Morgunblaðið - 25.09.2015, Side 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Aron Axel Cortes var móður eftir fjallgöngu í Suður-Týról þegarblaðamaður náði tali af honum. Hann hafði skellt sér í svif-vængjaflug síðastliðinn mánudag.
„Ég ætlaði að fá mér pítsu með kærustu minni og vinafólki þegar
þessi leiðbeinandi kemur og hrifsar í mig, við förum upp í 2.000 m
hæð, hann setur á mig svifvængina og við hlaupum fram af. Það var
ekki ský á himni og þetta var algjör upplifun. Ég hafði ekki hugmynd
um að þetta væri að fara að gerast. Núna erum við í Lüsen á
Norðaustur-Ítalíu að ganga á fjöll.“
Aron er að klára sitt annað mastersnám í ljóða- og óratóríusöng við
Mozarteum í Salzburg í Austurríki, en fyrra mastersnámið var í óp-
erusöng. „Ég á eftir tvenna lokatónleika í náminu og svo tekur alvar-
an við eins og maður segir. Þessi vetur fer í að ferðast um Evrópu,
finna umboðsskrifstofu eða umboðsmann sem vill taka mig að sér,
taka þátt í keppnum og syngja fyrir óperuhús um allar trissur. Ég
keypti mér nýverið Harley-Davidson mótorhjól og ætla að keyra um
Evrópu á því í leit að vinnu.“
Aron er baritónsöngvari ólíkt föður sínum og bróður, Garðari
Thór, sem eru tenórar, en hvað hefur hann verið að dunda sér úti
meðfram náminu? „Ég stunda ræktina stíft með félaga mínum og svo
spilum við söngfélagarnir reglulega knattspyrnu. Það hefur reyndar
verið svo stíf dagskrá í skólanum að ég hef ekki haft tíma til að gera
mikið annað en reyni þó einnig að ferðast.“
Kærasta Arons er Justine Unkel, en hún er bæði í söngnámi og há-
skólanemi í listasögu. Foreldrar hans eru Garðar Cortes
óperusöngvari og Krystyna Cortes píanóleikari.
Barítóninn Aron nýlentur eftir svifvængjaflug í Suður-Týról.
Í leit að vinnu á
Harley-Davidson
Aron Axel Cortes er þrítugur í dag
Þ
orvaldur fæddist á Siglu-
firði 25.9. 1940 og ólst
þar upp. Hann lauk
landsprófi frá Héraðs-
skólanum á Laugum
1955, kennaraprófi frá handavinnu-
deild KÍ 1959, íþróttakennaraprófi
frá Laugarvatni 1960 og var í ársor-
lofi við nám og kennslu í Kaup-
mannahöfn 1971-72.
Þorvaldur var íþrótta- og handa-
vinnukennari Seyðisfjarðarskóla
1960-75, skólastjóri sama skóla 1975-
84, bæjarfulltrúi á Seyðisfirði 1974-
84, bæjarstjóri Seyðisfjarðar 1984-98
og var síðan framkvæmdastjóri Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi
1998-2010.
Þorvaldur var einn af stofnendum
Lionsklúbbs Seyðisfjarðar 1965.
Hann var formaður stjórnar Sam-
bands sveitarfélaga á Austurlandi
1984-86, var fulltrúi fyrir Austurland
í stjórn Sambands íslenskra sveitar-
félaga frá 1986, var formaður fyrstu
skólanefndar Verkmenntaskóla
Austurlands 1986-87, sat í stjórn
Hafnasambands sveitarfélaga, í jarð-
ganganefnd samgönguráðuneytisins
fyrir Austurland, í stjórnsýslunefnd, í
orku- og stóriðjunefnd Sambands
sveitarfélaga á Austurlandi og for-
maður hennar um skeið, gegndi
fjölda trúnaðarstarfa fyrir íþrótta-
félagið Hugin og Ungmenna- og
íþróttasamband Austurlands á árum
áður, m.a. formaður Hugins um skeið
og formaður skíðaráðs í fjölda ára.
Sem formaður Orku- og stóriðju-
nefndar SSA og framkvæmdastjóri
SSA, vann Þorvaldur, ásamt fleirum
fyrir hönd sveitarfélaganna á Austur-
landi, að undirbúningi þeirrar stór-
iðju á Austurlandi er síðar sá dagsins
ljós, sem álver Alcoa Fjarðaál.
Þorvaldur var í verkefnastjórn
fyrsta áfanga rammaáætlunar iðn-
aðarráðuneytisins um virkjun vatns
og jarðvarma 2001-2005, var lengst af
formaður Vinnumarkaðsráðs Austur-
lands 1998-2010, sat í Hreindýraráði
Þorvaldur Jóhannsson, fyrrv. bæjarstjóri á Seyðisfirði – 75 ára
Skíðagarpar Seyðfirski alpaklúbburinn fer árlega til Selva á Ítalíu og heldur þar upp á 30 ára afmæli sitt að ári.
Yngist með hverju ári
Heimsfrægir golfarar Jón Magnússon, Miguel Ángel Jiménez og Þorvaldur.
Jón Sigurvin Pét-
ursson, fv. bóndi
og lögregluþjónn í
Snæfells- og
Hnappadalssýslu,
er 85 ára í dag.
Árnað heilla
85 ára
Berglind Huld Victorsdóttir, Fannar Atli Victorsson og Victoria Þórey Þórð-
ardóttir héldu tombólu við Bónus á Akranesi og söfnuðu 6.841 krónu.
Hlutavelta
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í
Morgunblaðinu er sagt frá merkum
viðburðum í lífi fólks, svo sem
stórafmælum, hjónavígslum, barns-
fæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu
mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að
Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta
af slóðinni mbl.is/islendingar eða á
islendingar@mbl.is
Börn og brúðhjón