Morgunblaðið - 25.09.2015, Side 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
✝ SveinsínaAndrea Árna-
dóttir (Bíbí) fædd-
ist á Fiskinesi við
Steingrímsfjörð 22.
september 1931,
hún lést 11. sept-
ember 2015 á Dval-
arheimilinu Höfða
Akranesi.
Foreldrar henn-
ar voru Anna Guð-
monsdóttir og Árni
Sigurjón Ingvarsson, börn
þeirra eru Guðmundur Lúðvík,
f. 4. apríl 1930, d. 15. júlí 2001,
Sigurlaug Inga, f. 19. september
1937, og Auður Minný, f. 19.
september 1937.
Eiginmaður Sveinsínu And-
reu var Sigurður Níels Elíasson,
f. 31. ágúst 1924, d. 27. desem-
ber 2014. Börn þeirra eru: 1)
Árni, f. 22.3. 1951, giftur Hrefnu
Grétarsdóttur, þau
eiga tvö börn og
fimm barnabörn. 2)
Klara Sigurbjörg, f.
26.8. 1954, hún á
tvö börn og sjö
barnabörn. 3)
Drengur, f. 1956, d.
1956. 4) Gunnar, f.
1.7. 1958, giftur
Margréti Jóhönnu
Birkisdóttur, þau
eiga tvær dætur.
Fyrir átti Gunnar tvær dætur og
barnabörnin eru fjögur. 5) Gylfi,
f. 6.10. 1966, giftur Arndísi
Baldursdóttur, þau eiga þrjú
börn og eitt barnabarn.
Sveinsína Andrea (Bíbí) starf-
aði lengst af við Sjúkrahús
Akraness.
Útför Sveinsínu Andreu fer
fram frá Akraneskirkju í dag,
25. september 2015, kl. 14.
Fallin er hjartans fögur rós
og föl er kalda bráin.
Hún sem var mitt lífsins ljós
ljúfust allra er dáin.
Drjúpa hjóðlát tregatárin
og tómið fyllir allt.
Ekkert sefar hjartasáin
í sálu andar kalt.
Þögul sorg í sál mér næðir,
sár og vonar myrk
en Drottinn ætíð af gæsku græðir
og gefur trúarstyrk.
Þú ert laus frá lífsins þrautum
og liðin jarðarganga.
En áfram lifir á andans brautum
ævidaga langa.
Heimur bjartur bíður þar
og bráðum kem ég líka.
Þá verður allt sem áður var
er veröld finnum slíka.
Drottinn verndar dag og nótt
á dularvegi nýjum.
Aftur færðu aukinn þrótt
í eilífð ofar skýjum.
Þú alltaf verður einstök rós,
elsku vinan góða.
Í krafti trúar kveiki ljós
og kveðju sendi hljóða.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Elsku mamma mín.
Það er erfitt að kveðja þig, en
þú sagðir alltaf, og síðast við mig
í vor þegar ég var í heimsókn á
Íslandi, „við sjáumst bráðum aft-
ur“. Orð að sönnu, en kannski
ekki undir þessum kringumstæð-
um. Þú hefur fengið frið fyrir
þjáningum þínum og fundið
pabba aftur. Þið voruð gift í
næstum 65 ár þegar hann kvaddi
þennan heim í desember 2014, og
voru tæpir níu mánuðir á milli
ykkar. Nú eruð þið sameinuð á ný
og veit ég að þið munuð upplifa
mikið á æðri stöðum. Það er erfitt
til þess að hugsa að engin
mamma og pabbi eru til þess að
taka á móti mér og mínum þegar
við komum í heimsókn til Íslands
og heimsækjum föðurlandið.
Það eru margar minningar
sem ég geymi í hjarta mínu og
huga, um þessa duglegu móður
mína, þessa miklu handavinnu-
konu. Það liggur eftir þig mikið af
fallegu verkum. Minning um öll
fallegu fötin og kjólana sem þú
saumaðir á mig, ég er jú eina
stelpan i hópnum og held að þú
hafir notið þess að sauma eða
prjóna á stelpuna. Börnin mín og
barnabörnin nutu góðs af handa-
vinnu þinni, þú varst dugleg að
senda okkur hingað til Danmerk-
ur vettlinga, sokka og peysur
sem þú hafðir gert. Það reyndi
mikið á þolinmæði þína þegar þú
varst að kenna mér að sauma eða
prjóna, og varst stolt þegar þetta
heppnaðist hjá mér. Er ég afar
þakklát fyrir það.
