drögum við út stálheppinn áskrifanda sem eignast sjálfskiptan Suzuki Vitara GLX sportjeppa að verðmæti 5.440.000 kr. Sjáðu meira á mbl.is/askriftarleikur mbl.is/askriftarleikur Á meðal þess sem Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. (JSG) gagnrýnir við Hæsta- rétt (HR) er að fjölda dómsmála sé þar „mokað út“ á kostnað gæða. Þessi fyrrver- andi hæstaréttardóm- ari segir málaflóðið og óvönduð vinnubrögð sumra dómara ógna réttaröryggi þeirra sem leggja mál sín í dóm réttarins. Tölur á vef HR benda til þess að hver dómari kveði upp einn til tvo dóma á hverjum vinnudegi ársins. Þetta magn á mann vekur óneitanlega efasemdir um að dæmt sé með vönd- uðum hætti. Hæstaréttardómarar stýra með- ferð mála sem mörg hver eru viða- mikil, flókin og erfið. Þeim er treyst til að leiða þau til réttlátra lykta með rökstuddum dómum. Við þessi störf hafa þeir að mörgu að hyggja. Þeir lesa t.d. gögn hvers máls, sem spanna yfirleitt hundruð til þúsunda blað- síðna. Þeir hlusta á hljóðupptökur af aðilaskýrslum og vitnisburðum úr undirrétti. Þeir hlýða einnig á mál- flutning lögmanna. Dómurum er treyst fyrir því mikilvæga hlutverki að skera úr málum sem varða ágrein- ing eða sakir. Við það er þeim ætlað að dæma heiðarlega og af réttvísi, í þeim tilgangi að enda deilur á milli manna. Allt slíkt krefst ígrundunar og vandvirkni. En gefst þeim tími í allt þetta? Fyrir málsaðila sem fela hæstarétt- ardómurum mál sín til úrlausnar skiptir miklu máli að dómar séu vand- aðir og orðalag þeirra endurspegli góðan skilning dómara á málsatvikum og sýni að mál hafi verið krufin til mergjar. Sannindi hafi verið greind frá lygi, svikamyllur afhjúpaðar og á þeim tekið lögum samkvæmt. Þannig vönduð lögfræðivinna í dómstörfum tekur sinn tíma en hefur líka góð áhrif. Slæmir dómar skapa hvorki frið í samfélaginu né traust til réttarins. Því að dæma í HR fylgir mikil ábyrgð. Dómar þaðan hafa mikil áhrif á líf margra og á allt samfélagið. Slæmir dómar geta orðið brotaþolum, sem leitað hafa réttar síns, mikið áfall og jafnvel svo að skerði heilsu þeirra. Þannig dómar senda út vond skilaboð og standa sem góðkenning á rang- indum og glæpum. Þeir virka sem hvatning á brotamenn til fleiri óhæfu- verka, en aftur á móti sem refsing á brotaþola. Við slæma dóma blasir óréttlætið við þeim sem vel þekkja til mála. Sérhver aðili sem áfrýjar máli til HR á rétt til vandaðrar úrvinnslu síns máls. JSG sýnir fram á ýmsa mis- bresti á því.1) Skort hefur málefnaleg svör við rökstuddri gagnrýni hans bæði á málsmeðferð og efnistök í sum- um af dómum réttarins. Gagnrýni mín á óvönduð vinnubrögð réttarins stendur líka óhrakin.2) Störf Hæstaréttar ættu að endur- spegla það að allir séu jafnir fyrir lög- um. Með því myndi skapast traust til réttarins og við gætum búist við því að fá þaðan vandaða dóma í sér- hverju máli. Hafið væri yfir allan vafa að dóm- arar dæmdu heiðarlega og út frá bestu vitund og samvisku. Fullvissa ríkti um hlutleysi dóma, enda væru þeir kveðnir upp óháð kollegatengslum, stjórnmálaskoðunum og annarri sérgæslu. Sérhver brotalöm á þessu rýrir traust til réttarins. En hvernig