Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 10

Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 10
10 Um 60 km suður af höfuðborginni Havana er Raul Diaz Argüelles Garcia framhaldsskólinn. Hann tilheyrir Havana héraði (La Habana) sem getur státað af 50 sambærilegum framhalds- skólum. Undirritaður fór í heimsókn í skólann þann 17. júní síðastliðinn í fylgd fulltrúa frá vinafélagi Kúbu og Norðurlanda og íslenskum ferðafélög- um. Verður nú gerð grein fyrir því sem fyrir augu bar, ásamt því að varpa ljósi á kennsluhætti og framhaldsmenntun á Kúbu. Rúman klukkutíma tekur að keyra frá miðborg Havana til Raul Diaz framhalds- skólans. Á leiðinni tóku ungt par og eldri hjón sér far með okkur, en algengt er á Kúbu að farartæki séu samnýtt á þennan hátt. Má í raun segja að það sé borgaraleg skylda að leyfa samborgurum sínum að fljóta með, þ.e. ef þeir eru á sömu leið og maður sjálfur. Slíkt hefur færst í vöxt eftir að skórinn fór að kreppa með hruni Sovét- ríkjanna, en þá hætti ódýr olía að streyma til Kúbu. Nú er þess vegna mikill olíuskort- ur og ekki bætir viðskiptabann Banda- ríkjanna úr skák í þeim efnum. Í tíð Bush stjórnarinnar hefur verið hert enn frekar á viðskiptabanninu og mega t.a.m. Kúb- anir búsettir í Bandaríkjunum ekki lengur senda peninga heim til Kúbu, en peninga- sendingar sem þessar mynda stærri hluta af gjaldeyristekjum landsins en ferða- mannaiðnaðurinn. Che Guevara hannaði framhaldsskóla- kerfið Þegar við komum á leiðarenda tók skólastjórinn á móti okkur og fylgdum við honum inn á skrifstofu hans þar sem við vorum leiddir í allan sannleik um starfsemi skólans og sögu. Hann sagði okkur að Raul Diaz framhaldsskólinn væri svokallaður preuniversitario sem þýða mætti sem for- háskóli og samsvarar fyrstu tveimur árum í framhaldsskóla á Íslandi. Á Kúbu eru tvær tegundir af for-háskól- um, hér eftir nefndir framhaldsskólar: Ann- ars vegar Institutos Preuniversitarios en el Campo (IPUEC), eða framhaldsskóli úti á landi, og hins vegar Institutos Preuniversit- FRAMHALDSSKÓLAR Á KÚBU SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 CUBA Havana Nám og jarðyrkja í anda Pestalozzis Jón Ingvar Kjaran

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.