Síðustu mánuðir hafa verið þér
erfiðir. Þú þjáðist mikið en þú
fékkst mikla og góða umönnun
hjá starfsfólki Höfða og er ég af-
ar þakklát fyrir það.
Söknuðurinn er mikill hjá
systrum þínum, Laugu og Auði.
Þær hugsuðu mjög vel og fallega
um þig og er ég þeim afar þakklát
fyrir umönnun. Megi góður Guð
styrkja þær á þessum erfiðu tím-
um.
Elsku bræðrum mínum, Árna
og fjölskyldu, Gunnari og fjöl-
skyldu, Gylfa og fjölskyldu,
þakka ég af öllu mínu hjarta fyrir
umhyggju þeirra og hjálpsemi
við mömmu og pabba. Megi góð-
ur Guð styrkja þá og halda
verndarhendi sinni yfir þeim á
þessum erfiðu tímum.
Minning þín er mér ei gleymd
mína sálu þú gladdir
innst í hjarta hún er geymd
þú heilsaðir mér og kvaddi.
(Káinn)
Takk fyrir allt og allt, elsku
mamma mín.
Minning um þig lifir í hjörtum
okkar.
Þín dóttir,
Klara.
Nú er mamma farin til pabba
og við systkinin orðin munaðar-
laus, eða þannig. Er ég hugsa til
baka og rifja upp liðna tíma
finnst mér mamma alltaf hafa
verið til staðar. Hún var heima
þegar ég kom úr skólanum, hún
hafði tíma til að elda hádegismat
þrátt fyrir að vera í vinnu og í dag
held ég að hún hefði verið kölluð
ofurmamma. Þrátt fyrir að
stundum hafi maður ekki verið
besti sonurinn, ekki viljað passa
litla bróður, ekki nennt að taka til
í herberginu eða fara út í búð, lét
hún mann ekki finna það. En það
var líka margt að hlakka til,
saumaklúbbarnir voru t.d. eitt af
tilhlökkunarefnunum en þá fékk
maður að borða afgangana af
tertunum. Það var alltaf gott að
koma til mömmu, alltaf til kaffi
og með því. Við ræddum oft um
pólitík og verkalýðsmál og ekki
síður um ættartölur. Ekki fannst
henni leiðinlegt að ég skyldi setj-
ast að fyrir vestan þar sem ræt-
urnar okkar eru. Alltaf spurði
hún eftir dætrum mínum og
hvernig gengi hjá þeim. Síðustu
árin þegar maður spurði hana
hvernig hún hefði það og sá á
henni að hún gekk nú ekki alveg
heil til skógar og að hún gat varla
prjónað lengur fékk maður yfir-
leitt alltaf sama svarið: Það er
ekkert að mér en pabbi þinn er
hálfslappur. En nú ertu laus við
alla verki, elsku mamma, og get-
ur prjónað og sinnt handavinnu
að vild og ég veit það að stelp-
urnar af Vesturgötunni bíða með
sætið þitt í saumaklúbbnum.
Elsku Árni, Hrefna, Gylfi og
Addý, takk fyrir að hugsa svona
vel um mömmu og leyfa okkur
hinum sem erum í burtu að fylgj-
ast svona vel með öllu. Elsku
mamma mín, takk fyrir allt og ég
veit að pabbi hefur tekið vel á
móti þér.
Nú ert þú farinn á feðranna fund
við hugsum til þín með sorg í hjarta,
þín verður saknað um ókomna stund,
guð geymi þig um veröld bjarta.
(Höf. ók.)
Þinn sonur,
Gunnar.
Jæja Bíbí mín, nú hefur þú
kvatt okkur og ert komin til
Sigga þíns. Ekki var nú aðskiln-
aður ykkar langur eða tæpir 9
mánuðir. Samfylgd okkar spann-
ar orðið um 35 ár og það er ótal-
margt sem þú hefur kennt mér.
Alltaf varst þú að gera einhverja
handavinnu og margt hef ég lært
af þér og bý að enn í dag. Á heim-
ili okkar eru margir hlutir sem
minna á þig og eru notaðir dag-
lega. Marga dúka og teppi tók ég
með mér í heimsóknir til þín og
það verður passað vel.
Að fá að sitja hjá þér nóttina
áður en við flugum út er mér mik-
ils virði. Ég er þess fullviss að þú
hafir vitað af okkur hjá þér þó að
þú hafir ekki getað látið það í ljós.
Þeir segja mig látinn, ég lifi samt
og í ljósinu fæ ég að dafna.
Því ljósi var úthlutað öllum jafnt
og engum bar þar að hafna.