mælist það traust? Samkvæmt könnun Markaðs- og miðlarannsókna frá nóvember 2014 kváðust 34,4% landsmanna treysta réttinum.3) Getur það talist ásættanleg útkoma? Þrátt fyrir að traust mælist lágt haga margir sér eins og HR sé óskeikull og það hefur sín áhrif. Rétt- urinn kemst upp með að svara engri gagnrýni og kemst hjá því að viður- kenna yfirsjónir og leiðrétta mistök sín. Hann biðst ekki afsökunar á neinu og bætir engum tjón. Endur- upptökur hæstaréttarmála hafa lengi verið nánast útilokaðar. Viljum við svona réttarfar? Tími virðist til þess kominn að skoða hvort gera megi betur. Þar kemur til kasta þingmanna sem hafa löggjafarvald Alþingis, einnar af þremur undirstöðum lýð- ræðis í landinu ásamt dómsvaldi og framkvæmdavaldi. Þar er vettvangur fyrir málefnalega umræðu um dóms- kerfið og hvernig gera megi úrbætur á því. JSG brýnir þetta svona: „Þjóð- in, og þá ekki síst þeir sem sitja á Al- þingi Íslendinga, verður að skilja að þetta er eitt brýnasta, ég segi brýn- asta, verkefnið í þjóðmálunum; að koma Hæstarétti landsins í lag. Þannig að menn þurfi ekki að eiga þaðan von á óvönduðum úrlausnum eins og verið hefur. Ég hef þá bjarg- föstu trú að ef allt er í lagi á þessari endastöð í réttarkerfinu verði svo margt annað í lagi í samfélaginu líka.“4) Hér er verk að vinna við að koma á traustu æðsta dómsvaldi. Það varðar ekki bara löglærða, heldur kemur það fleirum við. Á meðan málefnaleg gagnrýni á HR er þögguð niður lagast ástandið ekki. 1) Jón Steinar Gunnlaugsson (2014). Í krafti sannfæringar: Saga lögmanns og dómara. Reykjavík: Almenna bókafélagið. 2) Gunnar Hrafn Birgisson (2015). Hæsta- réttarmál 603/2013: Svikamylla í gegnum réttarkerfið. http://www.gunnarbirg- isson.com/5035047.en.html. 3) Sjá http://mmr.is/frettir/birtar- nieurstoeeur/431-mmr-konnun-traust-til- stofnana-a-svidhi-rettarfars-og-domsmala. Sótt 20. júni 2015. 4) Sjá http://www.visir.is/jon-steinar-telur- ad-politikusar-eigi-ad-skipa-domara-vid- haestarett/article/2015150609009. Sótt 20. júní 2015. Réttlátir dómar og traust til Hæstaréttar Eftir Gunnar Hrafn Birgisson Gunnar Hrafn Birgisson »Hér er verk að vinna við að koma á traustu æðsta dómsvaldi. Höfundur er sálfræðingur og áhugamaður um réttarfar. Samfylkingin undrast fylgistap í skoðanakönnunum að undanförnu en skýringin er augljós; fólkið sér hvernig verkalýðshreyfingunni er beitt en í forystu flestra stærstu fé- laga er samfylkingarfólk og notar verkfallsvopnið til að klekkja á stjórnvöldum. Það væri hægt að tí- unda nöfn þessa fólks og hvar það hefur gefið sig upp í stjórnmálum. En þegar fv. ráðherra er orðinn for- maður í félagi sem getur nánast lam- að þjóðfélagið þá sagði fólk: Nú er nóg komið, þennan flokk kjósum við ekki. Það vantar mann eins og Ás- mund Stefánsson, slíkur maður finnst ekki í verkalýðshreyfingunni í dag. Hann hafði skynsemi og þor til að hugsa um þjóðarhag frekar en pólitíska flokkshagsmuni. Kjósandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Misnotkun á verkfallsvopni Samfylkingin Flokksstjórnarfundur fór fram á Hótel Natura um daginn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.