Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 20

Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 20
20 SUMARNÁMSKEIÐ NLS SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 Norrænu kennarasamtökin stóðu fyrir námskeiði fyrir 140 félaga sína dag- ana 29. júní til 3. júlí sl. Það var haldið í Röros í Noregi sem er gamall kopar- námubær frá árinu 1646 og friðaður af UNESCO. Frá Kennarasambandi Íslands fóru tólf manns, deilt eftir félagatali hvers félags eins og frá hinum Norður- löndunum. Yfirskrift og þema námskeiðsins var um faglega siðvitund og lýðræðisþróun. Jafnt í faglegum fyrirlestrum og verklegri úrvinnslu þátttakenda var lýðræði efst á baugi. Fyrsta daginn var rætt um siðfræði í félagslegri samvinnu, hvaða gildi væru mikilvæg, og var vitnað í heimspekinga nútímans og allt aftur til Aristótelesar sem lagði hamingju og dyggð til grundvall- ar fagvitund. Uppalendur ættu að koma auga á það sem ekki getur verið öðruvísi og finna ávallt hinn gullna meðalveg til lausna. Sjálfsþekking er nauðsynleg til þess að hægt sé að hjálpa öðrum að finna sjálfan sig ásamt yfirsýn og að hafa ávallt sannleikann að leiðarljósi. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja og útsjónarsemi til að meta aðstæður. Að sjá aðra sem mikil- væga samferðarmenn til að auðga fagvit- und og þátttaka allra er jafngild, burtséð frá aldri, kyni, stöðu eða öðru. Samvinna sé án þvingana og ganga skal í málin hér og nú. Uppeldi er blanda af mati og fram- kvæmd og virði gildir meir en verknaður. Fyrst er umhugsun og mat, síðan kemur verknaður. Virðing verður að vera fyrir öllum einstaklingum og áríðandi að forð- ast mismunun. Hjálpin kemur með auð- mýkt en ekki með því að ríkja yfir. Hvað treystir eða særir? Hvaða umhverfisáhrif eru sterk? Grundvallargildi í kennslu og uppeldi eru menntun, nytsemi, frjáls leikur, inn- lifun og ábyrgð. Réttur allra er lýðræði, andrými, álit, frelsi, virðing, vernd, skjól og jafnrétti. Gildi sem keppt er að eru ár- angur og samverkan. Dulin gildi eru að fá skólaárið til að ganga. Það er hlutverk stéttarfélagsins og á ábyrgð þess að: • Koma af stað umræðum um grund- vallargildi. • Gera félagana meðvitaða um grund- vallargildi. • Verja grundvallargildin fyrir samfélag- inu og öllum samstarfsfélögum. Síðari hluta dagsins fór fram úrvinnsla þátttakenda á mjög lýðræðislegan hátt sem var í stórum dráttum eftirfarandi: • Þátttakendur sem þess óskuðu lögðu fram hugmynd um málefni sem þeir vildu vinna nánar með. • Skráðu hana inn á tíma- og staðart- öflu. • Aðrir þátttakendur merktu sig inn í umræðuhópa sem þeir vildu helst vera í. • Sá sem lagði fram spurninguna leiddi samtalið í 25 mín. og eftir uppskiptingu í samræðuhópum með nýjum viðmælend- um aftur í 25 mín. • Einn úr hópnum var valinn sem skrá- setjari. • Allir segja sína meiningu um spurning- una í upphafi leiks. • Umræður. Annað umræðuefni var „skóli fyrir alla“. Í Skandinavíu eiga menn lengri sögu innflytjenda en á Íslandi og mörkuðust fyrirlestrar af reynslu í samskiptum manna frá ólíkum menningarheimum og mis- munandi í útliti. Fjallað var um virðingu fyrir margbreytileikanum og hvað það þýðir frá ólíkum sjónarhornum. Geta má þess að einn fyrirlesarinn, Loveleen Rihel Brenna indverskættuð, en fædd og uppal- in í Noregi og menntuð sem uppeldis- og sálfræðingur, ræddi efnið út frá eigin upp- eldi og samskiptum við fjölskyldu annars vegar og út á við hins vegar. Efni hennar vakti mikla athygli og verður ekki nánar lýst hér. En Loveleen kemur til Íslands 14. september nk. og verður þá með fyrirlest- ur á vegum Skólamálaráðs KÍ, nánar aug- lýst er nær dregur. Framlag tónlistarkennarans Per Oddvar Hildre sem leiddi alla þátttakendur nám- skeiðsins saman í söng og leik undir djass- aðri stjórn var frábært sameiningartákn. Með gleði sinni og músíkalskri snilli tókst Per Oddvar að senda okkur heim með tóna og texta rígfesta í hugann svo minn- ingin um sumarnámskeiðið í Röros vekur upp gleði og samkennd. Íbúar Röros veittu einnig innsýn í rótgróinn menningarheim staðarins og buðu upp á þjóðlega tón- leika, söng og margskonar hljóðfæraleik. Helga Magnúsdóttir Meira efni frá námskeiðinu er væntanlegt og verður birt á www.ki.is og í næstu Skólavörðu. Sumarnámskeið NLS í Noregi 29. júní til 3. júlí 2004 Fagleg siðvitund og lýðræðisþróun Sjálfsþekking er nauðsynleg til þess að hægt sé að hjálpa öðrum að f inna sjálfan sig ásamt yf irsýn og að hafa ávallt sannleikann að leiðarljósi. Gagnkvæmt traust þarf að ríkja og útsjónarsemi til að meta aðstæður. Ljósmyndir: Björk Helle Lassen

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.