Frá hjarta mínu berst falleg rós,
því lífið ég þurfti að kveðja.
Í sorg og í gleði ég senda mun ljós,
sem ykkur er ætlað að gleðja.
(Höf. ók.)
Elsku Árni, Klara, Gunnar og
Gylfi, guð gefi ykkur styrk í sorg-
inni.
Takk fyrir allt, elsku Bíbí. Þín
tengdadóttir,
Margrét Jóhanna (Gréta).
Amma Bíbí var ein af þessum
ótrúlegu konum sem virðast aldr-
ei sofa, fara síðastar í háttinn og
fyrstar á fætur. Þegar amma hélt
matarboð áttu allir að fara saddir
frá borðinu og yfirleitt settist hún
ekki til borðs, heldur snerist í
kringum gestina og gætti þess að
allir fengju sér aftur á diskinn.
Amma var ekta húsmóðir og átti
alltaf til heimabakað góðgæti í
frystinum, ef gestir skyldu reka
inn nefið. Hún var ein sú allra
duglegasta handavinnukona sem
ég hef kynnst og eftir hana eru
mörg gullfalleg handverk sem við
afkomendur hennar getum notið
um ókomna tíð. Ég tel mig hafa
erft marga góða kosti frá ömmu
og þar á meðal handavinnu-
áhugann sem hún var alltaf hæst-
ánægð með, hún hjálpaði mér við
prjónaskap og kenndi mér að
hekla. Svo má ekki gleyma fal-
lega nafninu sem ég fékk í höf-
uðið á ömmu, sem ég hef alltaf
kunnað vel við og ber stolt. Það
sem fyllir hugann er þakklæti
fyrir alla væntumþykjuna og góð-
mennskuna sem þið afi áttuð nóg
af og engan í kringum ykkur
skorti. Takk fyrir allt, elsku
amma, ég veit að afi tekur bros-
andi á móti þér.
Þín vinatryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér var oft heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Þín
Andrea.
Í dag kveðjum við ömmu Bíbí.
Það er því vel við hæfi að minnast
hennar með nokkrum orðum. Við
systkinin vorum heppin að fá að
alast upp í návist við ömmu og afa
og erum þakklát fyrir að hafa
haft þau í lífi okkar öll þessi ár.
Þegar litið er til baka minnumst
við ömmu Bíbíar sem mikillar
dugnaðarkonu. Amma var alltaf
að prjóna, sauma eða baka og
nutum við afkomendurnir svo
sannarlega góðs af því. Amma og
afi voru dugleg að halda fjöl-
skyldunni saman og standa mat-
arboðin upp úr þar sem yfirleitt
var eldað lambalæri eða -hryggur
með öllu tilheyrandi og heima-
tilbúinn ís í eftirrétt. Amma sett-
ist nú yfirleitt aldrei til borðs með
okkur heldur stóð hún við enda
borðsins og passaði upp á að allir
tækju hressilega til matar síns,
það mátti enginn fara svangur
heim.
Á uppvaxtarárunum gátum við
alltaf stólað á nýbakaðar pönnsur
eða kleinur og ískalda mjólk þeg-
ar við komum í heimsókn til
ömmu Bíbíar og afa Sigga.
Amma var mikil prjónakona og
átti alltaf nóg til af vettlingum,
sokkum og húfum í öllum regn-
bogans litum sem hún geymdi í
poka uppi í skáp.
Í heimsóknum okkar vorum
við iðulega spurð hvort okkur
vantaði ekki eitthvað hlýtt og
notalegt fyrir veturinn. Oftar en
ekki enduðu heimsóknirnar á því
að við vorum leyst út með vett-
lingum eða sokkum á okkur eða
börnin. Ömmu þótti ákaflega
gaman að syngja og spila á gítar
og það gerði hún á góðum stund-
um með systrum sínum Auði og
Laugu.
Núna er elsku amma búin að
finna afa Sigga eftir aðeins níu
mánaða aðskilnað og trúum við
því að þau séu á fullu að sinna
haustverkunum, taka upp kart-
öflur og slátur eins og þeim ein-
um var lagið.
Að lokum viljum við þakka þér,
elsku amma, fyrir að vera ynd-
isleg, hjartahlý og góð amma.
Blessuð sé minning ömmu Bíbíar.
Halldóra Andrea Árnadóttir
og Grétar Árnason.
Ég sendi þér kæra kveðju
nú komin er lífsins nótt,
þig umvefji blessun og bænir
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því,
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku amma Bíbí. Úr fjarlægð
ómar hinsta kveðja okkar til þín,
en margar og góðar minningar
lifa í huga okkar.
