Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 17

Skólavarðan - 01.08.2004, Blaðsíða 17
17 Áslaug Jóhannsdóttir SKÓLAVARÐAN 6.TBL. 4. ÁRG. 2004 henni þegar þeir koma með veitingar í skólann, svo sem vegna afmæla barna sinna. Eldhús skólans vakti athygli okkar fyrir hvað það var stórt og rúmgott og búið fullkomnum tækjum. Þar vinna fimm starfsmenn. Gefa hvert öðru bækur Fyrir utan umhverfismennt er lögð áhersla á í skólastarfinu að börnin læri jafnrétti, bræðralag og að leysa úr verkefn- um (deilum). Unnið er með könnunarleik (endurnýtanlega hluti) á öllum deildum. Tónmenntakennari kemur tvisvar í viku og hefur tónlistarstundir með börnunum og spilar kennarinn á fiðlu og flautu. Ef börn frá öðru landi sem ekki eru spönskumælandi byrja í skólanum er fast- ur kennari með þeim allan daginn. Verk- efni hans er að koma börnunum í leik og hjálpa þeim að mynda tengsl við önnur börn. Ekki er um neina sérstaka málörvun að ræða fyrir erlendu börnin. Þó á skólinn kost á að kalla til talmeinafræðing sem sveitarfélagið greiðir laun. Alþjóðleg bókavika stóð yfir þá daga sem við vorum í Madrid. Hún var helguð minningu rithöfundarins Cervantesar og voru bækur mjög áberandi alls staðar í borginni og í leikskólunum sem við heim- sóttum. Ein kennslustofan var útbúin sem mjög skemmtilegt bókasafn í tilefni vik- unnar og höfðu foreldrar keypt barnabók sem börnin þeirra gáfu hvert öðru. Þarna var einnig fjöldi bóka sem börnin höfðu sjálf búið til eða voru að vinna að. Kennar- ar höfðu búið til margar bækur til að örva tilfinningagreind barnanna. Þar á meðal voru bækur til að örva skynfæri og einstak- lingsbækur sem fjölluðu um börnin sjálf og fjölskyldur þeirra. Allur aðbúnaður barnanna á Las Dora- das var til fyrirmyndar. Alúð og virðing kennara gagnvart starfinu var greinileg. Reyndar var mikið um „fullorðinsföndur“, sérstaklega hjá yngstu börnunum en það skóp líka sérstakt útlit deildanna og er barnamenning þótt hún tíðkist ekki hér á landi. Heimsóknin tók þrjár klukkustundir og okkur var boðinn hádegisverður í sólskýli garðsins. Ljúffengur maturinn samanstóð af þjóðarréttum Spánverja. Allir kennarar skólans tóku þátt í að taka á móti okkur. Þeir höfðu greinilega undirbúið sig mjög vel og var gestrisni þeirra eftirminnileg. Leika sér lítið úti Leiðsögn og skipulagning verkefnis- stjóra Grænfánaverkefnisins var frábær. Hann var með okkur allan skipulagsdag- inn og fylgdi okkur í allar heimsóknir. Það var ánægjulegt að sjá hversu gott og fjölbreytt leikskólastarfið var í skólunum. Einnig tókum við eftir hve Spánverjar eru mikil bókaþjóð. Til dæmis voru allir skól- arnir með sérherbergi merkt sem bóka- safn. Ef til vill lýsir það fáfræði okkar að við héldum að leikskólabörn sem búa í tempraðra loftslagi en er hér lékju sér mikið úti. En þvert á móti eru þau lítið úti vegna hitans! Einnig kom á óvart að ekki sást grasstrá í görðum skólanna en sama skýring er líklega á því og útivistinni; lofts- lagið og hitinn. Því má heldur ekki gleyma að Madrid er efst á hásléttu Spánar og því sparlega farið með vatn sem er oft af skornum skammti. Greinilegt var að engin sérstök stefna eða móttökuáætlun var til fyrir börn af er- lendu bergi brotin og ekkert sérstaklega tekið tillit til menningar þeirra eða móður- máls í leikskólunum. Í öllum leikskólunum sem við heimsótt- um vakti það athygli okkar hve starfsfólk- ið var heilshugar í starfi með börnunum og sýndi þeim sérstaka hlýju og umhyggju- semi. Börnin voru öguð og kurteis og létu það ekki trufla sig þótt hátt í þjátíu manns væru á vappi í kringum þau. Ann- að og meira þurfti til að trufla einbeitingu þeirra og aga. Tóbakið notað sem skordýraeitur Auk Las Doradas voru tveir aðrir skólar sóttir heim; Lope de Vega og Verbana. Við Mánabrekka til Madrid Birna Dís Traustadóttir leiðbeinandi á Mánabrekku í hópi spænskra félaga. Birna er önnur frá hægri og henni á vinstri hönd er Jorge, verkefnisstjórinn spænski. GRÆNFÁNAVERKEFNIÐ Lj ó sm y n d f rá h ö fu n d u m g re in a r.

x

Skólavarðan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólavarðan
https://timarit.is/publication/1179

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.