Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 36
36 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
SVEFNSÓFAR
- SEM BREYTAST Í RÚM Á AUGABRAGĐI -
CUBED SVEFNSÓFI
GÓĐ SPRINGDÝNA 140x200
Kr. 159.900
RECAST SVEFNSÓFI
GÓĐ SPRINGDÝNA 140x200
Kr. 129.900
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú veist hvað þú vilt fá en þú kannt
ekki hagnýtu aðferðirnar til að eignast það.
Nálgun þín við þetta framandi ævintýri er
hálfgerð klikkun.
20. apríl - 20. maí
Naut Nú er rétti tíminn til þess að dusta ryk-
ið af gamalli áætlun, sem til þessa hefur ekki
verið barn síns tíma. Flókin skapgerð þín
gerir þig bara enn meira spennandi.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Láttu það eftir þér að sletta svolítið
úr klaufunum en gættu allrar háttvísi. Farðu
vel að heimilisfólkinu og reyndu að skapa
góðan anda innan fjölskyldunnar.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Stundum geta óhefðbundnar lækn-
ingar komið að gagni. Hertu upp hugann og
ræddu það af hreinskilni. Eða þá að þú kynn-
ist nýrri manneskju gegnum sameiginlegan
kunningsskap.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Ævintýrin bíða þín á næstu grösum og
þú skalt búa þig undir óvænta atburðarás.
Einhver (þú veist ekki endilega hver) stenst
ekki mátið og daðrar svolítið við þig.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Deilur við náinn vin og gagnrýni gætu
gert lífið erfitt í dag. Daður hefur aldrei
reynst þér jafn auðvelt. Ferðalög koma líka til
álita.
23. sept. - 22. okt.
Vog Farðu þér hægt þegar við ókunnan er að
eiga, sérstaklega ef ekki er á hreinu hvað fyrir
honum vakir. Leitaðu hjálpar áður en það
verður of seint.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Þótt mann langi mikið í einhvern
hlut er ekki ástæða til þess að setja allt úr
skorðum hans vegna. Þú dregst að þeim sem
eru skilningsríkir og umhyggjusamir.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Vísaðu fólki kurteislega frá þér
þegar þér finnst það vera orðið yfirþyrmandi.
Trén hreyfast í vindinum alveg eins og hugs-
anir þínar.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Þér finnst þú slappur á versta tíma
– og það er merki um að þú þurfir að taka
málin í þínar hendur. Farðu út í náttúruna eða
á listasafn.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Þú verður að geta staðið við þau
loforð sem þú gefur. Leggðu drög að því að
komast í gott ferðalag.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Dagurinn í dag ber með sér hlýju og
innileika sem vert er að deila með öðrum.
Ekki gleyma að gefa þér tíma til einveru þótt
aðrir þurfi á þér að halda.
Kristján frá Gilhaga orti á mið-vikudag, en þá voru haust-
jafndægur: „Kuldalegt út að líta
þegar birti í morgun og þrjár gráð-
ur á mælinn enda grátt í Súlur og
Hlíðarfjall að sjá.
Fjallabrúnir falda gráu,
förlast sumri, þróttur fer;
sumarblómin sölna smáu,
svala haustsins golan ber.
En það er nú annars þvílíkt sól-
skin hér alla daga núna að maður á
varla orð yfir það, getur samt ekki
orða bundist:
Allir hljóta þetta að þrá
því skal njóta stundarinnar,
hér er kvóti enginn á
ástarhótum sólarinnar.“
Og þann hinn sama dag skrifaði
Davíð Hjálmar Haraldsson:
...
Hreindýrin í Hlíðarfjalli
hrista snjó úr klaufunum.
„Nú er haustlegt,“ sagði hann,
„og snjór í Súlum og Hlíðarfjalli
eftir nóttina. Ætlaði ég að yrkja
vísu um haustkomu í Hlíðarfjalli en
mér fannst flest rímorðin við klauf-
unum svo vafasöm að það vantar
fyrripart. Tillögur?“
Og það stóð ekki á þeim. Sig-
urlín Hermannsdóttir sendi fyrri-
part:
...
Tré sem kúra á köldum hjalli
klæða sig úr laufunum.
Sama gerði SkÁ úr Samsung-
tækinu sínu:
Gulnar engi, gránar hjalli,
gerðið týnir laufunum.