Okkur er hugsað til er við oft
sátum í eldhúsinu á Vesturgöt-
unni og drukkið var kaffibland og
borðað mjólkurkex. Mikið var
alltaf um að vera á Vesturgöt-
unni, og þá sérstaklega þegar
tekið var slátur og þú varst að
sauma keppina.
Við höfum átt margar góðar og
yndislegar stundir með þér og
afa, og minnumst margra frá
Skarðsbrautinni. Hér var mikið
leikið, og þá sérstaklega í kjall-
aranum. Oft var farið heim til
ömmu eftir skóla, þar þú tókst á
móti okkur með nýbakaða klatta
með sykri.
Þegar þú varst mikið í kven-
félaginu fannst okkur svo gaman
að fá að koma með þér inn á
Höfða og vinna í sjoppunni. Okk-
ur fannst það svo rosalega spenn-
andi.
Ferðalögin með ykkur voru
ávallt skemmtileg, hvort sem það
var upp í Borgarfjörð, um
Strandirnar eða til dæmis á
Drangsnes. Þá minnumst við
einnig ferðalagsins um Norður-
löndin. Hér fórum við saman að
ná í Sigga í Danmörku, og svo var
keyrt um Noreg, Svíþjóð og Dan-
mörku. Eitt það eftirminnileg-
asta þegar við dvöldum á
„Fúkkastöðum“ með ískaldri
sundlaug.
Einnig minnumst við þess,
þegar þú komst til okkar á Jör-
undarholtið með kók og súkku-
laði þegar við lágum heima með
flensu.
Alltaf var glatt á hjalla þegar
jólin nálguðust. Hér hittumst við
oft öll barnabörnin og þú hjálp-
aðir okkur með jólakökurnar.
Einnig er okkur minnisstæð jóla-
hefðin á jóladag með hangikjötið.
Okkur þótti alltaf svo vænt um
þessa hefð.
Þú hefur alla okkar tíð unnið
mikla handavinnu, og höfum við
haft mikla gleði af því, eftir að við
fluttum til Danmerkur. Við vor-
um svo stolt yfir að sýna allan
bútasauminn þinn, og alla prjóna-
vinnuna handa krökkunum okk-
ar. Okkur þótti mjög vænt um
alla þína handavinnu sem þú
gerðir fyrir okkur og krakkana
okkar.
Elsku amma bíbí. Þú last oft
fyrir okkur ljóð og þá sérstaklega
barnaversin, og langar okkur því
að ljúka með einu slíku, sem við
minnumst þín sérstaklega með.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Sigurður og Ragnhildur.
Sveinsína Andrea
Árnadóttir
✝ Helgi Páll Sig-urbergsson
fæddist í Höfnum
13. september 1947.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
urnesja 19. sept-
ember 2015.
Foreldrar hans
voru Sigurberg
Eggert Guðjónsson,
f. 28.6. 1925, d. 19.5.
1987, og Hulda
Karlsdóttir Newman, f. 10.3.
1927, d. 4.7. 1962. Bróðir sam-
feðra er Lárus Berg, f. 9.3. 1945.
Systkini sammæðra eru Geir, f.
15.9. 1951, Jón, f. 5.2. 1954,
María, f. 23.3. 1960, og Ray-
mond, f. 8.4. 1956, d. 5.10. 1990.
Helgi Páll kvæntist Árnýju
Kristinsdóttur, f. 20.12. 1940 frá
Norðurgarði í Vestmannaeyjum.
Foreldrar hennar voru Guðbjörg
dóttir hennar Birna Ýr. c) Stef-
án, kvæntur Gunnlaugu Ernu,
synir þeirra eru Björn Þór,
Hilmir og Helgi. 2) Ásdís, f.
15.12. 1962 gift Núma Jónssyni,
börn þeirra eru a) Mekkín, í sam-
búð með Trond, dætur Rebekka,
Rakel og Ylfa, b) Þráinn og c) Ýr.
3) Þóranna, f. 1.8. 1964, í sambúð
með Guðjóni Baldvini Baldvins-
syni, börn hennar eru a) Gunn-
laugur, í sambúð með Sigrúnu,
börn þeirra eru Embla Nótt og
Gabríel Dagur, b) Atli Þór, kær-
asta Birta Björk, og c) Sæþór
Árni.
Helgi Páll ólst upp í Höfnum
hjá ömmu sinni, Helgu Maríu
Sigurðardóttur, f. 23.9. 1901, d.
