Morgunblaðið - 25.09.2015, Side 38
38 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 2015
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
Eitthvað á stærð við alheiminn nefn-
ist ný skáldsaga eftir Jón Kalman
Stefánsson sem væntanleg er frá
bókaútgáfunum Bjarti, Veröld og
Vöku-Helgafelli á næstu vikum.
„Tíminn líður ekki í eilífðinni, þar
verður tillitslaust afl hans að engu.
Hér lýkur ættarsögunni sem hefst í
bókinni Fiskarnir hafa enga fætur
og teygir sig frá Norðfirði forðum til
Keflavíkur dagsins í dag, með við-
komu á Miðnesheiðinni. Hér er sagt
frá ástinni, sem er í senn fórn og
jafnvægislist, frá lífi og dauða,
krepptum hnefa, Elvis Presley sem
kann að opna hjörtun og stjörnum
himinsins sem hverfa í eldi sólar-
innar,“ segir m.a. í tilkynningu. Þar
kemur fram að Eitthvað á stærð við
alheiminn sé ellefta skáldsaga Jóns
Kalman, sem hefur fjórum sinnum
verið tilnefndur til Bókmenntaverð-
launa Norðurlandaráðs, nú síðast
fyrir Fiskarnir hafa enga fætur sem
út kom árið 2013.
Bergsveinn Birgisson sendir frá
sér nýja bók sem ber titilinn Geir-
mundar saga Heljarskinns. „Berg-
sveinn skrifar hér söguna sem hefði
átt að skrifa, um Geirmund heljar-
skinn. Fræðirit Bergsveins, Svarti
víkingurinn, kemur út í íslenskri
þýðingu vorið 2016. Bergsveinn
skrifaði Svarta víkinginn á norsku,
og hafa Norðmenn tekið honum
fagnandi, og bókin selst í 30 þúsund
eintökum. Fyrst kemur hér Íslend-
ingasagan, sem aldrei var skrifuð,“
segir í tilkynningu.
Ný skáldsaga er væntanleg frá
Ólafi Jóhanni Ólafssyni. Hún fjallar
um hálfíslenskan lækni í New York
sem rannsakar sjúklinga í dauðadái.
„Er hægt að ná sambandi við þá?
Móðir hans, píanóleikari sem ekki
hefur hlotið þá viðurkenningu sem
foreldrum hans finnst hún eiga skil-
ið, snýr aftur í upptökum sem vekja
heimsathygli. En er endurkoman
alltaf eftirsóknarverð?“
Randalín og Mundi snúa aftur
Von er á nýjum spennusögum úr
smiðju Yrsu Sigurðardóttur, Ragn-
ars Jónassonar og Jóns Óttars Ólafs-
sonar. Í bók Yrsu mæta persónurnar
úr síðustu bók hennar, DNA, aftur
til leiks. Bók Ragnars nefnist
Dimma og þar rannsakar lögreglu-
fulltrúinn Hulda síðasta sakamálið
sitt áður en henni er gert að hætta
störfum fyrir aldurs sakir, 64 ára
gömul. „Ung kona, hælisleitandi frá
Rússlandi, finnst látin á Vatnsleysu-
strönd og bendir ýmislegt til þess að
hún hafi verið myrt. Engum er hægt
að treysta og enginn segir allan
sannleikann. Hörmulegir atburðir úr
fortíð Huldu sækja á hana og hún
gerir afdrifarík mistök við rannsókn-
ina sem hafa ófyrirsjáanlegar afleið-
ingar,“ segir í tilkynningu. Þar kem-
ur fram að bók Jóns Óttars sé síðasti
hlutinn í spennusagna-þríleik um
peningafjallið, þ.e. peningana sem
hurfu í hruninu. Fyrri bækurnar í
þríleiknum eru Hlustað og Ókyrrð.
Ný barnabók um Randalín og
Munda lítur dagsins ljós og nefnist
hún Randalín, Mundi og afturgöng-
urnar. Þetta er þriðja bók Þórdísar
Gísladóttur sem Þórarinn M. Bald-
ursson myndskreytir um tvíeykið.
