Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 25.09.2015, Qupperneq 44
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 268. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 488 ÁSKRIFT 5295 HELGARÁSKRIFT 3307 PDF Á MBL.IS 4696 I-PAD ÁSKRIFT 4696 1. Lýsa eftir milljónamæringi 2. Ræddi við kærastann á meðan … 3. Guðlaug gekk með barn fyrir … 4. Grófu upp lík keisarahjónanna »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  21. október næstkomandi er dag- urinn sem Marty McFly flaug á silf- urlituðum Delorean til framtíðar- innar, í kvikmyndinni Back to the Future frá árinu 1985. Aðdáendur myndarinnar og framhaldsmyndanna tveggja sem gerðar voru munu fagna þessum tímamótum á þessum degi víða um heim og þá m.a. í Bíó Paradís þar sem myndirnar þrjár verða sýnd- ar í réttri röð. Sýningar hefjast kl. 18. Á myndinni sést tímastillir tímavél- arinnar í Back to the Future, hinnar silfurlituðu Delorean-bifreiðar. Haldið aftur til fram- tíðar 21. október 2015 Á laugardag Gengur í suðaustan 15-23 m/s með rigningu, tals- verð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hiti 8 til 14 stig. Mun hægari og úrkomuminna um kvöldið. Á sunnudag Sunnan 5-10 m/s. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-10 m/s og súld eða rigning norðvestantil, annars hægari vindur og bjart veður, en stöku skúrir um landið norðaustanvert. Hiti 5 til 12 stig að deginum. VEÐUR „Upphaflega átti ég að koma inn á sem miðvörður í hálfleik en ekki varð af því. Næst stóð til að ég kæmi inn á sem miðjumaður en úr varð að ég kom inn á og fór í sóknina. Ég held að það geti ekki verið margir leikmenn í heiminum í þessari stöðu. Norðmennirnir eru mjög ánægðir að geta notað mig í allt,“ segir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður Rosenborg í Noregi. »4 Ánægðir að geta notað mig í allt ÍR-ingar eru áfram einir á toppi Olís- deildar karla í handknattleik eftir fjórða sigurinn í jafnmörgum leikjum en þeir þurftu að hafa mikið fyrir því að sigra nýliða Víkings. Í Safamýri knúði Valur fram sigur á Fram í jöfn- um leik en Haukar fóru létt með Ak- ureyri fyrir norðan og í Mosfellsbæ voru FH-ingar lítil fyrirstaða fyrir Aftureldingu. »2-3 ÍR-ingar með fullt hús stiga á toppnum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Elísa Margrét Hafsteinsdóttir, sem verður þriggja ára í desember, fædd- ist með heilasjúkdóminn Lissen- cephaly, sem er bæði alvarlegur og sjaldgæfur. Hún er fjölfötluð, þjáist af flogaveiki og lungnasjúkdómum, getur hvorki stjórnað hreyfingum né talað og þarf stöðuga umönnun. Foreldrar hennar, Gyða Krist- insdóttir og Hafsteinn Vilhelmsson, þurfa sérútbúinn bíl til þess að geta farið með dótturina út af heimilinu án teljandi vandræða. Vinir þeirra ætla að halda styrktartónleika vegna þessa í Austurbæ. „Þetta er frábært framtak,“ segir Hafsteinn. „Þegar Jóhann Fjalar sagði okkur frá þessu varð ég orðlaus.“ Eftirlit allan sólarhringinn Þegar Elísa Margrét var tveggja mánaða greindist hún með sjúkdóm- inn. Fyrsta eina og hálfa árið var hún lengst af inni á Barnaspítala Hrings- ins, en síðan hefur hún að mestu ver- ið heima og í leikskóla á daginn. Auk- inn sjúkrastuðningur, dagleg heimahjúkrun og öll nauðsynleg hjálpartæki og neyðarlyf á heimilinu gera það mögulegt. Hún er keyrð í leikskólann og til baka með fylgdar- manneskju. Hún þarf reglulega súr- efnisgjöf, jafnt á degi sem nóttu, og Gyða og Hafsteinn skiptast á að fylgjast með henni á nóttunni. Frá því í byrjun þessa mánaðar hafa þau fengið opinbera aðstoð tvær nætur í viku, en Elísa Margrét þarf að fá svefnlyf tvisvar til þrisvar á hverri nóttu. „Kópavogsbær