7.6. 1972, og flutti síðar til Kefla-
víkur. Hann starfaði lengst af við
stjórnun á þungavinnuvélum
fyrir Keflavíkurbæ, Ístak og síð-
ustu 22 árin hjá Furu í Hafn-
arfriði ásamt leigubílaakstri.
Helgi og Árný hófu búskap í
Smáratúni og bjuggu síðustu ár
á Sóltúni 7 í Keflavík.
Helgi Páll verður jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju í dag, 25.
september 2015, kl. 13.
Einarsdóttir, f.
21.12. 1905, d. 12.8.
1972, og Kristinn
Aðalsteinsson, f.
31.12. 1903, d. 13.6.
1963. Sonur þeirra
er Rúnar, f. 20.2.
1973, í sambúð með
Ósk Benedikts-
dóttur, dóttir þeirra
er Lovísa Rut. Dæt-
ur Óskar af fyrra
sambandi eru Jó-
hanna, Guðbjörg og Bryndís.
Helgi Páll gekk börnum Ár-
nýjar af fyrra hjónabandi í föð-
urstað en þau eru: 1) Guðbjörg
Birna, f. 31.10. 1960, sambýlis-
maður Dagnýr Vigfússon. Börn
hennar eru a) Gunnlaug María,
gift Grétari Miller, dóttir þeirra
er Kamilla. b) Thelma Sif, í sam-
búð með Birgi Júlíusi Olsen,
barn þeirra er Jóhanna Júlía og
Jæja, pabbi minn, það eina
sem huggar mig í þessu sorg-
arferli er að loksins ertu
verkjalaus og byrjaður að
hlaupa og labba um allt þarna
hinum megin, einmitt það sem
þú hefur þráð svo lengi. Það er
svo ótal margt sem ég hefði
viljað segja þér áður en þú
fórst, en hafði ekki tækifæri til
þess.
Ég veit innst inni að þú viss-
ir þetta allt sem ég hefði viljað
segja við þig, hvað mér þótti
vænt um þig og hvað ég elskaði
þig mikið og hvað ég leit alltaf
upp til þín. Það eru svo ótal
margar minningar sem koma
upp í kollinn á mér þegar ég
hugsa um þig og mun ég passa
upp á að varðveita þær sem
best um ókomna tíð. Mér þykir
það verst að þú hafir ekki getað
fylgt Lovísu Rut lengur, því
hún var nú eina alvöru barna-
barnið sem þú áttir og hélst þú
mikið upp á hana, ég veit að þú
verður alltaf við hlið hennar og
passar hana því hún var þín.
Eins og það er nú ótrúlegt
þá held ég að ég eigi mest eftir
að sakna rökræðna okkar í
gegnum tíðina því þegar við
vorum að rökræða var eins og
ég væri að horfa í spegil því við
vorum alveg eins í skapi.
Elsku pabbi, hvíldu í friði, ég
mun alltaf elska þig, þinn son-
ur,
Rúnar Helgason.
Helgi kom inn í líf okkar
systra þegar ég var fimm ára,
yngst dætra hennar mömmu,
ekkjunnar ungu sem hafði
misst pabba í sjóslysi. Það var
okkur öllum mikil gæfa að
Helgi skyldi hafa fundið hana
mömmu því það þurfti stórt
hjarta, ást, kærleik og um-
hyggju til þess að taka að sér
ekkju með þrjár barnungar
dætur. Helgi gekk okkur öllum
í föðurstað og ól okkur upp sem
sínar eigin.
Efst í huga mér er þakklæti
fyrir þær stundir sem við átt-
um saman. Við þrættum og
deildum um allt milli himins og
jarðar og enduðu þræturnar yf-
irleitt með því að Google leit-
arvélin skar úr um hvort okkar
hefði haft rétt fyrir sér. Alltaf
stóðum við samt sátt frá borði.
Helgi bjó yfir einstakri þrjósku
sem sýndi sig einna helst í öll-
um þeim veikindum sem á hon-
um dundu og hann sigraðist á.
Alltaf hélt hann í vonina og var
staðráðinn í að koma sér á fæt-
ur á nýjan leik.
Við eigum svo margar góðar
minningar sem rifjast upp fyrir
mér í sorginni. Sorginni sem er
svo sár. Missirinn er mikill en
mestur er missir mömmu.
Góða ferð í Sumarlandið.
Kveðja,
Þóranna.
Helgi Páll
Sigurbergsson
HINSTA KVEÐJA
Elsku Helgi minn.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér
nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að
morgni.
(Bubbi Morthens)
Þín
Árný.