Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 22

Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 22
22 UPPLÝSINGAVEITA UM MENNTAMÁL Björn Sigurðsson og Sigrún Eva Ár- mannsdóttir bera hitann og þungann af vefnum Menntagátt, ásamt þeim Sig- urði Fjalari Jónssyni og Jónu Pálsdóttur deildarstjóra á þróunarsviði mennta- málaráðuneytis og verkefnastjóra Menntagáttar fyrir ráðuneytið. Mennta- gátt er samstarfsverkefni ráðuneytisins og hugbúnaðarfyrirtækisins Hugar, en þau Björn, Sigrún Eva og Sigurður Fjal- ar vinna öll hjá Hugi. Menntagátt er al- hliða upplýsingaveita um skólamál og stöðugt bætist við nýtt efni á vefinn. Gáttin er ókeypis og öllum opin. Áhersla er lögð á námsefnismiðlun og með því að leita í gagnagrunni Menntagáttar geta kennarar og aðrir sem áhuga hafa fengið upplýsingar um námsefni sem tengist námsgrein, skólastigi eða jafn- vel tilteknu markmiði í námskrá. Skóla- varðan tók þau Björn og Sigrúnu Evu tali og fékk nánari upplýsingar. „Upphaf Menntagáttar má rekja til verkefnaáætlunar menntamálaráðuneytis í rafrænni menntun 2001 - 2003, undir nafninu Forskot til framtíðar,“ segir Björn. „Þar voru hugmyndirnar um svona alhliða upplýsingavef og gagnagrunn fyrir öll skólastig fyrst settar fram og Hugur fékk svo verkefnið í útboði. Menntagátt er ætl- að stórt hlutverk og um þessar mundir fer mestur tími í að skrá námsefni og byggja upp gagnagrunna. Allir geta skráð inn námsefni en auk þess hafa verið ráðnir kennarar til starfa til þess að tryggja að efnið bætist inn hægt og örugglega. Hér er líka að sjálfsögðu ritstjórn sem starfar með höfundum og skrásetjurum, ásamt því að fá sérfræðinga til verka í sínum fögum.“ Þverleit og umræðuþing Björn er kennaramenntaður og sér um efnisöflun og úrvinnslu ásamt því að hafa daglega umsjón með rekstri og inni- haldi vefjarins. Mjög einfalt er að skrá efni á vefinn og áhersla hefur verið á ís- lenskt efni sem er á Netinu, en einnig SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 Opin gátt til mennta Menntagátt er samstarfsverkefni milli menntamálaráðuneytisins og Hugar hf. Vefnum er ætlað að vera vettvangur samstarfs margra aðila sem koma að menntamál- um. Kennarar um allt land koma að starfsemi menntagatt.is, með- al annars með því að vinna við skráningu, gæðamat og frétta- skrif. Menntagátt hefur einnig veitt nýsköpunarstyrki til gerðar námsefnis á Netinu til að auka við úrval efnis. Aðstandendur Menntagáttar hjá Hugi. Sigrún Eva situr og Björn hvílir olnboga á vinnutækinu.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.