hefur komið okkur æ meira til aðstoðar og fyrir það erum við þakklát,“ segir Haf- steinn. „Við höfum oft sagt að á með- an við getum sofið erum við tilbúin að takast á við allt,“ bætir Gyða við. Gyða og Hafsteinn kvarta ekki þrátt fyrir mikla erfiðleika heldur njóta þess að eiga barn og gera allt sem þau geta fyrir það. „Það væri ótrúlega auðvelt fyrir okkur að leggja árar í bát en við keppumst við að halda okkar vinnu og gera það sem við þurfum að gera með góðu skipulagi og vilja,“ segir Hafsteinn. Þau kynntust í vinnunni og Gyða seg- ir að þau hafi strax náð mjög vel sam- an. „Þetta er eins og enn eitt verk- efnið okkar og það gengur vel,“ segir hún. Áréttar að mikilvægt sé að hugsa ekki um dökku hliðarnar. Þau segja að litli bíllinn þeirra henti ekki fyrir Elísu Margréti. „Við verðum samt að sníða okkur stakk eftir vexti og þessir styrktar- tónleikar eru sem himnasending,“ segir Gyða. „Við förum ekki mikið út með Elísu Margréti en það væri gaman á meðan hún hefur heilsu til þess. Til þess þurfum við stærri bíl.“ Orðlaus vegna hugulsemi  Safna fyrir sér- útbúnum bíl fyrir fjölfatlaða dóttur Morgunblaðið/Golli Unga fjölskyldan Elísa Margrét með foreldrunum Gyðu Kristinsdóttur og Hafsteini Vilhelmssyni. Styrktartónleikarnir verða í Aust- urbæ þriðjudaginn 6. október og hefjast klukkan 20. Fram koma Skítamórall, Hreimur og Vignir, MC Gauti, Áttan, Gunnar Birgisson, Friðrik Dór og leynigestur. Að- gangseyrir rennur óskiptur til fjöl- skyldunnar. Bræðurnir Jóhann og Nökkvi Fjalar standa að hljómleikunum. „Ég er orðlaus yfir þessu framtaki og hálfskælandi yfir viðbrögð- unum sem það hefur fengið á Facebook,“ segir Gyða. „Eftir því sem tíminn líður hefði maður hald- ið að það myndi gleymast hvað líf Elísu Margrétar er erfitt og kunn- um við því sérstaklega vel að meta þennan stuðning því vissulega verður þetta ekki auðveldara.“ Þau hafa skoðað möguleika á því að fá sérútbúinn, stærri bíl. „Það myndi auðvelda okkur að gera meira með henni,“ segir Haf- steinn og leggur áherslu á að ör- yggið sé fyrir öllu. Miðasala er á midi.is en auk þess getur fólk lagt inn frjáls framlög til styrktar Elísu Margréti á reikning nr. 326-22- 953, kt. 510714-0670. Auðvelda erfitt líf MIKIL OG JÁKVÆÐ VIÐBRÖGÐ Á FACEBOOK  Syndrome nefnist kvikmynda- viðburður sem er hluti af finnsku menningarhátíðinni Northern marg- inal sem stendur nú yfir í Reykjavík. Úrval kvikmynda og heimildarmynda verður á Syndrome, sjaldgæfar og klassískar myndir sem þykja líklegar til að koma áhorfendum í opna skjöldu. Á laugardaginn verða sýndar kvikmyndir í hálfan sólarhing í Tjarn- arbíói, frá kl. 11 til 23, m.a. eftir leik- stjórana Jani Volanen og Jimi Tenor. Margar þeirra fjalla um pönk, m.a. Punk Syndrome sem fjallar um pönk- sveitina Pertti Kurikan Nimipaivat sem keppti fyrir hönd Finnlands í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Í kvöld verður heimildamyndin Eternal Flame of Gehenna sýnd á Gauknum á undan tónleikum svartmálms- sveitarinnar Black Crucifixion. Myndin fjallar um finnsku málmsenuna nú til dags og þykir afar opinská. Finnskt pönk og málmur í myndum Thea Imani Sturludóttir er 18 ára ný- liði í íslenska landsliðinu í hand- knattleik sem mætir Frökkum og Þjóðverjum í undankeppni EM eft- ir tvær vikur. Hún bjó í London til sjö ára ald- urs og móðir hennar er frá Jamaíku. „Það er ekki mikið að gerast í handbolta í Englandi. Þegar ég var lítil talaði pabbi við mig um einhverja íþrótt sem ég skildi ekk- ert í,“ segir Thea um fyrstu kynni sín af handbolta. » 1 Einhver íþrótt sem ég skildi ekkert í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.