Hendingskast nefnist fyrsta
skáldsaga Sigurjóns Daðasonar sem
er ungur klarinettuleikari. „Ungur
maður fær óvænt upp í hendurnar 30
milljónir króna. Miðaldra hjón verða
fyrir því að húsið þeirra er málað
appelsínugult í skjóli nætur. Þessir
óvæntu atburðir koma miklu róti á líf
persónanna, ekki síst aðalpersón-
unnar þar sem allt fer á hvolf,“ segir
í kynningu.
Kvenréttindakonur áður fyrr
Sunnudagsbíltúr er yfirskrift
ljóðasafns eftir Ásdísi Óladóttur.
„Tuttugu ár eru síðan fyrsta ljóða-
bók Ásdísar kom út en þær eru alls
orðnar sjö. Hér er að finna úrval úr
þessum bókum í tilefni höfund-
arafmælisins.“
Hugmyndir: Andvirði hundrað
milljónir nefnist ljóðabók eftir Hall-
dór Halldórsson, sem betur er
þekktur sem Dóri DNA. Hér er um
að ræða aukna endurútgáfu á ljóða-
bók sem Dóri DNA gaf upphaflega
út á vegum Tunglsins forlags fyrr á
þessu ári. Þá kom bókin út í 69 tölu-
settum eintökum sem aðeins voru til
sölu eina kvöldstund, en óseldum
eintökum var fargað eftir miðnætti.
Munaðarleysinginn – örlagasaga
er titill ævisögu sem Sigmundur
Ernir Rúnarsson hefur ritað um
Matthías Bergsson. „Lífssaga Matt-
híasar spannar allt frá munaðarleys-
ingjaheimili í Reykjavík á sjötta ára-
tugnum til hörkulegrar herþjálfunar
fyrir stríðið í Víetnam og glæpa-
hverfa í miðríkjum Bandaríkjanna.
Við sögu koma Marlene Dietrich,
Alice Cooper, Axl Rose, Marlboro-
maðurinn, morðingi Johns Lennon –
og þrír Bandaríkjaforsetar, svo
nokkur séu nefnd. Í veraldarvolkinu
sökk Matthías til botns í óreglu, nið-
urlægingu og eymd en tók loks
stefnuna heim til Íslands – þar sem
hann vissi af æskuástinni sinni.“
Kvenréttindakonur fyrri alda
nefnist bók eftir Kolbrúnu Ingólfs-
dóttur. Bókin fjallar um brautryðj-
andi kvenréttindakonur um allan
heim frá upphafi baráttunnar fram
undir miðja 20. öld. Auk þess er
væntanleg ný og endurskoðuð útgáfa
af bókinni Tilvitnanir a-ö sem Kol-
brún Bergþórsdóttir tók saman.
Von á nýrri
skáldsögu frá
Jóni Kalman
Spennusögur væntanlegar úr smiðju
Yrsu, Ragnars og Jóns Óttars
Jón Kalman Stefánsson Bergsveinn Birgisson Ólafur Jóhann Ólafsson
Yrsa Sigurðardóttir
Halldór Halldórsson – Dóri DNA Þórdís Gísladóttir
Ragnar Jónasson Jón Óttar Ólafsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Se
n
d
u
m
íp
ó
st
kr
ö
fu
s:
52
8
82
00
Villidýr á verði
tiger.is · facebook.com/tigericeland
Regnsamkvæmi 1800,-
» Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF,hófst í gær með sýningu á opnunarmynd hátíð-
arinnar, Il racconto dei racconti, eða Sagnasveig, í
Gamla bíói. Fyrir sýningu myndarinnar var boðið
upp á 30 mínútna dagskrá þar sem Hrönn Mar-
inósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, sagði
nokkur orð og Margrét Örnólfsdóttir handritshöf-
undur flutti hina árlegu RIFF-gusu. Ragnheiður
Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra,
setti svo hátíðina formlega. Kynnir á opnunarhátíð-
inni var Snjólaug Lúðvíksdóttir grínisti.
RIFF sett í 12. sinn í Gamla bíói í gærkvöldi
Flott Hrönn Marinósdóttir, stofnandi og stjórnandi RIFF, Gunnar Her-
sveinn, Friðbjörg Ingimarsdóttir og Heiðdís Guðbjörg Gunnarsdóttir.