Björn Ingólfsson brást við með
sínum hætti. „Það er alveg eins
hægt að yrkja um elgi í Hlíð-
arfjalli,“ sagði hann. „Þeir eru þar
álíka algengir og hreindýr. Eða þá
bjarndýr.
Ég vil að þessi vísa fjalli
um viðbrögðin hjá klaufunum
er hreindýrin í Hlíðarfjalli
hrista snjó úr klaufunum.
Mikið er þetta vond vísa. Bæði
botn og fyrripartur.
Og ekki var hún mikið skárri sú
sem mér datt í hug uppi á Höfðan-
um í morgun.
Sólin var ekki komin upp fyrir
Hnjúkana og það var frekar napurt
þarna uppi. Handan fjarðar sáust
merki um úrkomu í föstu formi.
Stemmu dagsins Kári kall
kveður rámri bassaraust.
Sest er ryk á Sólarfjall,
sennilega er komið haust.
En svona er þetta. Enginn gerir
betur en hann getur.“
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Hausthljóð í hagyrðingum
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„ÉG MUN EKKI BAKA FLEIRI KÖKUR.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að halda bestu jól
sem möguleiki er á.
SKRIFA
SKRIFA
SKRIFA
SKRIFA
SKRIFA
KRAKKAR, ALDREI SENDA
SMS Á MEÐAN ÞIÐ ERUÐ
AÐ KLIFRA Í TRJÁM
AMLÓÐI, STUNDUM HELD
ÉG AÐ VIÐ SÉUM EKKI
Á ÞEIM STAÐ SEM VIÐ
VILJUM VERA Á!
HVAR VILJUM VIÐ
VERA, HERDÍS?
GIFT!
UPPTEKIÐ
UPPTEKIÐ
Víkverji ætti auðvitað að fjalla umendalaust klúður borgarstjóra,
kröfur um afsögn hans og fleira í
þeim dúr, en aðrir sjá um þau leið-
indi nánast hvar sem litið er. Auk
þess er að koma helgi og þá gefst
tími til þess að velta skemmtilegri
hlutum fyrir sér, eins og til dæmis
ferðalögum.
x x x
Fyrir 30 árum bauð Víkverji makasínum í síðbúna brúðkaupsferð
um Norður-Ameríku. Víkverji
skipulagði ferðina sjálfur og var
meðal annars farið til New York,
Winnipeg, Minneapolis, Honolulu á
Havaí, San Francisco, Las Vegas,
Los Angeles, San Diego og Chi-
cago.
x x x
Víkverji átti ekki kreditkort áþessum tíma og því var greitt
fyrir allt flug í reiðufé fyrir brott-
för. Hótelgisting var pöntuð sím-
leiðis á hverjum stað og greitt fyrir
hana á staðnum. Áætlað var hver
kostnaðurinn yrði á hverjum
áfangastað og ákveðin upphæð sett
í umslag merkt hverri borg. Það
sem var afgangs hverju sinni var
sett í sérumslag og peningurinn
notaður til þess að gera sér glaðan
dag fyrir heimför.
x x x
Unga parið stóð í stórræðum,hafði keypt íbúð fyrr á árinu og
þurfti að gæta þess að eyða ekki
um efni fram. Launin voru ósköp
venjuleg, eins og laun almennings
voru á þeim tíma. Samt var ekkert
mál að fara í nokkurra vikna ferð til
Norður-Ameríku og enginn var
skuldahalinn vegna þess.
x x x
Víkverji rifjar þetta upp vegnanýrrar auglýsingar um nær
tveggja vikna ferð til Havaí. Ferðin
kostar tæpar 900 þúsund krónur á
mann í tvíbýli með morgunmat og
tekið fram að mjög mikið sé innifal-
ið! Víkverji hefur stundum hugsað
um að bjóða makanum aftur til
Havaí en hann hefur ekki efni á
slíkri ferð með íslenskri ferðaskrif-
stofu. Ferðin kostar jafn mikið og
íbúðin forðum! Það gengur ekki upp
í bókhaldinu. víkverji@mbl.is
Víkverji
Gleymið ekki gestrisninni því að
vegna hennar hafa sumir hýst engla
án þess að vita. (Heb. 13.2)